Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 47 Kveðja Ragnar Jónsson fv. skrífstofustjóri Þegar við kveðjum ættingja eða vini hinstu kveðju koma í hugann myndir frá liðnum stundum. Á æskuárum mínum í sveitinni voru gestakomur ákaflega skemmtileg tilbreyting. Einn skemmtilegasti gesturinn fannst mér móðurbróðir minn, Ragnar Jónsson, er lést á heimili sínu 25. nóvember sl. Hann var alltaf kær- kominn gestur, kátur og hress og hafði frá mörgu að segja. Ragnar fæddist 24. ágúst 1915 í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi, son- ur hjónanna Önnu Guðmundsdóttur og Jóns Jónssonar er þar bjuggu. Hann var yngstur sex systkina sem fullorðinsaldri náðu. Fjögur eru á lífi: Kristinn, Guðrún, Ingibjörg og Sigríður. Ingólfur lést árið 1984. Sautján ára gamall fór Ragnar í Verslunarskólann og lauk þaðan verslunarprófi árið 1936. Einn vet- ur, 1938/1939, var hann við versl- unamám í Þýskalandi, en ævistarf hans tengdist allt verslunar- og skrifstofustörfum. Eftir heimkomuna frá Þýskalandi starfaði hann við Kaupfélagið Þór á Hellu til ársins 1950, að undan- skildum þrem árum sem hann vann við skrifstofustörf í Reykjavík. Árið 1951 gerðist hann svo fram- kvæmdastjóri Verslunarfélags Vestur-Skaftfellinga í Vík og þar var hann í tíu ár eða þar til fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur og Ragnar varð skrifstofustjóri Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins og Lyfjaverslunar ríkisins. Því starfí gegndi hann í 24 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1985. Síðustu mánuðina var hann for- stjóri ÁTVR, en því starfí hafði hann oft gegnt í forföllum þáver- andi forstjóra. Ragnar sat á Alþingi nokkur kjörtímabil fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Suðurlandskjördæmi, bæði sem varamaður og sem landskjörinn þingmaður. Ollum þessum störfum sinnti Ragnar af mikilli alúð og samvisku- semi, eins og hans var von og vísa. Ragnar kvæntist árið 1944 Krist- ínu Einarsdóttur frá Vestri-Garðs- auka í Hvolhreppi. Þau eignuðust Jólamerki Thorvald- sensfélags- ins 1992 JÓLAMERKI Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins 1992 er komið í sölu. Selma Jónsdótt- ur, auglýsingateiknari, teiknaði merkið. Allur ágóði af sölu merk- isins rennur til líknarmála eins og undanfarin ár. Merkið er tll sölu á tHOHVStDSKSSÍÍACStNS Thorvalds- ensbazar, Austurstræti 4, Reykjavík og hjá fé- lagskonum. Einnig hefur Frímerkja- varsla Pósts og síma sýnt þá vinsemd að dreifa merkjum á pósthúsin, og þar eru þau til sölu. Verð á merkinu er 25 kr. hvert merki og ein örk með 12 merkjum kostar því 300 kr. Thorvaldsenskonur vilja þakka af alhug öllu þeim sem undanfarna áratugi hafa keypt merkið og styrkt starfsemi Thorvaldsensfélagsins á margan hátt. fjögur börn; Einar, kvæntan Gerði Pálsdóttur, Brynhildi Önnu, gifta Ólafi Bjarnasyni, Jón, kvæntan Gyðu Halldórsdóttur og Þorgerði, gifta Gísla Heimissyni. Barnabörnin eru níu. Ragnar var mikill fjölskyldumað- ur og lét sér mjög annt um sitt fólk. Ekki bara sína nánustu. Hann fylgdist líka með frændfólkinu, systkinabörnunum og þeirra afkom- endum. Hann gladdist með þeim er vel gekk, en átti líka til hlý orð ef eitthvað bjátaði á. í tómstundum átti Ragnar marg- ar ánægjustundir með hestunum sínum. Eg og fjölskylda mín minn- umst margra góðra stunda sem við áttum með honum á hestaferðalög- um, við Heklurætur og á Fjalla- baksleiðum. Á björtum sumarkvöld- um þegar hestar voru komnir í nátthaga var gjaman sest út í guðs- græna náttúmna. Þá var spjallað, sagðar sögur og jafnvel tekið lagið. Og Ragnar kunni að segja frá. Það var gaman að hlusta á hann segja frá æskuárunum og sam- ferðamönnum. Honum þótti vænt um sveitina sína, Rangárþing. Þar var hann á heimaslóðum þó heimili hans væri lengst af utan þess. Þó átti hann þar sitt annað heimili á seinni ámm er hann eignaðist jörðina Árbæjar- hjáleigu í Holtahreppi ásamt Einari syni sínum og bróðursyni sínum, Jóni Erni Ingólfssyni. í Árbæjarhjá- leigu áttu þau Kristín og Ragnar sumarbústað og naut ég og fjöl- skylda mín oft gestrisni þeirra þar. Dugnað og dyggð ei djúpið hylur kalda, um breiða byggð mun blessun lengi valda þitt lista ljós þó liði í dauðans rann. Mundin óþreytt meðbræðrum gagn réð inna, ágætið eitt alls staðar mátti finna hvert verk sem vann. (Páll Ólafsson) Við Þórir þökkum honum sam- fylgdina. Við munum sakna hans. Blessuð sé minning Ragnars Jóns- sonar. Anna Jóna Óskarsdóttir. Orbsnilld kvenna MÁLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR TÓK SAMAN Minning- argjöf Húsavík. BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga- fell færði Friðrikssjóði á Húsavík að gjöf 200.000 krónur í tilefni útgáfu bókarinnar Undarlegt er líf mitt - bréf Jóhanns Jónsson- ar, skálds til sr. Friðriks A. Frið- rikssonar, prófasts, en þeir voru miklir vinir. Ljóð Jóhanns vöktu strax mikla eftirtekt en hann lést í Leipzig 1932 úr berklum aðeins 12 ára gamall. Pétur Már Ólafsson afhenti Ing- vari Þórarinssyni fulltrúa gjöfina á Morgunblaðið/Silli Ingvar Þórarinsson og Pétur Már Ólafsson t.h. heimili Bjargar Friðriksdóttur og Ingvars, en þar fundust þessi merku bréf í safni séra Friðriks. — Fréttaritari. Dr. Sigui'bjöm Einarsson Bók um líf mannsins og trú, sögu þjóöarínnar og sögu mannsandans Kirkjuhúsið Skálhoitsútgáfan Kirkjuhvoli Sími 21090 / Hér er ótrúlega fjölbreytt úrval af fleygum oröum eftir helstu skáldkonur okkar um náttúruna og landiö, ástina, börnin, karlana, sorgina, gleöina... Stattu upp kona þaö kemur enginn prins á hvítum hesti oð frelsa þig úr klóm ryksugunnar „Eg ber virbingu fyrir hinni einkennilegu og orblausu rökfrœbi kvenna, sem oft virbist ratvís- ari og glöggskyggnari á sannleikann en hin rök- vísa sundurjibun karlmanna." Sigrún P. Blöndal (HU'n 1926) Hún skrifabi nokkur ástarbréf en þau hafa öli lent í glatkistunni einsog hún einsog hún einsog hún Kristín Ómarsdóttir: Athugasemd ritarans og menmng LAUCAVECI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍOUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577 (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.