Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
Theódóra Guðlaugs-
dóttír - Minningarorð
í dag verður til moldar borin
Theódóra Guðlaugsdóttir sem
fæddist 29. desember árið 1899 í
Hvalgröfum á Skarðsströnd, átt-
unda bam hjónanna séra Guðlaugs
Guðmundssonar og Margrétar Jón-
asdóttur. Þau hjón eignuðust 12
böm en misstu í æsku eina dóttur,
Kristínu að nafni. Theódóm var
komið kornungri í fóstur að Skarð-
stöð til móðurbróður síns, Guð-
mundar Jónassonar, og ráðskonu
hans, Guðríðar Stefáníu Þórðar-
dóttur, og ólst hún upp hjá þeim
til ellefu ára aldurs, að hús þeirra
brann og þau urðu að skila fóstur-
dótturinni til foreldrahúsa. í grein
eftir Benedikt Jónsson sem birtist
í Breiðfirðingi 1990 sagðist Theó-
dóm svo frá að hún hefði þekkt
foreldra sína Iítið og ekki séð nema
fá systkini sín þegar hún flutti ell-
efu ára gömul að Stað í Steingríms-
firði þar sem séra Guðlaugur var
þá orðinn prestur. Viðbrigðin vom
mikil fyrir Theódóm og henni varð
oft tíðrætt um þessi umskipti. í
Skarðstöð var á uppvaxtarámm
Theódóm umsvifamikil verslunar-
stöð og var þar mikið líf og fjör.
Þar lærði hún að spila á munnhörpu
og eignaðist harmonikku. Seinna
gaf Elínborg Bogadóttir á Skarði
frænku sinni mun veglegri harmon-
ikku. Það hljóðfæri átti Theódóra
lengi og notaði mikið.
En hún átti langt í land í harmón-
ikkunáminu þegar hún kom í hlað
á Stað og heilsaði upp á systkini
sín sem flest vora þá enn heima.
Jónas, elsti bróðirinn, var þó farinn
fyrir nokkm, enda þá búinn að gefa
út þijár ljóðabækur og vera rit-
stjóri bæði á ísafirði og í Reykja-
vík. Árið 1912 dóu tvær fmmvaxta
systur Theódóm, Elínborg og Þór-
dís, efnilegar og fallegar stúlkur.
Theódóra hefur greint frá því að á
fyrstu jólunum hennar á Stað hefðu
þau systkinin skemmt sér, sungið
og dansað inni í stofu meðan faðir
þeirra sat og orti sorgarljóð.
Ég horfi yfír hópinn minn
mitt hjarta nístir sorg
Því hvergi er Dísa honum í
og horfín Elínborg.
Ó dauði, þitt er hjartað þrátt
og þerrar ei nokkurt tár.
Því nægði þér ei einu í
mér eitt að veita sár.
Þórbergur Þórðarson rithöfundur
fór í fyrsta orðasöfnunarleiðangur
sinn árið 1918 og kom þá að Stað
16. ágúst. Þá hafði enn verið höggv-
ið stórt skarð í systkinahópinn.
Sumarið 1914 dó Ingibjörg, kom-
ung, greind og glæsileg stúlka.
Hvílík sjón, að sjá þig hylja grðf
svona snemma, hæst um lífsins vor
Minna svipul sýnist dætra gjöf,
sárt er að rekja dauðans blóðug spor.
kvað séra Guðlaugur í eftirmælum
um dóttur sína. Og þegar elsta
bam hans, Jónas Guðlaugsson
skáld, lést aðeins 28 ára gamall á
Jótlandi í Danmörku tveimur ámm
seinna orti hann harmþranginn:
Þyngjast finn ég dísa dóm,
djúpt er lánið grafið.
Vona minna visnuð blóm
vindurinn ber í hafíð.
í nýlega útgefnum dagbókum
Þórbergs lýsir hann heimsókninni á
Stað og segir m.a. „Dætur á sr.
