Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 22
22 Danmörk MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Cosby vill kaupa NBC LEIKARINN og skemmtikraft- urinn Bill Cosby hefur áhuga á að kaupa NBC-sjónvarpsstöð- ina bandarísku, National Bro- adcasting Company, að því er sagði í frétt í dagblaðinu Newsday í New York í gær. NBC er í eigu General Electric. Tímaritið Forbes áætlar auðæfi leikarans um 300 milljónir doll- ara (um 17 milljarða ísl. kr.). Cosby sagði, að fleiri yrðu með í formlegu tilboði, ef af yrði. Garretta kominn í fangelsið MICHEL Garretta, aðalpersón- an í alnæmishneykslinu í Frakk- landi, kom heim frá Bandaríkj- unum í gær og sagði að hann væri notaður sem blóraböggull í málinu. Lögreglubfll, sem beið komu hans, flutti hann til La Sante-fangelsisins í miðborg Parísar, þar sem hann hóf af- plánun sína. Garretta, sem var yflrmaður franska blóðbank- ans, var síðastliðinn föstudag fundinn sekur um refsiverða vanrækslu og sviksemi í starfi og dæmdur til ijogurra ára fangelsisvistar. Virtist hress skömmu fyrir dauða sinn JOHN Childs, prófessor í fé- lagsfræði við Kalifomíuháskóla, sem talaði við Petra Kelly, stofnanda þýska græningja- flokksins, skömmu fyrir dauða hennar, sagði á þriðjudag, að hann ætti bágt með að trúa, að hún hefði verið í sjálfsmorðs- hugleiðingum. Hann sagðist hafa rætt við hana í sfma viku eða tíu dögum áður en dauða hennar bar að og spurt, hvort hún hefði möguleika á að koma til Kalifomíu til fyrirlestrahalds á vori komanda. Kelly hefði verið sérlega glaðbeitt og áhugasöm og sagst hlakka til að koma. Andstæöing- ar Saddams þinga ÍRASKIR stjómarandstöðuleið- togar era ánægðir með þátttöku í ráðstefnuhaldi þeirra sem nú stendur í borginni Salahuddin í Norður-írak og segja að engin af meginfylkingunum hafí látið sig vanta að viðræðuborðinu. Meðal þátttakenda, sem skipta hundraðum, era Kúrdar, Shítar, Sunnítar, kristnir, lýðræðis- sinnar og Túrkmenar. Skipt um for- stjóra hjá GM ROBERT Stempel hefur sagt upp starfi aðalforstjóra General Motors bifreiðaverksmiðjanna (GM) en hann mun sitja þar til eftirmaður hans er fundinn. GM-fyrirtækið hefur verið rekið með halla í áratug. Talið er lík- legt að John Smale, stjómarfor- maður GM, taki við af Stempel en hann hefur beitt sér fyrir því að gripið verði til umfangs- mikils uppskurðar og endur- skipulagningar hjá fyrirtækinu og haldið því fram að afsögn Stempels myndi einungis flýta fyrir slíku. Stempel tók við æðstu stjóm General Motors í ágúst 1990 en hann er 59 ára og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 34 ár. flokkar sam- einast í EB-málinu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SJO af flokkunum átta, sem eiga sæti á danska þinginu, hafa náð sam- komulagi um hvernig leysa beri þann hnút sem þjóðaratkvæðið í Dan- mörku um Maastricht-sáttmálann olli og birtu tillögur sínar formlega í fyrrakvöld. Framfaraflokkurinn er sá eini sem ekki stendur á bak við tillögumar, sem miða að því að tryggja Dönum sérsamning við Evrópubandalagið (EB). í tillögunum er gert ráð fyrir að Danir geti verið undanskildir sam- eiginlegri mynt EB, sameiginlegum seðlabanka, sameiginlegri stefnu í vamar- og öryggismálum, ákvæðum um þegnréttindi í bandalaginu og fleiri ákvæðum, sem flokkamir telja að Danir hafl hafnað í þjóðaratkvæð- inu 2. júní. Poul Schliiter, forsætis- ráðherra Danmerkur, lét svo um- mælt að með tillögunum hefði skap- ast grandvöllur fyrir því að Danir yrðu áfram í Evrópubandalaginu. John Major, forsætisráðherra Bretlands og núverandi forseti ráð- herraráðs EB, sagði í gær líklegt að aðildarríkin gætu náð samkomulagi um málamiðlun á grundvelli þeirra tillagna sem Danir hafa lagt fram. