Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 19 Nýjar bækur ■ Alveg glymjandi einvera heitir ný skáldsaga eftir tékkneska stórskáldið Bo- " humil Hrab- al. Olga Mar- ía Franzdótt- ir hefur þýtt textann en Þorgeir Þor- geirson ís- lenskaði síð- an þýðingu Olgu. Boliumil Hrabal í kynnningu útgefanda segir m.a.: „Bohumil Hrabal sem nú er á 78. aldursári bjó löngum við ritskoðun verka sinna, fyrst á velmektardögum Hitlers og síðan undir ægishjálmi Gott- walds og Novotnys. Á valdadög- um Dubceks fengu verk hans að koma út, en 1968 fóru þau aftur á bannlista og Hrabal þurfti enn að skrifá í felum allt til frelsisársins 1989. Síðan hef- ur vegur skáldsins farið sívax- andi, bæði heima og erlendis. Hann er nú almennt kallaður „þriðji bókmenntarisinn frá Prag á þessari öld“. Hinir tveir eru Jaroslav Hasek og Franz Kafka.“ Úgefandi er leshús. ■ íslenskir auðmenn heitir bók eftir Jónas Sigurgeirsson og Pálma Jónsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin ís- lenskir auð- menn er upp- lýsingarrit um val á annað hundrað auð- Jónas ugustu íslend- inga, þá sem eiga í hreinum eignum að minnsta kosti 200 milljónir króna. Á bók- arkápu segir að viðfangs- efnið sé „við- kvæmt mál“. Hér sé hulunni svipt af þeirri leynd sem um- Pálmi lykur auð og peninga og greint sé frá því hvemig auðurinn hafi safnað- ast._“ Útgefandi er Almenna bókafélagið hf. Bókin er 320 bls., prentuð i Prentstofu G. Ben. Verð 2.995 krónur. ■ Fulltrúar á fimbulslóðum — þættir úr Grænlandsflug- inu heitir ný bók eftir Svein Sæmundsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Fullhugar á fimbulslóðum skiptist í fimm meginkafla. í fyrsta kaflan- Sveinn um « Sæmundsson um þá miklu einangrun sem Grænlendingar bjuggu við í aldir og þá miklu breytingu sem varð þegar farið var að fljúga þangað. í öðrum kaflanum er m.a. sagt frá upp- hafi Grænlandsflugs íslendinga og hvemig það þróaðist smátt og smátt. í þriðja kaflanum er síðan fjailað um aukningu Grænlandsflugsins frá íslandi og hvernig það varð stór þáttur í flugmálum íslendinga. Þar er sagt frá ævintýraferðum m.a. alla leið til Pearylands. Fjórði kaflinn fjallar um skíðaflugið en yfir því hvíldi mikill ævin- týraljómi og fimmti kaflinn fjall- ar síðan um mjög sögulegar flugferðinjn.a. þegar flogið var upp á líf og dauða til þess að bjarga sjúkujn og særðum.“ Útgefandi er Fróði hf. Bók- in er 212 bls., prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu. Kápu- hönnun annaðist Helgi Sig- urðsson. Verð 2.980 krónur. Stóra brandarabókin Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson __ Prentun: í Skotlandi. Útefandi: Iðunn. Fýndni? Ákaflega erfitt að skil- grein það orð. Lífið hefur kennt mér að það er háð stund og stað; hugarástandi þess er segir og þess er á hlýðir. Um okkur Islendinga hefir það verið fullyrt að brandarar okkar birtist helzt á kersknislegan og blautlegan hátt. Danir, aftur á móti, kunni þá list að þræða veg háðs og alvöru svo vart verði greint í milli. Þetta hafa eyru mín numið og verð ég að viðurkenna að mér fellur danska listin betur, jafnvel þó ég verði um leið að viðurkenna með roða í vöngum að hugsun mín er svo sein, að frá því eyra nemur orð þar til hlátur vaknar líða oft margir dagar. Flestar þjóðir stend ég að því að hlátur er þeim helzt vakinn er þær horfa á ófarir ann- arra, án slysa, eða þá hugsun hlýt- ur búning á röngu í stað réttu. Sjálfsagt hefir sá eða þeir sem söfnuðu til þessarar bókar gert sér grein fyrir: Að svo er margt sinnið sem skinnið. Því fara þeir víða í leit fanga, safna saman 2.924 kímnisögum, flokka niður og birta á 364 síðum. Af því ætti að sjást, að flestir munu finna sér hlátur- vaka í þessari bók. Eigum við að reyna? Lalli: „Sýndirðu vinkonum þínum trúlofunarhringinn frá mér?“ Lína: „Já, og tvær þeirra þekktu hann aftur.“ „Ertu kominn með nýja kærustu, Tryggvi?" „Nei, þetta er sú gamla. Hún er bara nýmáluð." Viðskiptavinur: „Og hvemig stend ég til að fá 200.000 króna lán?“ Bankastjórinn: „Þú stendur ekki, þú skríður." „Ég var ekki nema fjórar merkur þegar ég fæddist.“ „Hvað segirðu? Og lifðirðu?" „Ég er orðinn níutíu og fímm ára og ég á ekki einn einasta óvin.“ „Það er ánægjulegt.“ „Já, þeir eru allir löngu dauðir.“ „Vindlareykur drepur sýkla.“ „Já, en það er svo skolli erfitt að kenna þeim að reykja.“ Unglingar sýna að þeir hafa þörf fyrir að vera öðravísi með því að klæða sig allir nákvæmlega eins. Látum þessi sýnishom nægja, en hér er úr miklu að moða. Bókin er snyrtilega og vel úr garði gjörð, heimska og klúrheit skilin eftir við götu, eins og frekast er unnt. En hver safnaði efni? Þess er hvergi getið. HEKLA LAUGAVEGI174 SÍMI'695500 VANDAÐIR VINNUBÍLAR Jaá VOLKSWAGEN Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga □ Bensín- eða Dieselhreyfill □ Aflstýri □ Framhjóladrif □ 5 gíra handskipfing/sjálfskipting □ Burðargeta 1-1,2 tonn □ Farþegafjöldi allt að 9 manns □ Þriggja ára ábyrgð BÍLL FRÁ HEKLU BORBAR SIB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.