Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.12.1992, Blaðsíða 51
SGGI ÍI38M333G .8 flUOAG’JLGIS'í GIGAJSMUOflOM ’ l,-.--MOBpUNBLAÐÍÐ~ ÞRIÐJUDAQIIR If. WSKMBER~ 1992 vb 51 Minning Gróa, Jónsdóttir Fædd 8. september 1907 Dáin 30. nóvember 1992 Hún amma tilheyrði peysufata- kynslóðinni. Fyrir þrjátíu og fimm árum eða svo, heyrðist öðru hvoru lítil rödd full af gleði og fögnuði, kalla „þama kemur amma mín í langa kjólnum sínum svarta". Það var sannarlega fagnaðarefni, þeg- ar amma bjó sig uppá í peysufötin og kom til Hafnarfjarðar til að heimsækja okkur. Þegar við svo fluttum okkur til hennar að Hvoli, komumst við að því að amma og peysufötin vom ekki óaðskiljanleg, þá kynntumst við „hversdags“ ömmu sem þrátt fyrir miklar annir hafði alltaf tíma til að hlusta á okkur. Hún var aldrei að verða of sein á erobik-æfíngu eða Fædd 1. júlí 1925 Dáin 17. nóvember 1992 Fáum orðum langar mig að minn- ast vinkonu minnar Ellu, Elínar Bryndísar Bjamadóttur, sem lést 17. nóv. sl. eftir hugdjarfa baráttu við þann gest, sem óboðinn settist að hjá henni — og hafði betur í lokin. Ungar hittumst við fyrst á Laugavegi 28. Þar sem við lögðum homsteininn að 60 ára tryggðar- böndum sem sterkust reyndust í öllum okkar samskiptum. Hún stóð á tröppunum heima hjá sínum góðu foreldrum, horfði á mig og sagði: Þú ert bara alltaf úti að göslast. Nú, sagði ég. Bíddu aðeins, sagði hún, ég ætla að koma niður snöggv- ast. Og þama stóð hún, falleg og fín,'í nýjum skóm, horfði á mig og sjjurði: Finnst þér þeir ekki fallegir? Eg hafði aldrei séð betri skó. Síðan þá, átti vinkona mín ávallt nýja skó. Hún bauðst til að sauma föt á dúkkurnar mínar — ef ég ætti ein- hveijar. Ekki var ég viss, en sagð- ist ætla að gá í kommóðunni henn- ar mömmu. Þar fann ég nakið töt- ur, sem innan fárra daga varð að annað það sem nútíma ömmur fást við. Það er okkar lán að hafa átt slíka ömmu. Það var hægt að tala við ömmu um hvað sem var, hún kunni listina að hlusta. Hún hafði ekki þörf fyrir að dæma eða þröngva sínum skoðunum upp á mann. Einhvern tíma þegar henni þótti æskan dæma full hart, sagði hún bara „það verður hver að fljúga eins og hann er fíðraður". Svona viðbrögð festast í minni og kenna umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru öðruvísi en fjöldinn. Það var alveg sama hve gamall viðmælandinn var, amma talaði við alla á jafnréttisgrunni. Börn höfðu í hennar augum alveg jafn mikið til málanna að leggja og fullorðn- ir. Krökkum þótti gaman að heim- sækja ömmu og gátu setið lengið dragfínu djásni. Þannig var það æ, síðan; allt sem hún fór höndum um, varð að hreinastu snilldarverk- um. Á lífsgöngunni snerum við ætíð bökum saman, deildum með okkur gleði og sorg, vonbrigðum og sigrum. Vinkona mín fór í gegn- um líf sitt með fágætri reisn til hinsta andvarps. Eg er þakklát forsjóninni fyrir að leiða okkur saman, litlar stúlkur á Laugavegin- um. Nú, þegar svanamóðir er fall- in, hefur lagt höfuð sitt undir væng, hvílt á freranum um stund og er öll, vil ég biðja Hann, er stjörnur skóp að gefa vinkonu minni byr undir nýja vængi, til flugs inní óravíddir almættis. Dætrum hennar Anítu og Helen, tengdasonum og börnum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Starir þú stjama, stillilega, björt af himni brosir. Gott áttu geimur að geta faðmað þetta ljúfa ljós. (Jóhann G. Sigurðsson) Herdís Gröndal. og spjallað um áhugamál sín. Amma var vel heima f öllu. