Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 44

Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Það var mikið dekrað við Brönu, sem hér fær fótakælingu á heitum sumardegi. Hrossarækt í Danmörku Pernille með stóðhestinn Sörla frá Eriksholm, en hún hefur keppt á honum nokkrum sinnum í tölti og fjórgangi og gengið prýðilega. Reyni að rækta hross eins og Brönu - segir Pemille Brinch sem eignaðist gæðingshryssuna Brönu frá Garðsauka fyrir tilviljun og ræktar nú út af henni _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ÞAÐ ER með ýmsum hætti sem hrossaræktendur í Danmörku hafa endað í ræktun íslenskra hesta en ekki farið í einhver önn-. ur kyn. Einnig hafa tilviljanir ráð- ið því að hestamenn hafa farið út í ræktun en ekki látið sér nægja að stunda útreiðar og þjálfun reið- hesta. Pernille Brinch sem býr við smábæinn Græsted á Norður-Sjá- landi fór út í hrossarækt meira af tilviljun en að það hafí verið hennar fastmótuðu áform. Allt byijaði þetta með hryssunni Brönu frá Garðsauka sem var undan Hjarranda 631 frá Garðsauka og Mósu frá Hofstaðaseli. Faðir Pernille hafði keypt tvær hryssur sem upp- haflega átti að vera ein hryssa en þar sem seljandi sagði að þær yrðu að fýlgjast að voru báðar keyptar. Sú sem fylgdi með af illri nauðsyn var Brana. Hina hryssuna fékk Pem- ille, en hún reyndist ekki hafa þessa gangtegund, töltið, sem allir íslensk- ir hestar urðu að hafa til að vera eitthvað spennandi. Brana virtist hinsvegar hafa gott eðlistölt og því skipti Pemille við föður sinn sem aftur seldi hina hryssuna. „Þetta var upphafið að minni alvöru hesta- mennsku," segir Pemille, sem var fjórtán ára þegar hún eignaðist Brönu. „Hún var svo til ótamin og byijaði ég á að ríða henni í skógin- um. Ég kunni ekkert að ríða tölt á þessum tíma en fann þó fljótlega að ef ég lét hana reisa sig þá kom tölt- ið nokkuð auðveldlega. Ég varð alveg gagntekin af Brönu og endaði með því að ég flutti að heiman til að geta verið nær henni. Faðir minn rak bú ekki langt frá heimili okkar þar sem ég hafði hana. Ég tók saman pjönk- ur mínar og flutti yfir á búgarðinn við litla hrifningu foreldranna." Tveimur ámm seinna, 1976, er fyrsta Norðurlandamótið haldið í Heselröth á Norður-Sjálandi og þá er Brana farin að tölta býsna vel. Pemille sýnir áhuga á að keppa þar en þá var ekki um að ræða að lönd- in sendu keppnissveitir heldur gátu allir keppt sem vildu, bara að mæta og skrá sig. Þar mættu þær stöllur til leiks og höfnuðu í þriðja sæti og þótti góður árangur hjá 16 ára stúlku sem aldrei hafði farið á námskeið og kunni lítið fyrir sér annað en það sem Brana hafði kennt henni. „Eftir þetta fór Brana í kynbótadóm og ég byijaði að rækta og hugsaði ekkert um keppni fyrr en 1991. Á þessum tíma vorum við, ég og maðurinn minn, að koma okkur upp húsi og aðstöðu fyrir hrossaræktina. Einnig eignaðist ég tvö böm á þessu tíma- bili svo tíminn til útreiða var ekki fyrir hendi," segir Pemille. Með tvo stóðhesta í takinu í dag á Pemille tvo stóðhesta, sá eldri er Sörli frá Eriksholm undan Glaði 887 frá Ytra-Skörðugili og Stjörnu frá Gunnarsholti, en Pemille keypti hann veturgamlan. „Ég keypti Sörla með það í huga að nota hann sem stóðhest ef hann yrði nógu góð- ur. Hann var dæmdur á síðasta ári og fékk leyfi til notkunar á fjórar hryssur og á ég nú tvö afkvæmi undan honum sem mér líst ágætlega á. Ég var meðeigandi í Hrannari frá Selfossi en seldi hlut minn í honum og keypti Sörla í staðinn. Sörli kem- ur seint inn í ræktun en ástæðan fyrir því er sú að ég hafði ekki tíma til að temja hann fyrr en hann var orðinn sjö vetra gamall. Hinn stóð- hesturinn er Ófeigur frá Hejelte, en hann er undan Kylju frá Hejelte sem er undan