Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 37

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 AKUREYRI Ferðamálafélag Eyjafjarðar Áhyggjur vegna skatts á gistingu Á aðalfundi Ferðamálafélags Eyjafjarðar var lýst yfir áhyggj- um vegna efnahagsaðgerða ríkis- sljórnarinnar er snúa að ferða- þjónustu, „en lækkun tryggingar- gjalds og niðurfelling aðstöðu- gjalds mun ekki vega upp á móti álagningu 14% virðisaukaskatts á gistingu og fólksflutninga," segir í ályktun frá félaginu. „I ferðaþjónustu liggja miklir framtíðarmöguleikar og fjöldi nýrra atvinnutækifæra ef rétt er á málum haldið. Þessum möguleikum er nú stefnt í mikla tvísýnu með efnahags- aðgerðum ríkisstjómarinnar. I þessu sambandi er vert að líta til Sviþjóðar en þar fór saman á síðasta ári; ný skattlagning á ferðaþjónustu og að þýskum ferðamönnum fækkaði um 300.000. í stað sífellt aukinna álaga á ferðaþjónustu sem hljóta að leiða til fækkunar ferðafólks, ber ríkis- valdinu að styðja og styrkjá ferða- þjónustuna með öllum tiltækum ráð- um, s.s. með stóraukinni markaðs- sókn og landkynningu," segir í álykt- uninni. Glerárkirlqa var fullsetin þegar hún var vígð á sunnudag. Glerárkirkja Morgunblaðið/Rúnar Þór Olafur Rafn Olafsson kjörinn for- maður Varðar AÐALFUNDUR Varðar FUS (Félag ungra sjálfstæðismanna) var haldinn hinn 22. nóvember í félagsheimili sjálfstæðismanna í Kaupangi. I stjóm vom kjömir: Olafur Rafn Ólafsson, formaður, Friðrik Agn- arsson, varaformaður, Jón Stefán Einarsson, gjalkeri, Jens . Garðar Helgason, ritari, Laurent Friðrik Ólafsson, spjaldskrárritari, Magnús Sæmundsson, meðstjómandi og Birgir Júlíusson, meðstjórnandi. I varastjóm vom kjörnir: Gísli Símon- arson, Björn Björnsson og Ólafur Rúnar Ólafsson. Fjöldi fólks við vígsluathöfn BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði Glerárkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni siðast- Iiðinn sunnudag, m.a. kirkju- málaráðherra, Þorsteini Páls- Morgunblaðið/Rúnar Þór Kveikt á Randestrénu Fjöldi fólks kom saman á Ráðhústorgi á laugardag þegar kveikt vom ljós á jólatrénu, sem er gjöf frá vinabæ Akureyrar í Danmörku, Ran- des. Slydda var meðan á athöfninni stóð og vom því margir orðnir blautir og kaldir þegar jólasveinamir mættu á svæðið. Marianne Jens- en garðyrkjustjóri í Randes var viðstödd er ljós vom tendmð á trénu og kom hún færandi hendi, en 23 fjölskyldur fengu að gjöf jólatré frá Randesbúum. Kirkjukór Akureyrarkirkju, Bamakór Akureyrarkirkju, Kór verkmenntaskólans og Lúðrasveit Akureyrar sáu um tónlistarflutn- ing við athöfnina. syni, herra Pétri Sigurgeirssyni biskupi, sem tók fyrstu skóflu- stungu að byggingunni fyrir rúmum átta árum og sóknar- prestum við Glerárkirkju, full- trúum bæjarstjómar Akureyrar og fleirum. Bárast kirkjunni margar gjafir og kveðjur í tilefni dagsins. Hvert sæti kirlqunnar var skipað og var setið og staðið í hliðarsölum að auki. Biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, vígði kirkjuna, sr. Bolli Gústafsson vígslubiskup þjón- aði fyrir altari og sóknarpresturinn sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Birgir Snæbjömsson, prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi, aðstoð- uðu í athöfninni. Bárast kirlq'unni gjafir og kveðj- ur á vígsludaginn. í hátíðarmessu á vígsludaginn var fmmfluttur sálmurinn í Glerár- kirkju eftir Áskel Jónsson fyrrver- andi organista kirkjunnar í áratugi við texta eftir Kristján frá Djúpa- læk. