Morgunblaðið - 08.12.1992, Qupperneq 49
49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992
Guðborg Blöndal
Akureyri - Minning
Fædd 7. október 1926
Dáin 1. desember 1992
Hve það smáa og fínlega er oft
mikils virði. Skiptir kannski mestu
máli í lífsins amstri. Nú á jólaföst-
unni rennur upp fyrir manni hversu
mikilvægur kunningsskapur okkar
Bíbíar Blöndal var. Aðfangadagur
jóla var okkar dagur. Ég kynntist
Bíbí sem nágranna og móður kærs
vinnufélaga míns þegar ég flutti til
Akureyrar fyrir fimm árum. Viðmót-
ið var hlýlegt og það var gott að
heimsækja hana. Ekki svo að skilja
að við værum inni á gafli hjá hvort
öðru allan ársins hring. Öðru nær.
Nema á aðfangadag — eftir hádeg-
ið. Þá mætti minn maður í Einilund-
inn ásamt tveimur dætrum mínum
og drakk kaffi með Bíbí. Og við
gáfum okkur góðan tíma. í mínum
huga komu jólin þarna heima hjá
Bíbí.
Aðfangadagur nálgast og hvað
gera bændur þá? Minningin yljar og
víst verður Bíbí ofarlega í huga þeg-
ar jólin ganga í garð. Blessuð sé
minning Guðborgar Blöndal.
Kristján.
Bíbí amma var yndisleg kona, allt-
af svo brosmild og blíð. Hún vildi
allt fyrir okkur gera og gerði það
alltaf. Okkar yndislegustu minning-
ar um hana eru frá þeim tíma þegar
við vorum böm og fórum og gistum
hjá henni nokkrar vikur á hvetju
sumri. Þegar við vorum í heimsókn
hjá henni máttum við aldrei hjálpa
til við heimilisverkin því hún vildi
að við hefðum það sem best. Við
vorum í fríi og áttum að láta okkur
líða vel. Það var alltaf jafn spenn-
andi og gaman að heimsækja Bíbí
ömmu og Bjössa afa á Akureyri. í
minningunni lifir hvað það var nota-
legt að koma í hlýja faðminn hennar
eftir langt ferðalag á holóttum veg-
um og fá að borða köku sem hún
bakaði sérstaklega fyrir okkur. Hún
var alltaf að dekra við okkur á einn
eða annan hátt. Eitt stendur sérstak-
lega uppúr og það er að hún keypti
alltaf handa okkur kom, eins og hún
kallaði það, sem var þá Cocoa Puffs
eða Trix. Slíkan munað fengum við
aldrei heima. Það var líka svo snið-
ugt að hún skyldi kalla það korn.
Okkur fannst eins og hún hefði búið
til þetta litla spaug bara fyrir okk-
ur. Það var því virkilega hátíð að
vera hjá ömmu.
Þar sem okkar fallega amma er
farin á fund hins æðsta, þá er það
örlítil huggun, þó að við vitum hvorki
né skiljum af hveiju amma var tekin
strax burt, þá verður okkur það ljóst
seinna. í staðinn finnum við lítið ljós,
ljós sem lýsir upp nýja tilhugsun um
dauðann.
Eftir sitjum við með það erfiða
vérkefni að reyna að venjast heim-
inum án hennar. Því heimurinn eins
og við þekktum hann er ekki lengur
til. Amma er ekki lengur í honum.
Væntumþykja okkar eigrar nú um
stefnulaus því sú sem átti hana er
ekki lengur til staðar. En í staðinn
eigum við allar góðu minningamar
um hana. Ef við bara leyfum okkur
að syrgja hana og líða illa vegna
söknuðar, kemur að því að við getum
brosað í gegnum tárin. Þá mun hún
lifa í ást okkar og minningunni um
allt það góða sem hún gaf okkur
með nærveru sinni. Þó að sárt sé
að þurfa að vera án hennar og allr-
ar blíðunnar og þolinmæðinnar, þá
er besta huggunin sú að hún hefur
ekkert annað getað farið en á besta
stað hjá þeim uppi. Þegar lokastund-
in rann upp hefur hún ekki þurft
að bíða í neinni biðröð heldur hefur
hliðið staðið galopið sérstaklega fyr-
ir hana.
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
Hvert visku bam á sorgar bijóstum liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.
(Steingrimur Thorsteinss.)
Hrafnhildur, Dóra, Linda
og Börkur Halldór.
Komdu nú iijn úr kuldanum, elsk-
an mín, og borðaðu með okkur salt-
kjöt og heita baunasúpu. Þannig tók
Bíbí á móti mér á köldum eftirmið-
degi í desember fyrir réttum fjórtán
árum. Ég var nýbyrjuð í Menntaskól-
anum á Akureyri og svolítið ein-
mana, nýskriðin undan verndarvæng
foreldranna. Magga vinkona hafði
boðið mér heim með sér eftir leikfé-
lagsæfingu og þessa kvöldstund leið
mér eins og heima, þó þetta væri í
fyrsta sinn sem ég kæmi á heimili
Bíbíar og Bjössa. Magga hafði oft
talað við mig um foreldra sína og
ég tók strax eftir því að hún bar
mikla virðingu fyrir þeim og þau
voru vinir hennar. Þegar ég kynntist
Bíbí og Bjössa skyldi ég að það var
gagnkvæmt. Þau komu fram við
böm og unglinga sem jafningja og
báru virðingu fyrir lífínu.
