Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 13

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBJER 1992 13 Kynningartilboð Heimsferða — 7. ganúar Stórglæsileg smáhýsi á Kanaríeyjum. Aðeins 10 smáhýsi i boði eftir þessu og Guðlaugur Óttársson fer á kostum á gítar og Jón Ólafs- son á orgel. Eini gallinn sem tína má til við lagið er „gregoríanski stúknakórinn", sem er framkallað- ur með tölvum og verður fyrir vik- ið ekki eins skemmtilegur og er tími hefði gefist til að fá fullskipað- an barnakór til að radda. Eins og jafnan er ástin í sínum margbreytilegu myndum yrkisefni Megasar, og þá helst óendurgoldin ást. í Þremur blóðdropum sýnir hann á ástjnni óteljandi hliðar, einna best í Ég get líka, sem Bubbi Morthens syngur með honum, og Súðavíkurlúða. Ógetið er svo frá- bærs flutnings Megasar á tveimur textum Stefáns Ólafssonar, Meyj- armissi, sem allir kannast við, og Raunakvæði, sem er hreint fyrir- tak. Nýjar bækur Safn ljóða frá Spáni ÚT ER komin bókin Hið eilífa þroskar djúpin sín, úrval spæn- skra ljóða 1990-1992 í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Safnið hefur að geyma um 170 ljóð eftir 52 ljóðskáld og er því skipt í fjóra meginkafla sem markast af tímaskeiðum. Þýðandinn, Guðbergur Bergsson, ritar formála að hveijum kafla þar sem hann gerir grein fyrir hverju tímabili sem um ræðir. Hveiju skáldi fylgir auk þess æviágrip og lýsing á helstu einkennum þess eða viðhorfum á sviði ljóðlistar. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 182 bls. Essemm/Tómas Hjálm- arsson hannaði kápu. Prentsmiðj- an Oddi hf. prentaði. Verð 1.980 krónur. Þrír blóðdropar Megasar Hljómplötur Arni Matthíasson Magnús Þór Jónsson, sem alþjóð þekkir sem Megas, hefur verið gríðarlega áhrifamikill í íslenskri rokktónlist allt frá því hann sendi frá sér sína fyrstu plötu snemma á áttunda áratugnum. Á þeirri plötu mátti heyra að hann var sprottinn úr bóhemskum menntaf- arvegi og gerði uppreisn gegn við- teknum skoðunum og þá kannski helst almennu skoðanaleysi. Þessi fyrsta plata hneykslaði marga, líkt og allar plötur Megasar hafa hneykslað og hvekkt, því fjölmarg- ir geta ekki greint á milli sögu- mannsins og þess sem sagan segir frá. Þannig hefur mörgum víðsýn- um mannvininum skrikað fótur í merkingarfræðinni þegar Megas hefur upp raust sína og segja má að á hverri plötu sé einhver slík sprengja falin að geta hrellt áheyr- endur. Fyrir stuttu kom út plata Meg- asar Þrír blóðdropar og í kjölfar hennar hafa risið úfar og mörg mannvitsbrekkan látið ljós sitt skína. Ekki verður rakið hér frekar hvað það er sem sett hefur menn út af laginu, en frekar fyallað um blóðdropana þijá, sem er að mati þess sem þetta skráir, ein af bestu plötum Megasar og sú besta sem frá honum hefur komið í áraraðir. Síðast sendi Megas frá sér af- bragðsplötuna Hættuleg hljóm- sveit, sem hafði þann eina galla að vera of löng, þ.e. á henni voru lög sem ekki hefði verið eftirsjá að. Á Þremur blóðdropum, en flest- ir þekkja líklega tilvísunina, er ekkert ofsagt og platan í slíku jafn- vægi að aðdáunarvert er. Líklega ræður mestu um gæði hennar að á henni hefur textasmiðurinn yfír- höndina, ólíkt því sem gerst hefur að tónsmiðurinn hefur tekið völdin. Gaman er að heyra í fyrsta lag- inu, sem segir frá þeim Höllu og Eyvindi áttunda áratugarins, beina línu til söngsins um Eyjólf bónda á fyrstu plötu Megasar og sjá þannig í einni svipan samhengið í allri hans tónsköpun. Textinn er beittur og þeir sem þekkja vita hve óþægilega nærgöngull hann er, sérstaklega í lokin þegar hann berar hlutskipti utangarðsmanns- ins, líka þess andlega, á snyrtileg- an hátt: ... svo dó hann loks hans Eyvi og liggur allri veröld gleymd- ur / í ómerktri gröf í Kristjaníu / og fært er það í letur jú og fíflin klifa á því / fáir lifa svo öllum heimi líki / og samt var Halla drykkjusjúk og kvensöm og með kynsjúkdóm / og hún var krökuð fyrir rest upp úr díki / já hún var krökuð upp úr dönsku síki / en við erum þessu hjú ... í bestu lögum plötunnar má fínna eins konar upphafna epík, líkt og til að mynda í Viltu byrja með mér, þar sem Megasi og félög- um hefur tekist að skapa gullin- snið tónlistar og texta. Álíka er uppi á teningnum Gamansemi guð- anna, sem hefur orðið allvinsælt, sem vonlegt er. Þar bregður fyrir kunnuglegu minni í kveðskap Meg- asar; maðurinn leiksoppur gam- ansamra guða, sem velta honum til og frá sér til skemmtunar í leið- indum eilífðarinnar: Þú spyrð karl- inn í búðinni / hvar er minn rétt- ur? / sá eini sem fínnst / hann er yfir þér settur / en allt er háð lög- máli / og lögmálið er þessar ör- lagaglettur. Annað í textanum er Magnús Þór Jónsson, Megas. air europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 TUKAUIA 39.900 pr. mann m.v. 4 í ibúð 49.900 pr. mann m.v. 2 í íbúð Heimsferöum er þaö sönn ánægja aö bjóöa þetta kynningartilboö á Duna Beach, stórglæsileg smáhýsi hjá Ensku ströndinni á Kanaríeyjum. Undirtektir viö Kanaríferöum okkar hafa veriö einstakar, yfir 200 bókaöir um jólin og yfir 100 manns í brottförina 7. janúar. Bólcaðu sirax — þetta tilboð sést ekki afftur FYRIR ÍSLENSKA HÖNNUN OG HANDVERK m LEÐUR Söðlaleður Nautshúðir Föndurskinn og saumaskinn | Leðurreimar ; Sylgjur, hringir, taumlásar | Tauma- og gjarðaefni MYNDLIST íiArHítiVh Vatnslitapappír Crafíkpappír Teiknipappír Pastelpappír Sýrufrítt karton Foam (frauð) karton Kjarnar Hreinsiefni Aburður Vatnsvörn Tvinni Skólitur rr ni f i i i Oasis skinn og Chagríne Vaxborínn þráður Bókbandspappi THm'JII Borðar Húsgagnabólur Nálar og tvinni HEILDSALA SMÁSALA to58O0sE LEDURVÖRUDEILD BYGGGARÐAR 7 SELTJARNARNES SÍMI 612141

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.