Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 28
MORQUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTOBER 1992 AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Gróðursett í frosti og nepju Það hefur sjálfsagt oft viðrað betur á þá sem eru að gróðursetja, en gerði í gær þegar félagarnir Ari Gunnar og Jón Hrói voru að gróðursetja reyniplöntur á svæði austan Hlíðarbrautar. Nýhafinn vetur minnti á sig með frosti og nepju, en þeir létu það ekki á sig fá, drengirnir, enda er ætlunin að gróðursetja um 140 reyniplöntur á þessum stað nú í haust og því eins gott að vera við öllu búinn. Stefnir í að skráðir atvinnuleysisdagar verði 15 þúsund á þessu ári Iðja, félag verksmiðjufólks Fækkað um 300 heil störf í fram- leiðsluiðnaði á tæpum fimm árum Á TÆPUM fimm árum hefur fækkað um 300 heil störf í fram- leiðsluiðnaði á Akureyri. Frá því í janúar árið 1987 hefur félags- mönnum í Iðju, félagi verk- smiðjufólks á Akureyri, fækkað um 289 virka félaga, en áætlað er að sú fækkun jafngildi 213 heilum störfum í iðnaði. Hjá Iðju hefur verið tekið saman yfirlit yfir fjölda atvinnulausra á tæp- lega 12 ára tímabili og virðist allt benda til þess að í ár verið skráðir um 15 þúsund atvinnu- leysisdaga hjá félagsmönnum Iðju, sem er það mesta á þessu tímabili. Frá því í janúar árið 1987 og þar til nú má ætla að fækkað hafi um 300 störf í framleiðsluiðnaði á Ak- ureyri og sagði Kristín Hjálmars- dóttir formaður Iðju að mikil um- skipti hefðu orðið á. Á árunum fyr- ir 1987 hefði gróska verið í ýmsum greinum framleiðsluiðnaðar í bæn- um, m.a. fataiðnaði, en síðan hefði mjög sigið á ógæfuhliðina. Við sam- runa_ Iðnaðardeildar Sambandsins og Álafoss hefði starfsfólki verið fækkað mikið, þá hefði starfsemi saumastofunnar Heklu verið lögð niður og eins mokkaskinnssauma- stofa. „Þessu er ekki lokið, það er enn nánast stöðugt verið að draga saman og fækka starfsfólki og það á eftir að bætast við,“ sagði Kristín. Um 300 manns eru nú á atvinnu- leysisská á Akureyri og stefnir allt í að þeim muni fjölga upp í um 350 fyrir áramót, að sögn Kristínar verði ekkert að gert. „Þetta er það svartasta sem við höfum séð. Vissu- lega var dapurt ástand hér á árun- um 1968-’69, en þá höfðu menn tækifæri til að flýja til Norðurland- Dömukvöld Þórs í Hamri DÖMUKVÖLD Þórs verður hald- ið í félagsheimilinu Hamri við Skarðshlíð næstkomandi laugar- dagskvöld, 31. október, og hefst það kl. 19.00. Tekið verður á móti gestum með hænustéli kl. 19, en borðhald hefst klukkustund síðar eða kl. 20. Veislustjóri verður Sunna Borg. Gestum gefst kostur á að reyna sönghæfileika sína, en Inga Sæland mætir með karaoke-vél og Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara sýnir það nýjasta á sviði hár- greiðslu og þá verður tískusýning og margt fleira á dagskránni. Miðapantanir verða í Hamri frá kl. 16 til 23 þessa viku, en síðustu forvöð til að tryggja sér miða er á föstudag, 30. október. (Fréttatilkynníng) anna eins og margir gerðu. Sú staða er ekki fyrir hendi nú og það er ekkert nýtt í burðarliðnum. Mér heyrist á mínu fólki að því finnist ástandið verra nú en var á þessum árum,“ sagði Kristín. í samantekt á