Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
25
Útgefandi mÞlafctto Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Nýr tónn á
Fiskiþingi
Deilur um fyrirkomulag fisk-
veiðistjómunar settu veru-
legt mark sitt á umræður á
Fiskiþingi, sem haldið var í síð-
ustu viku. Það er í sjálfu sér
ekki skrýtið að þau mál komi
þar til tals en athygli vekur að
svo virðist sem nýr tónn sé að
koma í umræðuna meðal aðila
sjávarútvegsins.
Einar Hreinsson frá ísafirði
flutti framsöguerindi um stjóm
fískveiða á Fiskiþingi. Sagði
hann í upphafi ræðu sinnar, að
aðilar í sjávarútvegi hefðu, að
hans mati, til þessa forðast að
ræða kjama málsins og í reynd
neitað að horfast í augu við
gmndvallar staðreyndir máls-
ins. „Kjami málsins er sá, að
það vilja miklu fleiri taka þátt
í veiðum og vinnslu sjávaraf-
urða en þar geta rúmast með
bærilegri afkomu. Það er lög-
mál, og gildir ekki aðeins um
veiðar og vinnslu sjávarafla
heldur og allt sem þykir eftir-
sóknarvert en er takmarkað ...
er ekki um tímabundið vanda-
mál að ræða heldur stöndum
við frammi fyrir því verkefni
að fínna veiðistjómunarkerfi,
sem búandi er við til framtíðar
og okkur er hollast að viður-
kenna það í eitt skipti fyrir öll.
Við þurfum einnig að játa það
fyrir sjálfum okkur, að í raun
stöndum við eins og bjálfar
frammi fyrir því verkefni. Við
ályktum hver um annan þveran
ár eftir ár. Við segjumst hafa
lausnina á reiðum höndum. En
árangur okkar hingað til segir
aðra sögu,“ sagði Einar. Hann
sagði einnig, að það hefði vakið
furðu sína undanfarin ár, að
fulltrúar sjávarútvegsins hefðu
alfarið neitað að ræða hug-
myndir um veiðileyfasölu með
þeim rökum, að sjávarútvegur-
inn væri þegar nógu skattlagð-
ur. Síðan segir Einar: „Fyrir
vikið hafa menn almennt innan
sjávarútvegsins ekki skilið fylli-
lega hugsanlega kosti þeirrar
sljómaraðferðar. Þessi viðbrögð
eru sérstaklega merkileg fyrir
þá sök, að útgerðin er í raun
að greiða auðlindaskatt og það
ekki í lægri kantinum, en ekki
til samfélagsins beint, heldur
innbyrðis milli handhafa afla-
heimilda. Þeim, sem fallast á
verslun með aflaheimildir í því
formi sem nú á sér stað, ætti
að veitast auðvelt að ræða hug-
myndir um sölu veiðileyfa af
hálfu hins opinbera." Einar
sagði að menn yrðu að gera sér
grein fyrir, að ekki yrði friður
um þá þróun til framtíðar að
útvegurinn í heild sinni væri
rekin á forsendum útgerðarinn-
ar. Fiskurinn væri sameign
þjóðarinnar og einn hlekkur í
keðjunni kæmist ekki upp með
það til lengdar að hafa á honun
endurgjaldslausan ráðstöfunar-
rétt á kostnað annarra.
Þama er talað af óvenjulega
mikilli hreinskilni og er ræða
Einars Hreinssonar enn eitt
tákn þess að áfram heldur að
§ara undan stuðningi við núver-
andi fyrirkomulag fiskveiði-
stjómunar meðal aðila sjávarút-
vegsins. Þess er skemmst að
minnast, að á síðustu mánuðum
hafa jafn áhrifamiklir menn og
þeir Einar Oddur Kristjánsson,
útgerðarmaður og fiskverkandi
á Flateyri, Dagbjartur Einars-
son, stjómarformaður SÍF og
Ingimar Halldórsson, varafor-
maður LÍÚ, lýst yfir andstöðu
við kvótakerfið. Það er líka
óumdeilanleg staðreynd, að
ijárfesting í sjávarútvegi er of
mikil og að þar er að finna einn
helsta þröskuldinn í vegi þess
að auka megi hagkvæmni í
greininni. Þá eykst andstaðan
stöðugt við að útgerðarmönnum
sé endurgjaldslaust veittur nýt-
ingarréttur á þjóðarauðlindinni.
