Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Frumvörp koinin fram um tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári Ríkið innlieimtir 1,4 milljarða kr. með nýju 14% virðisaukaþrepi Skattleysismörk lækka um rúmar 2.000 krónur SAMKVÆMT lagafrumvarpi um tekju og eignarskatt sem ríkisstjórnin samþykkti á laugardag, hækkar tekjuskatthlutfall um 1,5%, barnabæt- ur lækka um 30% en barnabótaauki er hækkaður um allt að 30% á móti. Þá verður lagður 14% virðisaukaskattur á þær atvinnugreinar sem áður hafa notið undanþága frá virðisaukaskattkerfinu eða hafa legið utan kerfisins. í frumvarpi um heilbrigðismál kemur fram að skerða á mæðra- og feðralaun verulega en á móti verður meðlag og barnalífeyrir hækkaður. Einnig lækkar hlutur ríkisins í skólatannlækn- ingum í 75%. I frumvarpi um tekjustofna sveitarfélaga kemur fram að aðstöðugjald verður afnumið um áramót og framlag í Lánasjóð sveitarfélaga skert um 110 miHjónir. Þessi lagafrumvörp eru hluti af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem náði á laugardaginn sam- komulagi um að skera ríkisútgjöld um 8-900 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atriðum þessara þriggja frumvarpa. h Áhrif breytinga á tekjuskatti og barnabótum á skattbyrði *tf» Mánaðar- Tekjuskatts- Breyting á Samtals Heildarbreyting tekjur.kr. áhrif.kr. bamabótum, kr. breyting, kr. (%) af tekjum I. Einstæðir foreldrar - eitt bam (meðaltekjur kr. 90.000} 60.000 -798 248 -550 -0,9% 90.000 -1.350 178 -1.172 -1,3% 100.000 -1.500 178 -1.322 -1,3% 150.000 -2.250 178 -2.072 -1,4% 200.000 -3.000 -1668 -4.668 -2,3% II. Hjón með tvö böm, annað yngra en sjö ára (meðaltekjur kr. 235.000) 100.000 0 -610 -610 -0,6% 150.000 -2.250 -610 -2.860 -1,9% 200.000 -3.000 -765 -3.765 -1,9% 235.000 -3.525 -1.634 -5.159 -2,2% 250.000 -3.750 -1.634 -5.384 -2,2% 300.000 -4.500 -1.634 -6.134 -2,0% 400.000 -6.000 -1.634 -7.634 -1,9% 450.000 -9.250 -1.634 -10.884 -2,4% 500.000 -12.500 -1.634 -14.134 -2,8% ► Um áramótin hækkar tekjuskatt- hlutfall um 1,5%, úr 32,8% í 34,3%. Verður þessi tekjuskatthækkun not- uð til að bæta sveitarfélögum upp afnám aðstöðugjalds sem fella á nið- ur um áramót. Þetta þýðir að skatt- hlutfall, með útsvari, hækkar úr 39,85% í 41,35%. Persónuafsláttur verður óbreyttur, 24.013 krónur á mánuði og lækka skattleysismörk við breytinguna í í 58.072 krónur úr 60.258 krónum. ► Taka á upp sérstakan 5% há- tekjuskatt sem leggst á tekjuskatt- stofn einstaklinga umfram 2,4 millj- ónir og á tekjuskattstofn hjóna um- fram 4,8 milljónir. Skatturinn verður lagður á vegna tekna næsta árs, 1993 og ársins 1994. Gert er ráð fyrir að þeir sem þurfa að greiða þennan skatt greiði fyrirfram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðsl- um mánuðina ágúst til desember á næsta ári og verður þá miðað við tekjur á árinu 1992 samkvæmt skatt- framtali. Gert er ráð fyrir að hækkun skatt- hlutfalls og álagning hátekjuskatts skili 3.150 milljónunum króna til rík- isins. Þetta jafngildir 1,4% hækkun á skattbyrði einstaklinga að jafnaði, samkvæmt útreikningum fjármála- ráðuneytis, en að teknu tilliti tíl lækkunar bamabóta er hækkunin tæplega 1,6%. ► Bamabætur verða lækkaðar á næsta ári um 30% að meðaltali og er áætlað að ríkið spari 500 milljón- ir vegna þess. Jafnframt verður bamabótaauki hækkaður. Bama- bótaaukinn er tekjutengdur og eftir þessar breytingar verður meiri hluti bamabótagreiðslna orðinn tekju- tengdur. Gert er ráð fyrir að heildar- greiðslur bamabóta einstæðra for- eldra með eitt bam og allt að 150 þúsund króna mánaðatekjur hækki þrátt fyrri lækkun á almennu bama- bótunum. Bamabætur eru nú 8.886 krónur á ári með fyrsta bami en eiga að , lækka í 6.220 krónur um áramótin. Með hveiju bami umfram eitt voru á þessu ári greiddar 27,591 krónur en sú upphæð á að lækka í 19.295 krónur. Að auki eru greiddar 20.240 krónur á hvert bam ef barnið er yngri en sjö ára en sú