Morgunblaðið - 29.10.1992, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
Friðrik Þórhalls-
son - Minning
Fæddur 16. apríl 1932
Dáinn 13. október 1992
Friðrik Þórhallsson er látinn, rétt
sextíu ára gamall.
Hann fæddist á Kópaskeri 16.
apríl 1932, sonur hjónanna Mar-
grétar Friðriksdóttur frá Efri-Hól-
um, fædd 11. júní 1910, dáin 9.
október 1989, og Þórhalls Bjöms-
sonar frá Víkingavatni, fæddur 9.
janúar 1910. Að þeim hjónum
standa fjölmennar ættir og merkar.
Friðrik var næst elsta bam for-
eldra okkar. Hann var sérstaklega
fallegt ungmenni og raunar svo að
eldri bróður þótti stundum nóg um
hvað honum var oft fagnað meira
þegar bræður fóm saman.
Við systkinin vomm alin upp við
það að leggja ætti hönd á plóg,
þegar er nægilegum styrkleika væri
náð. Fyrir kom að Friðriki fannst
hann vera allt að því þrælkaður,
held ég, og fann þá upp á ótrúleg-
ustu hlutum til að svara fyrir sig.
Einu sinni vildi móðir okkar að við
léðum hönd til frágangs útivið eftir
veturinn, en seinni hluta dags sagði
Friðrik upp þessu starfi, sagðist
myndi leggja af stað fram í Núp í
Öxarfirði, en þar var sparisjóður
sveitarinnar, þar ætlaði hann að
taka út fé sitt, kaupa ferðatöskur
og fara út í lönd. Þangað fór hann
nú reyndar síðar, en í þetta skipti
endaði utanfararþrá hans eftir tæp-
an kílómetra.
Börn þeirra Margrétar og Þór-
halls urðu níu. Líf ljölskyldunnar
gekk líkt og venja var á þessum
tíma. Fyrst kreppan og svo stríðs-
gróðinn, sem náði nú tæpast til
okkar. Allt flaut þó með sparsemi
og algerri nýtingu þess sem til féll.
Samhjálp var þá einnig meiri á milli
heimila en nú er algengust.
Þar kom svo að bræður vom
drifnir til þess að læra í MA. Það
gekk vel, en Friðriki féll ekki um-
Móðir okkar og tengdamóðir,
STEFANÍA ÁRNADÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 43,
lést þann 28. október.
Sigrún Sigurþórsdóttir, Bogi Ingimarsson,
Hanna Ragnarsdóttir, Guðmundur Einarsson.
t
Systir okkar,
GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR,
Hellukoti,
Stokkseyri,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. október.
Margrét Andrésdóttir,
Jórunn Andrésdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
ÞORSTEINN SIGURÐSSON,
Birkivöllum 18,
Selfossi,
er andaðist á heimili sínu 19. október, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30.
Guðrún Valdimarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN AGNARSDÓTTIR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni f Reykjavík föstudaginn 30. októ-
ber kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Óskar Guðmundsson, Anna Þorláksdóttir,
Björn Guðmundsson, Anna Þorvaldsdóttir,
Ingigerður Guðmundsdóttir, Friðrik Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
járnsmiður,
Miðvangi 65,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
30. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á Minningar- og styrktarsjóð Guðjóns
Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur til styrktar Fríkirkjunni í
Hafnarfirði.
Dagbjört Guðjónsdóttir,
Hrefna Ólafsdóttir, Bjarni Þráinsson,
Gísli Ólafsson,
Lilja Ólafsdóttir,
Guðjón Ólafsson,
María Gréta Ólafsdóttir,
Katrín Sigurðardóttir,
Ólafur Guömundsson,
Sigurlaug Hauksdóttir,
Viðar Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
hverfið nógu vel og fór þaðan í
Laugarvatnsskólann. Ef til vill var
hann ekki alltaf nógu ráðþægur og
skammvinn varð sú skólavist.