Framhjá þessu verður ekki
litið og forsvarsmenn hags-
munaaðila í sjávarútvegi geta
ekki haldið áfram að beija höfð-
inu við stein líkt og sá fulltrúi
á Fiskiþingi sem hafði það helst
til málanna að leggja, í umræð-
um um veiðileyfagjald, að hann
vildi ekki að um málið væri
rætt: „Ég furða mig á þessum
umræðum og er hissa því ég
hélt að búið væri að ræða þetta
mál ... Það er alveg ferlegt að
heyra þetta. Svona vitleysu eiga
menn að hætta að tala um.“
Rétt eins og það verður aldr-
ei hægt að viðhalda til frambúð-
ar fyrirkomulagi fiskveiða á ís-
landsmiðum sem stríðir gegn
réttlætiskennd þjóðarinnar,
verður að gera breytingar á
stjómun fiskveiða í nánu sam-
ráði við þá, sem stunda útgerð.
Forsenda þess er að menn séu
reiðubúnir að ræða málin með
opnum hug og af skynsemi í
stað þess að slá um sig með
gífuryrðum og neita að taka
mál á dagskrá. Umræðumar á
Fiskiþingi í síðustu viku benda
til að jarðvegur fyrir slíka um-
ræðu sé að myndast meðal aðila
í sjávarútvegi.
UPPSAGNIR HJA AÐALVERKTOKUM OG ATVINNUMAL A SUÐURNESJUM
Ólafur Ragnar Grímsson
Aðalverktakar leggi tæki,
mannafla og fjármuni
sína til framkvæmda
„ÞAÐ VERÐA að koma til einhverjar sértækar aðgerðir. Það er
alls ekki hægt að leysa þetta eingöngu með almennum aðgerðum,
ailra síst á Suðurnesjum, meðal annars vegna þess að atvinnuleysið
þar stafar að verulegu leyti af samdrætti hjá hernutn,“ segir Ólafur
Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Kvaðst hann því
hafa bent á ýmsar aðgerðir á fundi í Keflavík sl. þriðjudagskvöld
m.a. um að ríkið beiti meirihlutavaldi sínu í íslenskum aðalverktök-
um, sem utanríkisráðherra fari nú með, til að ákveða að íslenskir
aðalverktakar beiti tækjum sínum, mannafla og fjármunum til fram-
kvæmda sem ráðast þyrfti í á næstu árum.
Fundurinn var fjölsóttur og bar þess merki að menn eru uggandi um þróun atvinnumála á Suðurnesjum.
Grindavík
Morgunblaðið/Frímann ólafsson
Samtakamáttur nauðsyn-
legur til að snúa vöm í sókn
Grindavfk.
Á FUNDI, sem haldinn var i Keflavík í fyrrakvöld um atvinnuástand á
Suðurnesjum, kom fram eindreginn vilji að taka höndum saman til að
snúa við þeirri óheillaþróun sem á sér stað i atvinnumálum þar í ljósi
uppsagna 112 starfsmanna fslenskra aðalverktaka, sem bætist við bág-
borið ástand þar i atvinnumálum. Atvinnuleysi á svæði Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður þar með um 13%.
Anna Ólafsdóttir Bjömsson
Þarf pólitíska ákvörðun
um sértækar aðgerðir
„HUGMYNDIR um atvinnumálin eru æmar, ekki síst frá Suðumesja-
mönnum sjálfum en það þarf pólitíska ákvörðun um sértækar aðgerð-
ir til úrbóta. Það er ljóst að almennar aðgerðir duga ekki til,“ segir
Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Samtaka um kvennalista.
