Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 281. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Clintoná Talsmenn EB um niðurstöðuna í Sviss ekki tíma fyrir Major London. Reuter. BILL Clinton, verdandi Banda- rilgaforseti, verður svo önnum kafinn síðar í mánuðinum að hann hefur ekki tima til hitta John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sem þá verður í Washing- ton. Skýrðu breskir embættis- menn frá þessu á sunnudag. Bresku blöðin hafa gert mikið úr þessu máli og telja að ástæðan fyrir „önnum“ Clintons sé sú að honum finnist sem Major hafi stutt banda- ríska repúblikana og George Bush í kosningabaráttunni. Sagði Independ- ent að ráðgjafar Clintons hefðu lagt þetta til vegna þess að breska innan- ríkisráðuneytið hefur viðurkennt að hafa tekið þátt i að leita að gögnum um Clinton og það fór heldur ekki fram hjá demókrötum að tveir kosn- ingasérfræðingar breska íhalds- flokksins voru í ráðgjafaflokki Bush. Reuter Hatrinu mótmælt Um 300.000 manns komu saman í Múnchen á sunnudag til að mót- mæla kynþáttahatri í Þýskalandi. Þjóðverjar draga úr aðstreyminu Flóttafólk flokk- að eftir ríkjum Bonn. Reuter. SAMKOMULAG hefur náðst milli stjórnar Helmuts Kohls kanslara og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) um breytingar á stjórnarskránni til þess að takmarka fíóttamannastraum til Þýskalands. Á þeim að verða lokið um mitt næsta ár en fyrirliggjandi umsóknir um hæli verða afgreiddar á grundvelli nýju laganna. Mannréttindasamtök og flokkur græningja gagnrýndu samkomu- lagið og sögðu það einkennast af undanlátssemi við hægri öfgamenn sem vildu að útlendingar yrðu rekn- ir úr landi. Það myndi þýða í raun að einungis þeir sem ættu peninga fyrir flugmiða til Þýskalands gætu gert sér einhveijar vonir um póli- tískt hæli. Samkomulagið felst í því að 16. grein stjórnarskrárinnar tryggi flóttamönnum áfram viss réttindi en breytist á þann veg að þegnar ríkja, sem eru á lista stjórnarinnar í Bonn yfir ríki sem laus eru við pólitískar ofsóknir, geti ekki fengið pólitískt hæli í Þýskalandi. Verður listi af því tagi saminn og ríki sett á hann eða tekin af honum ef ástæða þykir. Stjómmálamenn hafa haldið því fram að núgildandi lög hvetji menn til að flýja fátækt í heimalandinu og beiðast hælis í Þýskalandi. Æskilegt er að stað- festa EES sem fyrst Keuier Blóðbað í Bombay Lögreglumaður lýtur yfír stórslösuðum manni á götu í Bombay í Indlandi. Þar féllu 40 manns fyrir kúlum lögreglunnar þegar æstir múslimar hefndu moskubrotsins í Ayodhya með árásum á hindúsk hof og samgöngutæki. Að minnsta kosti 220 manns féllu í gær og mörg hundruð slösuðust. Nýju Delhi, Dhaka, íslamabad, Teheran. Reuter. MEIRA en 200 manns biðu bana og hundruð særðust í óeirðum múslima víðs vegar um Indland eftir að herskáir hindúar höfðu rifið niður mosku í borginni Ayodhya í Uttar Pra- desh-ríki á sunnudag. Hindúar segja að mosk- an hafi verið reist á fæðingarstað guðs þeirra, Rama, á sextándu öld og vi(ja reisa þar hof honum til dýrðar. Leiðtogar múslima víða um heim hafa mótmælt niðurrifi moskunnar og ráðist var á hof og indverskar stofnanir í nágrannarikjunum Pakistan og Bangladesh. Indverska lögreglan skaut 40 manns til bana í Bombay til að binda enda á óeirðir og íkveikjur múslima. Lögreglan beitti skotvopnum á 24 stöð- um í borginni eftir að hópar múslima höfðu eyði- lagt 48 strætisvagna og