Guðl. margar og allar kváðu þær
vera skemtilegar, gáfaðar og hag-
orðar. Er því fólki við bmgðið fyrir
gáfur í Standasýslu. Einni dóttur
hans varð ég bálskotinn í. Hún var
mjög skemtileg sýnum. La'ktist hún
fremur móðurættinni. Aðra sá ég,
sem var svo að segja lifandi eftir-
mynd Jónasar." Enginn veit lengur
hver af dætmm séra Guðlaugs og
Margrétar vakti ástarhug Þórbergs
forðum daga. Var það Guðrún, sem
seinna varð bæjarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavík, eða var
það Jóhanna sem lengi var bóka-
vörður á Borgarbókasafni Reykja-
víkur? Var það kannski Lára, sem
seinna varð húsmóðir í Reykjavík,
eða Ólöf sem varð íþróttakennari?
Varla var það Theódóra sem kvödd
er hér í dag, hún hefur verið full-
ung til að svo geti hafa verið. Nú
er enginn lengur til frásagnar um
þetta né annað sem á daga þessara
kátu og vel gefnu systra dreif. Síð-
asti tengiliðurinn við þetta tímabíl
í ættarsögunni er horfinn.
Theódóra var stolt af ætt sinni
og uppruna og hafði gaman af að
segja frá ættfólki sínu. Síðustu árin
sat ég oft svo að segja við fótskör
hennar og hlýddi á frásagnir um
liðinn tíma, þegar Jónas bróðir
hennar og systurnar voru lifandi
og öll systkinin sem óðast að búa
sig undir lífsbaráttuna. Þrátt fyrir
þung áföll varð sorgin aldrei ein-
kennandi fyrir heimilið á Stað. Þar
ríkti miklu fremur kátína og gleði.
Dóra sagði mér m.a. frá jólunum
þegar fram fór mikil rökræða um
stjómmál milli föður hennar og
Jónasar bróður hennar. Móðir henn-
ar bað þá blessaða að vera ekki að
ræða pólitík yfir jólamatnum.
Nú skal byija nýjan leik
nýtt skal íjósið skína.
sagði séra Guðlaugur að bragði en
hún svaraði um hæl:
Verst er ef þig vantar kveik
í vonartýru þína.
Margrét Jónasdóttir átti kyn til
þess að vera vel hagmælt. Hún var
dóttir séra Jónasar Guðmundssonar
latínuskólakennara sem séra Árni
Þórarinsson sagði hafa verið mest-
an snilling í guðfræðistétt sinnar
tíðar í ræðumennsku. „Jónasi var
einkar létt um að kasta fram stöku
og var mjög vel hagorður,“ segir
Ámi í endurminningum sínum. El-
ínborg, móðir Margrétar, var dóttir
Kristjáns kammerráðs á Skarði á
Skarðströnd. Um hana segir Ámi:
„Elínborg var einstök kona. Hún
var skynsöm, mjög skemmtileg í
viðræðum og kunni frá mörgu að
segja." Ámi segir ennfremur: „Ég
hef kynnst mörgum afkomendum
þessara hjóna, Jónasar og Elínborg-
ar. Einkenni þeirra em gáfur, greið-
vikni og meiri eða minni dularhæfí-
leikar." „Mamma var ekki síður vel
hagmælt en pabbi,“ sagði Theódóra
eitt sinn um móður sína. „Hún var
sterk kona, þegar Jónas bróðir dó
lagðist hún upp í rúm og ég heyrði
eins og stunur frá bijósti hennar.
Svo reis hún upp til að styrkja pabba
sem bugaðist alveg af sorg.“
Kjark og dugnað móður sinnar
erfði Theódóra án alls vafa. Hún
fékk líka í vöggugjöf næmi, létta
lund og skarpar gáfur og allt þetta
nýttist henni vel á vegferð hennar.
Árið 1921 flutti hún ásamt foreldr-
um sínum og systkinum til Reykja-
víkur og fór skömmu síðar að vinna
á Álafossi. Þar kynntist hún verð-
andi eiginmanni sínum, Óskari
Kristjánssyni frá Breiðabólstað á
Fellsströnd, sem hún giftist 1922.
Óskar átti jörðina Hól í Hvamms-
sveit og þar hófu ungu hjónin bú-
skap árið 1926. „Þegar ég fór að
búa tók ég eitt af ljóðum Jónasar
bróður míns og tileinkaði mér og
hef alla tíð lifað eftir því,“ sagði
hún eitt sinn.