Ólafur sagði að menn þyrftu
annars vegar að hafa í huga al-
menna stefnubreytingu sem fæli í
sér að skapa ný störf í hagkerfinu
og Alþýðubandalagið hefði lagt
fram tillögur um hvemig hægt
væri að skapa 1.200-1.800 ný störf
á næstu átta til tólf mánuðum.
Þá sagði hann að hins vegar
væru sértækar aðgerðir sem ráðast
þyrfti í, m.a. breikkun Reykjanes-
brautar og lýsingu hennar, sem
væri ekki meiri aðgerð en bygging
brautarinnar var sínum tíma. „I
öðru lagi að gera samkomulag milli
fjármálaráðuneytis, heilbrigðis-
ráðuneytis, Alþingis og sveitarfé-
laga á Suðurnesjum um að fiár-
magna d-álmu við sjúkrahúsið í
Keflavík með sama hætti og við
fiármögnuðum stækkun fjölbrauta-
skólans. Ég var mjög ánægður með
að á fundinum í Keflavík tóku
bæði Ellert Eiríksson og Kristján
Pálsson, bæjarstjórar í Keflavík og
Njarðvík, mjög eindregið undir það
vegna þess að lykillinn að því er
vilji sveitarfélaganna til að fjár-
magna byggingarkostnaðinn á
fyrstu árunum meðan ríkið greiðir
sinn hlut smátt og smátt. Þar með
„Ég tel að nú reyni á það sem
fram kom á fundi sem Samtök
sveitarfélaga á Suðurnesjum áttu
með þingmönnum fyrir um einum
og hálfum mánuði en þar hétu þing-
menn allra flokka því að standa
saman um að gera sitt til að leysa
þessi mál. Þetta mál mun aldrei
leysast nema allir þingmenn standi
saman en þar hafa stjómarsinnar
meiri tök við sem erum í stjómar-
andstöðu," sagði Steingrímur.
„Menn hafa hreyft mörgum hug-
myndum og sjálfsagt er að taka
þær allar upp á borðið. Það er al-
veg ljóst að það verður að koma
til fjármagn og ef hægt er að ná
því að einhveiju leyti út úr Aðal-
verktökum er það af hinu góðu.
Ég veit þó ekki hvort þeir em bún-
ir að borga það mikið út til Samein-
aðra verktaka og annarra eignar-
aðila að eitthvað sé til í sjóði en
það er sjálfsagt að skoða hvort
þetta er hægt,“ sagði hann.
Steingrímur benti á að nú þegar
lægju fyrir athyglisverðar hug-
myndir um markaðssetningu Kefla-
víkurflugvallar og stofnað hefði
verið félag um þessa sömu hug-
mynd sem Orri Vigfússon væri í
forsvari fyrir. „Það er augljóst að
það þarf að láta reyna á þessa
hugmynd,“ sagði hann og nefndi
væmm við komin með umfangs-
miklar verklegar framkvæmdir á
Suðumesjunum á þessum vetri og
næsta ár og jafnframt skapað störf
fyrir 70-80 einstaklinga í velferðar-
og umönnunarstörfum, sem aðal-
lega yrðu konur,“ sagði Ólafur.
