Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 20
20
(•; t. í,:i'i i , !' i.cf.JH r. ;>.)•' u
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8: DESEMBER I992 '
Merarkóngar lands-
íns í einni bók
Nýjar bækur
Orðabók sr. Bjöms
Halldórssonar
ORÐABÓK séra Bjöms Halldórs-
sonar, sem upphaflega kom út í
Kaupmannahöfn árið 1814, er
nýkomin út að nýju.
í kynningu útgefanda segir:
„Orðabók Bjöms Halldórssonar var
fyrst gefin út undir umsjón hins
þekkta danska málfræðings, Rasm-
usar Kristjáns Rasks.
í orðabókinni eru um 30 þúsund
flettiorð og er mikill hluti þeirra al-
mennur orðaforði 18. aldar. Einnig
er í bókinni mikið af vestfirsku eða
vestlensku tungutaki af heimaslóð-
um höfundar. Bókin hefur því mikið
gildi fyrir sögu íslensks orðaforða
og er ómissandi þeim sem vilja fræð-
ast um hana. Dr. Jakob Benedikts-
son hefur lýst orðabók Bjöms á þann
veg að hún „markaði upphaf ís-
lenskrar orðabókagerðar í nútíma-
skilningi, bæði sakir orðaflölda og
eins vegna þess að þýðingar voru
þar ekki aðeins á latínu heldur og á
samtfðarmáli, svo að fleiri en latínu-
lærðir menn gátu haft af henni full
not.“
í formála þessarar útgáfu er
greint frá ævi og störfum höfundar-
ins og fjallað sérstaklega um orða-
forða bókarinnar."
Útgefandi er Orðabók Háskól-
ans og er bókin annað bindið f
ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda.
Hún er 554 bis. Jón Aðalsteinn
Jónsson, fyrrverandi orðabókar-
stjóri, annaðist útgáfuna. Verð
3.750 krónur.
úlega litrík
en sönn sagal
...prakkarastrik...fyrsta kynlífsfræðslan...pabbi handtekinn
á stríðsárunum...pabbabílarnir klessukeyrðir...
fyrstu ástarskotin . sungrð með KK-sextett...sungið með Hljómsveit Svavars Gests.
merkilegur miðilsfundur...
kýldur gegnum rúðu í NoregL.sögur úr leigubílastarfi...
þegar Raggi Bjarna varð landeigandi i Ameríku...
gamansögur frá Sumargleðiárunum . þegar Raggi Bjama
upprætti þjófahring á Spáni...glímt viö áfengisvanda...
partí með blómahippum í New York...kynni af
milljónamæringum...eltur af
glæpamönnum í Bandaríkjunum...
Lifssaga Ragga Bjarna - bókin sem allir eru að tala um!
----------------------------------—/ ÆSKAN f--------------------------------------
feitu letri eða öðru sem tölvan býður
upp á við setningu. Af þessum sök-
um er tæplega hægt að segja að
upplýsingamar séu aðgengilegar en
taka ber tillit til að mikið er lagt
upp úr að hraða útgáfu bókarinnar
sem er út af fyrir sig gott mál og
svo er greiiiilega verið að spara pláss
en hér er um að ræða mjög umfangs-
mikið efni eins og gefur að skilja.
Þá heldur höfundur sig við eigin
nýyrði varðandi ýmis dómsatriði og
segir í formála að hann sjái enga
ástæðu til að breyta yfir í þau orð
og nöfn sem aðrir menn nota þar
sem hans orð séu miklu betri. Því
miður virðist Jónas vera einn fárra
manna þeirrar skoðunar, ef ekki sá
eini og er ekki laust við að manni
finnist hann þama vera að beija
höfðinu við steininn. En þrátt fyrir
þessar smávægilegu aðfinnslur verð-
ur bókin Merarkóngar vel þegin í
bókahillur hestamanna. Fram til
þessa hafa bækur Jónasar verið vin-
sælar og nýtur hann þess mjög
hversu fljótvirkari hann er en þeir
Búnaðarfélagsmenn að koma með
MorgunblaðiðA''aldimar Kristinsson
Jónas Kristjánsson á hestamanna-
þingi.
sína ættbók á markað. í ættbókum
Jónasar koma fram allar þær upplýs-
ingar sem menn þyrstir í að sjá og
það er það sem skiptir höfuðmáli.
En látum nú lokið umíjöllun um
sjálfa ættbókina og snúum okkur
að „merarkóngunum".