Ég vil bálið, sem hitar og brennur
en ég bölva þér nákaldi ís.
Ég vil aflmikla elfur, sem rennur,
ekki óhreina pollinn sem frýs.
Theódóra átti þann eldhug sem
skipar fólki í framvarðasveit hvar
sem það ber niður. Hún reyndist
einnig dugleg búkona. Óskar gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit
og bústörfm féllu í þess ríkari mæli
í hlut Theódóm. Mjög gestkvæmt
var á Hóli og var það Theódóm vel
að skapi, því hún var gestrisin kona
og góð heim að sækja. Skemmti hún
gestum sínum oft með harmonikku-
leik auk þess að bera þeim góðar
veitingar. Skyldulið Theódóra var
líka oft hjá henni tíma og tíma.
M.a. las Kristján bróðir hennar und-
ir stúdentspróf á Hóli. Hann varð
seinna lögfræðingur, ritstjóri Vísis
og stjómarformaður Loftleiða. Guð-
mundur hét þriðji bróðir Theódóm,
hann varð seinna forstjóri Kaffí-
brennslunnar á Akureyri og forseti
bæjarstjómar þar. Öll þessi systkini
ortu meira eða minna.
Þau Óskar og Theódóra áttu þijú
böm, Huldu Jófríði (fædd 1931),
hún á tvo syni, Marínó (fæddur
1932), hann á tvær dætur, og Grétu
(fædd 1934), hún á eina dóttur. Þá
ólu þau upp Agnar Kristjánsson
(fæddur 1939) og Maríu Kristjáns-
dóttur (fædd 1942). Auk þess
dvöldu á sumrin hjá Theódóm mörg
systkinaböm hennar og fleiri að-
komuböm.
A þeim tíma er Theódóra vann
hjá Álafossi fór hún eitt sinn á kven-
félagsfund í Mosfellssveitinni. Á
þeim fundi talaði Guðrún Jóhanns-
dóttir kennari og hreifst Theódóra
mjög af málflutningi hennar. Þetta
var fyrsti kvenfélagsfundurinn sem
hún sótti, en þeir áttu eftir að verða
margir. Vorið 1927 ferðaðist Theód-
óra um Hvammssveit til að vinna
að stofnun kvenfélags. Stofnfundur
kvenfélagsins Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur var haldinn 30. júlí 1927.
Theódóra var formaður félagsins
alla sína búskapartíð á Hóli, eða til
ársins 1955, þótt ákvæði væri um
þriggja ára kjörtímabil stjómar og
skyldi ein kona ganga úr stjóm við
hveija kosningu. Seinna varð hún
gerð að heiðursfélaga félagsins. Þau
mál sem Theódóra beitti sér einkum
fyrir á vettvangi kvenfélagsins
tengdust bömum, félagsmálum
kvenna og kirkju. Fyrir atbeina
hennar varð kvenfélagið aðili að
Kvenréttindafélagi íslands og Kven-
félagasambandi Islands. Hún átti
hugmyndina að stofnun sjóðs til að
reisa minnismerki um Auði djúp-
úðgu og það var einnig hennar hug-
mynd að minnismerkinu yrði valinn
staður á Krosshólaborg. Hinn 19.
júní 1933 var Samband breiðfirskra
kvenna stofnað. Theódóra var kosin
formaður þess árið 1949 og gegndi
því starfí til ársins 1956 að hún var
gerð að heiðursfélaga. Hún ferðað-
ist talsvert á vegum sambandsins
og hélt fundi víða. Hún sat einnig
í nokkur ár í skólaráði Húsmæðra-
skólans á Staðarfelli. Ingibjörg Jó-
hannsdóttir frá Löngumýri var
skólastjóri þar um tíma og segir
m.a. svo frá í bók sinni Gengið á
vit minninganna: „Gleði fylgdi alltaf
komu Theódóm að Staðarfelli. Ekki
síst þegar hún kom með harmónikk-
una með sér. Theódóra var bæði af
Skeggstaða- og Skarðsætt og erfði
úr báðum ættkvíslum ríka mann-
kosti."