Hann kvaðst einnig hafa bent á
að tekinn yrði ákveðinn hluti þess
fiármagns sem ætti að fara í at-
vinnuskapandi aðgerðir og það sett
í atvinnuþróunarsjóð fyrir Suður-
nesin. Sveitarfélögum, samtökum
launafólks og fyrirtækjum á svæð-
inu yrði falið að stýra þeim sjóði í
samvinnu við stjórnvöld. „í þessu
sambandi vil ég vekja athygli á
skýrslu OECD sem er nýkomin
fram en þar er bent á að til þess
að tryggja nýsköpun í atvinnulífi á
íslandi í gegnum rannsóknir, vís-
indastarfsemi og almenna þróun í
atvinnulífi þurfi að mynda sam-
starfsráð með þátttöku ráðherra,
fulltrúa atvinnulífs og annarra að-
ila. Þess vegna verður ríkisstjómin
að átta sig á að afskiptaleysisstefna
hennar og kenningin um að ein-
göngu megi beita almennum að-
gerðum mun ekki duga til að snúa
vöm í sókn,“ sagði Olafur.
einnig Bláa lónið í þessu sambandi
og auk þess þyrfti að athuga hvort
mætti hraða einhveijum opinberum
framkvæmdum.
„Mér finnst líka sjálfsagt fyrir
eigendur íslenska aðalverktaka að
skoða hvort fyrirtækið gæti haslað
sé völl á erlendum vettvangi sem
verktaki. Við eigum áreiðanlega
mikla möguleika á að selja þekk-
ingu erlendis. En allt kostar þetta
fé og ég hef ekki trú á að það fá-
ist allt frá Aðalverktökum. Ef á að
markaðssetja Keflavíkurflugvöll
verður ríkissjóður að sjá af tekjum
sem hann fær af lendingargjöldum
og Fríhöfninni, að minnsta kosti
um sinn. Það yrði notað til að fram-
kvæma það verkefni en þær tekjur
gætu svo komið margfaldar til
baka,“ sagði Steingrímur.
Aðspurður kvaðst Steingrímur
ekki hafa trú á að framkvæmdir
fyrir varnarliðið ættu aftur eftir að
aukast í framtíðinni. „Ég hef lengi
talið að það hlyti að koma að þessu
og ég tel að menn ættu frekar að
búa sig undir meiri samdrátt. Ég
vona að vísu að takist að tvöfalda
þetta fiármagn úr um 60 í 120
milljónir dollara sem kæmu frá
Bandaríkjunum og að framkvæmd-
ir verði eitthvað meiri en nú eru
horfur á,“ sagði hann.
Fundurinn var fjölsóttur en til hans
var boðað til að ræða um atvinnu-
ástandið á Suðumesjum og hann bar
upp á sama dag og uppsagnir bárust
starfsmönnum ÍA, sem Kristján
Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og ná-
grennis, kallaði svartan dag í atvinnu-
málum Suðumesja. Á pallborði sátu
forsvarsmenn verkalýðsfélaga, at-
vinnurekenda og sveitarstjórna ásamt
Ólafi Ragnari Grímssyni, alþingis-
manni og fyrrverandi fjármálaráð-
herra.
Ólafur Ragnar Grímsson hafði
framsögu á fundinum. Hann sagði
fundinn hugsaðan til að kynna leiðir
til vamar í efnahagsmálum og sókna-
raðgerðir í atvinnumálum og lagði
fram á fundinum tillögur þingflokks
Alþýðubandalagsins frá því fyrr í
þessum mánuði. Ólafur sagði m.a. að
það sem nú væri að gerast á Suður-
nesjum gæti gerst á öllu landinu á
næstunni. Hann varaði við því að
sækja erlent fé að láni til að fjár-
magna leiðir til úrlausnar heldur yrði
að sækja það í innlent hagkerfi og
benti á hátekjuskatt, skattlagningu
fjármagnstekna, afnám aðstöðugjalds
og auknar heimildir til handa sveitar-
félögum til álagningar útsvars og
fasteignagjalda, eins og kemur fram
( tillögum þingflokks Alþýðubanda-
lagsins.
Hraða opinberum
framkvæmdum
Ólafur sagði að nú væri lag að
hraða opinberum framkvæmdum og
vinna verk nú sem verða hvort sem
er unnin í framtíðinni eins og að tvö-
falda Reykjanesbrautina og lýsa
hana. Nú þegar slaki væri í hagkerf-
inu bjóði verktakar lægra S verk.
