Morgunblaðið - 29.10.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
33
_ *
Einar Kjartan Olafs-
son - Minningarorð
Faðir minn, Einar Kjartan Ólafs-
son, lést í Landspítalanum þriðju-
daginn 20. október eftir langvar-
andi veikindi. Hann fæddist 11.
júní 1913 í Reykjavík, þriðja bam
foreldra sinna, Ólafs Einarssonar,
fæddur 1. september 1887, látinn
19. júní 1974, og Magdalenu Bene-
diktsdóttur, fædd 13. maí 1891,
dáin 7. júní 1930. Börn þeirra eru:
Benedikt, fæddur 19. ágúst 1910;
Sigurgísli, fæddur 1911, lést í
æsku; þá Einar Kjartan; Guðrún
Oddný, fædd 16. ágúst 1915, lést
5 ára; Björgvin, fæddur 6. ágúst
1916; Halldóra, fædd 20. desember
1918; Guðgeir, fæddur 27. ágúst
1920; Kjartan, fæddur 1. ágúst
1921, látinn 24. júní 1986; Guðrún,
fædd 16. nóvember 1923, látin 26.
ágúst 1988; Þórólfur, fæddur 6.
apríl 1925; og Sigurður, fæddur
5. september 1929. Öll systkinin
hafa verið mikið dugnaðarfólk og
sjálfsagt hefur fátæktin kennt þeim
að bjarga sér. Afi minn og amma
byrjuðu að búa hjá foreldrum afa,
Einari Ólafssyni og Katrínu Gunn-
arsdóttur, á Laufásvegi 39. Pabbi
minn fæddist uppi á lofti í litlu
timburhúsi við Hverfisgötuna.
Fyrst mundi hann eftir sér í Lág-
holti, það hús stendur við Granda-
veg. Hann talaði líka um Skildinga-
nes, Bergþórugötuna, Pólana og
Selbúðirnar. Þau fluttu þaðan 1930
í Bræðrapart í Laugardal sem afí
byggði og stendur enn. Hann sagði
mér eitt sinn frá fermingardeginum
sínum, þá hafði hann valhoppað á
undan mömmu sinni, niður Vestur-
götuna í Fríkirkjuna í lánuðum
stuttbuxum. Eftir ferminguna var
drukkið kaffi heima í Selbúðum
með ömmu og fleira fólki, en pabbi
hans var úti á sjó.
Hann missti mömmu sína 17 ára
og minntist hennar með virðingu.
Hún lést á Landakoti 39 ára, búin
að eignast 11 börn. Þá stóð afí
minn einn uppi með hópinn sinn
og þá kom hjálpin, þegar mest
þurfti, Guðrún Halldórsdóttir,
frænka barnanna, kom inn á heim-
ilið og hélt því saman, sem bjarg-
aði því að þessi stóri systkinahópur
gat verið saman og bundist
tryggðarböndum fram á elliár. Það
sést best þegar þau hittast hvað
þau geta varðveitt barnið í sér,
glens og grín er ofarlega í huga
þeirra og mikil væntumþykja.
Stjúpa þeirra, Guðrún Halldórs-
dóttir, er fædd 14. júlí 1908 og
fylgist vel með öllu sínu fólki. Hún
giftist afa mínum og eignaðist með
honum fjögur börn, þrjár dætur og
einn dreng sem lést í æsku. Hálf-
systur pabba eru Magdalena, fædd
29. ágúst 1931, Auður fædd 21.
desember 1934, og Dagný, fædd
21. september 1940. Hann kvænt-
ist móður minni, Þorbjörgu Sigurð-
ardóttur, 11. júní 1938. Hún er
dóttir Sigurðar Daníelssonar og
Ágústu Ebeneserdóttur sem
bjuggu í Deild á Eyrarbakka.
