Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 60

Morgunblaðið - 08.12.1992, Síða 60
60 1-444— MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992 Með morgunkaffinu Ást er... TM Reo U.S Pat Oftall rlghta reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate ... traustur veggur. 6-6 Þori að veðja að þú hélst þú hefðir gleymt afmælis- deginum mínum ...? HÖGNI HREKKVÍSI l BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Nokkur orð um hvali, mannúð, ímyndir og fleira Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: í þættinum Nýjasta tækni og vísindi í Sjónvarpinu fimmtudaginn 26. nóv- ember var þjóðinni að vanda enn einu sinni sem fyrr talin trú um að tækn- in muni leysa öll mannsins vandamál. Innræting þessu lík af jafn sterk- um ijölmiðli og Ríkissjónvarpið telst er í hæsta máta vafasöm. Það er óumdeilanlega eitt mesta vandamál mannkyns í dag hversu afleiðingar tæknivæðingar Vesturlanda og ann- arra menningarsvæða í kjölfar henn- ar er eyðileggjandi, mengandi og niðurrífandi á allt lifandi eða dautt í skauti móður náttúru. í þeirri heilagri réttlætingu fara falsk-innrætingarþættir á borð við „Nýjustu tækni og vísindi" fremstir í flokki. Allt er leyfilegt. Niðurlæging dýranna. Spæna upp fjöllin. Saurga tunglið með heimsvaldastefnu sinni o g tæknidrasli. Og helst allan alheim- inn ef þess væri nokkur kostur. Nauðga sköpunarverki að vild í tíma og ótíma hvar og hvernig sem er. Allt er leyfilegt. I fyrrgreindum þætti var m.a. löng og fögur ræða um hversu vísindaleg- ar og merkilegar rannsóknir hið mjög svo siðferðilega vafasama fjölþjóða- Tileinkað eiturlyfja- neytendum Tunp minni er stirt um stef ég veit ei hvert skal halda en ef þú vildir hjálpa til að ieysa úr þeim vanda. Vandanum ég ei vaxin er en vildi þé fegin hjálpa þér en vegurinn þröngur og grýttur er og vandfundin gæfuleiðin. Ef sannur ertu sjálfum þér í orði, verki og huga! þá muntu maður duga. Líttu maður krinpm þig festing drottins fógur er sólin vekur sérhvert fræ innst til dala og út um sæ. KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Marklandi 6. fyrirtæki „Sea World“ (Sjávarheim- ur) stundaði á háhyrningum. Það vill svo illa til að þessi þáttur tengd- ist óvænt krumpaðri samvisku ís- lendinga í háhyminga-þrælasölumál- inu. Báðir háhymingamir sem til umfjöllunar í þættinum voru, vora fangaðir fyrir fimm og átta áram (ef skráning Sea World er rétt) af Is- lendingum hér við land, og seldir þessu ógæfufyrirtæki sem heilaþvær þá, — og sýnir síðan þessi saklausu en geðveiku dýr sem eiga sér mjög litlar lífslíkur í þessum sýningarfang- elsum. Meðallífslíkur fangaðs háhyrnings í dýrafangelsum era nú 13,5 ár, á sama tíma og meðallífslíkur háhym- ings úti í villtri náttúranni era um 60 til 80 ár. Eða nálægt lífslíkum manna í dag að jafnaði. í fyrrgreindum sjónvarpsþætti Iauk umfjölluninni um „þjálfun" há- hyminganna (sem yfírleitt er kölluð kennsla) m.a. með þeim orðum „að þessi kennsla byggist að verulegu leyti á gagnkvæmu trausti og virð- ingu milli dýrs og þjálfara. Ekki annað en það! — Nei takk. Hvorki traustið og því síður virðingin era gagnkvæm á milli dýrsins og temjarans. Virðing dýrsins er óttavirðing og hungurvof- an. Því dýrin era sísvelt og krafín hinna ómögulegu lista til að vinna fyrir matarsparði í munn fyrir hvert atriði í þessum sýningum. Svona þjálfun háhyrninga tekur ár í fleir- tölu, og er eina gangverk hlýðni þeirra löngun eftir matarbita í maga sinn. Frá Sigurþóri Júníussyni: Að ganga um hinar glæsilegu bygg- ingavöraverslanir í Reykjavík er eins og að vera kominn á aðra plánetu. Slíkt er vöraúrvalið og er ekkert nema gott um það að segja. En það sorglega við þetta er hversu agnar lítill hluti þessa varnings er fram- leiddur hér á landi. Ég átti erindi í eina slíka nýlega og á rölti mínu fram og aftur sá ég ekkert íslenskt, utan einar hjólbörar sem stóðu frammi við dyr. Að vísu var hjólið innflutt ásamt spýtunum sem festar vora við Og ekki er það traustið heldur. Heimsfrægt varð þegar tvítugri sunddrottningu var drekkt af þremur íslendingum (háhymingum) fyrir fáum misserum hjá þessu sama