Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 38

Morgunblaðið - 08.12.1992, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTViWKDLlF, .PBIUjyi)4G|.;iL8. DESEMBER 1992 38 Greiðslumiðlun Stefnt að útgáfu debet- korta ímars á næsta ári Gert ráð fyrir að verulega dragi úr tékkanotkun einstaklinga en þeir gefa nú út 25 milljónirtékka á ári FRAMKVÆMDANEFND um rafrænar greiðslur á sölustað (RÁS- nefnd) stefnir að þvi bankar og sparisjóðir gefi út svokölluð debet- kort snemma á næsta ári Er miðað við að útgáfan hefjist í marsmán- uði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Kortin verður ein- göngu hægt að nota hjá þeim söluaðilum sem hafa rafrænan búnað eða svonefnda „posa“ og uppfylla kröfur um sjálfvirka heimildaleit. Gert er ráð fyrir að með kortunum megi ná fram aukinni hagkvæmni í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi þar sem draga muni verulega úr fjölda smærri tékka. Með debetkortunum verður unnt að greiða fyrir vörur og þjónustu á þann hátt að upphæðin er milli- færð samdægurs af tékkareikningi viðkomandi kaupanda inn á reikn- ing söluaðilans. Kortið hefur verið nefnt kaupkort eða inneignarkort en það mun jafnframt verða banka- ábyrgðarkort og hraðbankakort. Er reiknað með þvi að kortin hafi í för með sér aukin staðgreiðsluvið- skipti en draga muni úr notkun „krítarkorta“. í RÁS-nefndinni sitja fulltrúar banka og sparisjóða, Reiknistofu bankanna og greiðslukortafyrir- tælq'anna. Formaður hennar er Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbankans. Verulegur skriður hefur komist á starf nefndarinnar að undanfömu. Þannig hefur nú verið tekin ákvörðun um kaup á sérstökum búnaði til að hægt verði að hafa litmynd af korthafa á bak- hlið kortanna. Gert er ráð fyrir að kortin verði fyrst og fremst notuð af einstakl- ingum sem hafi I för með sér að útgáfa tékka með smærri upphæð- um dragist verulega saman. Tékkar sem gefnir eru út af einstaklingum hér á landi eru um 25 milljónir tals- ins á ári. Þar af era um 65% undir 5 þúsund krónum og 12% eru á bilinu 5-10 þúsund krónur. Einnig er reiknað með því að kortin flýti afgreiðslu hjá söluaðil- um eftir að þau verða orðin al- menn, auk þess sem korthafinn nýtur hagræðis vegna minna um- stangs með tékka. A móti fellur til kostnaður vegna hins nýja kerfis. Gengið er út.frá að þjónustugjöld verði tekin upp af söluaðilum og að korthafar greiði árgjöld og hugs- anlega færslugjöld bæði af debet- korta- og tékkafærslum. Kortin era talin gefa góða mögu- leika á bættu eftirliti og auknu ör- yggi í bankakerfínu. Beitt verður áhættustýringu þannig að leitað er úttektarheimildar með tilviljana- kenndum hætti og ef upphæðir fara yfír tiltekin mörk. Unnt verður fyr- ir kaupanda að fá greitt til baka í reiðufé sem talið er að muni draga úr álagi á bankaafgreiðslur. Þá liggur fyrir að kortin verða gefin út undir merkjum alþjóðlegu greiðslukortafyrirtælqanria. Kortið frá Eurocard heitir Maestro en Visa kallar sitt kort Electron. Korthafar munu því eiga möguleika á að taka út af tékkareikningum sínum er- lendis í hraðbönkum og á þeim sölu- stöðum sem hafa rafrænan búnað. Lll Vöruútflutningur jan.-okt. Verðmætið 6% minna en ífyrra Vöruskiptajöfnuðurinn í október var óhagstæður um um 1.200 milljónir króna en þá voru fluttar inn vörur fyrir 8.200 miHjónir króna en út fyrir 7.000 milljónir. Sama mánuð í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 1.300 milljónir. Verkfræðingafélagið VERKFRÆÐIIMGAFELAGIÐ —Vífill Oddsson, for- maður félagsins, hélt erindi um verkfræðistörf Jóns Þorlákssonar, en höfundur ævisögunnar, dr. Hannes Hólmsteinn Gissuarson, rakti ævi og störf Jóns. Fyrsti formaður verk- fræðinga kynntur Verkfræðingafélagið hélt fund fyrir stuttu í tilefni þess, að út er. komin ævisaga fyrsta formanns þess og stofnanda, Jóns Þorláksson- ar, verkfræðings, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Á fundinum hélt Vífill Oddsson, formaður félagsins, erindi um verkfræðistörf Jóns Þorlákssonar, en höfundur ævisögunnar, dr. Hannes Hólmsteinn Gissuarson, rakti ævi og störf Jóns. Vífill Oddsson sagði að verk- fræðistörf Jóns Þorlákssonar hefðu fallið í skuggan af stjómmálaaf- skiptum hans. Sannleikurinn væri sá að Jón hefði verið stórmerkur verkfræðingur og algert brautryðj- andi í verklegum efnum hér á landi. I tíð sinni