Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
Kirkjuþing um vímuefnavandann
Fjárveitingar til for-
varna og meðferðar-
úrræða verði auknar
Allsheijarnefnd lagði til að
tvær þingsályktunartillögur
vegna vúnuefnavandans yrðu
afgreiddar með _ samþykkt
Kirkjuþings í gær. I henni segir
m.a. að eina ábyrga stefna
stjómvalda sé að auka fjárveit-
ingar til forvarnar- og meðferð-
arúrræða í stað þess að draga
úr þeim.
Umræddar þingsályktunartillög-
ur eru þingsályktunartillaga um
áskorun til dómsmálaráðherra um
aukið fé til aðgerða vegna fíkni-
efnavandans og samsvarandi til-
laga um stuðning við baráttuna
gegn áfengis og vímuefnavandan-
um.
Allsherjamefndin leggur til að
tillögumar verði afgreiddar með
samþykkt þar sem lýst er yfír
stuðningi við það forvamar- og
meðferðarstarf sem unnið hafi ver-
ið gegn áfengis- og vímuefnaneyslu
á undanfömum áratugum. Þetta
starf sé sérstaklega brýnt nú þegar
dreifing og neysla vímuefna fer
vaxandi með þjóðinni. Æ fleiri
ungmenni verði vímuefnum að bráð
og neysla áfengis hefjist í auknum
mæli þegar á bamsldri.
Þá segir í samþykktinni: „Kirkju-
þing tekur undir það álit að vímu-
efnavandanum verði best mætt
með öflugu forvamar- og meðferð-
arstarfi. Á sama tíma og vandinn
fer vaxandi varar Kirkjuþing við
öllum áformum stjónvalda um að
draga úr þeim forvamar- og með-
ferðarúrræðum sem nú em fyrir
hendi. Eina ábyrga stefna stjóm-
valda er að auka fjárveitingar til
þessara mála í stað þess að draga
úr þeim. Kirkjuþing lýsir yfir vilja
Fulltrúar á Kirkjuþingi að störfum í gær.
sínum til að styðja allt það starf
sem nú fer fram gegn áfengis- og
vímuefnavandanum og samrýmist
hugmyndum þjóðkirkjunnar
heilbrigða lífshætti."
Skálholtsskóli
Skólinn starfi á þrem sviðum
í nefndaráliti löggjafarnefndar um frumvarp til laga um Skál-
holtsskóla er gert ráð fyrir að skólinn starfi á guðfræðisviði,
kirkjutónlistarsviði og fræðslusviði og skuli sviðin þijú nánar
skilgreind i samþykktum skólans.
Samkvæmt álitinu verður skól-
inn kirkjuleg menningar- og
menntastofnun í eigu þjóðkirkju
Islands og starfí hann á grunni
fomrar skólahefðar í Skálholti og
norrænnar lýðháskólahefðar.
Kirkjuráð beri stjómunarlega og
fjárhagslega ábyrgð á rekstri skól-
ans fyrir hönd þjóðkirkju Islands
og gerður skuli samningur um þátt-
töku ríkissjóðs í rekstri hans.
Markmið Skálholtsskóla á að
vera að efla tengsl kirkju og þjóð-
lífs og stuðla að sem víðtækustum
áhrifum kristinnar trúar og krist-
innar menningar í íslensku þjóðlífi.
Skólinn skal leitast við að efla þjóð-
kirkjuna, m.a. með fræðslu starfs-
manna hennar.
Gert er ráð fyrir að Kirkjuráð
skipi fimm manna skólaráð Skál-
holtsskóla til fjögurra ára í senn.
Það ræður rektor að fenginni um-
sögn skólaráðs og setur honum
erindisbréf.
í gær lagði löggjafamefnd enn-
fremur til að Kirkjuþing samþykkti
að fela Kirkjuráði að skipa 3.
manna nefnt til að gera úttekt á
lögum og reglum og hefðum sem
giltu í verkaskiptingu sóknar-
nefnda, sóknarpresta og safnaða
svo og kirkjustjórnarinnar og gera
tillögur um úrbætur ef ástæða
þætti til.
Uppsagnir í ál-
verinu kærðar
til Félagsdóms
UPPSAGNIR fastráðinna starfs-
manna í álverinu í Straumsvík á
sama tima og framlengdir eru
samningar lausráðinna starfs-
manna verða kærðar til Félags-
dóms ef til kemur, að sögn Gylfa
Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns
starfsmanna í álverinu í Straums-
vik. Á samráðsfundi aðila á þriðju-
dag, þar sem voru einnig fulltrúar
Alþýðusambands Islands og
Vinnuveitendasambands íslands
var tilkynnt um uppsagnir tíu
fastráðinna starfsmanna og að
framlengdir verði samningar sex
lausráðinna starfsmanna af 21
sem renna út í nóvember.