upphæð er 28.917 krónur nú. Bamabætur með börnum ein- stæðra foreldra lækka úr 66.725 krónum í 46.710 krónur með fyrsta bami. Með bömum umfram eitt lækka bamabætumar úr 70.960 krónum í 49.660 en úr 99.855 krón- um í 69.900 krónur ef bamið er Íngra en sjö ára. ► Bamabótaauki hækkar, þó meira hjá einstæðum foreldrum en hjónum. Hann hækkar úr 89.284 krónum á ári í 99 þúsund krónur hjá hjónum og í 114 þúsund hjá einstæðum for- eidrum. Jafnframt lækka þau tekju- mörk þar sem bamabótaaukinn byij- ar að skerðast, úr 1.098.000 krónum í 1.043.000 krónur hjá hjónum og úr 732 þúsund krónum í 695 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum. Þetta þýðir, að hjón með eitt bam missa bamabótaaukann alveg þegar þau hafa náð 2,45 milljóna árstekjum en þau mörk em nú um 2,3 milljón- ir. Hjón með tvö böm missa bama- bótaaukann við 2,7 milljóna króna árstekjur, samanborið við 2,5 milljón- ir nú, og hjón með þijú böm missa bamabótaaukann við rúml.ega 3 milljóna árstekjur en á þessu ári misstu þau bamabótaaukann við 2,8 milljóna árstekjur. Einstætt foreldri með eitt bam missir barnabótaaukann alveg við 2,32 milljóna árstekjur en þau mörk vom 1,95 milljónir á þessu ári. For- eldri með tvö böm missir bamabóta- aukann við 2,6 milljóna króna árs- tekjur í stað 2,15 milljóna nú, og foreldri með þijú börn missir bama- bótaaukann við tæplega 3 milljóna króna árstekjur í stað 2,45 milljóna nú. ► Fyrirhugað e'r að skerða vaxta- bætur vegna húsnæðiskaupa á skatt- árinu 1994 um 400 milljónir króna. Ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert, en í fmmvarp- inu er kveðið á um að framtalin vaxtagjöld verði skert um 10% og eignarmörk lækkuð um 20%. Þetta getur haft það í för með sér að vaxta- bætur skerðist um allt að 20% hjá þeim sem þeirra njóta. Ef tekið er dæmi af hjónum sem hafa 2,5 milljónir í tekjuskattstofn og 300 þúsund krónur í vaxtagjöld má ætla að þau hafí fengið 150 þús- und krónur í vaxtabætur á yfirstand- andi ári. Sú tala er fengin út á þann hátt, að 6% af tekjuskattstofni, 150 þúsund krónur, em dregin frá vaxta- gjöldunum. Miðað við sömu tekjur og sömu vaxtagjöld gætu þessi hjón búist við að vaxtabæturnar lækki í 120 þúsund krónur eða um 20%. Er þá miðað við að framtalin vaxtagjöld skerðist um 10%, eða í 270 þúsund krónur, og 150 þúsund séu dregin frá eins og áður. í öðmm tilfellum gæti verið um litla sem enga breytingu að ræða. Ef hjón em með 2,5 milljóna króna tekjur og 400 þúsund króna vaxta- gjöld nytu þau í báðum tilfelium fulls vaxtaafsláttar, 200 þúsund króna. ► Tekjuskattur lögaðila lækkar. Tekjuskattur hlutafélaga lækkar úr 45% í 33% í tveimur áföngum. Á næsta ári lækkar hann í 38% en í 33% árið 1994. Hins vegar lækkar tekjuskattur sameignarfélaga aðeins í 41%. Ekki þykir ráðlegt að færa tekjuskatthlutfall þessara aðila meira niður þar sem það er talið kunna að valda því að mikill fjöldi þeirra einstaklinga, sem em í at- vinnurekstri, myndi sjá sér hag í því að stofna sameignarfélög um rekstur sinn til að komast hjá skattlagningu. Jafnframt fellur niður heimild til að leggja 10% af hagnaði fýrirtækja í ljárfestingarsjóði og frádráttur út- hlutaðs arðs lækkar úr 15% í 10% af nafnvirði hlutafjár. ► Aflagðar verða undanþágur virð- isaukaskatts af bókum, blöðum, tímaritum, húshitun og afnotagjöld- um útvarps og sjónvarps. Þessar greinar hafa hingað til ekki innheimt virðisaukaskatt af seldri þjónustu, en hafa fengið endurgreiddan inn- skatt af aðföngum. Þá leggst virðis- aukaskattur á atvinnugreinar, sem hingað til hafa legið utan virðisauka- skattkerfísins, svo sem hótel- og gistihúsarekstur og fólksflutningar. I öllum þessum tilfellum er um að ræða nýtt 14% virðisaukaskattþrep. Gert er ráð fyrir að þessar breyt- ingar verði í þremur áföngum: * Virðisaukaskattur á húshitun leggst á um áramót. Á það að skila ríkinu um 500 milljóna króna tekjum. Til að draga úr áhrifum virðisauka- skattsins