greiddum atvinnu- leysisbótum hjá Iðju frá árinu 1981 kemur fram að til septemberloka á þessu ári voru skráðir atvinnuleys- isdagar 11.676 og stefnir allt í að þeir verði um 15 þúsund í árslok, sem er það mesta sem skráð hefur verið áþessu 12 áratímabili. Minnst var atvinnuleysið árið 1984 þegar skráðir voru 3.315 atvinnuleysis- dagar hjá félaginu, en á síðustu tveimur árum hafa atvinnuleysis- dagar meðal félagsmanna farið yfir 12 þúsund. Freyvangsleikhúsið Kabarettinn Qua? Ups! sýndur um helgina Ytri-Tjörnum. FÉLAGAR í Freyvangsleikhús- inu hafa undanfarnar vikur sam- ið og æft upp sinn árleg kaba- rett, sem að þessu sinni ber nafn- ið; Qua? Úps! Alls taka um 30 manns þátt í sýningunni, en sýnt verður um helg- ina í Freyvangi, bæði föstudags- og laugardagkvöld. Á föstudags- sýningunni verður boðið upp á kaffíhlaðborð, en dansleikur verður að lokinni sýningu á laugardags- kvöldið. Venjan hefur verið sú að gera góðlátlegt grín að íbúum sveitarinn- ar í hinum árlegu kabarettum, sem og ýmsum þeim atburðum sem upp hafa komið í daglega lífinu. Mikil gróska hefur verið í Frey- vangsleikhúsinu á undanförnum misserum, og er skemmst að minn- ast uppfærslu félagsins á rokkóper- unni, Jesus Christ Superstar, eða Messíasi Mannssyni sem sýnd var alls 27 sinnum og ávallt fyrir fullu húsi. Benjamín Fyrirhugaðar miklar úrbætur í fráveitumálum Allt frárennsli verður grófhreinsað og því veitt um 600 metra út í sjó Lögn lögð meðfram strandlengjunni og byggðar dælustöðvar á nokkrum stöðum minnst við Pollinn," sagði Gunnar. Frumkostnaðaráætlun við fram- kvæmdirnar eru um 750 milljónir króna og þá er áætlað að kostnaður við rekstur, viðhald og orkukaup verði um 65 milljónir króna á ári. Hversum stórum hluta frárennslis verður hleypt um yfírföllin hefur enn ekki verið ákveðið, en það skipt- ir afar miklu máli um endanlegan kostnað að sögn Gunnars. Hann sagði að einn liður þessa máls væri að reyna að draga úr vatnsnotkun stærstu fyrirtækja bæjarins, en hann nefndi sem dæmi að hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa væri vatnsnotkunin á við 5.000 manna íbúabyggð. Lagt er til að verkinu verði skipt í áfanga, en fyrsta markmiðið er að bæta ástandið í Pollinum og því verður fyrsta skrefið að fjarlægja frárennsíi frá sjúkrahúsinu þaðan, en síðan er ætlunin að fikra sig smám saman norður á bóginn og hefja framkvæmdir á Oddeyrar- tanga og í þriðja áfanga verður farið frá Glerá og í Sandgerðisbót. Þá þarf að leggja lögn frá Krossa- nesi og suður í Bótina, en fimmti áfangi er bygging aðalútrásar og loks er sjötti og síðasti áfangi verks- ins, sem er bygging mannvirkis til grófhreinsunar. Á aðallögninni verða fjórar dælu- stöðvar, við Höepfner, miðbæ, Odd- eyrartanga og Krossanes auk dælu- stöðvar við aðalútrásina. Á nokkr- um stöðum sem liggja sjávarmegin við aðallögn þarf að dæla frá ein- stökum stöðum upp í aðallögnina, auk þess sem frárennsli frá FSA verður dælt í lögn í Þórunnarstræti sem nú fer til sjávar við ósa Glerár. þannig að öll föst efni sitja eftir. Gunnar sagði hugmyndina að leggja lögn meðfram strandlengj- unni eða sem næst henni og að væntanlegum útrásarstað sem verður