Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 16

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 16
-1&-----------------— *----------- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Nýjar bækur VELKOMIN heim- Hannibal Hansson heitir ný barnabók eft- ir Guðrúnu Helgadóttur. Það er Brian Pilkington sem hefur gert myndskreytingar við söguna. í kynningu útgefanda segirm.a.: „„Hér segir frá Hannibal litla Hanssyni sem er á leiðinni heim til íslands í flugvél eftir dvöl í út- löndum. Þá lendir hann í félags- skap skýjabamanna kátu sem svífa um himininn, gusa rigningu niður á jörðina og grípa málblómin sem svífa upp til þeirra. Og skýjabömin hafa ýmislegt skrýtið að segja honum um mannabörnin.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Verð 1.280 krónur. Nýjar bækur Barnabók eftir Jón Dan TVEIR krakkar og kisa heitir bamabók eftir Jón Dan. í kynningu segir m.a.: „Þetta er sagan um Kötu Mjöll, sem er á þriðja ári, Bessa, sex ára og kettl- inginn Kríu. Saman lenda þau þijú í ævintýram og hremmingum sem ganga nærri lífi þeirra. Þótt sögu- hetjurnar séu ungar að ámm hent- ar sagan ekkert síður eldri bömum og foreldrar sem lesa þessa bók fyrir bömin sín kynnu að fínna leynda merkingu undir yfirborð- inu.“ Útgefandi er Skjaldborg hf. Þuríður Dan myndskreytti bók- ina. Verð 990 krónur. Jón Dan Guðrún Helgadóttir Bamabók eftir Guð- rúnu Helgadóttur Jet Black Joe Glæsilegt upphaf Hljómplötur Hákon Sveinsson Sú fullyrðing kann að hljóma mótsagnakennd að einn ferskasti vindur sem blæs nú um íslenskt dægurtónlistarlíf komi frá hljóm- sveit sem minnir hvað mest á sveitir sem stóðu í blóma á önd- verðu sýrutímabilinu, undir lok sjöunda áratugarins. Sú er þó raunin með hljómsveitina Jet Black Joe sem hefur nýverið gefið út sinn fyrsta geisladisk og er útkoman nánast ótrúleg. Jet Black Joe skipa þeir Páll Rósinkranz söngvari, Gunnar Bjami Ragnarsson gítarleikari, Starri Sigurðarson bassaleikari, Jón Öm Arnarsson trymbill og Hrafn Thoroddsen organisti. Þar að auki njóta þeir á disknum dyggrar aðstoðar þeirra Eyþórs Arnalds, sem grípur í sellóið, og Móeiðar Júníusdóttur, sem að- stoðar við söng. Þegar sest er niður til að hlusta á fmmburð hljómsveitar hverrar meðalaldur liðsmanna liggur undir tvítugu, setur maður sig ósjálfrátt í ákveðnar stelling- ar og býr sig undir að þurfa að fyrirgefa viðkomandi hljómsveit eitt og annað sökum reynsluleys- is. Hjá Jet Black Joe er því ekki fyrir að fara. Fagmennska ein- kennir þennan disk út í gegn. Eyþóri Amalds ferst upptöku- stjóm meistaralega úr hendi og gæði laganna era með því besta sem íslensk rokktónlist hefur upp á að bjóða. Þegar slíkt fer saman þarf ekki að spyija að leikslok- um. Það lag sem hefur notið hvað mestrar hylli hingað til af þess- um diski er lagið „Rain“ eftir þá Gunnar Bjarna og Pál Rós- inkranz. Eftir að hafa ekki heyrt neitt annað frá hljómsveitinni síðasta hálfa árið var farið að hvarfla að manni að um einhvers konar „byijendaheppni" hefði verið að ræða hjá þeim félögum, en svo er aldeilis ekki. Af þeim ellefu lögum sem prýða diskinn era, við fyrstu áheym, að minnsta kosti fímm á heims- mælikvarða að mínum dómi. Fjögur þeirra era frumsamin en hið fimmta er lagið „Lazy Old Suri“ sem samið er af gamla Kinks-brýninu Ray Davies og er eina erlenda lagið á disknum. Framsömdu lögin í þessum há- gæðaflokki era „Rain“, „Fall- ing“, „Chicks in the House“ og „Big Fat Stone“. í tónsmíðum virðist Gunnar Bjarni vera at- kvæðamestur, þó með dyggri aðstoð Páls Rósinkranz sem oft- ast semur einnig textana. Það má því segja að í einni svipan hafí Gunnar Bjarni skipað sér í hóp efnilegustu lagahöfunda þessa lands. Það sem gerir Jet Black Joe frábragðna öðram hljómsveitum í svipuðum þyngdarflokki er, að mínu mati, hversu melódísk lög þeirra eru. Þungarokk er þess eðlis að auðvelt er að komast upp með meðalmennsku, bæði í lagasmíðum og flutningi. Þess gætir lítið hjá drengjunum í Jet Black Joe og verður að segjast eins og er að fáar hljómsveitir nú á seinni áram hafa minnt mig eins mikið á Bítlana á hippa- skeiði þeirrar sveitar, um og eft- ir útkomu Hvíta albúmsins, þótt áhrifavalda megi vissulega finna víðar. Þessara áhrifa gætir ekki síst í raddsetningu og sérstak- lega yljaði það mér að heyra vel útfærða tvíupptöku á rödd Páls í nokkram laganna. Nokkuð hefur verið agnúast út í það að textar hljómsveitar- innar era allir á ensku. Þótt vita- skuld sé mikilvægt að hlúa að tungu okkar finnst mér óþarft að taka hysteríuköst í hvert skipti sem brugðið er út af þeirri línu. íslenskir lagatextar hafa færst gífurlega í vöxt síðasta áratug og er ekkert nema gott um það að segja. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að tónlist Jet Black Joe yrði ekki söm á öðru tungumáli en ensku. Diskurinn er auðvitað ekki gallalaus en gallarnir era fáir og smávægilegir. Þrátt fyrir ít- rekaða hlustun á ég ómögulegt með að skilja 26 sekúndna „lagl- ing“ Eyþórs Amalds sem nefnist „I’m in a Dream I’m“ og gildir þá einu hvort ég spila stúfínn afturábak eða áfram. Einnig fínnast mér tvíræð textaskot í lögunum „Chicks in the House“ og „Suck my Thing“ (!) óþörf. Hljómsveitin er einfaldlega of góð til að þurfa að reyna að ná athygli með klúrum textum enda ber ekki mikið á slíkum tilburð- um. Að mínu mati er Jet Black Joe efnilegasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Heildarsvip- ur, eða „karakter", bandsins er sterkur eins og þessi fyrsti disk- ur ber með sér og er vart hægt að hugsa sér betra upphaf á ferli einnar sveitar. Ég er vafalaust ekki einn um að bíða spenntur eftir framhaldinu. Til hamingju piltar. ÞEGAR MEST Á REYNIR...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.