Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 15
Nýjar
bækur
■ Madonna án ábyrgðar
heitir ný bók eftir Christoph-
er Andersen íþýðingu Giss-
urar Ó. Erl-
ingssonar.
I kynningu
útgefanda
segir m.a.:
„Þetta er ævi-
saga hinnar
þekktu söng-
konu og leik-
konu sem get-
ið hefur sér orð fyrir hispurs-
lausa framkomu og neitar að
taka tillit til eins eða neins sem
kallast hefðbundið, siðlegt eða
við hæfí. Bókin er ekki skrifuð
eftir Madonnu sjálfri heidur er
dregin upp raunsönn mynd af
henni með lýsingum þess fóiks
sem þekkir hana best, ásamt
því sem hún hefur látið hafa
eftir sér opinberlega við ýmis
tækifæri."
Útgefandi er Skjaldborg
hf. Verð 2.490 krónur.
■ Þjófur og hundar heitir
skáldsaga eftir Nagíb Mahf-
úz í þýðingu Úlfs Hjörvar.
I kynningu
útgefanda
segir m.a.:
„Uppreisna-
maðurinn og
atvinnuþjófur-
inn Said
Mahran kem-
ur úr fangelsi
og á óupp-
gerðar sakir við þá sem sviku
hann í hendur lögreglunnar.
Eins og flestar aðrar skáldsög-
ur Nagíbs Mahfúz tengist þessi
sáifræðiiega spennusaga
ákveðnu hverfí í Kaíró. í henni
spinnst grimmilegur vefur
hundsku, haturs og
óslökkvandi hefndarþorsta en
jafnframt skörp þjóðfélagsrýni.
Harmþrungin ástarsaga, vitnsi-
burður um óbrigðula vináttu
°g tryggð.“
Útgefandi er Setberg.
Bókin er 170 bls. og kostar
2.250 krónur.
■ KOMIN er út bókin Sögu-
stund, 365 valdir kaflar úr
íslenskum barnabókmennt-
um, sem hefur að geyma
hæfílega langa lestra fyrir
hvert kvöld ársins og auka-
lestur á hlaupári.
í kynningu útgefanda seg-
irm.a.:„Hér eru í fyrsta skipti
á einum stað sýnishom af því
besta sem íslenskir höfundar
hafa skrifað fyrir böm frá
fyrstu tíð fram yfir 1985, auk
fjölda sígildra ævintýra og
þjóðsagna í endursögn Silju
Aðalsteinsdóttur sem valdi efn-
ið.“
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 750 bls. og í
henni eru myndir eftir flesta
þekktustu barnabókateikn-
ara okkar. Prentsmiðjan
Oddi sá um prentun, gyllingu
og bókband. Verð 2.980
krónur.
^iMlWIUlO
VERKFÆRI
FYRIR FAGMENN1
G/obus?
-heimur gcebai
UCMÚLA í\- »Ey>|AVlK ■ 5ÍMI 91 ■ 68155S
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
----r—-■' 1-----------------
15
Hlýir Silfurtónar
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Siifurtónar stæra sig af því að
vera elsta starfandi poppsveit
landsins og í bæklingi sem fylgir
geisladisk sveitarinnar, Skýin eru
hlý, og kom út fyrir nokkru má
sjá að hljómsveitarmenn segja Silf-
urtóna stofnaða 1971. Ekki verður
hér lagt mat á þessa staðhæfingu,
en óristar ásjónur Silfurtóna, sem
sjá má í geisladisksbæklingnum
renna varla stoðum undir hana.
Tónlistin aftur á móti gæti eins
verið leikin af hljómsveit sem lifað
hefði allt frá 1971, því að hlusta
á diskinn er líkt og að fara hrað-
ferð í gegnum poppsögu áttunda
áratugarins.
Annað eins glens og Silfurtónar
gengur ekki upp nema hljómsveit-
armeðlimir hafí ólík stflbrigði á
valdi síðu og þá einlægni sem þarf
til að gera afurðina trúverðuga.
Það tekst Silfurtónum og því Ský-
in eru hlý er bráðskemmtileg sem
spaug og um leið fyrirtaks popp-
plata, þar sem víða bregður fyrir
stjörnutilþrifum. Upptöku stýrði
af stakri snilld Bjöm Jörundur
Friðbjörnsson, sem hefur ekki lítið
að segja, en hvarvetna bregður
fyrir á plötunni frábærum gítarleik
Ama Kristjánssonar, sem sýnir ít-
rekað á plötunni að hann er í
fremstu röð íslenskra gítarleikara
fyrir smekkvísi og Qölhæfni.
Bestu lög plötunnar em Söngur
um þrá, hið ógleymanlega Töfrar,
Við, sem leynir á sér, í Dyragætt-
inni, Litið til baka, þar sem hipp-
isminn fær fyrir ferðina, og Am-
ina, þó ekki beri mikið á milli laga.
