Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
17
Öflugt samstarf 136 þióða
eftir Önnu G.
Sverrisdóttur
Á þessu ári eru liðin 80 ár frá
því að skátahreyfíngin barst til ís-
lands og halda íslenskir skátar upg
á það með margvíslegum hætti. í
heiminum eru nú starfandi 26 millj-
ónir skáta í 136 löndum. Á þeim
85 árum sem liðin eru síðan fyrsti
skátaflokkurinn fór í fyrstu útileg-
una í nágrenni London hafa tugir
milijóna ungs fólks notið góðs af
þeim áhrifum sem starfíð innan
hreyfingarinnar hefur haft á líf
þeirra.
í skátastarfí er bræðralagshug-
sjónin mikilvægur hlekkur. Virðing
milli manna og viðurkenning á því
að allir menn eru bræður er hom-
steinninn. Með því að auka vitn-
eskju um aðrar þjóðir og kynnast
lífi ungs fólks sem býr við aðrar
aðstæður eykst skilningur og virð-
ing. Skátahreyfíngin er opin öllum
af hvaða kynstofni sem þeir em og
hvaða trú sem þau játa og hreyfing-
in er óháð pólitískum flokkum og
stefnum.
Alþjóðabandalögin
Austur-Evrópa
í meira en íjörtíu ár var skáta-
starf bannað í löndum Austur-Evr-
ópu. í flestum landanna höfðu fyrir
stríð verið starfandi skátar og er
skátastarf nú hafíð í flestum löndum
á þessu svæði þar með talin öll lýð-
veldi Júgóslavíu fyrrverandi og í
nokkmm rikjum Sovétríkjanna fyrr-
verandi. Líkur em á að mörg þess-
arra skátabandalaga verði fullgildir
aðilar að Alþjóðsamtökum skáta á
Alþjóðaráðstefnunum sem haldnar
verða sumarið 1993. Áhugi bama
og unglinga á þátttöku í skátastarf-
inu er mikill. Ohætt er að segja að
þörfin fyrir þátttöku í frjálsu upp-
byggilegu æskulýðsstarfí sé mikil.
„Skátar um heim allan
vinna að friði milli
manna, aukinni virð-
ingu fyrir jörðinni okk-
ar og öllu sem á henni
lifir.“
Að sjálfsögðu era mörg vandamál
sem verið er að vinna að lausn á,
svo sem þjálfun foringja, útvegun
aðstöðu, búnaðar og aðlögun
fræðsluefnis. Islenskir skátar fagna
því að unglingar í þessum löndum
eiga þess nú kost að starfa innan
hreyfingarinnar á ný.
Aukin víðsýni
Þátttaka í alþjóðlegu starfi gefur
einstaklingum ómetanlegan þroska,
þetta á ekki síst við um ungt fólk.
Sama er hvort um er að ræða skáta-
starf eða annað starf þar sem
áhersla er lögð á mannleg sam-
skipti og aukinn skilning og virðingu
fyrir mannréttindum.
Skátar um heim allan vinna að
friði milli manna, aukinni virðingu
fyrir jörðinni okkar og öllu sem á
henni lifir.
Höfundur er varaformaður
Evrópustjómar skáta.
Anna G. Sverrisdóttir
E3 VETRARTILBOÐ GROHE EJ
Blöndunartœki fyrír íslenskt vatn
Alþjóðabandalög skáta em tvö,
Alþjóðabandalag kvenskáta og Al-
þjóðabandalag drengjaskáta, sam-
starf milli þessara bandalaga er
mikið og er Bandalag ísl. skáta að-
ili að báðum. Á vegum alþjóða-
bandalaganna er unnið margvíslegt
starf til eflingar skátastarfs í heim-
inum og til að hafa áhrif þar sem
því verður við komið til að bæta
þann heim sem við búum í. Nám-
skeiðshald og útgáfa fræðsluefnis
er mikil á vegum samtakanna.
Þriðja hvert ár em haldnar alþjóða-
ráðstefnur sem setja markmiðin fyr-
ir framtíðina og vinna að ýmsum
sameiginlegum málum.
