Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 30. DESEMBER 1992 Maj Darling Bókmenntir Anna G. Ólafsdóttir Mats Wahl, Hilmar Hilmarsson þýddi, Maj Darling, Mál og menn- ing (Ung), 1992; 251 bls. „Sumir tólf ára strákar grípa með annarri hendinni í hárið á stelpunum en fálma með hinni niður í hyldýpið. Svona eru margir strákar. Þessir strákar myndu aldrei viðurkenna — ekki einu sinni fyrir sjálfum sér — að þeir sæktust eftir einu eða neinu. Þeir lifa í goðsögnini um að lífþeirra sé fullkomið. En þeir skynja þó lang- anir sínar og þeir finna á sér feigð bernskunnar við sérhveija dögun. Stundum vega þeir salt á barmi hyldýpisins. En þeir hrapa einkenni- lega sjaldan.“ (Bls. 6). Þannig lýsir Harry sögumaður Mats Wahl í Maj Darling umbrota- skeiði unglingsáranna og því skeiði sem á einn eða annan hátt er fjallað um í langflestum unglingasögum. Um leið er hann að segja frá því tímabili ævi sinnar fyrir 30 árum þegar vináttu hans og besta vinar hans var ógnað af nýrri tilfinningu í bijóstum þeirra beggja, ást þeirra til sömu stúlkunnar, Maj. Á sama tíma og þeir gera tilraun til að verð- veita helgasta leyndardóm vináttu sinnar gera þeir sér grein fyrir því að þegar Maj hefur valið annan þeirra er leiknum lokið. Og honum lýkur, bara ekki á þann hátt sem þeir hefðu viljað. Ekki verður nánar farið út í sögu- þráðinn að svo stöddu en eitt er víst að höfundurinn hlúir vel að persón- um sínum og vakir yfir þeim af alúð og nærgætni. Sjaldnast sést til hans en af og til verður nærvera hans ljós, beint eins og áður hefur verið getið, og óbeint eins og þegar hann ræðst gegn hroka og yfirdrepsskap í gegnum kennslukonuna Kejne. Og nær ádeilan hápunkti þegar að hún kemst að því að aumkunarverðasti strákurinn í bekknum að hennar dómi er skotinn í Maj eins og allir hinir. Hún segir einfaldlega: „ — Falleg stúlka getur vakið hrifningu strákanna, en maður á bara að teygja sig eftir þeim eplum sem maður getur náð til.“ (Bls. 83.) Söguhöfundurinn hlífir ekki sjálf- um sér fremur en öðrum í sögunni. „Misskiljið mig ekki! Það eru til góð- ir strákar, fullir samúðar, þeir standa með þeim sem minna mega sín og finna til með þeim sem eiga bágt. Svona strákar eru til í raun- veruleikanum. Þeir eru líka til í bók- um. Því miður var ég aldrei svona strákur. Því miður var ég líka upp- tekinn af sjálfum mér, þröngsýnn og dónalegur eins og svo íjöldamarg- ir strákar." (Bls. 18.) Harry og Hasse eru hvorki komn- ir af merkum né ríkum fjölskyldum en þeir eru fijálsir og kekkir strákar sem fara óáreittir sínar eigin leiðir og uppgötva ekki aðeins ástina þetta sumar. Harry kemst að raun um að pabbi hans var ekki sjómaður heldur ungur maður úr nágrenninu. Hann laérir að sætta sig við örlög hans og að mamma hans á sitt sjálfstæða líf alveg eins og hann. Þeir Hasse ákveða líka að hjálpa Nowak, pólsk- um flóttamanni að komast undan, uppgötva Elvis og margt fleira. Maj Darling er saga þrungin til- finningu og spennan er aldrei langt undan. Kapphlaupið um Maj vekur forvitni lesandans en eftir því sem lengra er lesið gefa fyrirboðar til kynna að eitthvað miklu meira er í aðsigi. Spennan nær hámarki undir lokin og á eftir verður spennufall og ótrúlegt magnleysi. Stíll sögunn- ar er leikandi og af og til verður höfundurinn nánast heimspekilegur þannig að lesandinn freistast til að lesa línurnar aftur og velta þeim betur fyrir sér. Þýðing og frágangur bókarinnar er til stakrar prýði. Þessi má geta að Maj Darling er vel þekkt unglingasaga á hinum Norðurlöndunum og hlaut höfund- urinn Mats Wahl norrænu Skóla- safnsverðlaunin 1990 fyrir söguna. Af henni verða íslenskir lesendur ekki sviknir fremur en norrænir frændur þeirra. Og eitt, að lokum. Það hefur vakið furðu mína að þýdd- ar unglingabækur í bókaflokknum Ung hafa ekki verið auglýstar eins og aðrar unglingabækur eftir ís- lenska höfunda fyrir jólin. Þykir mér það furðu sæta þar sem þær standa mörgum ef ekki flestum