Textar em svo sérkaptítuli fyrir
sig, því þar er víða farið á kostum,
eins og til að mynda í textanum
við Söng um þrá: Ég hafði gengið
götu sannleika og fegurðar / Þá
fannst mér komið nóg, ég þráði
lygina óforsmáða / því hver er
varanleiki þessa lífs / sem við lifum
þú og ég? Textinn við Töfra er
einnig eftirminnilegur og lyftir lag-
inu upp í hæðir sem íslenskar
hljómsveitir komast alla jafna ekki.
Það verður að telja einkennilegt
að ekki skuli meira vera spilað af
Silfurtónum í útvarpi, enda má
segja að á plötunni sé að fínna
spéspegil alls þess besta sem fram
hefur komið í poppheiminum síð-
ustu áratugi, flutt af hlýju og ein-
lægni.
JÓLAGJÁJIR HEMLANNA
í ÁR Ji'RÁ RAJHÁ
Z-619/4 kæli- og
frystískápur
Heildarmagn 230 1, kælir 190
1, frystir 40 1, 4ra stjömu fryst-
ir, frystigeta á sólarhring 3,0
kg, afhríming í kæli, hraðfryst-
íng í frysti, margir stillimögu-
leikar f/grindur og bakka,
100% þéttir, segulstál, þétti-
kantar, 50% minna freon held-
ur en áður, hægt að snúa hurð-
um, ljós í kæli, eggjabakki, ís-
teningabakki, eyðsla á sólar-
hring 1,4 kWh, framleiðslu-
staður Ítalía, hæð 141,5 cm,
breidd 54,5 cm, dýpt 55 cm.
Zanussi ZD-100C
þurrkari
Heildarmagn af strauþurrum
þvotti 4,5 kg, tímastillir, kaldur
blástur í 10 mín. (tau krumpast
ekki), eyðsla á kist. 2,1 kWh,
gerð belgs sink, fullur/hálfur
hiti, valkerfi fyrir bómullar- og
gerviefni, gufulosun er á öllum
hliðum nema að framan,
bamaöryggi á hurð, yfirhitun-
aröryggi, hæð 85 cm, breidd
60 cm, dýpt 57 cm.
Zanussi ZW-107
uppþvottavél
vélin þvær á 65* C, íjöldi val-
kerfa 4, hávaði 54 db, mjög
umhverfisvæn vél, 100% sápu-
nýtíng, start/stopp-hnappur,
borðbúnaður fyrir 12, auka-
hólf fyrir gljávökva, mjög
traust, þétt og góð hurð, tvö-
falt vatnsöryggi, flotskynjari í
botni (hindrar að vatn flæði
út úr vélinni), háþrýstislanga,
tvöfaldur botn, tekur kalt vatn,
tekur heitt vatn að 65" C,
eyðsla á meðalvalkerfi 1,4
kWh, hæð 85 cm, breidd 59,5
cm, dýpt 57 cm.
Zanussi ZF-8000
- þvottavél
, Snúningshraði á mínútu 800
!Jsn., heildarmagn af þvottí .
kílóum 4,5 kg, gerð belgs harð-
plast (mjög endingargott),
vatnsdreifikeríi, fjöldi valkerfa
16, spamaðarhnappur, hnapp-
ur tíl að setja þvott í hálfa vél,
eyðsla pr. þvott 1,9 kWh,
100% sápunýting, hæð 85 cm,
breidd 60 cm, dýpt 52 cm.
3ja ára ábyrgð.
Ókeypis heimkeyrsla og upp-
setning á höfuðborgarsvæðinu
Eldavél EH-640-WN
Hellufjöldi 4, 22 sm hellan er
2000 vött, 18 sm hraðsuðuhella
er 2000 vött, 18 sm venjuleg
hella er 1500 vött, 14 sm hrað-
suðuhella er 1500 vött, stærð á
ofni 63 1, hitastillir í ofni, grill
í ofni, hasð 85 sm, breidd 60
sm, dýpt 60 sm.
C-306 vifta
Val: Hægt áð
hafa útblástur
eða blástur i
gegnum kolafilt-
er, fjöldi hraða-
I stíllfnga 3, inn-
byggt ljós beggja
vegna, kol fylgja,
hlifðargler fylgir
(til vamar heitri
gufu í andlitíð),
sogafköst á
klukkutima á 1. hraða 170 M3, sogafköst á klukkutíma á 2. hraða
200 M3, sogafköst á klukkutima á 3. hraða 260 M3, viftan sogar
og eyðir gufu allt að 82%, hávaðamæling í desibilum á meðalval-
kerfi 48 db. Hversu mörg vött hefur hún? 200 W, hæð 8 cm, breidd
60 cm, dýpt 45 cm.
Mikið úrval af smáraftækjum
10&
Verð er miðað við staðgreiðslu.
Okkarfrábæru greiðslukjörl
Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum.
Opld sem hór seglr: Vlrka dags «11 kl. 18.
Laugardaga frá kl. 10-16.
h/f
VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI50022 - LÆKJARGÖTU 22
VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI620100 - BOR6ARTÚNI26