Gylfi sagði að uppsagnimar væru
brot á kjarasamningum aðila að
mati lögfræðinga Alþýðusambands
íslands og ef fyrirtækið stæði við
fyrirætlanir sínar um uppsagnir yrði
farið með málið fyrir Félagsdóm. Á
fundinum hefði ekki komið fram
neinn vilji af hálfu fyrirtækisins til
að reyna að fínna sameiginlegan flöt
á málinu. Fyrirtækið virtist líta þann-
ig á stjórnunarréttinn að það réði
því hvaða greinar samnings aðila
giltu og hvenær. Hann sagði að auk
fulltrúa starfsmanna, hefðu forseti
Alþýðusambands íslands, fram-
kvæmdastjóri og annar varaforseti
setið fundinn. Þetta væri ekki lengur
kjaradeila milli starfsmanna og
stjómenda álversins heldur einnig
deila milli Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins, sem
hlyti að setja mark sitt á samskipti
aðila þar til hún leystist.
®)........
Akureyri
•fk \ _ -T, Grims-
-«^staðir
I -W \%
l« :: Y ý
•\ Möðrudalur
\
•£. ;; Herðubreiðarlindir £
~'l Herdubreifi^ íf
Ættartölumar eru
málaðar á gljúfurvegg
Jökulsár á Fjöllum
skammt frá nýlegri
brú við Upptyppinga
CJJ-Brii
/í Kreppu
Upptyppingar
VATNA-
JÖKULL
Umhverfisráðherra um ættartöluna í Jökulsárgljúfri
Hugsanlegt að höfða mál
á hendur Hollendíngunum
EIÐUR Guðnason umhverfisráð-
herra segir nauðsynlegt að at-
huga hvort hægt sé að láta hol-
lensku listamennina Reinout van
den Bergh og Gerhard Lentink
bera kostnað af þvi að hreinsa
ættartölu Völsunga af berginu í
Jökulsárgljúfri og athuga þurfi
hvort unnt sé að höfða mál á
hendur þeim fyrir dómstólum.
Ráðherra hyggst einnig krefja
Náttúruverndarráð skýringa á
því hvers vegna vitneskja var til
staðar hjá skrifstofu þess um
málið í nokkur ár án þess að nokk-
uð væri aðhafst og formanni Nátt-
úruverndarráðs tilkynnt um mál-
ið.
„Þetta er óskiljanlegt athæfi,
sem ég sé ekki að tengist list eða
listsköpun með neinum hætti,“
sagði Eiður Guðnason við Morgun-
blaðið. Ráðherra sagði að margt
væri skrýtið við þetta mál, til dæm-
Rætt við Gísla Sigurbjörnsson á 70 ára afmæli Grundar
Heimilið þarf ekki að vera fínt
en það verður að vera gott
„GÍSLI, sagði góður vinur minn við mig einu sinni, hvað ertu að
hanga yfír þessu gamla fólki? Þú átt að koma til mín og gera
það gott. Ég svaraði honum að hann gæti grætt á bísness og lif-
að hátt og ekkert lægi eftir. Það sem máli skipti væri ekki að
moka upp peningum heldur gera gagn. Þess vegna hef ég reynt
að hjálpa fólki, árin öll á Grund hafa gefið mikið vegna heimilis-
fólks sem ég hef kynnst. Þetta segir Gísli Sigurbjörnsson for-
stjóri Grundar í Reykjavík, en elliheimilið er 70 ára í dag. Gísli
á afmæli líka, hann er 85 ára og segist hafa týnt eins og tíu árum,
í gær hafi hann verið rétt um sjötugt.
Elliheimilið Grund var stofnað
með atbeina föður Gísla, séra Sig-
urbjöms Á. Gíslasonar, og var
fyrstu árin starfrækt við Kapla-
skjólsveg með 24 heimilismönum.
Heimilið við Hringbraut var tekið
í notkun 1930 og Gísli varð for-
stjóri fjórum árum seinna. Hann
stofnsetti svo dvalarheimilið Ás í
Hveragerði 1952. Á Grund eru
nú um 280 heimilismenn í þremur
húsum og ívið fleira starfsfólk.
Afmælisveislan í dag verður því
fjölmenn, í hátíðarsalnum hefur
verið dregið fyrir altarið sem at-
hyglin beinist að á sunnudögum
og fínindis helklaðir dúkar prýða
langborð með óáfengjum drykkj-
um.