Óviturlegt væri að bíða eftir því að
bati kæmist í hagkerfið því það leiði
aðeins til þenslu og verðbólgu. Þá
talaði hann um aðgerðir sem snúa
beint að Suðurnesjamönnum, bygg-
ingu D-álmu við Sjúkrahús Keflavíkur
og uppbyggingu í ferðamannaiðnaði.
„Margt er hægt að gera en áherslan
liggur í hugarfarinu. Með breytingu
á hugarfari tókst að ná verðbólgu
niður, að menn þori að taka áhættu.
Án þess stefnum við alltaf neðar og
neðar. Við verðum í sameiningu að
snúa þessu við og niðurstaðan verður
þjóðarsátt um sókn í atvinnumálum."
Að lokinni framsögu Ólafs hófust
pallborðsumræður. Þátttakendur
voru Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í
Keflavík, Eiríkur Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Þorbjamar hf. í Grinda-
vík, Jóhann Geirdal, formaður Versl-
unarmannafélags Suðumesja, og
Kristján Gunnarsson formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur og nágrennis. Fundarstjóri var
Sólveig Þórðardóttir, forseti bæjar-
stjómar Njarðvíkur.
Kemur ekki á óvart
Ellert Eiríksson hóf umræðuna
með því að þakka fyrir fundinn. Hann
sagði að ákvörðun Mannvirkjasjóðs
Atlantshafsbandalagsins um að draga
úr framkvæmdum kæmi ekki á óvart
því það væri ljóst að minni peningar
væm þar til skiptanna en áður. Hann
undirstrikaði nauðsyn þess að koma
á sameiginlegu átaki til að snúa þró-
uninni við.
Eiríkur Tómasson sagði mikla erf-
iðleika blasa við á Suðurnesjum. Hann
sagði að sjávarútvegur hefði dalað
mikið á þessu svæði. Svæðið hefði
verið sett skör lægra í fjármögnun,
m.a. til nýbyggingu skipa. Hann tal-
aði um að þó væri horft til nýrra at-
vinnutækifæra mætti ekki gleyma því
sem væri til staðar og það bæri að
styrkja eins og sjávarútveginn. Hann
benti á leiðir til úrbóta eins og að
efla fiskverkun, nýta kvótana betur
sem eru á svæðinu, sameinast um
rækjuverksmiðju og fullvinna síld
meira en gert er. Hann benti á að
margir nýir hlutir líti dagsins ljós á
krepputímum og þá bijóti menn múra
og hafnaði bölsýni og gjaldþrotaleið.
íslenskir aðal-
verktakar ábyrgir
Kristján Gunnarsson var ómyrkur
í máli og talaði um svartan dag í
atvinnumálum Suðumesja. Hann lýsti
ábyrgð á hendur forráðamönnum ís-
lenskra aðalverktaka sem hafi sogað
til sín fólk á uppgangstímum og menn
hafi jafnvel hlaupið frá eigin atvinnu-
fyrirtækjum vegna þess að miklar
yfirborganir hafi verið í gangi. Hann
beindi máli sínu einnig til Ólafs Ragn-
ars og spurði hvort ætti að setja há-
tekjuskatt á sjómenn og hvort væri
verið að biðja um þjóðarsátt um fast-
eignaskatt og bílaskatt sem væru nú
þegar háir. Hann kvaðst vilja tala um
þjóðarsátt til að ná skattsvikurum.
Hann líkti tillögum þingflokks Al-
þýðubandalagsins við pöntunarlista,
óskimar væm miklar en tekjuliðurinn
of lágur. Hann sagðist vera sammála
því að menn yrðu að taka áhættu nú
og að sveitarfélögin yrðu að taka
meiri þátt í atvinnulífinu.
