Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
Menn átti sig á stöðunni
Jón Baldvin Hannibalsson og Kristín Einarsdóttir eru ósammála um hver staða EES sé núna. Geir H. Haarde
og Ragnar Amalds finnst staðan óljós.
Óviss staða EES eftír
þjóðaratkvæði í Sviss
UTANRÍKÍSRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, telur
að Alþingi sé ekkert að vanbúnaði til að samþykkja frum-
varp til staðfestingar á samningnum um Evrópskt efnahags-
svæði, EES. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss
knýi á um að íslendingar staðfesti samninginn til að þeir
geti verið fullgildir aðilar að nauðsynlegri tæknilegri end-
urskoðun á samningnum. Ymsir stjórnarandstæðingar telja
nauðsynlegar breytingar verða svo stórfelldar að um gjör-
breyttan samning sé að ræða. Alþingi geti ekki staðfest
úreltan gjörning. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks
Alþýðubandalags, og Geir H. Haarde, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokks, vilja að menn reyni að átta sig á breytum
aðstæðum og réyni að ná samkomulagi eftir að utanríkis-
ráðherra kemur heim af ráðherrafundi EFTA síðar í vik-
unni. Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar-
flokks, útilokar ekki að samkomulag geti tekist eftir að
menn hafi náð áttum.
í gær var staða samnings um
Evrópskt efnahagssvæði, EES, til
umræðu utan dagskrár að beiðni
Samtaka um kvennalista. Þessi
umræða var samkvæmt fyrri máls-
grein 50. greinar þingskapa þannig
að ráð var fyrir því gert að hún
skyldi ekki standa lengur en hálf-
tíma.
Fallinn í Sviss og úreltur
annars staðar
Talsmaður Samtaka um kvenna-
lista, Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
sagði ljóst að eftir að Svisslending-
ar hefðu fellt samninginn um EES
í þjóðaratkvæði, stæði Alþingi
frammi fyrir því að fjalla um samn-
ing sem ekki endurspeglaði raun-
verulega stöðu mála. Það væri ljóst
að gera yrði meiri og víðfeðmari
breytingar en einungis tæknilegar
gætu talist. Hlutur EFTA væri í
mestu óvissu; eftir brottfall Sviss-
lendinga væri EFTA ekki lengur
aðili að þessum samningi. Þar að
auki þyrfti að semja um kostnaðar-
skiptingu á nýjan leik. Kristín vildi
vísa á bug yfirlýsingum utanríkis-
ráðherra sem fram hefðu komið í
sjónvarpsviðtali kvöldið áður um að
íslendingar yrðu útlokaðir frá þátt-
töku í viðræðum um endurskoðun
samningsins ef þeir hefðu ekki stað-
fest þá samningsgjörð sem Sviss-
lendingar hefðu nú um helgina
hafnað. Ræðumaður vitnaði til 129.
greinar samningsins þar sem segir:
„Samningur þessi öðlast gildi 1.
janúar 1993 að því tilskyldu að all-
ir samningsaðilar hafí afhent full-
gildingar- eða samþykktarskjöl sín
til vörslu fyrir þann dag. Eftir. þann
dag skal samningurinn öðlast gildi
fyrsta dag annars mánaðar eftir
síðustu tilkynninguna. Lokafrestur
varðandi þá tilkynningu skal vera
30. júní 1993. Eftir þann dag skulu
samningsaðilar boða til ráðstefnu
stjómarerindreka til að meta stöðu
mála.“ Kristínu sýndist nú vera tími
til að endurmeta þetta mál og spurði
hvort dagsetningin 30. júní gilti
ekki lengur.
Ekkert að vanbúnaði
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra vísaði til þess að
129. grein og samþykktir við samn-
inginn kvæðu á um hvemig fara
skyldi með mál af þessu tagi. Fyrri
ræðumaður hefði gert grein fyrir
því hvemig bregðast skyldi við ef
eitthvert land stæðist ekki tíma-
mörkin. En í annan stað væri kveð-
ið á um hvemig með skyldi fara
ef einhver samningsaðila felldi
samninginn. Utanríkisráðherra
vitnaði til samþykktar samningsað-
ila vegna 129. greinar: „Ef einhver
[samningsaðila] fullgildir ekki
samninginn skuiu hinir samnings-
aðilamir boða til ráðstefnu stjómar-
erindreka til að meta áhrif fráviks
frá fullgildingu samningsins og
skoða möguleika á að samþykkt
verði bókun um breytingar sem
verða með fyrirvara um nauðsyn-
lega meðferð innanlands. Slík ráð-
stefna skal haldin jafnskjótt og ljóst
er að einhver samningsaðili muni
ekki fullgilda samninginn eða í síð-
aðsta lagi ef dagsetning gildistöku
samningsins er ekki virt.“
Utanríkisráðherra taldi Alþingi
ekki vera neitt að vanbúnaði að
samþykkja frumvarp til laga um
EES'. 1. grein þess frumvarps væri
heimildarákvæði um að fullgilda
fyrir íslands hönd samninginn um
EES og samninga EFTA-ríkjanna
um eftirlitsstofnun og fastanefnd.