Gísli segir að heimilið þurfí ekki
endilega að vera fínt. En það verði
að vera gott. Þess vegna sé mikil-
vægast að hafa gott starfsfólk og
færa lækna. Hann talar vel um
hjúkrunarfólkið, segir margt af
því hafa verið lengi á Grund og
sumt fengið þar inni að lokinni
starfsævi. „Þetta er nefnilega
heimili fólksins," segir Gísli, „hér
eru engir vistmenn, ég hef óbeit
á því orði.“
Gísli hefur sinnt mörgu öðru
um dagana en málefnum aldraðra,
greitt fyrir fjármögnun ýmissa
framkvæmda, stuðlað að rann-
sóknum og sinnt íþróttamálum svo
eitthvað sé nefnt. En hann stiklar
ekki á ævisögunni, segist vera
maður með nokkur prinsípp og
hið fyrsta sé að halda loforð. „Og
ég skal segja yður fröken,“ kímir
hann við blaðamanni, „þetta hefur
oft komið mér í koll.“
Gísli fer með hálfkveönar vísur
um skoðanir sínar í pólitík og seg-
ir að þar sé nú einu sinni óþekkta
stærðin sú mikilvægasta. Hann
vandar stjómmálamönnum ekki
söguna, segist treysta þeim var-
lega og vera svekktur á hvað
margar hugmyndir hafa farið fyr-
ir lítið. Á Islandi liggi stórkostleg-
ir möguleikar ónýttir, en menn
fari ekki rétt að og vinni þess
vegna ekki baráttuna.
Hann talar um skort á aga og
hefur áhyggjur af hvert stefni í
fjármálum þjóðarinnar. „Ég er
ekki í nokkrum klúbbi en hef kom-
ið í marga og gerði athugun einn
daginn. I hópnum voru margir
ungir áhrifamenn, flestir of feitir
Morgunblaðið/Kristján
Gísli Sigurbjörnsson á skrif-
stofunni á Grund, með skarf
og kappa, ekki púka og engil,
á skjalaskápnum. Hann segir
þetta tákn um tvær manngerðir.
og latir. En einn ágætur heimilis-
maður á Grund, Jón Steffensen
læknir, sagði mér þar sem hann
sat inni við skriftir á lengsta degi
ársins, að mönnum lærðist með
aldrinum að hver einasti starfs-
dagur væri mikilvægur.“
Þ.Þ.
is það að það neioi eKKi Komist í
hámæli fyrr en nú og að svo virt-
ist sem framkvæmdastjóri Nátt-
úruverndarráðs hafi haft um það
vitneskju í nokkur ár en formaður
ráðsins hafi einungis fengið að vita
um það á síðustu dögum. „Ég mun
óska skýringa á því. Þetta eru
náttúruspjöll og ég átta mig ekki
á því hvernig það getur gerst að
upplýsingar um svona nokkuð
liggja í þagnargildi á skrifstofu
Náttúruverndarráðs," sagði Eiður
Guðnason. „Síðan tel ég að við
hljótum að athuga hvort ekki er
með stoð í lögum hægt að ná til
þessara manna og láta þá bera
kostnað af því að hreinsa þetta og
greiða sektir eftir því sem lög og
dómstólar telja við eiga í þessu
tilviki þannig að þetta atvik verði
ekki öðrum til eftirbreytni eða fyr-
irmyndar. Það finnst mér mjög
brýnt. Það á að taka fast á svona
málum,“ sagði umhverfisráðherra.
Hann sagði að þetta verk Hol-
lendinganna væri ótvírætt brot á
náttúruvemdarlögum og atvikið
sem slíkt kallaði ekki á neina end-
urskoðun á löggjöf. „En þetta kall-
ar á það að betur sé hugað að
eftirliti með þeim sem fara um
hálendið og það þarf að auka og
skipuleggja landvörslu ef þess er
nokkur kostur," sagði ráðherra, en
landvarsla í Herðubreiðarlindum
hófst tveimur árum eftir að Hol-
lendingamir vom þarna að verki.
Aðspurður hvernig snúa bæri
sér að því að láta Hollendingara
sæta ábyrgð að lögum sagði Eiður
að fyrst þyrfti að athuga laga-
grundvöllinn og meta í samráði við
lögfróða menn hvemig best sé að
snúa sér í því að draga þessa menn
til ábyrgðar. „Mér finnst það liggja
í hlutarins eðli að menn eigi ekki
að sleppa sigri hrósandi frá verkum
eins og þessum. Það er sektað fyr-
ir það sem minna er,“ sagði hann.