Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
nmmm
„ tzg þarf aÁ fcc sbó meS hóum
hætum oÁ -framaiA-."
Ferlegt. Kúlan bara roðnar.
Eitthvað er það.
<^905
Hún er að leita eftir hús-
næðisláni.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TTL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reyly'avík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Búum nemendur undir lífið
Frá Marínó G. Njálssyni:
Skólum landsins er ætlað það hlut-
verk að búa nemendur, sem best
undir lífið. Til þess að gera það sjá
þeir nemendum fyrir undirstöðu-
menntun í íslensku, stærðfræði,
ensku, dönsku, eðlisfræði, efnafræði,
handmennt, heimiiisfræðum, íþrótt-
um og svo mætti lengi telja. Allt er
þetta mjög gott og almenn grunn-
kunnátta í ofangreindum fögum
kemur nemendum að sjálfsögðu til
góða. Það er hollt og gott fyrir nem-
endur að skilja sögu lands síns og
þjóðar, geta sagt „nei“ á mörgum
tungumálum og tjáð sig þolanlega í
móðurmálinu.
En þessi fög kenna nemendum
ekki að vera góðir foreldrar, rétta
samskiptatækni eða skilgreina, hvað
þá leysa, vandamál sín. Að minnsta
kosti ekki á markvissan máta. Það
er helst að nemendur í efstu bekkjum
framhaldsskólanna lesi Hávamál og
Frá Halldóri Kristjánssyni:
Útvarpið segir okkur að fullorðin
kona hafi kært mann fyrir nauðg-
unartilraun í kirkjugarðinum við
Hringbraut og Suðurgötu árla morg-
uns. Þetta þótti að vonum ljót frétt
þó að einhveijir leituðu skýringa á
því hvað fullorðin kona væri að gera
úti í kirkjugarði klukkan að ganga
7 að morgni.
Nánari fréttir bárust svo af til-
drögum þessa máls.
„Maðurinn og konan höfðu hist
fyrr á föstudagskvöld í samkvæmi í
einu úthverfi borgarinnar og drukkið
þar saman. Konan fékk far með
manninum, sem var akandi, í miðbæ-
inn. Þau héldu áfram drykkju í húsi
í vesturbænum og voru bæði mikið
ölvuð þegar lögreglan í Reykjavík
greip inn í málið."
Einhver heyrði óp konunnar úr
kirkjugarðinum og gerði lögreglunni
aðvart. Þegar hún kom lagði maður-
inn á fótta en náðist þó. Hann hafði
geti lært eitthvað af þeirri speki, sem
þar er. En ég læri ekkert að umgang-
ast bamið mitt betur, þó ég tali ís-
lensku, dönsku, ensku, þýsku og
frönsku. Ekki kenna 10 áfangar í
stærðfræði og eðlisfræði mér neitt
hvemig ég tryggi bílinn minn eða
fylli út skattaskýrsluna. Málið er
nefnilega að skólamir hjálpa okkur
meðan ekki þarf að takast á við raun-
vemleg vandamál.
Mér vitanlega er ekkert skipulagt
nám í neinum gmnnskóla, fram-
haldsskóla eða háskóla hér á landi,
sem tekur á því að kenna nemendum
að takast á við lífið. Slík þekking
kemur oftast með reynslunni (sem
mjög oft er full dým verði keypt), í
gegnum námskeið utan skólanna eða
eftir sálfræðimeðferð annað hvort
af eigin hvötum eða vegna neyðartil-
fella, sbr. meðferð áfengissjúkra.
Hvergi í skólakerfinu er nemendum
kennt að bregðast við áföllum, hjálp-
að við að skiija innri hindranir og
rifið föt konunnar og farið um hana
hörðum höndum.
Það er ekki á færi ókunnugra að
dæma í þessu máli, enda verður það
ekki gert hér. En án þess að gera
hlut þessa fólks verri en efni standa
til er rétt að líta á það að missættið
í morgunsárið var undirbúið með
áfengisdrykkju alla nóttina. Ódmkk-
in hefði konan naumast lent í slag-
togi með þessum manni og að lokum
fylgt honum inn í grafreitinn. Það
er líka a.m.k. óvíst að maðurinn hefði
reynt að beita konuna ofbeldi ef
hann hefði verið ódmkkinn.
Svo mikið er víst að áfengið á þátt
í þessu leiðindamáli. Að öðm leyti
verður ekki dómur á það lagður hér.
En vissulega tilheyrir þessi saga
þeim sem snerta skömm og leiðindi,
óhöpp og ógæfu sem áfengið veldur
þegar fólk ætlar að skemmta sér við
nautn þess.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli
Leifsgötu 6, Reykjavík.
sigrast á þeim eða taka ákvarðanir.
Við tönnlumst á því að það sé heil-
brigð sál í hraustum líkama. í íþrótt-
um byggjum við upp líkamann, en
sálin er skilin eftir í örvæntingar-
hnipri innan í sterkri skel, sem felur
vandamálin og vamar því að nokkur
komist að.
Ég veit að vísir að slíku efni er
inni í námsefni LionQuest, en það
er (samkvæmt mínum skilningi) því
miður ekki opið hverjum sem er.
Einhveijir þættir eru inni í áföngum
í félagsfræði eða samfélagsfræði og
er mikilvægt að halda þeirri kennslu
áfram, en því miður eru þeir áfangar
bæði of stuttir og of fáir. Ég tel
þetta eiga að vera hluti af námsefni
allra nemenda frá 6 ára aldri og upp
í gegnum framhaldsskólann. Sjálfur
hef ég reynt að vekja athygli nem-
enda minna á sumum þessara atriða
(þó svo að það falli ekki beint inn í
tölvukennslu við Iðnskólann í
Reykjavík) og finn í hvert sinn mik-
inn áhuga fyrir efninu. Svo mikinn,
að oft er erfítt að hætta umræð-
unni, jafnvel þó kennslutíminn sé
löngu búinn og sumir nemendur
koma jafnvel til mín seinna, gagn-
gert til að halda umræðunni áfram.