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í
Njarðvík, tók fyrstur til máls í fijáls-
um umræðum og byijaði á því að
mótmæla uppsögnum ÍA og lýsti
ábyrgð á hendur ríkissjórn Islands,
sem á 50% I fyrirtækinu, og skoraði
á hana að draga uppsagnimar til
baka. Hann talaði einnig um hlut
sveitarstjóma á svæðinu og vildi að
hingað yrðu keyptir 4 togarar, 2
strax, og með því að kaupa hingað
kvóta sem hafa tapast á undanfömum
ámm. Hann nefndi ríkisfangelsi sem
Njarðvíkingar hafa boðið land undir.
Hann varaði einnig við því að farið
yrði á stúfana til að leita að nýjum
stað undir álver því sá staður væri
nú þegar fyrir hendi við Keilisnes.
Fleiri tóku til máls á fundinum og
„Við eigum ekki að takast á við
þetta mál með neinum skyndilausn-
um heldur með skipulagsumbótum í
atvinnulífi okkar og ég tel að stjóm-
völd hafi sérstakar skyldur við Suð-
urnes þar sem þessi umbreyting
efnahagsstarfseminnar mun valda
meiri vanda en annars staðar. Þetta
hefur ríkisstjórnin viðurkennt í verki
með því að setja sérstaka nefnd til
að fyalla um atvinnumál Suður-
nesja,“ sagði Jón.
„Þessum hópi manna er ætlað að
fella í einn farveg þær margvíslegu
aðgerðir sem ríkisstjómin vill beita
var það samdóma álit þeirra að nú
væri lag að sameinast um það að
snúa vöm í sókn, ýta dægurþrasi út
af borðinu og ganga einhuga til verks.
Þá kom fram hjá mönnum að íslensk-
um aðalverktökum bæri að styrkja
atvinnulíf á Suðurnesjum í stað þess
að flytja mestallt fjármagn af svæð-
inu og það væri ríkisins að taka
ákvörðun um það, en það á beint og
óbeint um 70% hlutafjár í fyrirtækinu
og þá er átt við hlut Landsbankans
sem er um 20%.
Ólafur Ragnar Grímsson endaði
fundinn með því að segjast hafa fund-
ið nýjan vilja á fundinum og menn
væru tilbúnir að ýta því til hliðar sem
hindrar sameiningu. „Lausnin felst í
því að taka mörg smærri mál og leysa
þau. Með því er hægt að vinna sig
út úr vandanum. Tökum höndum
saman. Það er lífróður framundan.
Það er ekki öruggt að efnahagslegt
sjálfstæði íslendinga verði staðreynd
um næstu aldamót," voru lokaorð
hans.
- FÓ
sér fyrir til að treysta atvinnulífíð á
þessu svæði. Ég vona að senn berist
af því fréttir hvað þarna verður á
ferðinni af tilteknum ráðstöfunum.
En aðalatriðið er að sjálfsögðu að
það sama gildir um Suðurnesin eins
og annars staðar að það þarf að
tryggja rekstrargrundvöll atvinnu-
lífsins án þess að glata þeim stöðug-
leika sem unnist hefur á síðustu
árum. Af því munu Suðurnesin hafa
sérstakt gagn og ekki síður af samn-
ingnum um Evrópskt efnahags-
svæði, sem færir þessu svæði alveg
sérstaka möguleika."
Anna sagði að Kvennalistakonur
hefðu strax árið 1983 vakið athygli
á þessum vanda sem hefði verið
fyrirsjáanlegur og hefðu þingkonur
Kvennalistans lagt fram tillögu um
sérstakt átak í atvinnumálum á
Suðumesjum á síðasta ári. „Við
höfum alltaf bent á að þessi sam-
dráttur var fyrirsjáanlegur og þetta
á því ekki að koma fólki í opna
skjöldu," sagði hún.
„Það hefur verið um 10% fast
atvinnuleysi meðal kvenna á Suður-
nesjum síðastliðið ár og konur hafa
verið að fá uppsagnarbréf að undan-
fömu. Allur niðurskurður af hálfu
ríkisins bitnar mjög illa á konum
en það er mál sem mjög auðvelt er
að gera eitthvað í. Niðurskurðurinn
rýrir þjónustu og skapar aukið at-
vinnuleysi," sagði hún.