Utanríkisráðherra benti á að þessi
fyrsta grein væri það eina sem fengi
'lagagildi strax. Og 5. grein hljóð-
aði: „Ákvæði 1. gr. laga þessara
öðlast þegar gildi. Önnur ákvæði
laganna öðlast gildi um leið og
EES-samningurinn öðlast gildi að
því er ísland varðar." Utanríkisráð-
herra sagði að þetta þýddi á
„mannamáli" að samningurinn
sjálfur fengi ekki lagagildi fyrr en
við hefðu afhent fullgildingarskjöl
og öll önnur ríki hefðu gert það
einnig.
Það sem myndi gerast áður en
samingurinn gengi í gildi væri að
efnt yrði til fyrrgreindar ríkjaráð-
stefnu. Og þar myndu menn kom-
ast að niðurstöðu um þær tæknilegu
breytingar sem yrði að gera. Strika
út nöfnin Sviss og EFTA þar sem
við ætti og önnur þau atriði sem
upp kynnu að koma. Ná samkomu-
lagi um þessar viðbótarbreytingar
°g leggja það fyrir sín þing.
Það lægi fyrir að forsvarsmenn
annarra EFTA-ríkja hefðu þegar
lýst afstöðu sinni sem væri á þá
leið að pólitískur vilji til að hrinda
málinú í framkvæmd væri óbreytt-
ur. Utanríkisráðherra sagði nauð-
synlegt að við samþykktum frum-
varpið um EES til þess að hafa það
á hreinu að við hefðum aðild að
framhaldi málsins.
Utanríkisráðherra treysti sér
ekki til að segja til um það hvað
nýliðnir atburðir og fyrirsjáanleg
viðbrögð myndu teQa EES-málið
mikið. En ráðherrar EFTA-ríkjanna
myndu koma saman 10. og 11. þ.m.
og í framhaldi að því myndu ráð-
herrar þeirra ríkja sem vildu ljúkja
málinu koma saman til sérstaks
fundar. Við myndum óska eftir því
að ríkjaráðstefnan kæmi saman hið
allra fyrsta. Utanríkisráðherra
greindi einnig frá því að fram-
kvæmdastjóm EB hefði lýst því
yfír að pólítískur vilji væri óbreytt-
nir. Utanríkisráðherra lagði áherslu
á það að engin ástæða væri fyrir
Alþingi Islendinga til að leggja
hendur í skaut, heldur þvert á móti
væri það í samræmi við íslenska
hagsmuni að taka af öll tvímæli um
ókkar afstöðu með því að staðfesta
þetta frumvarp svo ekki sé neinn
vafi um vilja Alþingis og ríkisstjóm-
ar og að við yrðum fullgildir aðilar
að því að ljúkja málinu.
Breytt staða
Páll Pétursson (F-Nv) formaður
þingflokks framsóknarmanna taldi
EES-málið nú vera í allt annarri
stöðu en áður. Hugmyndin um
EFTA sem aðra af tveimur stoðum
EES væri nú dauð. Það væri frá-
leitt að ætla Alþingi það hlutskipti
að fjalla um samning sem aldrei
kæmi til framkvæmda. Björn
Bjarnason (S-Rv) sagði það vera
ákaflega mikilvægt að fulltrúar ís-
lands sætu við sama borð og fulltrú-
ar þeirra ríkja sem þegar hefðu
gengið frá formlegum heimildum
til fullgildingar. Bjöm sagði úrslitin
í Sviss gera þá kröfu til þingmanna
að þeir könnuðu til hlítar hvemig
staðið skyldi að_ afgreiðslu EES-
mála á Alþingi. Úrslitin leiddu ekki
til þeirrar niðurstöðu að menn ættu
að leggja hendur í skaut. En hitt
væri jafn mikilvægt og áður að
reyna að ná sem víðtækastri sam-
stöðu um málsmeðferð enda væri
tekið tillit til hinnar breyttu stöðu.