íslenskum unglingasögum framar. Dan Flavin Myndlist Bragi Ásgeirsson í sýningarsalnum milli 14 og 18, er nú kynntur ameríski myndlistarmaðurinn Dan Flavin. Hann er fæddur í New York árið 1933, er af þýskum og írsk- um ættum, og hefur verið búsett- ur í borginni eða nágrenni henn- ar allt sítt líf, að þeim árum undanskildnum er hann gegndi herþjónustu. Hann er þannig stórborgarbarn út í fingurgóma og lifanir hans markast af þeirri staðreynd. Flavin telst sjálf- menntaður í myndlist og hóf upp á eigin spýtur ýmsar tilraunir með Ijósverk árið 1959 og þá aðallega flúrljós, sem hann að vissu marki tengdi við liti. Margur hefur heillast af feg- urð flúrljóssins frá því að það kom fyrst fram, en engum dottið áður í hug, að vinna úr áhrifum þess í hreinum listrænum til- gangi. Leikur Flavins með flúrsljós- pípur er orðinn að þekktum gjörningi á flestum stórsýning- um núlista í heiminum auk þess sem ýmis listasöfn hafa fórnað sérstöku herbergi fyrir hann. Pípurnar eru annað tveggja skorðaðar hnitmiðað í tilfallandi rými eða festar á veggi án ákveð- innar myndbyggingar og fram- kalla mismunandi sjón- og lita- áhrif. Öll myndlist er meira og minna leikur með ljós í rými, en hér er ljósið sjálft áþreifanleg staðreynd og virkjað sem burða- rás útfærslunnar. Þetta kemur sýninga- og safnagestum eðli- lega í opna skjöldu og margur afgreiðir gjörninginn sem létt- vægan leik, enda stendur fólk yfirleitt ekki lengi við fyrir fram- an verkin, undrast frekar en að láta hrífast. Flúrljós eru nefni- lega svo algeng í umhverfi mannsins, og leikurinn með þau svo fjölþættur allt um kring, að hann á erfitt með að meðtaka það sem sértækt listaverk á .myndlistarsýningu. En vissulega má ná mikilli fegurð og sterkum viðbrögðum með slíku samspili gervibirtugjafans. Þessi tegund myndverka flokkast undir naumhyggju, og Flavin telst einn af frumkvöðlum hennar ásamt þeim Robert Ry- man, Donald Judd, Sol Le Witt og Carl Andre. Naumhyggjan eða „minimal- isrninn" eins og alþjóðlega heitið er, hefur fest nokkrar rætur hér á landi og er þetta einn liður þess að kynna hana, enda for- svarsmenn sýningarsalarins miklir unnendur liststefnunnar. Má bera mikið lof á þá fyrir að kynna hið viðurkenndasta sem gert hefur verið í heiminum á þessu sviði, og er upplagt fyrir listunnendur að fylgjast hér vel með. Um efni miðalda Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Yfir íslandsála. (177 bls.) Um- sjónarmenn útgáfu: Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson. Sögufræðslusjóður 1991. Þessi bók er kveðja til Magnúsar Björgvinssonar, kennara í sagn- fræði við Björgvinjarháskóla, í til- efni af sextugsafmæli hans. Um er að ræða tíu ritgerðir eftir jafn- marga höfunda um efni tengt mið- öldum, aðallega á sviði sagnfræði og bókmennta. Þijár greinanna íjalla með ein- hveiju móti um konur og stöðu þeirra í íslensku miðaldasamfélagi. Ein þeirra er eftir Helgu Kress og heitir „Gægur er þér í augum. Konur í sjónmáli íslendingasagna". Helga tilgreinir orð Luce nokkurr- ar Irigaray fyrir því að nauðugar verði konur „að gangast inn á sjón- málið“ vilji þær vera hluti af sam- félaginu. Mestur hluti greinar Helgu fer síðan í að tilgreina dæmi um slíkar augngotur í Islendinga- sögunum. Um er að ræða marga frægustu og eftirminnilegustu hluta sagnanna. Ekki er nauðsyn- legt að fallast á fullyrðingu ofan- greindrar Irigaray til þess að hafa gaman af fróðlegum dæmum um augnagot í Islendingasögunum sem Helga tiltekur hér. í ritgerð sinni „Eyðibýli" greinir Björn Teitsson frá kenningum sem settar hafa verið fram um mannfækkun í Evrópu á síðmiðöld- um. Hann lýsir hér samnorrænum rannsóknum á þessum efnum sem fóru fram allan áttunda áratuginn o g voru mjög yfirgripsmiklar. Tímabilið 1300-1500 einkenndist af samdrætti byggðar á Norður- löndum. Sérstaklega átti Jietta við um Noreg en einnig um Island og stóra hluta Danmerkur og Svíþjóð- ar. Rannsóknirnar styrkja kenn- ingar um að