Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 1
72 SIÐUR B
281. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Clintoná
Talsmenn EB um niðurstöðuna í Sviss
ekki tíma
fyrir Major
London. Reuter.
BILL Clinton, verdandi Banda-
rilgaforseti, verður svo önnum
kafinn síðar í mánuðinum að hann
hefur ekki tima til hitta John
Major, forsætisráðherra Bret-
lands, sem þá verður í Washing-
ton. Skýrðu breskir embættis-
menn frá þessu á sunnudag.
Bresku blöðin hafa gert mikið úr
þessu máli og telja að ástæðan fyrir
„önnum“ Clintons sé sú að honum
finnist sem Major hafi stutt banda-
ríska repúblikana og George Bush í
kosningabaráttunni. Sagði Independ-
ent að ráðgjafar Clintons hefðu lagt
þetta til vegna þess að breska innan-
ríkisráðuneytið hefur viðurkennt að
hafa tekið þátt i að leita að gögnum
um Clinton og það fór heldur ekki
fram hjá demókrötum að tveir kosn-
ingasérfræðingar breska íhalds-
flokksins voru í ráðgjafaflokki Bush.
Reuter
Hatrinu mótmælt
Um 300.000 manns komu saman í
Múnchen á sunnudag til að mót-
mæla kynþáttahatri í Þýskalandi.
Þjóðverjar draga úr aðstreyminu
Flóttafólk flokk-
að eftir ríkjum
Bonn. Reuter.
SAMKOMULAG hefur náðst milli stjórnar Helmuts Kohls kanslara
og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) um breytingar á stjórnarskránni
til þess að takmarka fíóttamannastraum til Þýskalands. Á þeim að
verða lokið um mitt næsta ár en fyrirliggjandi umsóknir um hæli
verða afgreiddar á grundvelli nýju laganna.
Mannréttindasamtök og flokkur
græningja gagnrýndu samkomu-
lagið og sögðu það einkennast af
undanlátssemi við hægri öfgamenn
sem vildu að útlendingar yrðu rekn-
ir úr landi. Það myndi þýða í raun
að einungis þeir sem ættu peninga
fyrir flugmiða til Þýskalands gætu
gert sér einhveijar vonir um póli-
tískt hæli.
Samkomulagið felst í því að 16.
grein stjórnarskrárinnar tryggi
flóttamönnum áfram viss réttindi
en breytist á þann veg að þegnar
ríkja, sem eru á lista stjórnarinnar
í Bonn yfir ríki sem laus eru við
pólitískar ofsóknir, geti ekki fengið
pólitískt hæli í Þýskalandi. Verður
listi af því tagi saminn og ríki sett
á hann eða tekin af honum ef
ástæða þykir.
Stjómmálamenn hafa haldið því
fram að núgildandi lög hvetji menn
til að flýja fátækt í heimalandinu
og beiðast hælis í Þýskalandi.
Æskilegt er að stað-
festa EES sem fyrst
Keuier
Blóðbað í Bombay
Lögreglumaður lýtur yfír stórslösuðum manni á götu í Bombay í Indlandi.
Þar féllu 40 manns fyrir kúlum lögreglunnar þegar æstir múslimar hefndu
moskubrotsins í Ayodhya með árásum á hindúsk hof og samgöngutæki. Að
minnsta kosti 220 manns féllu í gær og mörg hundruð slösuðust.
Nýju Delhi, Dhaka, íslamabad, Teheran. Reuter.
MEIRA en 200 manns biðu bana og hundruð
særðust í óeirðum múslima víðs vegar um
Indland eftir að herskáir hindúar höfðu rifið
niður mosku í borginni Ayodhya í Uttar Pra-
desh-ríki á sunnudag. Hindúar segja að mosk-
an hafi verið reist á fæðingarstað guðs þeirra,
Rama, á sextándu öld og vi(ja reisa þar hof
honum til dýrðar. Leiðtogar múslima víða um
heim hafa mótmælt niðurrifi moskunnar og
ráðist var á hof og indverskar stofnanir í
nágrannarikjunum Pakistan og Bangladesh.
Indverska lögreglan skaut 40 manns til bana
í Bombay til að binda enda á óeirðir og íkveikjur
múslima. Lögreglan beitti skotvopnum á 24 stöð-
um í borginni eftir að hópar múslima höfðu eyði-
lagt 48 strætisvagna og kveikt í tíu hofum hindúa.