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem birt var í gær, myndu 64% Dana greiða atkvæði með Maastricht-sáttmálanum í nýju þjóð- aratkvæði ef Danmörk fengju sér- samning við EB. Jeltsín saumar að andstæðingum sínum Lögregla leysi þing- vörðinn af hólmi Reuter Vetrarríki í Moskvu Moskvu. Reuter. FIMM þúsund manna þingvörður í Moskvu hefur verið bannaður samkvæmt fyrirskipun Borís Jeltsíns, forseta Rússlands. Þing- varðliðarnir hafa lotið stjórn Rússans Khasbúlatovs, forseta rússneska þingsins. Talsmaður forsetans sagði í gær að undirrituð hefði verið tilskipun þar sem bannaðar væra vopnaðar sveitir sem ekki heyrðu undir for- setann eða innanríkisráðuneytið. Jeltsín ávítaði jafnframt Viktor Jer- ín innanríkisráðherra fyrir að heim- ila þingverðinum að taka sér stöðu við opinberar byggingar í Moskvu. Skipaði Jeltsín ráðherranum að sjá til þess að lögregla leysti þingvörð- inn af hólmi. Þingvörðurinn hefur gætt Hvíta hússins svokallaða, þ.e. rússneska þingsins, og nokkurra stjómar- bygginga í nágrenninu. Lýðræðis- sinnar á þingi hafa um nokkurt skeið litið hina vopnuðu verði hom- auga. Á þriðjudag færðu þeir sig upp á skaftið, að því er talið er vegna fyrirmæla Khasbúlatovs, og tóku sér varðstöðu við hús dag- blaðsins Ízvestíu. Þann sama dag hafði Jeltsín fyrirskipað að Þjóð- frelsisfylkingin, samtök nýfasista og kommúnista, yrði bönnuð. í gærmorgun voru þingverðimir horfnir frá byggingu Ízvestíu og venjuleg lögregla komin í staðinn. Þingvarðliðar við Hvíta húsið vildu ekki tjá sig um nýjustu tilskipun Jeltsíns. „Látum þingið ráða fram ^ERLENT. úr þessu,“ sagði einn þeirra. „Við viljum bara fá að vita hver staða okkar er.“ Vetur er nú genginn í garð í Moskvu. í gær var snjókoma um 10 sm og spáð er áframhaldandi snjókomu í dag. Hér sést snjóhefill á Rauða torginu, í baksýn er dómkirkja heilags Basils. Málaferli í Danniörku vegna alnæmissmits Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davídsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMTÖK danskra dreyrasjúklinga ætla nú að höfða mál á hendur þremur fyrrverandi og núverandi yfirmönnum í danska heilbrigðis- kerfinu og Brittu Schall-Holberg, fyrrverandi innanríkisráðherra. Málið er höfðað til að fá skorið úr um hver bar ábyrgð á að haldið var áfram að nota ómeðhöndlað blóð í lyf dreyrasjúklinga eftir að vitað var að það gat valdið alnæmissmiti. Málið er höfðað eftir að nokkrir embættismenn voru dæmdir í fangelsi í Frakklandi, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í siðustu viku. Eftir að farið var að greina al- næmistilfelli var ljóst að veiran gat borist milli manna með blóði. Með því að hita blóðið fyrir notkun er hægt að draga mjög úr smithættu. Seint á árinu 1984 og í ársbyijun 1985 vora ýmis lönd hætt að nota blóð sem ekki hafði verið hitað og á fyrri hluta ársins 1985 mæltist Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, til þess að sá háttur væri hafður á. Eftir að WHO hafði kunngert til- mæli sín fóra Samtök danskra dreyrasjúlinga fram á það við Brittu Schall-Holberg, þáverandi innanrík- isráðherra, að storkuþáttur sem dreyrasjúlingar nota yrði aðeins unninn úr blóði sem