Mamma fæddist 4. janúar 1919 og
lést 2. mars 1991. Þau eignuðust
átta börn sem eru: Sesselía Ólafía,
fædd 21. ágúst 1938; Katrín Sæ-
rún, fædd 5. maí 1941; Ágústa,
fædd 14. nóvember 1943; Sigrún,
fædd 10. júní 1949; Gróa Sigríður,
fædd 21. desember 1950; Þórey,
fædd 1. janúar 1954; Lind, fædd
11. júlí 1956; og Ólafur Brynjólfur,
fæddur 16. janúar 1967. Eina dótt-
ir átti hann fyrir hjónaband, Hjör-
dísi, fædd 30. mars 1934.
Foreldrar mínir hófu búskap í
einu herbergi hjá systur mömmu
og hennar manni, Sesselíu Sigurð-
ardóttur og Bergsteini Bergsteins-
syni á Brávallagötu 50. Seinna
leigðu þau litla íbúð á Skarphéðins-
götu 10. Árið 1946 byggði hann
ásamt fimm systkinum sex íbúða
hús á Miklubraut 16, ogþau bjuggu
þar til ársins 1967, er þau keyptu
fokhelt raðhús á Látraströnd 26 á
Seltjamarnesi. Pabbi lærði bifvéla-
virkjun hjá Sveini Egilssyni og vann
við bílaviðgerðir í tæplega 30 ár,
alltaf á sama stað.
Um 1960 hóf hann störf hjá
læknavaktinni sem bílstjóri og vann
þar þangað til hann hætti störfum
vegna aldurs. Hann söng með
Karlakór Reykjavíkur annan bassa,
hafði fallega rödd og naut sín þar
með mörgum góðum vinum, sem
margir eru horfnir sjónum fyrir
löngu. Hann fór margar ferðir með
Karlakór Reykjavíkur til Banda-
ríkjanna og með Gullfossi til Mið-
jarðarhafsins 1953 í tveggja mán-
aða ferð. Endurminning þeirrar
ferðar lifði með þeim alla ævi. Sig-
urður Þórðarson, stjórnandi kórs-
ins, var mikill maður í hans huga.
Hann hafði mjög gaman af veiði-
ferðum og mörg sumur dvöldumst
við austur í Arnarfelli í Þingvalla-
sveit þar sem góður vinur hans,
Matthías Matthíasson, átti tvö
sumarhús sem við fengum að dvelja
í og þá var soðinn silungur í öll
mál og mikið um gestagang því
allir máttu njóta gleðinnar við veið-
ar á vatninu. Hann fór líka mikið
í laxveiði með Þorsteini Kristjáns-
syni vini sínum, þeir félagar sögðu
frá því í gamni að þeir tækju alltaf
með smá netabút ef ekkert fékkst
á stöngina, ekki var hægt að koma
tómhentur heim. Þorsteinn Kristj-
ánsson vinur hans lést fyrir tæp-
legu einu ári, vinirnir voru farnir
að tínast burtu einn af öðrum, það
var farið að hausta í lífi pabba
míns. í vor seldi hann húsið sitt á
Nesinu og langaði að flytja í þjón-
ustuíbúð fyrir aldraða á Nesinu,
en áður en það kom til flutti hann
til yngstu dóttur sinnar og naut
þess vel að lifa áhyggjulaus eftir
langan dag. Lind og Gunni voru
afskaplega góð við hann og fá þau
bestu þakkir fyrir hjálpina. Það var
gott að vita af honum í skjóli þeirra.
Sjöunda október síðastliðin fæddist
lítil Andrea Hlín og er hún 60. af-
komandi hans.
Ég vil nota tækifærið og þakka
öllu starfsfólkinu á deild llb á
Landspítalanum fyrir hvað það hef-
ur verið föður mínum gott. Læknir-
inn hans, Friðþjófur Björnsson, fær
hjartans þakkir fyrir góða umönn-
un. Þakka þér, drottinn minn, fyrir
mína ágætu foreldra. Blessuð sé
minning þeirra.
Gróa Einarsdóttir.