í formálum að bókum sínum hefur
Jónas lýst ágæti tölvu sinnar og það
íslensk sönglög
ARGUS/SÍA
Kemur upp um
LACOSTK þinn góða smekk!
HERR4MT/U/ERSUIN
LAUGAVEGI 61 - 63 - SIMI14519
__________Bækur______________
Valdimar Kristinsson
JÓNASI Kristjánssyni áhuga-
manni um hrossarækt halda engin
bönd og nú nýlega kom út fjórða
hestabókin hans sem ber nafnið
Merarkóngar. Nú sem fyrr er
bókin afsprengi tölvuleikja Jónas-
ar og áhuga hans á hrossarækt.
Bókinni er skipt í tvo hluta þ.e.
Ættbók ársins 1992 sem inniheld-
ur alla dóma það árið og svo aft-
ur skrá yfir flest alla hrossarækt-
armenn aldarinnar eins og höf-
undur orðar það í formála bókar-
innar. Af þessari skrá dregur
bókin nafn sitt.
Ættbókinni er skipt í tvo hluta
þannig að í fyrri hlutanum eru birt-
ar myndir af sumum hrossunum með
ættargröfum og staðsetningu fæð-
ingarstaðar hestsins. í seinni hlutan-
um eru birtar allar upplýsingar um
hrossin svo sem nafn, nafnúmer,
ætt, eigandi eða eigendur og ein-
kunnir og sýningarstaður. Undirrit-
aður hefur áður gagnrýnt þetta fyr-
irkomulag og gerir enn því mikið
óhagræði er að hafa mynd og ættar-
graf á einum stað og aðrar upplýs-
ingar á öðrum stað í bókinni. Að
skaðlausu mætti minnka ættargröf-
in, þrír ættliðir ættu að nægja, og
þar með mætti kom fyrir einkunnum
og öðrum upplýsingum fyrir á síð-
unni. Sé þetta mögulegt af tæknileg-
um ástæðum væri það mun betri
kostur. Þá má finna að uppsetningu
upplýsinganna sem er massífur texti
án nokkurra aðgreiningar með t.d.
Hljómdiskar
Oddur Björnsson
Gunnar Guðbjörnsson, tenór.
Jónas Ingimundarson, píanó.
Steinar hf.
Af íslenskum tenórsöngvurum nú
um stundir er Gunnar Guðbjömsson
bestur (ég sagði ekki „mestur").
Fara þar saman falleg rödd og blæ-
brigðarík og gulltryggt músikalitet
í beitingu hennar. Allt sungið með
innlifaðri smekkvísi, með öðrum orð-
um er hér fyrir hendi sú fágun og
sá taktur, af ferskleikanum
ógleymdum, sem aðeins er á valdi
bestu söngvara (orðið stórsöngvari
á hér ekki við).
Jónas Ingimundarson er heldur
ekki neinn venjulegur „undirleikari",
hann er píanisti og túlkandi. Því
hefur leikur hans hljómauðgi og
karakter (ekki spillir Bösendorfínn
fyrir). Engu að síður hefur leikurinn
þann takt, sem er ekki aðeins nauð-
synlegur í samvinnu af þessu tagi
heldur á sinn fullgilda þátt í að skila
því erindi sem hrífur áheyrandann.
Engan skyldi því undra að leið þeirra
félaga hafi legið um Lundúnaborg í
nóvember sl. til að halda tónleika í
Wigmore Hall.
Islensku lögin á þessum geisla-
diski eru ákaflega vel valin, allt perl-
ur - kannski svolítið mismunandi
dýrar. Aftur og aftur var ég heillað-
ur af flutningi sem og sjálfum tón-
smíðunum (flestar vel þekktar) -
og jafnvel á stundum af textanum
líka! Það er varla við hæfi að gefa
sumum af þessum lögum sérstaka
einkunn á kostnað annarra, en Jón-
amir (Þórarinsson og Leifs) hrifu
mig sérstaklega. Það má svo sem
líka segja um lög Sigfúsar Einars-
sonar, hið seiðmagnaða lag Karls
0. Runólfssonar (í fjarlægð), Bí, bí
og blaka (yndislega sungið), Vísur-
Vatnsenda-Rósu - og öll hin lögin!
Hafi menn ekki vitað það áður
eiga íslendingar fjársjóð af fallegum
sönglögum - og sum eru perlur.
Hljóðritun hefur tekist skínandi
vel.