Vissulega er það hlutverk foreldra
að kenna bömum sínum mannleg
samskipti, en ef foreldrar kunna þau
ekki sjálfir hvemig geta þeir þá
kennt þau? Foreldri, sem kann ekki
frönsku, kennir ekki bami sínu
frönsku. Þetta á líka við um kennar-
ana. Raunar vom viðbrögð nokkurra
kennara, þegar þetta mál bar einu
sinni á góma, að þeir vildu gjaman
læra þessa hluti sjálfir.
Um þessar mundir er í gangi end-
urskoðun á lögum um gmnnskóla
og framhaldsskóla. Ég skora á
nefndarmenn og menntamálaráð-
herra að taka á þessu máli og tryggja
að það verði fellt inn í námsskrá
þessara skóla. Það er mín sannfæring
að slík kennsla mun spara þjóðfélag-
inu milljónir, ef ekki milljarða, vegna
þess að skólakerfíð mun geta af sér
hæfari einstaklinga, bæði fyrir at-
vinnulífíð og ekki síður þjóðfélagið í
heild.
MARÍNÓ G. NJÁLSSON
Tjamarbóli 6, Seltjamamesi
A
Afengi er um að kenna
Víkverji skrifar
Nýjasta eintak af Metal Bulletin
greinir frá nýlegri heimsókn
toppanna frá Kaiser Aluminium
hingað til lands í lítilli klausu, með
fyrirsögninni: „Óliklegt talið að
Kaiser byggi álver á Islandi." Þar
segir að háttsettir heimildarmenn
blaðsins frá AMAX hafí afskrifað
þann möguleika að Kaiser muni
reisa álver á íslandi og þar með að
verða á undan Atlantsáli að byggja
álver hér á landi og kaupa raforku.
Haft er eftir þessum háttsetta heim-
ildarmanni tímaritsins orðrétt: „Við
erum enn aðilar að Atlantsálverk-
efninu. Okkar skilningur er sá að
Kaiser hafí einungis átt í könnunar-
viðræðum á Islandi við stjómvöld
og muni ákveða á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs hvort ráðist verður
í slíkt verkefni, en það er stór spurn-
ing hvort landið hefur næga raforku
að bjóða báðum álverunum, ef af
verður. Þar að auki þarf Kaiser að
tryggja íjármögnun verkefnisins og
enginn banki mun taka þátt í slíkri
fjármögnun á meðan álverðið er
þannig að aðeins fást 56 sent fyrir
álpundið." Blaðið segist ekki hafa
náð í fulltrúa Kaisers til jiess að fá
upplýsingar þeirra um Islandsför-
ina. Loks vitnar blaðið í aðra heim-
ild, sem segir það í hæsta máta
ólíklegt, að í bráð verði pláss fyrir
tvö álver á íslandi og er þá væntan-
lega að vísa til þess að ekki verði,
hægt að útvega báðum nægilega
raforku á sama tíma ef gangsetning
þeirra væri fyrirhuguð á svipuðum
tíma.
XXX
Víkveiji telur að þessi litla
klausa sé ákveðin aðvörun til
landsmanna, í þá veru að fara nú
ekki að gera sér miklar vonir um
að tvö stykki álver rísi hér á landi
á næstunni og renni þar með stoð-
um undir efnahagslíf okkar á
brauðfótum þeim, sem það stendur
á í dag. Það er ekki svo langt um
liðið frá því að einskonar bögg-
lauppboð fór fram á milli ákveðinna
sveitarfélaga um það hvar álver
þeirra Atlantsálmanna skyldi reist
og var sá ferill með þeim hætti að
Eyfirðingar, Reyðfírðingar og
Reyknesingar voru svo gott sem
allir byijaðir í huganum að byggja
þetta nýja álver. Það má ekki ger-
ast á nýjan leik að þjóðin detti í
það og vímuefnið sé fyrirsjáanlegur
álgróði. Hún þarf að snúa sér að
öðrum brýnni verkefnum, sem gefa
árangur þegar í stað, helst strax í
gær.
xxx
Fátt dregur jafn mikið máttinn
úr þjóðinni en miklar vænting-
ar, sem svo reynast bara tálvonir.
Ástandið á Suðumesjum eftir að
íslenskir aðalverktakar sögðu í
fyrradag upp “112 starfsmönnum
er auðvitað orðið skelfílegt og at-
vinnuleysi í Verkamanna- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur er nú milli
12 og 13%. Þetta eru ógnvænlega
háar tölur og enn ógnvænlegri fyr-
ir það að ekkert virðist benda til
þess að ástandið á Suðurnesjum
muni lagast fyrr en í fyrsta lagi
þegar líða tekur á næsta ár. Þó
hlýtur það einnig að teljast hálfgerð
tálvon að aðalverktakar geti aukið
framkvæmdir á næsta ári, í þeim
mæli sem Stefán Friðfinnsson, for-
stjóri fyrirtækisins, lýsti í fyrradag
að hann vonaðist til. Það ræðst af
afgreiðslu Bandaríkjaþings, á um-
sókn hemaðaryfirvalda um auka-
fjárveitingu til Mannvirkjasjóðs
NATO, sem í fyrsta lagi verður
afgreidd á þinginu í apríl eða maí
á næsta ári og fari svo að Bill Clint-
on sigri í kosningunum nú á mánu-
dag er talið harla ólíklegt að sú
afgreiðsla þingsins verði með já-
kvæðum hætti.