norðan smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót. Þar verður skólp- inu veitt út á 40 metra dýpi um 600 metrum frá landi. „Það er óheyrilega dýrt að byggja full- komna hreinsistöð, svo að leita varð AÆTLAÐ er að á næstu árum verði miklar úrbætur gerðar í frá- veitumálum á Akureyri, sem samkvæmt frumkostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að kosti um 750 milljónir króna. Samkvæmt áætlun- inni verður lögð lögn meðfrain allri strandlengjunni að útrásarstað skammt norðan Sandgerðisbótar þar sem allt frárennsli verður gróf- hreinsað og því síðan veitt út á 40 metra dýpi um 600 metra frá landi. Þá er gert ráð fyrir að byggðar verði nokkrar dælistöðvar við aðallögnina, en fyrsta skrefið í áætluninni er að bæta ástandið í Pollinum. Gunnar Jóhannesson verkfræð- ingur hjá Akureyrarbæ, sem um- sjón hefur haft með þessum málum fyrir hönd bæjarins sagði að fyrir nokkru hafí verið ákveðið að gera áætlun um úrbætur í fráveitumál- um á Akureyri og fyrir Iiggi nú skýrsla sem unnin var af verkfræði- stofunni A.R. Reinertsen í Þránd- heimi í Noregi, en hún hefur sér- hæft sig í þessum málum. Megin- markmiðin voru m.a. að minnka mengun á strandsvæðum, fækka útrásum með sniðlögnum og velja útrásarstað þannig að hámarksnýt- ing náist á viðtaka. I skýrslunni er gert ráð fyrir tveimur möguleikum og að sögn Gunnar hefur verið lagt til að annar þeirra verði valinn. Báðir byggja þeir á því að um gróf- hreinsun skólps verði að ræða. Til grundvallar skýrslu Norð- mannanna liggja m.a. straummæl- ingar og mengunarrannsóknir innst í Eyjafírði sem verkfræðistofan Vatnaskil í Reykjavík notaði síðan til að setja upp reiknilíkan af straurnum svo hægt væri að velja útrásarstað, sem uppfyllti kröfur mengunarvarnarreglugerðar. Eftir að skýrsla Vatnaskila lá fyrir varð niðurstaðan sú, að sögn Gunnars, að ekki væri ástæða til annarrar hreinsunar á skólpi en grófhreins- unar, þ.e. að allt skólp fer í gegnum sigti áður en því er hleypt í sjóinn náttúrulegri lausna, en hreinsunar- hæfileiki sjávar er mikill, þar drep- ast bakteríur tiltölulega fljótt,“ sagði Gunnar. Ekki er ætlunin að dæla öllu því vatni sem i fráveitukerfið kemur alla þessa leið. I stórrigningum og hlákum þegar vatnsmagn er hvað mest verður hluta vatnsins veitt framhjá dælulögnum og beint út í sjó, þar sem ekki er fjárhagslega gerlegt að byggja lagnakerfið á þann hátt að það getið tekið þessa örfáu, en geysistóru toppa, en að sögn Gunnars eru áhrif þess á mengun við ströndina þó nánast engin. „Með þessum aðgerðum verður unnt að uppfylla kröfur mengunarvarnareglugerðar og mengun á strandsvæðinu hér við bæinn verður nánast engin og allra Morgunblaðið/Rúnar Þór Lögð verður lögn meðfram allri strandlengjunni við Akureyri að útrásarstað við Sandgerðisbót þar sem allt frárennsli verður gróf- hreinsað og því veitt út á 40 metra dýpi um 600 metra út í sjó. Myndin er tekin við útrásarstaðinn skammt norðan við Sandgerðis- bótina. (^jjjjj Hótel ^Harpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðsgistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði íhjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.