Að minnsta kosti 200 manns særðust.
Utgöngubann var sett í tugum annarra borga
og bæja í gær og vopnaðir hermenn óku um
göturnar til að halda uppi lögum og reglu. Ekk-
ert lát virtist þó á óeirðunum og líklegt er að
tala látinna hækki verulega. Oeirðirnar voru aðal-
lega í bæjum og borgum þar sem mikið er um
múslima, en þeir eru um 100 milljónir af 850
milljónum Indverja.
Að minnsta kosti 29 manns biðu bana í Uttar
Pradesh-ríki, fjölmennasta ríki Indlands, þeirra á
meðal fímm menn sem grófust undir rústum
Umdeild moska múslima rifin til grunna — Otti við trúarstrið á Indlandi
Mamiskæðar óeirðir og
árásir á 30 hof hindúa
moskunnar í Ayodhya þegar hindúar rifu hana
niður. P.V. Narasimha Rao, forsætisráðherra Ind-
lands, vék stjórn ríkisins frá fyrir að hafa ekki
komið í veg fyrir niðurrif moskunnar.
Hæstiréttur Indlands hefur fyrirskipað réttar-
höld yfir tveimur leiðtogum flokks hindúa, Bhar-
atiya Janata-flokksins, fyrir að hafa heimilað
niðurrif moskunnar og indverska stjórnin kvaðst
ætla að endurreisa hana og refsa niðurrifsmönn-
unum.
Reiðir múslimar réðust á rúmlega 30 hof hindúa
víðs vegar um Pakistan í gær og þarlend stjórn-
völd fyrirskipuðu lokun opinberra stofnana í einn.
dag til að mótmæla niðurrifí moskunnar í Indlandi.
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar í Sviss á sunnudag munu
hafa þau áhrif ein á samninginn
um Evrópska efnahagssvæðið,
EES, að hann verður endurskoð-
aður með tilliti til þess, að Sviss
verður ekki með. Lýstu talsmenn
Evrópubandalagsins yfir þessu í
gær og sögðu ekkert því til fyrir-
stöðu að EES tæki gildi þótt það
drægist frá því sem ráðgert hefði
verið.
Tæknilegar breytingar
Það er samdóma álit þeirra sem
rætt var við í Brussel að ekki þurfí
að gera nema tæknilegar breytingar
á EES-samningnum og samkvæmt
heimildum er talið æskilegt að öll
aðildarríki EFTA-ríkjanna taki af-
stöðu til hans eins og hann er áður
en haldin verður sérstök ráðstefna
um breytingar á honum.
í yfírlýsingu, sem gefín var út í
Brussel í gær, er vísað á bug hug-
myndum um tvíhliða viðræður við
svissnesk stjómvöld um aðrar leiðir
að markaði EB-ríkja og utanríkisráð-
herrar EB kváðust vilja ganga strax
að því verki að breyta samningnum
um EES.
Ójjóst er hvort framlög EFTA-
ríkja til þróunarsjóðs EB munu
hækka en ákveðið að viðræður EB
og EFTA um EES hefjist á ný nk.
mánudag.
Sjá ennfremur á bls. 30-33 og
36.
Ahyggjur
af einingn
landsins
Zlirich. Frá Önnu Bjarnadóttur,
fréttaritara Morgunblaðsins.
FULLTRÚAR Sviss í samn-
ingaviðræðunum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES)
lögðu í gær mikla áherslu á
að sambandið við Evrópu-
bandalagið (EB) og Fríversl-
unarsamtök Evrópu (EFTA)
rofnaði ekki eftir að Sviss-
lendingar felldu tillögu um
aðild að EES um helgina.
Ráðamenn í höfuðstöðvum
EB í Brussel tóku ákvörðun
svissnesku þjóðarinnar kulda-
lega. Franz Andriessen, sem fer
með utanríkismál í fram-
kvæmdastjóm bandalagsins,
sagði að Svisslendingar hefðu
kosið einangrun og yrðu að taka
afleiðingunum af því. Svisslend-
ingar hafa hins vegar í svipinn
meiri áhyggjur af áhrifum kosn-
inganna á innanríkismál en ut-
anríkismál. Frönskumælandi og
þýskumælandi hópar þjóðarinn-
ar skiptust fullkomlega í tvær
fylkingar og óttast er um ein-
ingu þjóðarinnar í framhaldi af
því.