Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 21
MORGUNBLA.ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Háskólatónleikar í Norræna húsinu Yggdrasil-kvartett inn frá Svíþjóð hversu mikla og fjölbreytta mögu- leika hún býður upp á. En hann lætur ekki þar við sitja heldur sýnir lesendum hvernig má á auðveldan hátt setja fram upplýsingar sem fínnast í gagnabankanum með ýms- um hætti. Lástinn yfir „merarkóng- ana“ er einmitt afurð hugmynda- flugs Jónasar og fjölhæfni tölvunn- ar. Er þetta listi yfír alla þá sem hafa átt hross í kynbótadómi frá upphafí og þeir sem hafa átt þau fleiri en sjö fá birta mynd af sér. Með fylgir að sjálfsögðu listi yfír hrossin sem hafa verið leidd til dóms í nafni viðlomandi. Upptalningin er reyndar tvíþætt því mörg hross koma fyrir hjá fleiri en einum „mer- arkóng" því hafí hross verið selt t.d. ótamið en síðar sýnt í nafni seinni eiganda kemur nafn hrossins bæði fram hjá ræktanda og eiganda. List- inn yfir merarkónga er í fyrsta lagi fróðlegur og skemmtilegur að glugga í og ekki er að efa að hann verður gagnlegur mörgum sem afla þurfa uplýsinga um hross eða menn. Við lauslega yfírferð fann undirrit- aður tvær villur í skránni yfír merar- kóngana og má reikna með að ein- hveijar fleiri kunni að finnast enda ekki við öðru að búast við söfnun á svo viðamiklum upplýsingum. Höf- undur hefur reyndar góðan vilja til að gera þetta eins rétt og honum framast er unnt og í formála óskar hann eftir að menn hafi samband við sig ef einhveijar villur kunna að fínnast svo leiðrétta megi hinn víðf- eðma gagnabanka hans. Viðtökur við bókum Jónasar hafa verið góðar til þessa enda efnið mjög áhugavert fársjúkum hrossasóttar- mönnum. Fróðlegt verður að sjá á hvaða máta Jónas mun nýta sér möguleika tölvunnar á næsta ári til uppfyllingar með ættbók næsta árs. Nýjar bækur ■ Elsa María og litlu pabb- arnir heitir ný barnabók. Elsa María á ekki bara einn pabba eins og flest börn, heldur sjö. Þeir eru svo litlir að ef hundur eltir þá eiga þeir ekki annarra kosta völ en að flýja upp í næsta tré, segir í kynningu útgefandans. Bókin er prýdd litmyndum sem höfundurinn Pjja Lindenbaum hefur sjálf gert. Útgefandi er Skjaldborg. Verð 990 krónur. ■ Sagan um Svan heitir bók eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Svan er í fyrsta bekk í skólanum. Hann er ný þegar dálítið kvennagull. En það er leyndarmál. Ef strákamir sem Svanur þekkir kæmust að því mundi hann deyja af smán.“ Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 990 krónur. ■ Maggi mörgæs og selur- inn heitir bamabók eftir Otm- ar Gutmann og Tony Wolf. Þetta er bók fyrir unga lesend- ur með litmynd á hverri síðu. Maggi mörgæs fer á veiðar þar sem hann kynnist selnum Kobba og saman lenda þeir í ævintýrum. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 890 krónur. ■ Fríða framhleypna kján- ast, eftir dönsku skáld- og leik- konuna Lykke Nielsen er sjötta bókin um Fríðu. í kynningu útgefanda segir m.a. um Fríðu að hún hafí „sér- staka hæfileika til að lenda í óvæntum ævintýram. Hún fer á klassíska tónleika með fulla fötu af skiptimynt og byggir snjóhús á tveimur hæðum. Uppátækin era óendanleg og grátbrosleg". Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 990 krónur. Fimmtu Háskólatónleikar vetr- arins verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 9. desember kl. 12.30. Á tónleikunum mun Ygg- drasil-kvartettinn frá Svíþjóð flytja verk eftir Jan Carlstedt, Wilhelm Stenhammer og Franz Schubert. Yggdrasil-kvartettinn var mynd- aður árið 1990 af fjórum tónlistar- mönnum sem höfðu sérstakan áhuga á að kynna norræna kammermúsik. Kvartettinn skipa þeir Fredrik Paul- son fíðluleikari, Per Öman fiðluleik- ari, P. O. Lindberg víóluleikari og Per Nyström sellóleikari. Allir era hljóðfæraleikararnir ungir að áram, fæddir í kringum 1970. Yggdrasil- kvartettinn hefur komið fram í Sví- þjóð og Þýskalandi, en kemur nú hingað og flytur okkur bæði norræn 20. aldar verk og klassísk stykki. Jan Carlstedt fæddist árið 1926 og hefur alltaf farið sínar eigin leið- ir sem tónskáld. Á tónleikunum verð- ur fluttur fyrsti strokkvartett hans sem þekktur er fyrir ferskleika, sam- inn 1951-’52. Stenhammer (1871- 1927) samdi strokkvartettinn sem fluttur verður á miðvikudaginn, „Serenad“ nr. S í C- dúr op. 29, árið 1910 en verkið var frumflutt 1916. í verkinu bræðir hann saman Yggdrasil-kvartettinn stílþætti úr Vínarklassík og sænska fíðlaratónlist. Síðast á dagskrá tón- leikanna verður strokkvartett í C- dúr eftir Franz Shcubert. Aðgangur er kr. 300, en kr. 250 fyrir handhafa stúdentaskírteinis. SEX JOLAPAKKATILBOD Á AMBRA TÖLVUM Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 1 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:116.699. 1 Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:126.699. Nú færðu jólagjöf heimilisins í Nýherja. Jólagjöf sem öll fjölskyldan hefur gagn og gaman af, ekki síst unga fólkið sem býr sig undir framtíðina. Leggðu leið þína í Nýherja nú fyrir jólin og nýttu þér einstakt JÓLAPAKKATILBOÐ á AMBRA tölvum, prenturum o.fl. Ef þú kaupir eitthvað á JÓLAPAKKA- TILBOÐINU máttu velja þér jólapakka undir Nýherjatrénu. Taktu alla fjölskylduna með þér. Nýherji er í Skaftahlíð 24, á milli Laugavegs og Kringlunnar. Fjölskylduþakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB J J DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari J j Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatiiboð Venjulegt verð: 144.699. AMBRA 386 tölvurnar eru til afgreiöslu strax. AMBRA 486 tölvurnar eru til afgreiðslu 18. desember. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:156.699. rm Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:166.699. Fjölskyldupakki CS AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatilboð msm Venjulegt verð: 184.699. CD Raðgreiðslur KAUPLEIGU- SAMNINGAR *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.