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum, var að rökræða við ömmu. Hún hafði skoðun á öllum málum og rökstuddi álit sitt, en hlustaði á það sem aðrir höfðu fram að færa og velti því fyrir sér. Það var með ólíkindum hveiju amma kom í verk, hún var skipu- lögð og dugleg. Á hveiju sumri lifnaði gróðurhúsið hennar við með óteljandi plöntum og ekki síst bið- um við með eftirvæntingu þess að smakka vínberin sem hún ræktaði. Hún ræktaði líka sumarblóm sem hún gaf svo allri fjölskyldunni. Hún varð að hafa líf í kringum sig, dýrin í sveitinni og gróðurinn alls staðar. Garðurinn hennar var augnayndi og húsið hennar alltaf opið gestum og gangandi og voru það ófáir sem heimsóttu ömmu Gróu heim. Hún hafði gaman af að fá gesti og var líka dugleg að heimsækja ættingja og vini alveg fram á síðasta dag. Amma var rík, ekki af veraldleg- um gæðum, en henni fannst hún alltaf eiga nóg og ekki datt henni í hug að öfundast út í þá sem bárust meira á. Amma var ósammála þeirri hug- mynd sem nú er uppi að stefna skuli að því að allir verði eins, og að þeir sem eru öðruvísi séu lokað- ir af frá samfélaginu. Hún vildi sjá „ allt litróf mannlífsins saman, í hennar huga var máltækið „haltur leiðir blindan“ ekki lýsing á ein- hverju sem illa gengur, heldur leið til betra lífs. Við erum forsjóninni' þakklát fyrir að hafa úthlutað okkur henni ömmu Gróu. Kíddi, Gotti, Gróa, Rúnar og Össi. Sumum ætla menn ódauðleika. Svo var farið með hana ömmu okkar. Við höfðum líklega ætlast til af örlögunum að hún yrði með okkur um aldur og ævi. En ekkert varir að eilífu. Nema minningin um konu sem bar af öðru fólki. Hún var rós meðal blóma. Að gleðja aðra var hennar sanna gleði. Þegar við bræður bjuggum er- lendis var ætíð tilhlökkunarefni mikið að hitta ömmu í Hveragerði þegar við komum heim á sumrin, því alltaf var hún jafnmikill höfð- ingi heim að sækja. Amma hafði gaman af félags- skap og undi sér ætíð vel í návist fólks. Hún hafði mjög fastmótaðar lífsskoðanir en virti skoðanir ann- arra. Henni fórst vel úr hendi að hlýða á annað fólk og hændi hún af þeim sökum að sér unga sem aldna. Hún hafði ætíð eitthvað fyrir stafni og lifði í mikilli sátt við guð og menn. Hún gaf okkur svo mikið af sjálfri sér og kenndi okkur svo margt. Fyrir það eigum við henni mikið að þakka. Með trega kveðjum við hana og þrátt fyrir að hún sé horfin af sjón- arsviði þessa heims lifír minning hennar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við felum Guði ömmu okkar og þökkum henni fyrir þann tíma sem við áttum við með henni. Sigfús og Gottskálk Gizurarsynir. 'O Kynjasögur BOÐVAR CUÐMUNDSSON Cáskafullar sögur um samskipti kynjanna þar sem brugöiö er á leik og gamalkunnum fyrirbrígöum gefiö nýtt og óvoent inntak. Fyndin frásögn þar sem allt getur gerst! Mál IMI og menning LAUGAVEGI 18, SIMI (91) 24240 & SIÐUMULA 7-9, SÍMI (91) 688577 Kveðjuorð Elín B. Bjamadóttir ótngjöf Eins árs ábyrgð gegn verksmiðjugöllum Viðgerðar- og varahlutabiónusta._____-- SS.-ttíS.’íS'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.