Morgunblaðið - 08.12.1992, Side 52
52
MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8, DESEMBER 1992
+ Danska listakonan TOVE ÓLAFSSON, lést í Kaupmannahöfn 5. desember. Erna Flygenring, Pétur Þór Gunnarsson.
t Hjartkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir, ÁRNI ÖRNÓLFSSON, Hlíðarvegi 33, Kópavogi, lést að kvöldi 4. desember á hjartadeild Borgarspítalans. Guðrún Jörundardóttir, Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson.
+ Móðir okkar, GUÐNÝ GUÐN ADÓTTIR, Gunnlaugsgötu 5, Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 6. desember. Ásdfs Arnibjarnardóttir, Haukur Arinbjarnarson.
+ Hjartkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, KATRÍN ÞÓRISDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudags 6. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhildur Helgadóttir, Þórir Hilmarsson.
+ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HLfF SVAVA HJÁLMTÝSDÓTTIR, frabakka 10, lést í Borgarspítalanum að kvöldi laugardagsins 5. desember. Jón Karl Sigurðsson, Kristfn Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðbjörn Guðmundsson, Jakobína Sigurrós Sigurðardóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Páll Sigurðsson, Sigrún Pálsdóttir, Hjálmdfs Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ ÁRNADÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 5. desember. Þorsteinn Davíðsson, Björg Þorsteinsdóttir, Davíð Þorsteinsson, Janice Balfour, Halldóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason, barnabörn og langömmubarn.
+ Faðir okkar, JAKOB GUNNLAUGSSON, Móabarði 6, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala Hafnarfirði, 6. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jakobsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Sigrún Jakobsdóttir, Þórdfs Jakobsdóttir, Gunnlaug Jakobsdóttir.
+ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, THEODÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR frá ytri Þorsteinsstöðum, Haukadal, Hávegi 13, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 27. nóvember sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðfinnur Ingi Hannesson, Halldóra Guðjónsdóttir, Theodór Guðfinnsson, Ragnheiður Snorradóttir, Hildur Guðfinnsdóttir, Magnús Flygenring og barnabarnabörn.
Kristínn Stein-
grímsson
Kristinn Steingrímsson, sem hér
er kvaddur, lést á heimili sínu í
Reykjavík 28. nóvember sl. eftir
margra ára stranga baráttu við ill-
' vígan sjúkdóm. Þótt dánarfregnin
kæmi ekki á óvart snart hún djúpt.
Það er sárt að sjá á bak kærum
mági og góðum vini eftir áratuga
kynni og vináttu. Nú að samferðar-
lokum langar mig að minnast hans
nokkrum orðum og þakka honum
vináttu og samfylgdina.
Lífsstarf Kristins Steingrímsson-
ar var bundið landinu, fóstuijörðinni
sem honum var svo kær. Hann var
bóndi í rúman aldarfjórðung, bjó
myndarbúi vestur í Tjaldanesi í
Saurbæ í Dalasýslu. Búnaðist hon-
um vel, enda bráðduglegur og verk-
laginn, framkvæmdasamur og
framfarasinnaður. Kristinn hafði í
uppvextinum sitt hvað numið og
lært í búfræðum af föður sínum,
Steingrími Samúelssyni, sem var
kunnur bóndi í sinni tíð vestur í
Dölum. Þá hafði hann gengið í skóla
á Hvanneyri og brautskráðst þaðan
búfræðingur. Eftir að hann brá búi
í lok áttunda áratugarins og flutti
suður til Reykjavíkur gegndi hann
lengst af störfum sem tengdust
landbúnaði.
Kristinn Steingrímsson var lið-
lega meðalmaður á hæð, grannvax-
inn og karlmannlegur, léttur og
kvikur í hreyfíngum og bar sig vel.
Hann var ljós yfírlitum og vel eygð-
ur, svipurinn bjartur og hreinn. Yfír-
bragðið var drengjalegt og glaðlegt.
Þeir sem þekktu hann vissu, að
hann var alvörumaður. Hann lét sig
trúmál skipta og hafði þar mjög
ákveðnar skoðanir. Áhugi hans á
þjóðmálum var mikill og lifandi og
fór hann ekki dult með skoðanir
sínar. í umræðum um þau færði
hann ávallt góð rök fyrir sínu máli,
en hlustaði jafnframt á rök annarra.
Hann var mildur og sanngjam í
dómum um menn og málefni. Hann
var minnisstæður maður.
Kristinn var góðgr ijöiskyldufaðir
og sérstakur uppalandi. Get ég þar
um borið af eigin raun. Synir okkar
hjóna nutu þess í mörg sumur að
vera undir hans handleiðslu og
stjóm við holl störf í Tjaldanesi.