kveikt í tíu hofum hindúa. Að minnsta kosti 200 manns særðust. Utgöngubann var sett í tugum annarra borga og bæja í gær og vopnaðir hermenn óku um göturnar til að halda uppi lögum og reglu. Ekk- ert lát virtist þó á óeirðunum og líklegt er að tala látinna hækki verulega. Oeirðirnar voru aðal- lega í bæjum og borgum þar sem mikið er um múslima, en þeir eru um 100 milljónir af 850 milljónum Indverja. Að minnsta kosti 29 manns biðu bana í Uttar Pradesh-ríki, fjölmennasta ríki Indlands, þeirra á meðal fímm menn sem grófust undir rústum Umdeild moska múslima rifin til grunna — Otti við trúarstrið á Indlandi Mamiskæðar óeirðir og árásir á 30 hof hindúa moskunnar í Ayodhya þegar hindúar rifu hana niður. P.V. Narasimha Rao, forsætisráðherra Ind- lands, vék stjórn ríkisins frá fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir niðurrif moskunnar. Hæstiréttur Indlands hefur fyrirskipað réttar- höld yfir tveimur leiðtogum flokks hindúa, Bhar- atiya Janata-flokksins, fyrir að hafa heimilað niðurrif moskunnar og indverska stjórnin kvaðst ætla að endurreisa hana og refsa niðurrifsmönn- unum. Reiðir múslimar réðust á rúmlega 30 hof hindúa víðs vegar um Pakistan í gær og þarlend stjórn- völd fyrirskipuðu lokun opinberra stofnana í einn. dag til að mótmæla niðurrifí moskunnar í Indlandi. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Sviss á sunnudag munu hafa þau áhrif ein á samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, að hann verður endurskoð- aður með tilliti til þess, að Sviss verður ekki með. Lýstu talsmenn Evrópubandalagsins yfir þessu í gær og sögðu ekkert því til fyrir- stöðu að EES tæki gildi þótt það drægist frá því sem ráðgert hefði verið. Tæknilegar breytingar Það er samdóma álit þeirra sem rætt var við í Brussel að ekki þurfí að gera nema tæknilegar breytingar á EES-samningnum og samkvæmt heimildum er talið æskilegt að öll aðildarríki EFTA-ríkjanna taki af- stöðu til hans eins og hann er áður en haldin verður sérstök ráðstefna um breytingar á honum. í yfírlýsingu, sem gefín var út í Brussel í gær, er vísað á bug hug- myndum um tvíhliða viðræður við svissnesk stjómvöld um aðrar leiðir að markaði EB-ríkja og utanríkisráð- herrar EB kváðust vilja ganga strax að því verki að breyta samningnum um EES. Ójjóst er hvort framlög EFTA- ríkja til þróunarsjóðs EB munu hækka en ákveðið að viðræður EB og EFTA um EES hefjist á ný nk. mánudag. Sjá ennfremur á bls. 30-33 og 36. Ahyggjur af einingn landsins Zlirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Sviss í samn- ingaviðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) lögðu í gær mikla áherslu á að sambandið við Evrópu- bandalagið (EB) og Fríversl- unarsamtök Evrópu (EFTA) rofnaði ekki eftir að Sviss- lendingar felldu tillögu um aðild að EES um helgina. Ráðamenn í höfuðstöðvum EB í Brussel tóku ákvörðun svissnesku þjóðarinnar kulda- lega. Franz Andriessen, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjóm bandalagsins, sagði að Svisslendingar hefðu kosið einangrun og yrðu að taka afleiðingunum af því. Svisslend- ingar hafa hins vegar í svipinn meiri áhyggjur af áhrifum kosn- inganna á innanríkismál en ut- anríkismál. Frönskumælandi og þýskumælandi hópar þjóðarinn- ar skiptust fullkomlega í tvær fylkingar og óttast er um ein- ingu þjóðarinnar í framhaldi af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.