Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐiÐ ÞRIÐJUDAGUK 8. DESEMBER 1992 27 Súluritið hér til hliðar sem sýnir tekjuskatt sem hlutfall af brúttótekjum 1991 birtist í nýjasta tölublaði The Economisl. Texti með súluritinu er svohljóðandi: Súluritið sýnir tekjuskatta, þar með talið útsvar, af meðaltalstekjum starfsmanna við framleiðslustörf sem hafa fyrir fjögurra manna heimili að sjá. Byggt er á upp- lýsingum Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OECD). Árið 1991 borgaði danskur verkamaður af þessu tagi 36% af launum í tekjuskatta, en stallbræður hans í Frakklandi, Lúxemborg, Portúgal og á íslandi um eða innan við 1%. Væri tekið tillit til ýmiss konar frádráttarliða, svo sem vaxtaafsláttar vegna húsnæðislána og lífeyris, væri skattbyrðin minni í flestum landanna. Ef launatengd gjöld launþeganna og bamabætur væm talin launþeganum til tekna hefði danski iðn- verkamaðurinn 68% af tekjum sínum til ráðstöfunar. Ráðstöfunarfé hins fslenska yrði hins vegar 117% af brúttótekjum, þökk sé nflegum ijölskyldubótum. Tekjuskattan sem hlutfall af heildantekjum árið 1991 Meðaltekjur fjölskyldumanns með tvö börn, ekki er tekið tillit til ósamræmdra skattaafslátta Fjáraukalög 1992 Fjárlag'anefnd samþykk- ir 335 millj. aukin útgjöld FJARLAGANEFND hefur sam- þykkt viðbótarútgjöld í frum- varpi til fjáraukalaga fyrir árið 1992 að upphæð rúmlega 335 milljónir króna. Meðal breytinga á frumvarpinu sem meirihluti nefndarinnar gerir eru rúmlega 100 millj. króna aukin útgjöld sjúkratrygginga Trygginga- stofnunar ríkisins og um 120 millj- óna króna hækkun útgjalda til rík- isspítala en þar er um að ræða við- bótarkostnað vegna þess að fallið var frá sumarlokun á öldrunardeild og bamageðdeild ríkisspítalanna í tengslum við gerð kjarasamninga sl. vor. Þá er samþykkt um 60 millj. kr. aukin framlög til Borgarspítala. Fj áraukalagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi 19. október og í nefndaráliti meirihluta fjárlaga- nefndar kemur fram að fallist hefur verið á flestar tillögur ráðuneyt- anna um auknar gíeiðsluheimildir um fram það sem kom fram í sjálfu frumvarpinu. Erfitt tíðarfar í Ameshreppi Skólabörn í helgarfríið á vélsleðum Djúpavík.^ IBUAR Arneshrepps í Stranda- sýslu hafa ekki farið varhluta af umhleypingasömu veðurfari síð- ustu vikurnar. Rafmagnslaust varð á öllum bæjum í hreppnum í óveðrinu 23. nóvember sl. og komst rafmagn ekki á fyrr en síðdegis hinn 26. Þetta erfiða tíðarfar hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á sam- göngur sem þó eru erfiðar fyrir yfir vetrartímann. Áætlunarflug Islandsflugs féll niður tvisvar sinn- um en föstudaginn 27. var loksins hægt að fljúga öllurn þorpsbúum til ómældrar ánægju vegna þess að þá komu dagblöðin fyrir alla vikuna sem menn voru orðnir langeygðir eftir. Meðan á rafmagnsleysinu stóð varð að flytja skólabörnin úr skólan- um vegna kulda þar sem olíukynd- ing skólans var ekki í lagi þegar til átti að taka. Vegna veðurs var þó ekki hægt að koma öllum böm- unum til sinna heimila og var þeim komið fyrir á bæjum sem betur lágu við. Þau börn sem lengst eiga heima úr skóla búa á Djúpavík og hafa þau ekki komist heim í helgarfrí síðan 16. nóvember fyrr en núna. Farið var með þau á vélsleða og var það bóndinn á Bæ sem flutti þau. - E.S. -----♦ » ♦----- Ólafsfjörður Snjóflóð tók vatnsleiðslu í sundur UM KÍLÓMETRA breitt siyóflóð féll í Skeggjabrekkudal í Ólafs- firði á laugardagskvöld og tók í sundur hitaveituleiðslu. Gert hef- ur verið við leiðsluna til bráða- birgða. Talið er að tjónið nemi um einni milljón króna, en búist er við að það fáist bætt úr trygg- ingum. Kristinn Hreinsson, settur bæjar- stjóri í Ólafsfirði, sagði að Hitaveita ólafsfjarðar væri með holur á tveimur stöðum, Skeggjabrekkudal og í Laugarengi, en þar væri aðal- hola veitunnar. Laxeldistöðin Laxós og einn bær í Ólafsfirði fá vatn úr holunni á Skeggjabrekkudal. Brugðist var skjótt við eftir að leiðslan fór í sundur og hún tengd til bráðabirgða, en Kristinn sagði að vegna aðstæðna væri ekki unnt að gera við leiðsluna fyrr en næsta vor. Atvikið varð til þess að minni þrýstingur varð á bæjarkerfinu og var skrúfað fyrir vatn til sund- laugarinnar til að létta á kerflnu. MA7DA R9R IVI/At-L/rA UlIU , BILL ARSINS 1993! Hinn nýi MAZDA 626, sem kom á markaðinn á þessu ári hefur hvan/etna fengið fádæma lofsamlegar umsagnir og dóma. Nú nýlega völdu bílagagnrýnendur í Danmörku MAZDA 626 „BÍL ÁRSINS 1993" og sigraði hann keppinautana með yfirburðum. í forsendum dómnefndar segir m.a. að MAZDA 626 hafi orðið fyrir valinu vegna einstakra aksturseiginleika, mikils rýmis og þæginda. Þetta er 13. árið í röð, sem þetta val fer fram og má geta þess að aldrei fyrr hefur bíll framleiddur í Japan hlotið þessa eftirsóttu viðurkenningu! Stigagjöf dómnefndar: 1. MAZDA 626..............................197 stlg 2. Toyota Carina E.........................160 " 3. Alfa Romeo 155 ........................ 77 " 4. Seat Toledo............................. 44 " 5. Toyota Corolla........................... 41 " 6. Mitsubishi Colt/Lancer................... 23 " 7. /8. Hyundai Elantra..................... 14 " 7./8. Rover 200 .......................... 14 " 9. Honda Civic...............................13 " Meira á næstu síðu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.