Eitt af því fáa, sem við vitum
örugglega um, varðandi væntan-
legan lífsferil okkar eftir fæðingu,
er að tilverunni lýkur fyrr eða síðar
með dauða. Og við getum jafnvel
dáið áður en við fæðumst. Að getn-
aði loknum, er því framundan óljós
lífslengd, en öruggur dauði. Þannig
má segja, að niðurtalning lífs-
tímans hefjist við getnaðinn sjálf-
an. Þessi vitneskja, um upphaf og
endalok tilvistar, mun aðeins vera
á færi mannskepnunnar einnar, og
hefur sú skynjun skapað manninum
algjöra sérstöðu meðal dýrateg-
unda jarðarinnar. Þessi einstæða
vitund, hefur valdið manninum
ómældu hugarangri, frá aldaöðli.
Vitneskjan um væntanlega dauða,
hefur m.a. haldið manninum í enda-
lausum vangaveltum um lífsins til-
gang. í tímans rás hefur dauðaótt-
inn tekið á sig margar myndir og
hann er að finna í rótum flestra
trúarbragða heims. í raun er
dauðaóttinn auðvitað aðeins vandi
þeirra, sem lifandi eru, enda ekki
annað vitað, en að það sé vanda-
laust með öllu að vera ekki til. ótt-
inn á sér því fremur uppruna í líf-
slönguninni sjálfri, en í hræðslunni
vð að vera dáinn. Þess vegna dreg-
ur yfirleitt úr dauðaóttanum þegar
aldurinn færist yfir, og tímabil hins
ótímabæra dauða liggur að baki
og með minnkandi lífslöngun hárr-
ar elli og í vonlausri baráttu við
banvænan sjúkdóm, getur dauðinn
orðið kærkomið tiíhlökkunar- og
fagnaðarefni.
En þótt dauðinn geti verið hinum
dauðvona eftirvænting og lausn úr
prísund, þá veldur hann, engu að
Ingi Guðmonsson báta-
smiður - Minning
Fæddur 18. maí 1902
Dáinn 21. október 1992
Að lifa og deyja er eitt af lög-
málum lífsins og nú hefur dauðinn
barið dyra á heimili okkar systr-
anna. Einn. traustasti hlekkurinn
í tilveru okkar er brostinn, afi, sem
alltaf hefur búið hjá okkur, er
dáinn. Söngurinn sem hljómað
hefur frá herberginu hans svo
lengi sem við munum er þagnað-
ur. Að alast upp með manni sem
hafði tvær kynslóðir fram yfir
okkur, gaf okkur gott veganesti
því afi hafði af svo mörgu að miðla.
Hann var vinur okkar og félagi,
sem við gátum leitað til þegar við
vildum, því hann gaf sér alltaf
tíma til að hlusta á okkur og miðla
af reynslu sinni. Hann hafði
óþijótandi áhuga á öllu sem við
tókum okkur fyrir hendur, skólan-
um, spilatímunum, ferðum og öll-
um okkar vinum. Oft þegar við
spiluðum á píanóið sat hann hjá
okkur heillengi, hann sló taktinn,
raulaði með, það skipti engu hvaða
tónlist við spiluðum. Þær voru ófá-
ar heimsóknirnar sem við fórum
út í bílskúr þar sem hann var við
smíðar. Þegar sjónin fór að bila
bað hann okkur oft að hjálpa sér
og þrátt fyrir það hélt hann
ótrauður áfram. Handtökin voru
þau sömu og áður. Ferðum hans
í bílskúrinn fækkaði mjög síðustu
mánuðina en hann naut þess að
handfjatla gömul verkfæri og
spýtustubb inni í herberginu sínu.
Skarðið sem afi skilur eftir sig er
stórt en allar góðu minningamar
sem við eigum hjálpa okkur að
fylla það. Við trúum að nú sé
hann í nýjum og betri heimkynn-
um og fáist við smíðar og söng.'
Við kveðjum hann með bæn sem
hann kenndi okkur og fór oft með
sjálfur, og er eftir Hallgrím Pét-
ursson.
Þegar með ganga þrautir nær,
þér snúi þú til mín, Jesú kær.
Hjarta hressi og huga minn
himneskur náðarvökvi þinn.
Góður Guð geymi afa, minning
hans lifir í hjörtum okkar.
Guðrún og Maria.