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar, flutti kveðju bæjarstjómar og færði hún kirkjunni peninga að gjöf frá bæn- um til kaupa á munum í kirkjuskip- ið. Séra Pálmi Matthíasson, fyrsti sóknarprestur Glerárkirkju, eigin- kona hans, Unnur Ólafsdóttir, og Hanna María dóttir þeirra, Ingi Þór Jóhannsson, fyrrverandi formaður sóknamefndar, eiginkona hans, Ema Pétursdóttir, og Hildur dóttir þeirra færðu kirkjunni að gjöf messuhökul eftir Guðrúnu J. Vig- Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna. fúsdóttur í Kópavogi. Þá fluttu við athöfnina ávörp m.a. sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur, sr. Pétur Þórarinsson, fyrrverandi sóknar- prestur í Glerárkirkju, og herra Pétur Sigurgeirsson biskup. í lok athafnarinar var 12 ein- staklingum veitt viðurkenning sóknamefndar fyrir fómfús störf í þágu kirkjubyggingarinnar, en að því loknu var kirlq'ugestum boðið til kaffísamsætis. Frystihús KEA í Hrísey Ari nýr fram- kvæmdastjóri ARI Þorsteinsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri í Frystihúsi KEA í Hrísey, en Jóhann Þór Halldórsson sem gegndi stöðunni hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Búlandstinds á Djúpavogi. Ari er Homfirðingur og hefur starfað hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga á Hornafírði frá árinu 1987, en frá 1990 sem forstöðumaður físk- iðjuvers KASK. Hann er sjávarút- vegsverkfræðingur að mennt frá Háskólanum í Alaborg. Jóhann Þór lét af störfum fyrir nokkm og mun Jón Þór Gunnarsson sinna störfum framkvæmdastjóra frystihússins þar til Ari tekur við eftir næstu áramót. Eiginkona Ara er Akureyringur, María Gísladóttir, og eiga þau tvö börn. Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi miðhverfis í Síðuhverfi. Deiliskipulagstillagan er tvíþætt. Annars vegar er gerð grein fyrir megindráttum byggðar í miðhverfinum sem af- markað var í aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 (með síðari breytingum). Hins vegar er gert ráð fyrir lóð fyrir bensínstöð á horni Austursíðu og Hlíðarbrautar með að- komu frá Lindarsíðu. Tillagan sýnir endanlega lóðarstærð, nýtingarhlutfall og umferðartengingar bensínstöðvarlóðar- innar. Miðað er við að í miðhverfinu verði að öðru leyti blanda íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi og að hverfið tengist garði/útivistarsvæði austan Glerárkirkju. Skipulagstillagan, uppdrættirog greinagerð, liggurframmi, almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar þannig að þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Frestur til að skila athugasemdum er til föstudagsins 8. janúar 1993. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipulagstillögunnar er bent á að gera við hana athuga- semdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjórn Akureyrar. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 8. desember 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi; Tekjuskattur, útsvar, hækkun á tekju- skatti og útsvari, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. 1. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þungaskattur skv. öku- mælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatt og miðagjald, virðisaukaskatt af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, skilagjald umbúða, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Vanskilafé og álag skv. 1. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt fyrir september og október 1992 með eindaga 5. desem- ber, vanskilafé, álag og vexti skv. 29. gr. 1. nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, skv. 14. gr. 1. nr. 90/1987 fyrir 10. greiðslutímabil 1992 með eindaga 15. október. Stöðvunarbrotsgjald skv. 108. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Virðisaukaskattur með gjalddaga 1. mars og 1. september (bændur) svo og virðisaukaskattshækkun álögðum frá 1. janúar 1992 til 7. desember 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldn- um eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dag- setningu áskorunar þessarar. Akureyri 7. desember 1992. Sýslumaðurinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.