Það eru forréttindi að kynnast
konu eins og Bíbí og svo margs að
minnast. Magga og Bíbí voru trún-
aðarvinkonur og þegar við Magga
vorum á leið út á lífið á skólaárunum
treystum við Bíbí til að dæma um
hvort við værum nógu fínar og flott-
ar og ég veit að oft skemmti hún
sér vel yfir uppátækjum okkar. Dag-
inn eftir böll galdraði hún svo fram
jarðarbeijatertu og við mösuðum um
stráka og staðpeyndir lífsins. Það
er svo sorglega sjaldgæft að mæður
taki svona ríkan þátt í lífi unglinga
og gefi sér tíma til að kynnast börn-
unum sínum.
Árin liðu og nú á Magga vinkona
mín tvær yndislegar stúlkur og ég
horfi á söguna endurtaka sig. Magga
ber virðingu fyrir dætrum sínum og
þær eru vinkonur hennar. Þannig
gaf Bíbí Möggu veganesti sem ekki
verður metið til fjár.
Bíbí lést aðfaranótt 1. desember
eftir erfið veikindi en eftir lifir minn-
ingin um einstaka konu sem kunni
betur að gefa en þiggja.
Elsku Magga mín, Sigyn, Sara
Hjördís, Bjössi og þið öll. Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
„Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.“
Sigríður Pétursdóttir.
Þegar komið er að leiðarlokum
er gott að doka aðeins við og líta
yfir farinn veg. Hún Bíbí er nú far-
in til sumarlandsins eilífa og við sem
eftir sitjum hugsum til hennar með
söknuði. Það er þó> huggun harmi
gegn að eiga góðar minningar um-
maeta konu.
Ég man litla og fíngerða konu á
háum hælum ganga upp Hrafnagils-
strætið. Hún var svo fín og falleg
og það geislaði alltaf af henni gleðin
og gæðin.
Eg man hvað hún var alltaf ljúf
og indæl. Hún gat þó orðið þung í
skapi ef hana grunaði að við vinkon-
urnar værum að pukrast með áfengi,
en þann vökva notaði Bíbí ávallt sem
vaskahreinsi og sýndi honum þar
með tilhlýðilega virðingu.
Ég man hve gott var að hitta
hana og spjalla um alla heima og
geima. Hún var ótrúlega ung í hugs-
un og margt sem við spjölluðum
hefði ég aldrei reynt að segja nokkr-
um nema henni. Ég gat alltaf verið
viss um að Bíbí skildi hvað ég var
að fara.
Ég man þegar hún bauð okkur
systrum í mat. Þegar við komum inn
var lagt á borð fyrir einum færri en
staddir voru í húsinu. Auðvitað héld-
um við að einhver misskilningur
væri á ferðinni og aðeins annarri
okkar hefði verið boðið. Það kom þá
í ljós að Bíbí-taldi það sjálfsagt að
þjóna gestum sínum til borðs og
hafði ekki lagt á borð fyrir sjálfa
sig. Svona húsmæður höfðum við
heyrt uin en aldrei séð áður.
Ég man þegar ég reyndi fyrir ein
jólin að baka loftkökur og bömin
stóðu með tárin í augunum þegar
út úr ofninum komu samanþjappaðir
renningar sem í engu líktust kökum.
Bíbí frétti af þessu og sendi um hæl
stóran kassa af loftkökum og upp-
skriftina með. Loftkökur hafa aldrei
mistekist hjá mér síðan.
Ég man þegar við sátum saman
á kvöldin og ræddum framtíð okkar
stelpnanna. Ég skyldi verða annað
hvort prestur eða sjálfsþurftarbóndi.
Þá ákváðum við að Bíbí og Bjössi
skyldu koma í próventu til mín þeg-
ar þar að kæmi. Þessa umræðu út-
leiddum við á ýmsa vegu og urðu
mikii hlátrasköll af.
Ég man þegar Magga kom og
sótti Sigga Bjama til að fara í fjár-
sjóðsleit. Þegar þeir komu til baka
sagði sá stutti: „Ég fann fjársjóð
hjá Bíbí.“ Hann minnist þess nú og
gerir sér betur grein fyrir því hversu
mikill sá fjársjóður var.
Kæru vinir, við biðjum Guð að
geyma ykkur og blessa minningur
mætrar konu.
Sigga og Kata.
L)ÓÐ ÚR AUSTRl
KÍNVERSK oc iapönsk uóð
heigi hálfdanarson
■rap
Ljób úr austrí
HELCI HÁLFDANARSON
Loksins eru aftur fáanlegar þýöingar Helga
Hálfdanarsonar á fornum japönskum og kínverskum
Ijóöum. Þessi bók er gersemi.
Mál Ityl og menning
LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍOUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77,
Á
LATTU EKKI
HEIMIUÐ FAMI
I A ^ A Á
12-15%
AFSLÁTTUR
23.-28.
nóv.
30^5-
nov
12.
des.
14Á9.
des.
parkjtvika
TCPFAVIKA
DÚKÁVÚÍÁ
mottuviÁa_
TEPPABUÐIN
GÓLFEFNAMARKAÐUR»SUÐURLANDSBRAUT 26*SÍMI:681950
Ml'XH) Jólaluhku Tepþabúdarinnar. Fimm 25.000 kr.
■vörnúttektir.Dregid í beinni ú/seiu/ingii á hverjuni
l(tiiiiar(legi á Hylfjju n n i.
1