fyrir- tæki sem var að þjálfa þá og gekk heldur hart fram f þjálfun þeirra. Þeim var einfaldlega nóg boðið og gerðu sér lítið fyrir og náðu sameig- inlegu munntaki á henni og skiptust á að halda henni niðri í lauginni þar til lífsmarkið með henni var horfíð. A þetta horfðu hundrað áhorfenda sem borgað höfðu sig inná þessa „fræðandi og skemmtilegu þjálfun og kennslu háhyminganna" eins og fyrirtækið kallar þessa tamningar sínar. Dýrasálfræðingar komust sfð- ar að raun um að allir þessir þrír einstaklingar vora orðnir áberandi mun meira geðveikir en almennt gerðist hjá venjulegum ótömdum dýram í dýragörðum og þeir því meðhöndlað þjálfara sinn svona eftir aðeins of erfíða og nærgöngula „kennslu". Þetta ætti hinn kurteisi og hug- ljúfí umsjónarmaður þáttarins hjá Sjónvarpinu Sigurður H. Richter að vita, en kýs einhverra hluta vegna ekki að ræða yfír illa upplýstum lýðn- um sem engan tíma hefur til að kynna sér málið frekar af eigin rammleik. Hér er ekki gott í efni góðir íslendingar. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON talsmaður Hvalavinafélags íslands Grettisgötu 40b, Reykjavik. það til að hægt væri að ýta því fram og aftur, en það gladdi engu að síð- ur að sjá að íslenskir iðnrekendur era búnir að koma auga á notagildi hjólsins. Þegar heim kom rifjaðist upp fyr- ir mér'að einhveijir vísir menn vora nýlega að benda landsmönnum á hvemig best væri að komast út úr svartnætti kreppunnar. Það var stutt og snjallt eins og við var að búast: Við flytjum út hugvit. SIGURÞÓR JÚNÍUSSON Grenilundi 8, Garðabæ Míkið úrval en ekki íslenskt Víkveiji skrifar egar ekið er vestur Hringbraut og inn á hnngtorg, sem teng- ir Hringbraut, Ananaust og Eiðs- granda, kemur upp erfíð staða fyr- ir þá, sem aka á innri hring torgs- ins og inn á Eiðsgranda. Þeir lenda að vörmu spori í óþægilegri sjálf- heldu vegna þess að gatan þrengist mjög, verður að einni akrein og bílstjórar, sem ætla að aka áfram eftir Eiðsgranda verða að gæta sín mjög á bílum, sem koma á eftir þeim á hægri akrein. Þetta er einn af þeim punktum í gatnakerfí Reykjavíkur, sem umferðaryfirvöld í Reykjavík þurfa nauðsynlega að lagfæra. xxx Hér í blaðinu hafa undanfarnar vikur birzt kaflar úr nokkrum bókum, sem út koma um þessi jól. Ef þessir bókarkaflar eru spegil- mynd þeirrar útgáfustarfsemi, sem haldið er að fólki á jólavertíðinni, er það alvarlegt umhugsunarefni bæði fyrir útgefendur og kaupend- ur. Raunar er það líka umhugsunar- efni fyrir Morgunblaðið, hvort það telur þetta efni eiga erindi við les- endur sína. Viðtalsbækur era vinsælt efni til útgáfu og oft eru skrifaðar við- talsbækur við fólk, sem á að baki fjölbreyttan æviferil. Það kemst of sjaldan til skila. Getur verið að þess- ar bækur séu skrifaðar á örfáum mánuðum? Að menn kasti höndum til þessara verka? í raun og vera er það eina skýringin á því, að við- talsbækur við þjóðkunna einstak- linga, sem hljóta að hafa frá mörgu að segja, eru ekki betri en raun ber vitni. XXX Charles Cobb, sem var sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi þar til í byrjun þessa árs hugsar greinilega hlýlega til íslendinga. Hann lét gera tvær útgáfur af sömu höggmyndinni og stendur önnur við Skúlagötu, en hin í Florída í Banda- ríkjunum. Hann hefur hvatt Kaiser álfélagið til þess að huga að bygg- ingu álvers á íslandi og í Morgun- blaðinu í fyrradag mátti lesa aug- lýsingu um námsstyrk, sem hann veitir íslenzkum námsmanni til þess að stunda nám við háskóla á Florída, líklega þann háskóla, sem hann er í forsvari fyrir að einhveiju leyti. Cobb er stórefnaður maður, sem auðgaðist á kaupum og sölu á fyrir- tækjum og hefur m.a. komið til greina, að hann verði hluthafi í ál- veri, sem Kaiser kann að byggja hér á landi. Ræktarsemi hans við ísland vekur athygli en hann er ekki eini fyrrverandi bandaríski sendiherrann, sem haldið hefur tengslum við land og þjóð. Þar má til nefna bæði Nicholas Ruwe, sem nú er látinn, Marshall Brement og Pamelu konu hans og ekki sízt Frederic Irving og Dorothy konu hans en Irving var sendiherra hér fyrir u.þ.b. tveimur áratugum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.