Bjöm taldi að úrslitin í Sviss hefðu
ekki þau áhrif hér á landi að efnisá-
stæður væm fyrir öðm en því að
staðfesta EES-samninginn.
Ólafur Ragnar Grímsson
(A-Rv) og Jóna Valgerður Krislj-
ánsdóttir (SK-Rv) vom fyrra ræðu-
manni mjög ósammála um að að
engar nýjar efnisástæður væm í
vegi fyrir samþykkt EES-samn-
ingsins. EFTA væri fallið út með
Sviss og eftir stæði lauslegt sam-
band þeirra ríkja sem eftir væra.
Og á næstunni væm ekki þær tíma-
setningar sem gerðu samþykkt
samningsins að formlegri nauðsyn.
Rannveig Guðmundsdóttir
(A-Rn) lagði hins vegar áherslu á
að EES-samningurinn gerði ráð
fyrir því hvemig með þessi mál
skyldi fara, og því væri nauðsynlegt
að íslendingar staðfestu samning-
inn til að vera fullgildir aðilar að
framhaldi málsins.
„Pínleg staða“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) sagðist hafa höggvið eftir
því að utanríkisráðherra hefði í
kvöldfréttum sjónvarpsins talað um
svissneskt lýðræði og þjóðarat-
kvæði sem vandamál. Ingibjörg
Sólrún taldi það ekki eiga að vera
vandamál að leyfa þjóð að segja
sitt álit, þótt það kynni að valda
stjómvöldum ákveðnum vanda.
Ingibjörg Sólrún greindi frá því
að sænskir þingmenn teldu mikil-
vægt að fá upplýst hvar íslendingar
stæðu svo þeir þyrftu myndu ekki
standa frammi fyrir þvi að samn-
ingsniðurstaðan strandaði á íslend-
ingum í það skiptið og þeir yrðu
þá að semja í þriðja sinn. Ingibjörg
Sólrún taldi það vera „pínlega
stöðu" fyrir ríkisstjómina að geta
ekki sannfært sína samningsaðila
um að hún hefði meirihluta fyrir
samningnum. En á hinn bóginn vildi
Ingibjörg Sólrún benda á að -við
gætum verið með í áframhaldandi
samningsferli á meðan við hefðum
ekki hafnað EES-samningnum.
Hún vildi einnig greina þingheimi
frá því áliti sínu að það væri ekki
boðlegt fyrir Alþingi að samþykkja
fmmvarp sem vitað væri að ekki
stæðist.
„Þegar miklir atburðir gerast
eiga litlir karlar að þegja, eins og
skáldið sagði,“ sagði Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson (S-Rv). „Ef menn
hafa ekki gefíð sér tíma áður til
að hugsa um okkar stöðu, hljóta
þeir að gera það núna og forðast
allt fljótræði. I mínum huga er al-
veg ljóst að stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins yrði brotin ef drögin
að Evrópska efnahagssvæðinu yrðu
samþykkt eins og þau er nú. Til
þess fær mig enginn maður. Frá
því að Bjöm Þ. Guðmundsson pró-
fessor sendi utanríkismálanefnd álit
sitt í júlí síðastliðnum hefur hann
haldið áfram rannsóknum sínum og
einkum skoðað frekar norrænan
rétt. Þetta hefur leitt til þess, að
hann telur sig ekki lengur í vafa
um, að samningurinn um EES bijóti
í bága við íslensku stjórnarskrána."
Eyjólfur Konráð greindi frá því að
Björn hefði greint utanríkismála-
nefnd frá þesSu áliti sínu og hann
hefði nú leyft sér að greina Alþingi
frá því.
Samkomulag í uppnámi
Ragnar Arnalds (Ab-Nv), for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lags, greindi frá því að samkomulag
hefði verið um að önnur umræða
um framvarpið um staðfestingu
EES-samningsins færi fram 12.,
14. og 15 desember en allir flokkar
stjórnarandstöðu hefðu haft fyrir-
vara um niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í Sviss. Það væri Ijóst
að stjórnarandstaðan þyrfti tíma til
að kynna sér málið í nýju ljósi við
í stað fjárlagafrumvarpsins
verða tekjuöflunarfmmvörp ríki-
stjómarinnar til fyrstu umræðu í
dag, fmmvarp um breytingar í
skattamálum og fmmvarp um
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar. Meðal efnisatriða þess-
ara fmmvarpa er hækkun á tekju-
skatti einstaklinga, sérstakur bá-
tekjuskattur, niðurfelling á mæðra-
og feðralaunum með fyrsta bami
og lækkun á mæðra- og feðralaun-
um með tveimur bömum og fleiri
breytar aðstæður. Utanríkisráð-
herra væri á fömm til útlanda til
að fjalla um þetta mál. Við heim-
komu hans yrði auðvitað að fara
fram sérstök umræða um stöðu
þessa máls. Ákvörðun um aðra
umræðu yrði ekki tekin fyrr en
menn hefðu áttað sig á því hvemig
þetta mál stæði.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra vildi benda á að hér
væri ekki um að ræða samning
milli EFTA og EB. Þetta væri
samningur milli EFTA-ríkja og EB.