Skátar taka virkan þátt í starfi
Sameinuðu þjóðanna og hafa í sam-
vinnu við þær m.a. unnið að verkefn-
um sem varða velferð barna og á
sviði umhverfismála. Samstarf er
einnig við margar aðrar alþjóðlegar
stofnanir og samtök t.d. Rauða
krossinn, WWF, ýmsar trúarlegar
stofnanir o.fl.
Þátttaka í þjóðfélagsþróun
Skátar reyna að hafa jákvæð
áhrif í samfélaginu. Þar sem þjóðfé-
lögin era eins og við vitum mjög
mismunandi er þetta starf mjög
margbreytilegt.
Skáta á Sri-Lanka vinna að
fræðslu sem einkum er beint að
mæðmm um mikilvægi hreinlætis
og ónæmisaðgerða á uppvöxt ung-
bama. 1 Zambíu em skátar meðal
annars að gera sitt til að hjálpa
íbúum í fátækrahverfinu Musonda.
Aðstoðin fellst í að leiðbeina við
lestrar- og skriftarkepnslu, við
ræktun grænmetis, fræðslu um
hreinlæti og forvamir í heilbrigðis-
málum. Skátar víða um heim vinna
að landgræðslu t.d. plöntuðu Kana-
dískir skátar 37 milljónum tijá-
plantna í átaki sem þeir stóðu fyrir
nýlega.
íslenskir skátar hafa auðvitað
líka látið til sín taka þar sem þjóðfé-
lagið hefur þurft á að halda, nægir
þar að nefna störf hjálparsveita
skáta um langt árabil.
Samstarf ólíkra þjóða
Mörg samstarfsverkefni hafa á
undanfömum ámm verið unnin í
samvinnu skátabandalaga á Vest-
urlöndum og skáta í löndum sem
ekki em talin eins þróuð. Em þessi
verkefni af margvíslegum toga,
samvinna um að reisa skóla, byggja
bmnna og margt margt fleira. Sam-
starfsverkefni þessi hafa komið
mörgu góðu til leiðar þar sem þörf-
in hefur verið mikil. í þessum verk-
efnum taka þátt unglingar frá
a.m.k. tveim mjög ólíkum þjóðem-
um og er sú reynsla og þroski sem
skátamir öðlast við vinna saman
að verkefnunum einnig mjög mikil-
væg og til þess fallin að auka gagn-
kvæman skilning og virðingu.
Kr. 9.775,-
Kr. 11.495,-
Kr. 7.295,-
Kr. 11.795,-
A034651
AO338820
A0338910 §
AO343510
tongrrfe
A0317670
AO212930
A0262930
A0280S40
A0330800
REYKJAVÍK; METRO - B.B. BYGGINGAVÖRUR -Parma - baö HAFNARFJÖRÐUR; DRÖFN KEFLAVÍK; JÁRN OG SKIP AKRANES; MÁLNINGARÞJÓNUSTAN BORGARNES; K BORGFIRÐINGA
STYKKISHÓLMUR; SKIPAVlK GRUNDARFJÖRÐUR; VERSL. HAMRAR PATREKSFJÖRÐUR; BYGGIR (SAFJÖRÐUR; ÁRAL BOLUNGARVÍK; VERSL. J.F.E. HVAMMSTANGI; KAUPFÉLAG V
HÚNVETNINGA BLÖNDUÓS; KAUPFÉLAG HÚNVETNIGA SAUÐÁRKRÓKUR; KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SIGLUFJÖRÐUR; TORGIÐ AKUREYRI; KEA - LÓNSBAKKA - HITI H/F HÚSAVÍK-
KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA SEYÐISFJÖRÐUR; STÁLBÚÐIN EGILSSTAÐIR; KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA REYÐARFJÖROUR; KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA ESKIFJÖRÐUR; VERSL NÝJUNG
NESKAUPSSTAÐUR; KAUPFÉLAGIÐ FRAM HÖFN; KAUPFÉLAG A - SKAFTFELLINGA VESTMANNAEYJAR; MIÐSTÖÐIN SELFOSS; S.G. BÚÐIN.