Brönu og Ljúfi frá Svigna- skarði og svo Rauðdreka frá Hol- landi sem nú er orðinn heimilisfastur í Danmörku. Ófeigur var dæmdur á sama tíma og Sörli og hlaut heldur betri dóm en Sörli og leyfi til ótak- markaðrar notkunar. Hann er mjög viljugur, fékk 8,6 fyrir vilja og feg- urð í reið en aðeins 7,0 fyrir brokk sem venjulega er prýðilegt en það tókst illa til með það í sýningunni. Sjálfri finnst mér mjög gaman að ríða stóðhestunum mínum, þeir eru báðir góðir, hvor á sína vísu, en ann- ars mjög ólíkir," segir Pernille. Takmarkið er viljug og geðgóð hross Þegar talið berst að ræktunar- stefnum og ýmsu er viðkemur hrossaræktarpólítíkinni segist hún ekki hafa sett sig inn í BLUP-ið og þar af leiðandi gæti hún ekki tjáð sig neitt um það. Hinsvegar liti hún alltaf til nánustu ættingja einstakl- inganna sem hún notar ogtæki nokk- uð mið af því hvemig þeir litu út og hvað þeir gætu gert undir manni. „Ég held að þótt vel ættaður ein- staklingur sé ekkert úrval að getu eða útliti geti hann verið mikilvægur hlekkur í ræktuninni og gefið af sér góða einstaklinga ef foreldrar og aðrir ættingjar eru góðir,“ segir Pemille af mikilli sannfæringu. Sjálf segist hún vilja rækta góða keppnis- hesta sem séu sterkbyggðir og viljug- ir. „Þeir verða að nenna áfram ef maður á að hafa einhveija ánægju af að ríða þeim,“ segir Pemille ákveðin, en þegar hún er spurð hvort hún sækist frekar eftir að rækta fyór- eða fimmgangshesta hugsar hún sig vel um og svarar síðan á þá leið að erfitt sé fyrir hana að segja til um það, því hún hafi nú aldrei riðið skeið. „Það kann að vera að ég vilji ekkert nema fimmgangshesta þegar ég hef loksins komist á bragðið með skeið- ið. Það er reyndar næsta mál á dag- skrá hjá mér að læra á skeiðið. Eg veit að Ófeigur býr yfir ágætu skeiði — ætli sé ekki best ég byiji að æfa mig á honum," segir hún hlæjandi. „Ég vil rækta hross eins og Brana var, að vísu mega þau vera örlítið hærri en með góðan vilja, gott geð- slag og tölt, það er heila rnálið." Pemille segist alltaf hafa komist í úrslit þegar hún hafi keppt þar til á danska meistaramótinu síðastliðið sumar, en þá hafnaði hún í tíunda sæti á Sörla og missti þar með af sæti í danska liðinu sem keppti á Norðurlandamótinu sem haldið var í Noregi. Hún segist hinsvegar ætla að þjálfa stíft í vetur og vonast til að taka þátt í úrtökumótum fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar. Mikið ræktað en lítíð selt Búskapurinn hefur vaxið hjá Pem- ille þessi ár frá því hún eignaðist Brönu. Hrossin em nú komin vel á þriðja tuginn, sem er mikið á dansk- an mælikvarða, lítið hefur verið selt og viðurkennir hún að tilfinningarnar spili sterkt inn í hrossaræktina hjá sér og hún eigi af þeim sökum erfitt með að láta hross frá sér. „Það er í rauninni ekki bara tilfinningalegs eðlis, því ég á einnig oft erfítt með að verðleggja hrossin mín,“ segir Pemille og hún viðurkennir að nú verði hún að fara að fækka við sig, því annars stefni þetta í óefni og vinnan verði of mikil í kringum þetta. En það em ekki bara hestar á bú- inu. Pemille hafði heyrt að vel færi á að hafa blandaða beit í högunum og því fékk hún sér nokkrar kindur, En líkt og með hrossin hefur fjöldinn farið eitthvað úr böndunum, því nú em kindurnar orðnar um hundrað. En það stendur til að fækka þeim einnig, segir Pemille og fullyrti að næsta vetur yrðu þær á milli tíu og fimmtán. „Þetta var hrein Klepps- vinna síðastliðið vor í sauðburðirium, því ég varð að hýsa allar lambærnar áður en þær bám,“ segir Pemille. Pílagrímsför til íslands er eitt af því sem Pemille á eftir að koma í verk, en fram að þessu hefur ekki verið rúm fyrir íslandsferð á þétt- skipaðri dagskránni hjá henni. Það er líka