Eftir að Theódóra kvaddi Dala-
sýslu og flutti norður að Vatni í
Skagafírði ásamt manni sínum,
dóttur og tengdasyni gaf hún sig
ekki að félagsmálum, né heldur eft-
ir að hún flutti nokkmm ámm síðar
til Reykjavíkur. Hún hélt hins vegar
áfram að vekja fólki gleði og kátínu
með sinni léttu lund og reyndist
jafnan bágstöddum hjálparhella.
Hún var heiðarleg kona og hrein-
skiptin, stór í lund og stolt. Líkam-
legt þrek hennar var lengst af mik-
ið og gekk hún til starfa fram und-
ir nírætt. Óskar, maður Theódóm,
lést eftir langvarandi sjúkleika árið
1980 og bjó hún ein eftir það. Hún
vildi dvelja á heimili sínu svo lengi
sem hún gæti og þótt hún ætti orð-
ið erfítt með að ganga stiga upp á
ljórðu hæð þá tókst henni að dvelja
á eigin heimili alla ævi sína. And-
legu þreki hélt hún til dauðadags.
Ævikvöld hennar var markað þeirri
rósemd sem sá einn öðlast sem veit
sig hafa jafnan gert svo vel sem
hann gat. Hún unni börnum sínum
heitt og til hinsta dags sýndu þau
og skyldulið þeirra henni þá tryggð
og ástúð sem hún átti skilið. Um
það vitnar m.a. lítið Ijóð sem hún
orti til Marinós sonar síns:
Ennþá finn ég einsog forðum
að ég á litla drenginn minn.
Þó að færri eyði orðum
elsku þína samt ég finn.
Vemdi Guð og varði veginn
og vefji rósum bæinn þinn.
Börn Theódóm kveðja nú, ásamt
mökum og bamabörnum, tilfinn-
ingaríka og umhyggjusama móður,
tengdamóður og ömmu. En þau era
ekki ein um að sakna. Líka við sem
fjær stóðum kveðjum með virktum
okkar stoltu og stórbrotnu frænd-
konu Theódóm Guðlaugsdóttur.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Guðlaugsdóttir
Árni Frímannsson síma-
verkstjóri - Minning
Fæddur 26. maí 1925
Dáinn 21. október 1992
Hinn 21. október sl. lést Ámi
Frímannsson símaverkstjóri. Andlát
hans kom á óvart. Hann hafði
mætt til vinnu eins og endranær
og var ekki að sjá að hér mundu
skilja leiðir. Ámi var hinn hressasti
og lífsglaður eins og ávallt, þrátt
fyrir erfíð veikindi á undanfömum
ámm.
Ámi hóf störf hjá Pósti og síma
árið 1945 og starfaði þar ávallt síð-
an. Fyrstu árin var hann línumaður
í símaflokkum sem fóm til eftirlits
og uppbyggingar á loftlínum um
allt land og lengst af var hann í
flokki Einars Jónssonar, símaverk-
stjóra, sem í dag er orðinn meira
en 100 ára og er nú vistmaður á
DAS í Hafnarfirði. Ámi var því vel
kunnugur landi sínu, eftir að hafa
gengið með símalínum um nær allt
land, oft við erfiðustu aðstæður og
válynd veður. Seinna meir fluttist
Ámi til Sigurðar Ámasonar yfir-
símaverkstjóra og færðist þá starfs-
svið hans meira til Stór-Reykjavík-
ursvæðis og upp úr 1982 hóf hann
störf fyrir jarðsíma- og loftlínudeild
SR og starfaði þar til dauðadags.
Árna var margt til lista lagt.
Hann hafði góða þekkingu á fugla-
lífí og öllum jurtum og oft var leit-
að til hans með deilumál og reynd-
ist hann oftast fær um að leysa úr
þeim. Þá var hann mikill áhugamað-
ur um alls konar söfnun og átti
afar gott mynt- og frímerkjasafn,
einnig átti hann myndir af nánast
öllum kirkjum landsins, og held ég
að aðeins hafi vantað myndir af 2-3
kirkjum. Snyrtimenni var Árni hið
mesta og var unun að sjá hversu
vel öllum hans söfnum var fyrir
komið.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um skal Ámi Frímannsson kvaddur
með þökk fyrir samstarfíð og
skemmtilega samfylgd, sem ekki
bar skugga á. Rögnu konu hans,
aldraðri móður, bömum þeirra,
tengdasyni og bamabömum send-
um við samstarfsmenn hans samúð-
arkveðjur.