Ég vil s: ideimr línur
til að hv ;u afa
og lang:
I minrr ",
þrátt fyrir I
tíð, því að:
„Æska er ekki árabil heldur
sálarástand. Hún er styrkur vilj-
ans, fjör hugmyndaflugsins, næmi
siungur,
ia í seinni
síður, söknuði og sorg meðal ást-
vina, sem eftir lifa, eins og nú, hjá
þeim, sem hér skrifar nokkrar línur
um vin sinn og móðurbróður, Einar
Kjartan Ólafsson, sem lézt 79 ára
að aldri, þann 20. október sl. og
verður i dag til rnoldar borinn.
Einar Kjartan Ólafsson fæddist
í Reykjavík þann 11. júní 1913.
Hann var af hreinræktuðu reyk-
vísku alþýðufólki, eins og glögg-
lega kom fram í ýmsum lífsskoðun-
um hans. Frá 15 ára aldri stundaði
hann sjómennsku í nokkur ár, en
um tvítugt hóf hann nám í bifvéla-
virkjun og starfaði síðan hjá Sveini
Egilssyni hf. í um 30 ára skeið.
Eftir það gerðist hann bílstjóri
bæjarvaktar lækna í Reykjavík og
því starfí gegndi hann til 1986.
Árið 1938 kvæntist Einar Þor-
björgu Sigurðardóttur, fædd 4. jan-
úar 1919. Þorbjörg lézt 2. mars á
sl. ári. Þau hjónin eignuðust 8 börn,
7 dætur og einn son. Áður hafði
Einar eignast eina dóttur. Um
barnalán þeirra Einars og Tobbu,
eins og mamman var kölluð, þarf
ekki að orðlengja, enda allt liðið
hið bezta mannkostafólk útbúið
með gott veganesti úr móðurgarði.
Afkomendur eru orðnir margir og
flestir löngu hættir að telja barna-
og barnabarnabörnin.
Einari frænda kynntist ég ekki
að ráði fyrr en við fórum að vinna
saman á læknavaktinni í Reykjavík
fyrir um 14 árum. Þá hafði Einar
ekið vaktlæknum borgarinnar hátt
á annan áratug. Einar tók vel á
móti ungum frænda sínum og var
fljótur að setja mig inní rekstur
vaktarinnar. Hann þekkti orðið
hvern krók og kima á yaktsvæðinu
og hafði dágott yfirlit yfir flesta
föstu kúnna vaktarinnar. Hann
þekkti oft til mestu bágindanna í
borginni og var fljótur að koma
læknum á staðinn, þegar útkallið
kom. Einar hafði einnig tileinkað
sér ýmsar lýsingar og greiningar
sjúkdómanna. Eg man hversu
undrandi ég varð, eitt sinni á leið
í vitjun með honum, þegar hann
sagðist telja, að sjúkdómslýsingin
á vitjanabeiðninni benti til þess, að
hér væri sennilega um að ræða
cystopyelitis! Hann sveiflaði um sig
latínunni. Ég svaraði engu, fór í
vitjunina og staðfesti þar greiningu
Einars. Hann fylgdist vel með.
Við Einar unnum saman á
læknavaktinni í 8 ár. Á þeim tíma
kynntist ég frænda mínum betur
og betur og með okkur tókst smám
saman vinátta, sem ég kunni afar
vel að meta.
Einar var meðalmaður að vexti,
tilfmninganna — það að hugprýðin
sigrast á ragmennskunni og ævin-
týraþráin á makindalönguninni."
(Samuel Ullman.)
Svona minnumst við afa, hann
höndlaði þessa æsku sem að ofan
greinir og var vissulega þessum
kostum búinn. Starfsþrek hans og
starfsgleði var einsdæmi, alltaf
smíðandi þrátt fyrir að sjónin
væri orðin léleg, en ég veit líka
að hans andlega sjón óx, er hinni
líkamlegu förlaðist.
Við þökkum elsku afa og lang-
afa fyrir liðnar samverustundir,
grannholda, liðugur í hreyfingum
og með greindarlegan og glettinn
augnsvip þeirrar fríðu ásjónu, sem
speglar sálarró og hjartahlýju. Ein-
ar var góður sögumaður, enda
gæddur afburða minni og þeirri
tegund skopskyns, þar sem saman
fara eiginleikar veitandans og
þiggjandans. Þannig var hann ekki
aðeins einlægur og þægilegur við-
hlæjandi, heldur einnig og kannski
sérstaklega, veitandi hins skoplega.