meira en að segja það að hlaupa frá tæplega þijátíu hestum og hundrað kindum og svo þarf að koma bömunum fyrir. „Ég geri mér vonir um að komast til íslands á næsta eða þamæsta ári, þegar lands- mótið verður haldið," segir þessi ork- umikla kona sem elskar íslensku hestana sína meira en orð fá lýst. Hvað gerir hann fyrir þig? Geymir skrá yfir nöfn, heimilsföng, síma og faxnúmer. Heldur utan um 3 bankareikninga og 3 greiðslukort. Þannig er greiðslustaðan alltaf klár. Gefur hljóðmerki, og þá stendur á skjánum hvað það var sem þú ætlaðir að muna/gera. Hefur 3 föst minni fyrir gengi gjaldeyris og rofa fyrir gagnstæða útkomu. Skeiðklukka, sem telur bæði upp og niður. • Klukka sem sýnir mánaöardag, vikudag, klst. mín. og sekúndur. • Reiknivé! með „prósentu" reikningi og minni. • Öryggislykill sem læsir persónulegum upplýsingum sem eru í minni tölvunnar, t.d. fjármálin. • Stærð minnis samsvarar 10000 stöfum. FRÓDI KOSTAR AOEINS kr. 2.980,- Rafhlöður og hlffðarveskl Innlfallð f verðl. DREIFING: G.K. VILHJALMSSON Smyrlahraun 60, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651297 ÖAM MAStB Akranes: Tölvuþjónustan. Akureyri Nýja Fílmuhúsid. Blönduós: Kaupfélagió. Borgarnes: Kaupfelagiö. Buóardalur: Versl. Einars Stefánssonar. Dalvik: Sogn. Egilsstaðir: Bókabuðin Hlööum. Eskifjörður: Rafvirk- inn. Flateyri: Þjónustulundinn. Hafnarfjörður: Rafbúöin, Álfaskeiði. Húsavik: Öryggi. Hvammstangi: Kaupfé- lagiö. Hverageröi: Ritval. Hvolsvöllur: Kaupfélagiö. Höfn: Hafnarbúöin. ísafjörður: Bókabúö Jónasar Tóm- assonar. Keflavik: Stapafell. Neskaupstaður: Bókabuð Brynjars Júliussonar. Ólafsvik: Vik. Reyðarfjörður: Rafnet. Reykjavik: Hjá Magna, Bókahornið. Sauðárkrókur: Rafsjá. Siglufjörður: Aöalbuöin. Stykkishólm- ur: Húsið. Góðandaginn! ^5? Metsiilubiað á hverjum degi! Hveragerði Aætlaðar tekjur bæjar- sjóðs um 157 milljónir í fjárhagsáætlun Hveragerðis- bæjar fyrir árið 1993, sem lögð hefur verið fram til fyrri um- ræðu, kemur fram, að tekjur eru áætlaðar 157 miiyónir og greiðslubyrði lána er áætluð 33 milljónir og eigið fé til ráðstöfun- ar 17 milljónir. í frétt frá bæjarstjóm segir, að þörf sé á stækkun leikskóla og byggingu við grunnskóla, sem eru flárfrekar framkvæmdir. Þá þurfí að leysa mörg önnur verkefni á næstu árum svo sem viðhald á fast- eignum auk átaks í gatnagerð. „Við fjárhagsáætlunargerð er því horft tií langs tíma og sérstök áhersla er lögð á ráðstafanir til að auka atvinnu á sviði endurhæfingar og heilsuræktar auk hefðbundinna atvinnugreina Hvergerðinga, garð- yrkju og ferðamannaþjónustu. Hveragerði hefur verið mjög skuld- sett sveitarfélag en á undanfömum tveimur ámm hefur fjárhagsvandi þess verið tekinn mjög föstum tök- um. Greiðslubyrði lána á þessu ári er til dæmis mjög há og kemur sveitarfélagi vissulega í koll, þegar opinberir aðilar ættu að hafa svig- rúm til að ráðast í stærri verkefni til atvinnusköpunar," segir í frétt frá bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætl- unin verði afgreidd til síðari um- ræðu um miðjan janúar. -----» ......— Breytingum á endurgreiðslu- hlutfalli virð- isaukaskatts mótmælt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Lands- sambandi íslenskra rafverktaka: „Stjórn Landssambands ís- lenskra rafverktaka harmar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðsluhlutfall virðis- aukaskatts vegna vinnu iðnaðar- manna við íbúðarhúsnæði. Stjóm LÍR óttast að við það að endur- greiðsluhlutfallið verði lækkað úr 100% í 60% munu margir fresta nauðsynlegu viðhaldi og að einnig muni beiðnum um svarta vinnu fara fjölgandi. Því er skorað á ríkisstjórnina að falla frá þessum fyrirætlunum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.