' Var það einstakur skóli og þáttur í
þeirra uppeldi, sem þeir hafa búið
að æ síðan. Fyrir þetta og allt ann-
að ber að þakka og verður samt
aldrei fullþakkað.
Fyrir rúmum sex ámm var það
staðfest eftir langvinnar rannsóknir,
að Kristinn var með alvarlegan sjúk-
dóm, sem ágerðist brátt svo starfs-
þrekið brast. Barðist hann til hinstu
stundar við sjúkdóminn og hélt reisn
sinni til endalokanna. Hann stóð
reyndár ekki einn í baráttu sinni.
Eiginkona hans, Una Jóhannsdóttir,
stóð sem klettur við hlið hans alla
tíð og annaðist hann þar til yfír
lauk. Það er mörg hetjudáðin drýgð
í hversdagslífinu innan íjögurra
veggja heimilis og án nokkurrar
vitneskju annarra en nákominna.
Ég kveð kæran mág og bið góðan
Guð að styðja og styrkja Unu og
bömin í sorg þeirra.
Ólafur Stefán Sigurðsson.
- Minning
Ég ætla að fara hér nokkrum
orðum um æskuvin minn og sveit-
unga Kristinn Steingrímsson. Hann
lést 28. nóvember síðastliðinn. Það
er margs að minnast eftir áratuga
samfylgd. Ég ætla að drepa á nokk-
ur atriði úr æviskeiði hans einkum
það sem samfélagið gæti tekið til
íhugunar. Hann varðaði veginn sem
liggur til betri afkomu í sveitum
landsins.
Hann var til fyrirmyndar á mörg-
um sviðum í búskap sínum. Kristinn
Steingrímsson fæddist í Miklagarði
í Saurbæ, Dalasýslu 4. ágúst 1923,
ólst þar upp í stórum systkinahópi.
Árið 1936 kaupir faðir Kristins
Heinaberg á Skarðströnd. Þar
dvaldi Kristinn sín unglingsár. Á
þessum árum var lífsbaráttan hörð,
allir urðu að vinna um leið og þeir
gátu vettlingi valdið. Mörg hetju-
sagan er óskráð af bammörgum
flölskyldum sem háðu lífsbaráttuna
á fyrri helmingi þessarar aldar,
nánast upp á líf og dauða. Kristinn
Steingrímsson var fæddur inní
þessa baráttu og varð snemma
vopnfær í þeirri baráttu. Ungur
vandist hann við mikla vinnu og
snemma falin ábyrgð á ýmsum þátt-
um í búskap foreldra sinna sem
komust vel af á rýrum ábýlum með
dugnaði sínum og forsjálni.
Kristinn Steingrímsson hóf nám
við Bændaskólann á Hvanneyri og
útskrifaðist þaðan með ágætisein-
kunn enda stálgreindur og mikill
námsmaður. Það mátti segja að í
hann væri hrúgað hæfíleikum.
Hann hefði getað orðið meira en
meðalmaður á mörgum sviðum.
Eftir að systkinahópurinn dreifðist
úr foreldrahúsum stundaði Kristinn
ýmis störf, enda hvarvetna eftir-
sóttur í vinnu sakir dugnaðar síns
og lagvirkni. Hann dvaldi um
tveggja ára skeið á Norðurlöndum
í ævintýraleit, vann þar meðal ann-
ars við mjög vandasöm verk í bíla-
verksmiðju. Þar kom að Kristinn
valdi sér að ævistarfi búskap. Kona
hans var Hildur Eggertsdóttir frá
Tjaldanesi í Saurbæ.
í Tjaldanesi hófu þau búskap
1953. Þar fékk Kristinn útrás fyrir
dugnað sinn og athafnaþrá, því þar
var um algjört landnám að ræða.
Þar reisti Kristinn frá grunni hús
yfir fólk og fénað. Ræktaði og
keypti vélar til nútímabúskapar á
mjög skömmum tíma. Kristinn fékk
góðan arf úr föðurgarði gulli betri,
sem var skyldurækni, iðjusemi,
reglusemi og snyrtimennska. Við
þessi atriði var hann alinn upp, og
varð honum eiginlegt eins og sjálf-
sagður hlutur. Enginn hlutur á hans
búi fór í niðurdröbbun eða hirðu-
leysi, honum entust vélar og tæki
betur en flestum öðrum. Fjárbú
hans var eitthvert það arðsamasta
í Dalasýslu og þó víða væri leitað.
Þó er Tjaldanes ekkert betra að
landgæðum til en aðrar jarðir á
þessu svæði.