Og eftir að utanríkisviðskipta- og
evrópumálaráðherrar EFTA-ríkj-
anna annarra enn Sviss hefðu ráðið
sínum ráðum þá yrðu niðurstöðum-
ar væntalega kynntar fyrir upphaf
annarrar umræðu. Hann ítrekaði
að ekki mætti leika á tveim tungum
að pólitískur vilji íslendinga til að
ljúka þessu máli væri óbreyttur.
Reynum að nota tímann
Þegar utanríkisráðherra hafði
lokið ræðu sinni var liðinn sá tími
sem ætlaður var til þessarar utan-
dagskrámmræðu. En þá var eftir
að ræða gæslu þingskapa. Ólafur
Ragnar Grímsson og Svavar
Gestsson (Ab-Rv) töldu ekki bara
nauðsynlegt að fjalla um staðfest-
ingarfmmvarp EES heldurög fylgi-
framvörp því tengdu. Innti Svavar
Gestsson forseta Alþingis, Salome
Þorkelsdóttur, eftir því hvemig
ætti að haga þinglegri meðferð
þessara mála. Geir H. Haarde
(S-Rv), formaður þingflokks Sjálf-
stæðismanna, sagði ekki sanngjarnt
að ætlast til þess að þingforseti
svaraði þessari spumingu sam-
stundis. Formenn þingflokkanna
hefðu fundað í hádeginu um þessi
mál. Þessi mál væm til umræðu
milli þingflokka og forsætisnefnd-
arinnar. Það væri ljóst að fara yrði
vel yfír þessi mál. Það væm breytar
aðstæður; menn þyrftu að átta sig
á breyttum aðstæðum. Það lægi nú
ljóst fyrir að ekki myndi frekara
gerast fyrr en utanríkisráðherra
kæmi heim að nýju síðar í vikunni.
Það væri skynsamlegast að menn
héldu ró'sinni og reyndu að átta
sig á breytum aðstæðum og reyndu
að ná samkomulagi. Páll Péturs-
son formaður þingflokks Fram-
sóknarmanna vildi ekki útiloka að
gott samstarf gæti tekist um þing-
störfín. Hann tók undir ráðlegging-
ar um að menn ættu að nota tím-
ann til að átta sig á breyttum að-
stæðum. Hann taldi að þetta væri
sérstakt heilræði fyrir utanríkisráð-
herrann. Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra rifjaði það
upp að umræða og afgreiðsla samn-
ingsins um EES, hefði verið frestað
sérstaklega vegna tilmæla Fram-
sóknarflokksins. Niðurstaða þjóðar-
atkvæðagreiðslu í Sviss hefði í engu
breytt um okkar forsendur. Hann
vildi koma þeirri ósk eða áliti á
framfæri að ekkert hefði gerst sem
breytt gæti samkomulagi um viti
boma og skynsamlega meðferð
mála.
Auk fyrrgreindra tóku til máls:
Hjörleifur Guttormsson (Ab-Rv),
Anna Ólafdóttir Bjömsson (SK-Rv),
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv),
Ingibjörg Pálmadóttir (F-VÍ) og Jón
Helgason (F-Sl).
og heimild til að tekjutengja þessar
greiðslur. Til að vega nokkuð á
móti þessum breytingum hækkar
bamalífeyrir og meðlag.
Þingleg afgreiðsla samnings um
Evrópskt efnahagssvæði, EES, og
fmmvarpa sem flutt eru í tengslum
við hann em í mikilli óvissu en von-
ast er eftir því að þau mál skýrist
eftir að utnaríkisráðherra kemur
heim af ráðherrafundi EFTA næst-
komandi föstudagskvöld.
Umræðu um fjárlaga-
frumvarp er frestað
AFGREIÐSLA þingmála hefur tekið nokkrum breytingum frá því
sem að var stefnt. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hafði verið gert
ráð fyrir því að önnur umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið
1993 hæfist i dag en þeirri umræðu var frestað fram á fimmtudag
að beiðni Karls Steinars Guðnasonar formanns fjárlaganefndar.