Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 17

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 17
M0RGUNJ3LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER -1992 —--!----r—---------I-:-----------------S--- M. Sagan af sjónar- hóli Hermanns gegn því löfórði að hann fæn ekki ’Meðal fróðlegustú kafla" í bók-"" staðar héfur Gylfi Þ’ ’GfsÍáson sagt _________Bækur_______________ Björn Bjarnason Ættjörð mín kæra — ævisaga Hermanns Jónassonar 1939- 1976. Höfundur: Indriði G. Þor- steinsson. Útgefandi: Reykholt, 1992. 208 bls. með nafnaskrá og ljósmyndum. Fyrra bindi ævisögu Hermanns Jónassonar, Fram fyrir skjöldu, 1896-1939, kom út árið 1990. Meginmál þess bindis var nákvæm- lega jafnlangt og hins síðara, eða 200 bls. Annað bindið hefur hins vegar að geyma nafnaskrá, sem nær yfir ævisöguna í heild. Seinni hluti ævisögu Hermanns Jónassonar hefst í þann mund sem síðari heimsstyrjöldin er að brjót- ast út. Söguhetjan var þá forsætis- ráðherra og skipaði sér sess í ís- landssögunni með því að neita til- mælum þýska flugfélagsins Luft- hansa um flugréttindi til landsins. Atvikið hefur að sjálfsögðu verið sett í heimssögulegt, stórpólitískt og hemaðarlegt samhengi, þar sem neitunin var gefin á viðsjár- verðum tímum. Þóttu það tíðindi til næstu landa, að ríkisstjóm hins hlutlausa íslands skyldi ákveða að standa uppi í hárinu á ráðamönn- um í Þýskalandi nasismans með þessum hætti. í fyrra bindi ævisögunnar er því lýst hvemig þverbrestur verður í forystusveit Framsóknarflokksins, þegar þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson fara í ríkisstjóm með Alþýðuflokkunum 1934, en flokksformaðurinn og pólitískur guðfaðir þeirra, Jónas Jónsson frá Hriflu, má sæta því að vera utan stjómar. Hvað eftir annað endur- tekur höfundur að þetta hafi gerst öllum að óvörum vegna kröfu Al- þýðuflokksins. Jónas frá Hriflu komst aldrei í ríkisstjóm eftir þetta, þótt Framsóknarflokkurinn ætti stjómaraðild til 1942 og Jónas hætti ekki sem flokksformaður fýrr en 1944. Höfundur segir hins vegar, að það hafi orðið „merkjan- leg uppstytta" á samvinnu Jónasar við Hermann og Eystein eftir stjómarmyndun 1937, þegar Jónas vildi inn í ríkisstjóm en hafði ekki flokksfylgi til þess. Jónas var burðarás Tímans, málgagns Fram- sóknarflokksins, allt fram til 1944, þegar upplýst var á flokksþingi framsóknarmanna að hann væri hættur að skrifa í blaðið, enda hafði hann nauðugur orðið að láta brenna upplag blaðsins með grein eftir sig. Hóf Jónas þá að skrifa í Dag á Akureyri og deildi Hermann á stjóm blaðsins fyrir að birta greinar Jónasar án athugasemda og úrfellinga. Sú gagnrýni átti þó ekki við rök að styðjast, því að á. Degi vora stundum felld orð og setningar úr greinum Jónasar, ef þær þóttu óheppilegar fyrir Fram- sóknarflokkinn. Sagt er frá atviki, þar sem þeir Jónas og Hermann sátu andspænis hvor öðrum við langborð og lá við handalögmálum, þegar menn óttuðust, að Jónas ætlaði að „slæma hendi til Her- manns. Þá hallaði Hermann sér aftur á bak í stólnum og rétti hend- ur út frá sér og sagði brosandi: Komdu bara.“ (Bls. 105.) Árið 1946 bauð Framsóknarflokkurinn síðan fram gegn Jónasi í kjördæmi hans í Suður-Þingeyjarsýslu. Jónas vann sætið með yfirburðum en fram oftar í kjördæminu. Samskipti Jónasar frá Hriflu og Hermanns era meðal þeirra þráða sem setja sterkan svip á ævisög- una. Höfundur fer þó ekki ofan í nein smáatriði til að lýsa ágrein- ingi þeirra og hann gerir í raun ekki heldur tilraun til að bijóta deilur þeirra til mergjar. Er það í samræmi við þann stíl, sem Indriði G. Þorsteinsson hefur valið sér við ritun ævisögunnar, að stikla frem- ur á stóra en fara í saumana á viðfangsefninu. Stafar það meðal annars vafalítið af því að höfundur- inn hafði við lítil ef nokkur einka- skjöl frá Hermanni að styðjast við ritun sögu hans. Bókin er lipurlega skrifuð og frásögnin rennur snurðulaust áfram. Ekki er unnt að segja um ævi- sögu Hermanns Jónassonar að þar sé í sjálfu sér bragðið nýju ljósi á stjómmálasöguna um miðbik ald- arinnar, þegar Hermann var í fremstu röð íslenskra stjórnmála- manna. Indriði G. vitnar gjaman í rit annarra manna sem hafa fjall- að um þetta tímabil, svo sem ævi- sögu Olafs Thors eftir Matthías Johannessen og ritverk dr. Þórs Whiteheads um ísland í síðari heimsstyijöldinni. Sagan er rituð frá sjónarhóli Hermanns og þess gætt að hans hlutur sé hvergi fyr- ir borð borinn. Frásögnin