Gunnar Júlíusson.
í dag fer fram útfor mágs míns
og vinar, Árna Frímannssonar, en
hann varð bráðkvaddur 21. þ.m.
Hann fékk fyrir nokkmm ámm
hjartaáfall og varanlegt skert þol
sem vildi gleymast vegna glaðlynd-
is og jákvæðni, en það vom afger-
andi þættir í fari hans.
Við Árni kynntumst ungir menn
og leiddu þau kynni til þess að ég
varð handgenginn hans góða og
glaðværa æskuheimili og varð
seinna mágur hans og nágranni.
Hann réðst unglingur til símans
og vann þar allan sinn starfsaldur
við línulagnir og seinna verkstjóm
og eftir að þrekið minnkaði við létt-
ari en skyld störf.
Hann gat hætt á eftirlaunum um
það leyti að heilsan bilaði en þrátt
fyrir mörg áhugamál kaus hann að
starfa áfram enda mannblendinn,
mikill spaugari og hann naut félags-
skaparins á vinnustað. Ég kveð
hann með mikilli eftirsjá og hrærð-
um huga.
Ámi fæddist í Reykjavík 26. maí
1925, sonur Frímanns Ingvarsson-
ar, símamanns frá Þóroddsstöðum
í Grímsnesi, og konu hans, Ingi-
bjargar Narfadóttur frá Kiðjabergi
í sömu sveit, hún lifir son sinn í
hárri elli.
Hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Ingibjörgu Rögnu Ólafsdóttur
frá Hellssandi, 27. nóvember 1954
og em börn þeirra Frímann, síma-
maður, og Guðrún, húsmóðir og
fóstra. Ámi var mikill gæfumaður
og átti gott heimilislíf, góða konu,
böm og barnabörn.
Ég votta þeim innilega samúð
og bið almættið að styrkja þau.
Helgi Jensson.
Ég vil minnast hans Áma með
örfáum orðum. Það var sumarið
1975 að við hjónin, ásamt bömum,
fluttum við hliðina hjá Áma og
Rögnu, og betri nágranna er ekki
hægt að fá. Það var mikill sam-
gangur á milli okkar, svo að ég
kynntist Áma nokkuð vel. Alltaf
var hann hress og kátur. Þau hjón-
in vom mjög samhent og sást það
vel þegar þau unnu saman í fallega
garðinum sínum. Það var alltaf
gaman að fara yfir til þeirra og fá
sér kaffi með þeim. Þá var Ámi
alltaf með gamanyrði, en hann var
líka mjög hjálpsamur. Það vom öfá
handtökin sem hann hjálpaði mér
með. Maðurinn minn var sjómaður
og því lítið heima og þá var gott
að geta Ieitað til Áma. Ég fann það
best 1986, þegar maðurinn minn
dó, hvað það var mér mikilsvert að
eiga svona góða nágranna að, eins
og þau Áma og Rögnu. Allt vildu
þau gera fyrir mig og bömin og
það var ómetanlegt. Oft var glatt
á hjalla um áramót, þegar við fómm
öll út að fylgjast með flugeldum.
Þá mátti Árna ekki vanta, því hann
hló alltaf svo skemmtilega.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
þig, elsku Ragna mín, og ykkur,
Frímann, Gunna og fjölskylda.
Jóhanna.
Einn af okkar virkustu félögum
er látinn, langt um aldur fram.
Ámi Frímannsson gegndi for-
mennsku í Myntsafnarafélagi ís-
lands um skeið og var einn af mátt-
arstólpum félagsins. Hann sótti
fundi manna bezt og var ávallt
mjög virkur félagi, og ætíð boðinn
og búinn til starfa í þess þágu. Við
söknum góðs félaga og sendum íjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Félagar í Myntsafnarafélagi
íslands.