Anna óskaði í gær eftir utandag-
skrárumræðu á Alþingi um atvinnu-
vandann á Suðumesjum. Hún sagði
að annars vegar ætti að bregðast
við skammtímavandanum með því
að veita fé til nýrrar atvinnusköpun-
ar nú þegar. „Mér finnst að þar
eigi að fara eftir þeim hugmyndum
sem heimamenn hafa verið með og
jafnframt að skera ekki niður í opin-
berri þjónustu. Þar er ég meðal
annars að tala um sjúkrahúsið sem
„Bandaríkjamenn hafa byggt þá
stefnu á breyttum viðhorfum í al-
þjóðasamskiptum sem við höfum
líka vitað um,“ sagði hann.
„Mér finnst ábending Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og
Njarðvíkur um að íslenskir aðal-
verktakar taki þátt í að veita þessu
fólki tækifæri til endurhæfingar
fullkomlega eðlileg og ég tel að hún
ætti aðeiga við um vamarliðið líka,“
sagði Ámi.
Hann benti á að helstu verktakar
vamarliðsins og vamarliðið hefðu
um árabil viljað fastráða starfsmenn
sína og því væra mikil viðbrigði
fyrir menn sem hefðu verið í sama
starfi um árabil að þurfa allt í einu
að keppa á vinnumarkaði við sér
yngra fólk.
„Ég tel veralega ástæðu til að
þetta mál sé skoðað og það hefði
átt að taka það upp fyrr við þessi
fyrirtæki og varnarliðið. Ég tel að
þessi fyrirtæki og vamarliðið hefðu
átt að taka þátt í atvinnuþróunar-
starfi á Suðurnesjum og fyrri stjóm-
völd hefðu átt að bregðast miklu
fyrr við öllum þessum þáttum,"
sagði Árni.
„Staðreyndin er sú að öll atvinnu-
þróun og tilraunir til nýmæla í at-
vinnumálum era mjög seinleg vinna
og við hvern áfanga sem næst vita
þeir sem slík verk vinna að þar
liggja að baki margar tilraunir sem
ekki tókust. í sumum tilvikum liggja
líka að baki möguleikar sem hefur
verið hafnað, þótt þeir hafí virst
álitlegir, vegna þess að ekki fund-
er fjölmennur kvennavinnustaður
og jafnvel væri ástæða til að flýta
framkvæmdum og hefia nýjar fram-
kvæmdir," sagði hún.
Þá sagði hún að til lengri tíma
litið ættu ýmis nýsköpunarverkefni
að geta skilað árangri vegna ná-
lægðar við markað og flugvöll á
Suðumesjum og þar gætu stjóm-
völd komið að með ýmsum hætti,
sveitarstjómir legðu til húsnæði og
ríkið með því að leggja til fé í ráð-
gjöf og markaðssetningu. Sagði hún
þingmenn og sveitarstjórnarmenn í
kjördæminu orðna langþreytta
vegna þess hve iítinn hljómgrunn
kröfur þeirra um aðgerðir hefðu
hlotið hjá stjómvöldum. „Engu að
síður er þetta það stórt verkefni að
allir verða að koma saman að því
og þingmenn verða að standa eins
vel saman og mögulegt er,“ sagði
hún.
Anna sagði að mönnum á Suður-
nesjum hefði ævinlega verið vísað
á herinn og að álversdraumar eða
evrópskt efnahagssvæði ættu að
leysa úr öllum vanda. „En þeir vita
að það þarf að að gera eitthvað
róttækt núna og ekki bara hengja
sig í einhveija framtíðardrauma
sem maður veit ekki hvort era raun-
hæfir," sagði hún.
ust einstaklingar sem vildu taka
áhættuna. Það liggur í mannlegu
eðli að gjalda varhug við breyting-
um og nýmælum. Fólk sem er vant
því að ganga að atvinnu hjá öðram
á n\jög erfitt með að taka sjálft
áhættu og sýna framkvæði.