hefði verið dæmt ósmitað af alnæmisveira og einnig hitað. Samtökin vísuðu til áhyggna yfír að dreyrasjúklingar gætu smitast af alnæmisveira í sýkt- um storkuþætti. Beiðni samtakanna var ekki sinnt og dönsk heilbrigðisyf- irvöld lögðust gegn því að blóð yrði skimað, það er að hver blóðskammt- ur yrði rannsakaður til að ganga úr skugga um hvort í honum væri al- næmisveira, því það væri of dýrt. í september smituðust þrír Danir af alnæmi eftir að hafa fengið blóð í kjölfar umferðarslyss. Frá og með október var óheimilt að nota blóð sem ekki hafði verið hitað og frá ársbyrjun 1986 mátti ekki nota ósk- imað blóð. Undir borðið gaf ráðuneytið þó lyfjafyrirtækjum undanþágu til að nota óskimað blóð. Einn dreyrasjúkl- ingur smitaðist af alnæmi vegna slíkrar undanþágu. Samtökin fóra þá fram á dómsrannsókn og í kjölfar hennar var einn yfírmaður í heil- brigðiskerfmu leystur frá störfum. í framhaldi af rannsókninni höfðuðu samtökin mál sem enn er ólokið. Áður hefur verið úrskurðað að alnæmissmitaðir dreyrasjúklingar skuli fá um 2,5 milljónir ÍSK, en sú greiðsla er framlag til þeirra, ekki bætur. Alls hafa 89 danskir dreyra- sjúklingar smitast af alnæmi, 23 þeitra eru látnir. í viðtali við Morgunblaðið sagði Anne Birkelund, blaðafulltrúi Sam- taka danskra dreyrasjúklinga, að eftir dómana í Frakklandi hefðu samtökin ákveðið að höfða annað mál. Annars vegar til að fá hærri greiðslur til alnæmissmitaðra dreyrasjúklinga og hins vegar til að skera úr um hver bar ábyrgð á að það dróst svo lengi að fyrirskipa hreinsun blóðs með hitun. I frönsku réttarhöldunum kom fram að þar- lend heilbrigðisyfirvöld vissu um smithættu og ráð við henni frá 1984 án þess að grípa til aðgerða. Líklega verður það hluti af málatilbúnaði dönsku samtakanna að svipað hafí verið upp á teningnum hér, ekki aðeins að embættismennirnir hafl mátt vita þetta. Hámarksrefsing hér við slíku broti er sex ár, en haft hefur verið eftir dönskum lögfræð- ingum að ekki sé líklegt að samtök- in nái sama árangri og í frönsku réttarhöldunum, því ekkert bendi til að dönsk yflrvöld hafí vitað um hættuna. Sinead O’Connor snýr sér að óperusöng London. Reuter. SKAPMIKLA írska söngkonan Sinead O’C- onnor lýsti því yfir í gær að hún væri hætt að syngja popplög vegna deilna við hljóm- plötufyrirtækið sem hún er samningsbund- in. Sagðist hún ætla að hefja nám í óperu- söng, stofna fjölskyldu og ala upp hamingju- söm börn. O’Connor skýrði frá þessu í samtali við enska tónlistarblaðið Melody Maker í gær. Þar sagði söngkonan krúnurakaða að plata sem út kæmi í næsta mánuði þar sem hún syngur ballöðuna „Don’t Cry for Me, Argentina" með sínu lagi yrði síðasta platan hennar. í samtalinu sagðist Sinead O’Connor hafa Sinead O’Connor rífur myndina af páfa. ákveðið að hætta í popptónlist vegna ágrein- ings við hljómplötufyrirtækið Chrysalis um kynningu plötunnar væntanlegu. Söngkonan lagðist gegn því að kynningarmyndband yrði gefíð út í tengslum við útkomu plötunnar en talsmenn plötufyrirtækisins sögðu útgáfu myndbands forsendu þess að lagið næði vin- sældum. O’Connor, sem er 25 ára, olli hneykslan fyrr í þessum mánuði er hún reif mynd af Jóhann- esi Páli páfa í beinni sjónvarpsútsendingu í New York fyrr í þessum mánuði. Við það tækifæri viðhafði hún þau ummæli að hann væri eini raunveralegi óvinur mannkynsins en þar átti hún við andstöðu hans gegn fóstureyðingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.