verður hluti skattsins, eða um 200 milljónir króna, endurgreidd- ur. Um áramót á einnig að lækka endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúð- arhúsnæði úr 100% í 60%. * Um mitt næsta ár á að leggja virð- isaukaskatt á afnotagjöld útvarps og sjónvarps, og áskriftir blaða og tíma- rita og sölu íslenskra bóka. * í upphafíjársins 1994 verður lagð- ur virðisaukaskattur á ferðaþjónustu. Um leið verður tryggingargjald af ferðaþjónustu lækkað úr 6% í 2,5% Gert er ráð fyrir að ríkið inn- heimti um 1,4 milljarð króna sam- kvæmt þessu nýja virðisaukaskatt- þrepi á næsta ári. Er það nokkru minna en áður var ráðgert vegna þess að breytingarnar koma fram á lengri tíma. ► Samkvæmt frumvarpi að lögum um almannatryggingar eiga að verða þær breytingar á tryggingabótum um áramótin að meðlag og barnalí- feyrir hækkar úr 7.551 krónur á mánuði í 11.300 krónur á mánuði. Jafnframt eru feðra og mæðralaun lækkuð verulega. Þau falla niður með fyrsta bami en eru nú 4.732 krónur á mánuði. Þá lækka mæðralaun með tveimur bömum úr 12.398 krónum á mánuði í 3.000 krónur, og mæðra- laun með þremur bömum og fleiri lækka úr 21.991 krónu á mánuði í 7.750 krónur. Einnig verður heimilt að tekjutengja greiðslu mæðra- og feðralauna. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðuneytisins skerðast heild- Samkvæmt dómi Hæstaréttar er setningu bráðabirgðalaganna jafnað til uppsagnar kjarasamninga BHMR og ríkisins. Hæstaréttarlögmennirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson sögðu báðir að þetta atriði væri veikasti hlekkurinn í röksemdarfærslu dómsins og orkaði mjög tvímælis. Þetta væri þó niður- staða dómsins sem hefði í för með sér mikila óvissu því í lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna segir að fara eigi eftir ákvæð- um síðasta kjarasamnings þar til nýr hefur verið gerður. Ágreiningur er því um hvort 5. og 15. grein samn- ings BHMR og ríksins, sem fjallar um að aðilar geti krafist breytinga á samningi verði aðrar almennar hækkanir á launakjörum annarra arbætur einstæðra foreldra ekki þrátt fyrir þessar breytingar þótt meðlagshækkun sé minni en nemur lækkun mæðralauna þar sem þau eru skattlögð en meðlög og bamalífeyrir ekki. Þetta á að spara um 500 millj- óna króna útgjöld heilbrigðisráðu- neytisins á næsta ári, að sögn Jóns Sæmundar Siguijónssonar deildar- stjóra í heilbrigðisráðuneyti. í fjármálaráðuneytinu munu menn ekki vera sérlega ánægðir með þessa spamaðaraðgerð heilbrigðisráðu- neytisins, þar sem við hana verður ríkið af skatttekjum, sem gætu num- um vel á annað hundrað milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, þannig að spamað- ur ríkisins sé minni sem því nemi. Biðtími sem einstæðir foreldrar hafa eftir að sambúð er tilkynnt styttur úr tveimur ámm í eitt. Að sögn Jóns Sæmundar Siguijónssonar er þetta, og lækkun mæðra og feðra- launa, gert til að draga úr misnotkun á því að foreldrar skrái sig einstæða til að njóta hærri tryggingabóta frá ríkinu. Og stefnt sé að því að mæðra- og feðralaun verði felld út og ein- stæðir foreldrar fái þau í breyttu formi, svo sem í gegnum bamabætur og bamabótaauka. ► Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjúkratryggingar greiði ekki fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsóknir nema sjúklingur hafi til- vísun frá heimilis- eða heilsugæslu- lækni. Þetta þýðir að ef sjúklingur fer til sérfræðings án milligöngu heimilis- eða heilsugæslulæknis verð- ur sjúklingurinn að greiða sjálfur reikning sérfræðingsins. Þó er gert ráð fyrir að ráðherra geti með ákveð- ið undanþágur frá þessu með reglu- launþega, hafa verið vaktar til lífsins með dómi Hæstaréttar. Viðar Már sagði það sitt álit að kjarasamningurinn gilti áfram og tæki þeim breytingum sem hann kvæði á um. Tók Sólveig Backman, formaður stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu, undir sjónarmið Við- ars Más. Jón Steinar sagði