sem iandsverkfræðings 1905-1917 hefði Jón í raun og vera látið leggja þjóðveganetið um land- ið; hann hefði skapað íslenska vega- kerfið, ef svo mætti segja. Einni íjallaði Vífill um forystu Jóns í raf- væðingu landsins. Hannes Hólmsteinn rakti nokkuð stjómmálaferil Jóns Þorlákssonar. Hann sagði að ýmsar nýjar upplýs- ingar kæmu fram um stjómmála- söguna á þessari öld í bók sinni, þar sem hann hefði haft aðgang að ýmsum óbirtum gögnum, eins og bréfaskriftum Jóns Þorlákssonar og Ólafs Thors og ýmsum skjölum úr einkasafni Jóns Þorlákssonar. Metsölublað á hverjum degi! Fyrstu tíu mánuði ársins var vöraskiptajöfnuðurinn hagstæður um 1,6 milljarða króna, en sama tímabil í fyrra var hann óhagstæður um 3,4 milljarða króna á sama gengi. Fluttar vora út vörar fyrir 72,7 milljarða króna fyrstu tíu mánuðina í ár en inn fyrir 71,1 milljarð króna. Verðmæti vöraútflutningsins var 6% minna fyrstu tíu mánuðina í ár en sama tíma í fyrra á föstu gengi. Sjávarafurðir vora um 80% alls út- flutningsins og vora um 7% minni en í fyrra og útflutningur á áli var um 3% minni. Verðmæti vörainnflutningsins var um 12% minna fyrstu tíu mán- uðina ef miðað er við sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings sér- stakrar fjárfestingarvöra, sem era skip, flugvélar og vörar fyrir Lands- virkjun, var 44% minni en í fyrra og verðmæti innflutnings til stóriðju 15% minni en í fyrra. Verðmæti olíuinnflutnings er 10% minna. Að frátöldum þessum liðum, sem era jafnan breytilegir frá ári til árs, minnkaði verðmæti vörainnflutn- ingsins um 8% á milli áranna þetta tíu mánaða tímabil. Framtíð áliðnaðarins veldur nokkrum deilum í Noregi Nokkrar deilur eru í Noregi um framtið áliðnaðarins í landinu. Að mati viðskipta- og hagfræði- háskólans í Björgvin eru horf- umar slæmar en vísinda- og iðnrannsóknastofnunin (Sintef) við háskólann í Þrándheimi ger- ir ráð fyrir aukinni framleiðslu og atvinnu í norskum álbræðsl- um. Sérfræðingamir í Björgvin segja, að jafn orkufrekur iðnaður og álbræðsla eigi ekki heimi í Noregi og þeir leggja því til, að Hydro Aluminium hætti við áætl- anir um aukna framleiðslu I Árdal í Sogni. Sintef segir hins vegar í | sínu áliti, að verðfallið á áli sé E tímabundið og í væntanlegri skýrslu, sem unnin hefur verið með Hydro Aluminium, segir, að álbræðsla og framleiðsla úr áli muni aukast á næstunni. Er því spáð, að norskur áliðnaður verði orðinn fyrsta flokks árið 2007. Skýrsluhöfundar spá því, að ál- framleiðsla í Noregi, sem nú er 900.000 tonn á ári, muni aukast um 250.000 tonn á næstu 15 áram. Það muni gefa af sér 300-400 milljónir dollara í auknar útflutningstekjur og 75-150 millj- ónir dollara í aukatekjur. Þá er einnig gert ráð fyrir, að full- vinnsla áls tvöfaldist og komist í 700.000 tonn á ári. Muni þetta allt verða til að auka atvinnuna þótt ekki séu nefndar neinar tölur í því sambandi en nú starfa í norska áliðnaðinum, hjá Hydro, Elkem og Raufoss, 20.000 manns heima og 5.000 erlendis. Eggjabakka- dýnur eru yfirdýn- ur sem bæta til muna eiginleika flestra rúma séu þær rétt notaðar. Þær éru notað- ar á heilbrigðisstofnunum og fjölmörg- um heimilum um land allt með frábærum árangri. Eggjabakkadýnurnar frá Lystadún - Snæland loftræsta, verma og mýkja og hafa einstak- lega góða fjöðrunareiginleika. í þeim er 35 kg/m3 svampur (hvítur), sem er opinn og heldur vei fjöðrun sinni. Notkun: Til að eggjabakkadýnur þjóni tilgangi sínum þurfa þær að uppfylla ákveðnar kröfur um stífleika, þykkt og endingu. Dýnan frá Lystadún - Snæland gerir einmitt það - og gott betur. Lítið við og kynnið ykkur kosti hennar - eða fáið lánsdýnu með heim. Framleiðum auk þess svampdýnur og latexdýnur í mörgum stífleikum og skv. máli. - Stuðningspúði skv. sniði. - Æfingadýnur. - Pullur og púða. - Lagfærum og klæðum gamlar dýnur og púða. Skútuvogi 11 •ess LYSTADÚN-SNÆLAND hf 124 Reykjavík Sími 91-814655 Sendum í póstkröfu um land allt 820 FERMETRAR Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði í Garðabæ. Er allur frágangur mjög góður, lofthæð 4,20m og fjórar innkeyrsluhurðir. Húsnæðið er nú tilbúið til notkunar. Verð 26,9 millj. (32,8þús pr fm). Áhvílandi 14 millj. að mestu til 15 ára með fyrstu afborgunum 1994. Útborgun samkomulag. Upplýsingar í síma 812264 á milli kl 9 og 4 á daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.