drepsóttir hafa komið eyðingunni af stað en kuldi og staðbundinn hernaður hefur líka haft sitt að segja. Yfirlitsverk um rannsóknirnar kom út á ensku í Uppsölum 1981 og er Björn Teits- son einn fimm höfunda ritsins. Þetta hljóta að teljast merkar rann- sóknir, sérstaklega ef satt reynist að hér sé um að ræða fyrstu sam- ræmdu, íjölþjóðlegu rannsóknirnar sem tekist hefur að leiða til lykta á vegum sagnfræðinga í Evrópu. Böðvar Guðmundsson ritar hér skemmtilega, rökfasta og útúrd- úralausa ritgerð sem hann nefnir „En norsk klerk fast for 400 aar forleden," þar sem hann ýjar pent að tvískinnungi fræðimanna þegar kemur að þjóðernisgreiningu höf- unda í íslenskum fornfræðum. Orkneyinga saga hefur hingað til verið talin rituð á íslandi og höf- undurinn íslenskur. Böðvar bendir á að glámskyggni fræðimanna (dulin eða Ijós) hafi komið í veg fyrir að öðrum og sennilegri mögu- leika væri velt upp. Fremst í einu handrita Orkneyinga sögu stendur nefnilega að norskur klerkur hafi „samanskrifað" þetta verk. Ritari sögunnar hefur verið einn af vel Richard Scobie/ X-Rated Góður efniviður en úrvinnslan misjöfn Magnús Stefánsson menntuðum 16. aldar norskum húmanistum, úr þeim hópi sem vissi að Snorri Sturluson var höf- undur Heimskringlu, meðan sam- tíma-Islendingar flíkuðu ekki þeirri vitneskju í rituðu máli. Þá vaknar spurningin: Er ekki eitthvað bogið við það að taka orð þessara manna trúanleg um að Snorri sé höfundur Heimskringlu en líta fram hjá því þegar þeir eigna norskum klerki ritun Orkneyingasögu? í heild má segja að í þessari bók séu á ferðinni athyglisverðar rit- gerðir, a.m.k. eru þær vitnisburður um blómlega rannsóknarstarfsemi í íslenskum miðaldafræðum. • Frágangur bókarinnar er ein- faldur, íburðarlaus og vandaður. Hljómplötur Hákon Sveinsson Óhætt er að segja að Richard Scobie fari troðnar slóðir á sóló- diski sínum „X-Rated“. Hresst rokk, ef til vill eilítið í þyngri kantinum, er það sem Scobie býð- ur upp á, nú sem fyrr. Honum til fulltingis er breiður hópur inn- lendra sem erlendra tónlistar- manna og tekst þeim, ásamt upp- tökustjóranum Nick Cathcart Jo- nes, að skila sínu hlutverki af- bragðs vel og allur umbúnaður er eins og best gerist. Sjálfur stendur Scobie vel fyrir sínu í flutningi laganna enda góður söngvari. Lögin sjálf og textar eru allir eftir Scobie og sýnir hann á því sviði nokkra mjög góða spretti. Best tekst honum upp í lögunum Sweet Mary Jane og Hate to see you cry. Þessi tvö lög standa lítt sem ekkert að baki þeim lögum sem best gerðust á seinni hluta sjöunda áratugarins, á gullaldar- skeiði bresku poppbylgjunnar, og eru þar af leiðandi í hópi þess besta sem samið er á okkar dögum að mínu mati. Hins vegar er miður hversu mörg lög á X-Rated byija vel en virðast síðan þynnast út í ein- hverja meðalmennsku. Lögin Cap- ital crime, Naked, Mother Earth og Hurting For You eru dæmi um slíkt. Ég er sannfærður um að ef betur hefði verið unnið úr þeim góða stofni sem í lögunum eru, hefði X Rated-diskurinn staðið sem ein besta dægurtónlistarafurð þessa árs hérlendis. En það er eins og vanti herslumiininn. Ef ekki væri fyrir skemmtilegan sítar-leik gamla brýnsins Björgvins Gísla- sonar er fátt á disknum sem kem- ur á óvart eða sker sig úr því sem þúsundir tónlistarmanna eru að gera úti í hinum stóra heimi. Ensk- ir textar Seobies, sem margir eru ágætir, eru heldur ekki til að skerpa á sérstöðu hans sem tón- listarmanns á alþjóðlegri mæli- stiku. Að mínu mati þarf Scobie að skapa sér meiri sérstöðu til að ná þeirri athygli sem hann að mörgu leyti verðskuldar. Jafnframt þarf hann vinna betur úr sínum ágæta efnivið, því að á þeim plægða akri sem hann sáir í dugir meðal- mennskan skammt. Scobie hefur vissulega sýnt að hann býr yfir ágætum hæfileikum, bæði sem lagahöfundur og flytjandi, en kannski þarf hann bara að temja sér örlítið meiri þolinmæði til að fullvinna hugmyndir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.