í skopskyni Einars, sem svo marg-
ir hafa fengið að njóta var að fínna
hina hárfínu næmni þeirrar lífs-
skynjunar, sem svo mörgum reyn-
ist erfítt að höndla. Húmorinn not-
aði Einar til að verja sig gegn sárs-
auka næmninnar. Þannig getur
þörfín fyrir húmorinn átti ýmislegt
sameiginlegt með vímuþörfínni,
enda hvort tveggja oft notað til
deyfíngar. Næmni Einars kom
einnig fram í tónlistinni. Hann söng
með Karlakór Reykjavíkur í um 20
ár. Hann dáði klassíska tónlist og
spilaði oft snældur sínar í lækna-
bílnum á vöktum.
í veiðidellunni er einnig hægt
að fínna næma skynjun. Þá skynjun
er ekki hægt að útskýra fyrir þeim,
sem eru án þess konar næmni. Við
Einar áttum margar sameiginlegar
ánægjustundir við Grímsá. Uppá-
haldsveiðistaður Einars heitir Graf-
arhylur. Þar þögðum við oft sam-
an, svo klukkustundum skipti, við
veiðar. Síðustu árin var Einar orð-
inn of heilsutæpur til að stunda
veiðiskapinn að vild, en við fórum
samt saman, enda naut hann þess
að vera aðeins áhorfandi úr bílnum.
Þar sat hann móður síðustu skiptin
og tottaði Agiovindilinn, milli þess
sem hann úðaði astmalyfjum í
skemmd lungun. Hann svaraði
gagnrýnu svipmóti mínu með þeim
sektarkennda gálgahúmor, að án
astmaúðans næði hann engu úr
vindlinum!
Undanfarna mánuði fór að halla
hratt undan fæti vinar míns. Hann
vissi auðvitað að hann átti tölu-
verða sök í heilsutapinu, en ræddi
það ekki. Hann kom á stofu til
mín fyrir nokkru og virtist þá tilbú-
inn til brottfarar, án þess að ræða
ferðaáætlunina. Nú er minn kæri
vinur og frændi allur. Dauði hans
var ekki ótímabær, en ég kveð
hann með sorg og söknuð í huga,
um leið og ég vona, að hann eigi
eftir að hitta Tobbu og geti boðið
henni að vera með sér við einhvern
Grafarhyl þess lífsfljóts sem rennur
stöðugt er vatnasvæðunum héðan
og yfir landamæri lífs og dauða.
Gunnar Ingi.
og gangi honum vel á vegi eilífðar-
innar.
Anney Ósk Bragadóttir,
Óskar og Pétur Jónssynir.
Látinn er í hárri elli afí okkar,
Ingi Guðmonsson bátasmiður.
Hann fæddist á Kaldrananesi í
Strandasýslu 18. maí 1902. í huga
okkar minnumst við afa sem góðs
og hlýs manns sem var sístarfandi.
Nú hefur hann kvatt þennan
heim að loknum löngum og ein-
staklega farsælum starfsdegi,
sáttur við lífið og tilveruna og
löngu til ferðar búinn.
Blessuð sé minning um góðan
mann.
Nú kveða klukknahljómar
í kvöldblæ yfir dal,
og berast bænar ómar
að bláum himinsal.
En vestrið reifast roða,
og rökkurskuggar boða,
að nálgast næturró.
Og senn fær sál þín fró
í hljóðri ró, í hljóðri ró.
Á næturhimni heiðum
nú hópast stjömu mergð.
Á blámans vepm breiðum
er bleikur máni á ferð.
Allt starf að lokum líður,
og jjúfleg hvíldin bíður
í þögn og þráðri ró.
Og senn fær sál þín fró,
í hljóðri ró, í hljóðri ró.
(Freysteinn Gunnarsson þýddi.)
Birna, Ásta og Guðrún Inga.