Ég veit eins og aðrir að sveitarfé-
lög á Suðumesjum era í hópi þeirra
sem hafa lagt minna til atvinnu-
mála en sveitarfélög í öðram lands-
hlutum. Ég tel að þau hefðu líka
getað bragðist fyrr við. Ég hef tek-
ið eftir því að umræða um atvinnu-
ástandið og úrbætur í þeim er frek-
ar ómarkviss og undanskil ég ekki
sjálfan mig í því en það hefur borið
mikið á því að einstaklingar og jafn-
vel foiystumenn á einhveijum svið-
um þjóðlífsins hafa gert kröfur til
annarra án þess að koma sjálfir
fram með tillögur eða hugmyndir.
Jafnvel menn sem teljast ábyrgir
vegna þeirrar stöðu sem þeir gegna
krefjast þess að ríkisvaldið búi til
atvinnu. Eg tel það mjög óraunhæf-
ar kröfur vegna þess að atvinna
þarf að hafa kaupanda, annars er
hún sóun. Við höfum þá reynsiu á
undanfömum áram að það að taka
erlend lán til framkvæmda eða til
að halda uppi opinberri þjónustu
reynist skuldafen þegar fram í sæk-
ir og er þess vegna ekki gott ráð
til úrlausnar. Við verðum að leita
annarra leiða og skapa atvinnuveg-
unum þau starfsskilyrði að þeir
verði betur samkeppnisfærir við
erlenda keppinauta. Þá skapast
fleiri atvinnutækifæri,“ sagði Ami.
Steingrímur Hermannsson
Nú reynir á samstöðu
þingmanna allra flokka
STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, seg-
ir að uppsagnimar þjá Aðalverktökum komi ekki á óvart þar sem
samdrátturinn hafi Iegið í loftinu talsverða hríð. Nú muni reyna á
samstöðu þingmanna kjördæmisins úr stjórn og stjórnarandstöðu
um aðgerðir í atvinnumálum og hann telur sjálfsagt að skoða hvort
fá megi fjármagn frá íslenskum aðaiverktökum til þeirrar uppbygg-
ingar.
Jón Sigurðsson
Til greina kemur að Aðal-
verktakar fjármagni
aðgerðir í atvinnumálum
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að til greina komi að hans
mati að Islenskir aðalverktakar leggi til fjármagn til aðgerða í atvinnu-
málum á Suðurnesjum. „Mér finnst bæði rétt og skylt að kanna það
mál frá öllum hliðum,“ segir hann. Jón sagði að uppsagnirnar hjá
Aðalverktökum væru aivarleg tiðindi „þótt reyndar hafi mátt við þeim
búast vegna þess að við erum nú að takast á við þann vanda sem fylg-
ir því að færa efnahagsstarfsemina frá störfum sem tengdust varnar-
málum og hernaðarmannvirkjum til annarrar starfsemi. Það er reynd-
ar einn þáttur efnahagsvandans um allan hinn vestræna heim, og
ekki siður í Austur-Evrópu,“ sagði hann.
Ámi R. Ámason
Varnarliðið og verktakar
þess taki þátt í atvinnu-
þróunarstarfi
„MÉR þykir ny'ög miður að svona skuli vera komið og ég skil sannarlega
vel örvæntingu og gagnrýni þess fólks sem er sagt upp og horfir fram
á atvinnumissi. Atvinnuleysi er orðið n\jög mikið og það má með sanni
segja að fyrri ríkissljórnir hefðu átt að bregðast fyrr við vegna sam-
starfsins í varnarmálum. Sú stefna Bandaríkjamanna að draga útgjöld
til vamarmála verulega saman hefur legið fyrir um árabil," segir Arni
R. Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.