Þama spilaði inní snjöll umhirða
og rétt fóðuröflun. Kristinn var ein-
dreginn talsmaður þess að hver
bóndi aflaði fóðurs fyrir búfénað
sinn af eigin landi og brúkaði fóður-
bæti framleiddan í landinu sjálfu
ef hans þyrfti með. Hann fordæmdi
fóður-innflutning úr öðrum heims-
álfum handa íslensku búfé. Betur
væri komið hjá íslenskum landbún-
aði í dag ef þeirri stefnu hefði ver-
ið fylgt. Margir leituðu ráða hjá
Kristni og litu upp til hans, sem
vel mátti. Hann var sómi sinnar
stéttar. Hans var ákaft saknað þeg-
ar hann hvarf frá búskap. Hræddur
er ég um að illa hefði Kristni fallið
að verða dæmdur til hokurbúskapar
eins og nú er farið að plana.
Kristinn hætti búskap 1979 það
var mikið áfall fyrir bændastéttina,
því eins og áður er sagt sýndi hann
í verki að hægt var að reka arðsamt
sauðfjárbú með innlendum aðföng-
um.
Kristinn flutti til Reykjavíkur,
stundaði þar ýmis störf hjá SIS.
Honum féll aldrei verk úr hendi,
meðan heilsan leyfði. Kona hans
Hildur Eggertsdóttir lést 1988. Þau
áttu 4 börn. Seinni kona Kristins
er Una Jóhannsdóttir frá Búðardal.
Undanfarin ár hefur Kristinn barist
við mjög erfíðan sjúkdóm uns yfír
lauk 28. nóvember síðastliðinn. í
þeirri baráttu sýndi hann aðdáunar-
verðan kjark og æðruleysi, reyndi
fram á síðustu mínútu að leyna
aðstandendum _ slæmri líðan sinni.
Þeim til léttis. Ég votta samúð mína
við_ fráfall hans.
I fomum sögum er oft sagt að
þessi eða hinn hafí verið drengur
góður. Það orð hafði sterka merk-
ingu. Og varla hægt að ná meira
virðingarheiti.
Ég lýk þessum orðum minum og
segi Kristinn Steingrímsson var
drengur góður. Blessuð sé minning
hans.
Steinólfur Lárusson.
Nú þegar Kristinn Steingrímsson
móðurbróðir minn er látinn, langar
mig til að minnast hans með nokkr-
um orðum.
Það fyrsta sem ég man eftir þess-
um stórfrænda mínum var þegar
ég dvaldi að sumarlagi hjá ömmu
og afa á Heinabergi á Skarðs-
strönd, þá þriggja ára gömul. Hann
var nýkominn frá Svíþjóð þar sem
hann hafði dvalið eitt ár við land-
búnaðarstörf. Hann leyfði mér að
sitja á dráttarvélinni hjá sér um
heyskapartímann og skemmti sér
konunglega við að láta mig syngja
fyrir sig. Ég var með afbrigðum
smámælt á þeim tíma og textafram-
burðurinn í meira lagi skoplegur.
Þótt hann hlæi mikið að mér gafst
ég aldrei upp á því að syngja fyrir
hann. Hvellur hlátur hans lifir mér
í barnsminni þar sem hann rann
saman við kvak silfurmáfsins í
berginu fyrir ofan bæinn.
Nokkrum árum seinna fluttu
amma og afi að Tjaldanesi í Saurbæ
þar sem Kiddi frændi hafði þá búið
um skeið ásamt konu sinni, Hildi
Eggertsdóttur, sem þar var fædd
og uppalin. Afi og amma bjuggu í
litlu húsi í túninu skammt þar frá.
Ég dvaldi hjá þeim sumar eftir sum-
ar svo hér rifjuðum við Kiddi upp
fyrri kynni.
Það má segja áð Kiddi frændi
hafi komið að húsalausri jörð í
Tjaldanesi. Hann byijaði á því að
byggja íbúðarhúsið. Síðan rak hver
byggingin aðra og alltaf þegar ég
í sveitina á vorin var Kiddi annað
hvort að byggja eða búinn að
byggja eitthvað nýtt. Hann byggði
fjárhús, heyhlöðu, súrheysturn, fjós
og mjólkurhús, allt eftir nýjustu
tísku og samtengt til að auðvelda
bóndanum sem best hans störf.
Á hveiju vori sléttaði hann og
ræktaði upp ný tún svo hekturum
skipti. Þá kepptust bændur við að
stækka búin sín og engin takmörk
voru komin á bústærð eða sá kvóti
sem bændur verða nú að lifa eftir.
Á þessum árum má segja að Kiddi
hafi lagt nótt við dag við uppbygg-
ingu jarðarinnar og búsins. En hann
var félagslyndur maður og skorað-
ist aldrei undan að gegna ábyrgðar-
störfum fyrir sveitunga sína þegar
hann var til þess kosinn.
Þau Hildur áttu 4 börn og ólu
að auki upp systurdóttur Hildar.
Alltaf var hjá þeim á sumrin mikið
af unglingum, bæði systkinabörn
hans og vandalausir. Hann stjóm-