af deilum Hermanns og Jónasar frá Hriflu minnir okkur á að fyrr á áram var oft heitar í kolunum í stjómmálabaráttunni en nú á tímum. Af sögu Hermanns er ljóst að persónulegur ágreining- ur hans við einstaklinga setti svip á samskipti hans við fleiri en Jón- as. Þannig slitnaði upp úr sam- vinnu hans og Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins, 1942 með þeim afleiðingum að þeir gátu tæplega setið oftar saman í ríkis- stjórn, þótt þeir væra forystumenn flokka sinna í tvo áratugi eftir það, en Hermann lét af for- mennsku í Framsóknarflokknum 1962. inni er stutt frásögn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar af nánum kynnum hans af Hermanni Jónassyni í lok fimmta áratugarins og upphafí þess sjötta. Átti samstarf þeirra ríkan þátt í kosningabandalagi Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, Hræðslubandalaginu, 1956 og stjómarmyndun Hermanns þá um sumarið. Eftir að ríkisstjóm Hermanns baðst lausnar 1958 og Alþýðuflokkúrinn gekk til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn kóln- aði samband þeirra Gylfa og Her- manns eða eins og segir í bókinni á bls. 190: „Eftir myndun viðreisn- arstjómarinnar sagðist Gylfi ætla að segja honum í fyllstu hrein- skilni, hversu miður honum þætti, að allt samband þeirra skyldi hafa rofnað. Hermann sagðist skyldi segja honum af jafnmikilli hrein- skilni, að hann gæti ekki haft náið samband við menn, sem hann teldi hafa bragðist réttum málstað.“ Samhliða því sem höfuðþættir stjómmálasögunnar era raktir dregur Indriði G. Þorsteinsson svipmyndir af Hermanni sem skóg- ræktar- og veiðimanni, heimilisföð- ur, einörðum baráttumanni fyrir kjördæmi sitt á Ströndum og ein- dregnum ættjarðarvini. Þá er síð- ustu veikindaáram Hermanns lýst af nærfæmi. í umsögn sem þessari era ekki tök á því að nota sagnfræðilega mælistiku. Þó verða nefnd þijú atriði, er snerta utanríkismál, þar sem efsasemdir vakna um sögu- granninn. í fyrsta lagi hefði að minnsta kosti mátt skýra betur hvað olli sinnaskiptum Hermanns frá því að hann sat hjá við atkvæða- greiðslu um aðild íslands að Ati- antshafsbandalaginu 1949 þar til hann greiddi atkvæði með lögfest- ingu vamarsamningsins 1951. Það er mikill misskilningur að unnt sé að vitna til Súezdeilunnar á árinu 1956, eins og gert er á bls. 176, þegar leitast er við að rökstyðja afstöðu Hermanns 1951. Einhvers að sinnaskipti hans frá 1949 til 1951 í afstöðunni til vamarmála megi rekja til þess að þingmenn gátu fylgst mun betur með undir- búningi vamarsamningsins en gerð Atlantshafssáttmálans. Átti hið sama við um Hermann eða réð afstaða til innanlandsmála meira en til utanríkismála? í öðra lagi ber það vott um tölu- verða fljótaskrift að afgreiða stefnubreytingu vinstri stjómar- innar í vamarmálum haustið 1956 með þessum hætti: „í októbermán- uði 1956 urðu atburðir í Ungveija- landi til þess að horfið var frá fyrir- ætlunum um brottför vamarliðs- ins.“ (Bls. 179.) Þarna hefði mátt nefna Súezdeiluna. Síðast en ekki síst hefði átt að víkja að því hvem- ig ríkisstjómin barðist fyrir að fá lán hjá bandamönnum okkar í Atl- antshafsbandalaginu, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, og hvaða áhrif sú barátta hafði á stefnuna í vamarmálum. í þriðja lagi er skýrt frá því á bls. 183 að Hermann Jónasson hafi verið fulltrúi Framsóknar- flokksins á fyrstu hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Genf 24. febrúar til 27. apríl 1958. Hafi Hermanni tek- ist með „lagni og festu að fá full- trúa íslands til að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna", þar sem fellt hafi verið aðeins z/a úr atkvæði að gera 12 mílumar að alþjóðalögum og hafi atkvæði íslands ráðið úr- slitum um þetta. Hafi þessi afstaða íslands verið Hermanni að þakka og opnað leiðina' til útfærslu í 50' og síðan 200 sjómflur! Á þessum tíma var Hermann forsætisráð- herra og sé ég þess hvergi annars staðar getið í frásögnum af þess- ari ráðstefnu að hann hafi setið hana, hvorki í um tvo mánuði né nokkra daga. Þá er í þeim frásögn- um ekki heldur getið um að nokk- ur tillaga hafi staðið svo tæpt að aðeins brot úr atkvæði réði úrslit- um. .BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafelag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sírhi 91 -26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. ■■■ ■■ Aðalstræti 6-8, sími 91-26466

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.