Síðan afréð hann að læra bifvéla-
virkjun og varð meistari í þeirri
grein. Við það starf vann hann löng-
um og náði á því afbragðs tökum.
Til þess að afla sér meiri þekkingar
fór hann til framhaldsnáms í Banda-
ríkjunum. Eitt þótti einkenna störf
hans, fyrir utan tæknikunnáttu, en
það var að hann var alltaf hreinn
og snýrtilegur. Föt voru hrein og
engar rákir undir nöglum. En hon-
um lánaðist ekki að reka sjálfstætt.
Honum lét ekki að skrifa reikninga
þó að sjálfsögðu hafí hann stundum
mátt til. Líklega galt hann þar upp-
eldis, því að á æskuheimili hans var
alltaf opið hús, hvetjum sem þiggja
vildi beina, og er raunar óskiljanlegt
hvemig það gekk upp.
Seinni árin var hann mjög veikur
og gekkst undir erfíðar aðgerðir,
bæði innanlands og utan, sem lán-
uðust furðanlega, en heilsu hans fór
þó hrakandi, einkum nú upp á síð-
kastið.
Síðustu árin starfaði Friðrik við
Áburðarverksmiðju ríkisins og féll
vel meðan kraftar entust. Þar eign-
aðist hann góða vini sem reyndust
honum vel. Þetta vom Dagsbrúnar-
menn og félagið sjálft, Dagsbrún,
var honum mikill styrkur.
Friðrik kvæntist 1952 Auði
Helgadóttur frá Klaustri. Þau áttu
heima í Bandaríkjunum um skeið
og þar er Auður enn. Friðrik og
Auður slitu samvistir. Þau eignuð-
ust einn son, Njörð, fæddur 8. júní
1952. Hann vinnur að trygginga-
og lögfræðistörfum í Bandaríkjun-
um.
Friðrik kvæntist 22. september
1962 Ólöfu Elínu Gísladóttur. Börn
þeirra em Margrét, prentsmiður,
fædd 29. nóvember 1961 og Gísli,
málarameistari, fæddur 9. október
1963. Þau em bæði dugandi fólk.
Ólöf Elín og Friðrik slitu samvistir.
Um það bil tvö síðustu ár var
Friðrik öryrki og bjó einn um langt
árabil. Hann sá um sig sjálfur. Fjár-
hagsáhyggjur öngmðu hann þó
verulega, og einmanaleikinn var
honum þungbær, enda þótt hann
ætti nokkra trygga vini.
Hvar sem hann kom var hann
prúðbúinn og glæsilegur. Að jafnaði
kyrr, kurteis og tillitssamur.
Tryggð hans og umhyggja í garð
okkar hjónanna, sonar okkar og
sonarbama var einlæg og hlý. Hann
gaf raunar alltaf meira en hann
átti. Enda dó hann snauður af ver-
aldarauði.
t
Kveðjuathöfn um
STEFÁN GUÐMUND JÓHANNSSON,
sem andaðist 26. október, verður haldin í nýju Fossvogskapell-
unni þann 29. október, kl. 15.
Jarðarför fer fram á Siglufirði og verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta Björg Tómasdóttir,
Jóhann Stefánsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
LEIFUR KALDAL,
Esklhlfð 16B,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. október
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Velunnarafélag
Borgarspítalans.
Aase J. Kaldal,
Ingibjörg Kaldal, Skúli Víkingsson
og barnabörn.
t
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR SVANHVÍTAR SIGURÐARDÓTTUR,
Skúlagötu 76,
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðjón Kristinn Jónasson,
Emil Jónasson, Guðlaug Guðjónsdóttir,
Hulda Miller, Erlendur Helgason,
Elísabet Esther Lund, Halldór M. Ingólfsson,
Erla Ósk Guðjónsdóttir, Sigurður Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær frændi minn og bróðir okkar,
ÓLAFUR ÁSGEIR SÆMUNDSSON
frá Minni-Vogum,
Hólagötu 2,
Vogum,
verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 30. október
kl. 13.30.