hins veg- ar að í samningnum sjálfum hefði verið ákvæði um gagnkvæman upp- sagnarrétt eftir 30. september 1990. Breytingar á launakjörum eftir þann tíma hefðu ekki getað tekið gildi. „Ég held að rétt skýring á þessari réttar- stöðu sé sú að eftir að annar aðilinn er búinn að segja upp samningnum, samkvæmt heimild í honum sjálfum, verði ekki um frekari breytingar á kjörum að ræða samkvæmt honum. gerð. Þetta á að spara ríkinu 200 milljónir króna. ► Ákveðið hefur verið að draga enn úr lyfjakostnaði. Samkvæmt frum- varpinu verða einungis lífsnauðsyn- leg lyf ókeypis en vegna annarra lyfla þurfí sjúklingar að greiða hlut- deild í kostnaði. Ekki hefur verið gefin út lyfjareglugerð með frum- varpinu, en að sögn Jóns Sæmundar Siguqónssonar er gert ráð fyrir að með þessum breytingum verði svo- nefnd lyfjakort nánast aflögð. Gegn framvísun þeirra hafa sjúklingar fengið ákveðin lyf ókeypis. Með þessu er áætlað að ríkið spari sér 170 milljóna króna útgjöld. ► Loks hefur verið ákveðið að hækka greiðsluhlutfall vegna skóla- tannlækninga úr 15% í 25%. Einnig þarf að greiða 25% kostnaðar vegna tannverndar. Einnig er gert ráð fyrir að elli og örorkulífeyrisþegar, sem njóta fulltrar tekjutryggingar, greiði 25% fyrir tannlæknaþjónustu. Þó er heimilt að fella niður greiðsluþátt þessara bótaþega samvkæmt reglu- gerð sem ráðherra setur. Þetta á að spara ríkinu 170 milljónir króna. ► Samkvæmt frumvarpi sem ríkis- stjómin samþykkti á laugardag verð- ur framlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skert um 110 milljónir króna og er lagt til að það komi til skerðingar á framlagi til Lánasjóðs sveitarfélaga. ► Samkvæmt sama frumvarpi verður aðstöðugjald fellt niður um áramótin. í stað aðstöðugjalds gjald- ársins 1993 fá sveitarfélög sérstakt framlag úr ríkissjóði sem svarar til 80% af áætluðu álögðu aðstöðugjaldi á þessu ári. Ég held einfaldlega að menn standi uppi með það að þurfa að gera nýjan kjarasamning núna,“ sagði Jón Steinar. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði það skilning samtakanna að farið verði eftir samningum þar til nýr hefði verið gerður í samræmi við 12. grein samningsréttarlaganna en ágreiningur um það væri óleystur. BHMR-félagar fjölmenntu á fund- inn í gær þar sem fjallað var um hinar ýmssu hliðar á dómi Hæstarétt- ar sem féll í síðustu viku. Fundar- menn voru sammála um að helsta niðurstaða dómsins hefði verið sú að ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar hefði brotið jafnræðisreglu stjóm- arskrárinnar með setningu bráða- birgðalaganna. Þá kom fram á fund- inum að þótt félagafrelsisnefnd Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar hefði komst að þeirri niðurstöðu, vegna kæru BHMR til stofnunarinnar, að setning bráðabirðalaganna hefði ekki brotið gegn samþykktum stofnun- arinnar hefðu samtökin krafist þess að sérfræðinganefnd Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) fjallaði um málið í kjölfar dóms Hæstaréttar og væri niðurstöðu hennar að vænta innan tíðar. GSH Dómur Hæstaréttar í máli BHMR Ovíst hvort BHMR-félagar eiga rétt á launahækkunum annarra ÓVISSA ríkir um hvort dómur Hæstaréttar í máli BHMR hefur í för með sér að félagsmenn samflotsfélaga BHMR eigi rétt á 1,7% launhækkun og 8.000 kr. orlofsuppbót sem samið var um í almennu kjarasamningunum sl. vor og annarri launaleiðréttingu í samræmi við ákvæði kjarasamnings BHMR og ríkisins þar til nýr kjarasamn- ingur hefur verið gerður. Hefur BHMR sett fram kröfur um að fé- lagsmönnum beri hækkanir í samræmi við hækkanir sem aðrir laun- þegar hafa fengið en viðræður við ríkið um þetta eru ekki hafnar. A fundi sem BHMR-félagar voru boðaðir á í gær komu fram skiptar skoðanir lögfræðinga um hvort dómurinn opnaði möguleika á að nýta ákvæði síðasta kjarasamnings um launabreytingar í samræmi við hækkanir á launakjörum annarra launþega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.