Ásta Marteinsdóttir
og systkini hins látna.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JAKOBÍNA J. WALDERHAUG
frá Lónkoti,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
föstudaginn 30. október kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Mér er nokkur huggun harmi
gegn að hafa komið að dánarbeði
hans, þar sem hann lá kyrr með
sáttum svip og allt í kring var óað-
finnanlegt. Hann kvaddi fallega.
Ég bið blessunar öllum hans ást-
vinum, og kveð með söknuði góðan
bróður og vin.
Björn Þórhallsson.
í dag er til moldar borinn góður
vinur okkar hjónanna, Friðrik Þór-
hallsson, sem andaðist að heimili
sínu 13. október sl. Mig setti hljóða
þegar Jóhann bróðir minn tilkynnti
okkur að tengdafaðir hans væri lát-
inn. Friðrik, þessi háttprúði og in-
dæli maður, var horfínn. Ég vissi
að hann var mikið veikur. Hann
kvartaði þó aldrei en ég þóttist vita
hvernig heilsa hans var.
Ég ætla ekki að rekja ættir og
æviferil Friðriks, það gera aðrir sem
færari eru mér, en vil minnast góðs
vinar, sem nú er horfinn sjónum.
Kynni okkar hjónanna við Friðrik
hófust á ferðalagi fyrir rúmum 15
árum og hélst sá vinskapur óslitið
síðan. Ég minnist þess sérstaklega
í þeirri ferð hvað tengdaföður mín-
um og Friðriki varð strax vel til
vina, enda voru þar tveir sjálfmennt-
aðir fræðaþulir á ferð.
Friðrik var heill hafsjór af fróð-
leik, mjög víðlesinn og einkum hafði
hann yndi af ljóðum. Honum var
mjög annt um íslenzka tungu, talaða
sem ritaða, enda var málfar hans
einstakt.
Friðrik hafði verið sjúkur maður
um nokkurra ára skeið, en sá sjúk-
leiki kom ekki fram í framkomu
hans og lundarfari, alltaf var sami
heimsmaðurinn með sína ljúfu og
hógværu, glaðværð á ferð. Lífsskoð-
anir hans og viðhorf til ýmissa
mála voru „hrein speki“. Ég var
alltaf auðugri eftir að við höfðum
átt tal saman.
Það var okkur mikil ánægja þeg-
ar bróðir minn, Jóhann, hóf sambúð
með dóttur Friðriks, Margréti. Þau
hafa bæði misst góðan vin og föð-
ur, en samband þeirra og Friðriks
var einstaklega gott.
Við hjónin viljum votta föður
Friðriks, bömum hans, systkinum
og öðrum vandamönnum okkar
dýpstu samúð á þessari stund, en
minningin um góðan dreng lifir og
yljar hjartarótum. Blessuð sé minn-
ing Friðriks Þórhallssonar.
Þórunn Kristinsdóttir.
Einhvern tíma fyrir langa löngu
ákvað Guð að menn yrðu menn og
konur konur í garði Edens.
Enn þann dag í dag er það svo
að Guðs vilji segir þetta. Friðrik tók
þetta bókstaflega, barði sér á bijóst
og sagði; lífíð er til að lifa því.
„Þórhallur frændi, þú veist við
verðum aldrei eilífír. Við skulum
lifa lífínu þegar og meðan það
gefst, komdu og segðu mér hver
er fegurst kvenna."
- Gamlast þú aldrei frændi?
„Nei, meðan sólin skín brýst ég
fram úr skýjunum, mitt er lífíð,
fegurðin heillar."
Diýpur hryggð, drýpur hryggð af himnum.
(Vilmundur Gylfason.)
Þórhallur Björnsson
og fjölskylda.
ERFIDRYKKJUR
^Verðfrákr. 850-
p E R L A N sítni 620200
'SC&VK.
d&'ieytitiyti'i,
1€l.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
<
<
4
4
4
4
4
<
i
i
(