Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 „Hín raunverulega mynd“ \ Fáein aðfaraorð um viðmiðun sannleikans eftir Davíð Erlingsson i. í vitund fólks og í tungumálinu, í undirstöðu allrar hugsunar og sem sjálfsagður hlutur, á heima sú hugmynd að til sé alfullkominn sannleikur. Væri helzt að reyna að lýsa honum sem stað gæddum alvökulli athygli sem næmi allt og varðveitti í alfullkomnu minni, og þaðan gæti manneskjan fengið óbrigðula, heila og rétta þekkingu um hvað sem væri, ef henni væri gefinn hæfileiki sambandsins til þessa staðar. Öllum er ljóst að manneskjan býr ekki yfir slíkum hæfileikum. Sannleikurinn býr í huga hennar sem afleidd (abstract) skírskotunarhugmynd til einhvers algerlega sjálfstæðs og utan við hana sjálfa og jarð- neskan heim hennar. Hann er hugmynd sem manneskjunni er af einhveijum sökum alveg nauð- synleg sem grundvallarmið, viðm- iðun allra dóma. Andspænis hinni alfullkomnu viðmiðunarhugmynd standa venjuleg vitneskja og þekking okk- ar mannanna með öllum sínum takmörkunum og brigðulleik, þar sem sannleikurinn og þar með veruleikinn verður naumast annað en það sem mönum kemur saman um að hafa fyrir satt. Tvö dæmi skulu nú leidd fram úr tungumálinu. 1. Ritdómara — sem ,er Björn Bjarnason, alþingismaður, og gengur í Morgunblaðinu 4. desem- ber 1992 tii umsagnar um nýút- komið annað bindi (Dómsmálaráð- herrann) í þriggja binda verki Guðjóns Friðrikssonar um Jónas Jónsson frá Hriflu — virðist líka miður sá háttur höfundarins að láta beinar tilvitnanir úr heimild- um sínum segja söguna af átökum og atburðum í ráðherratíð Jónasar Jónssonar fyrir sex áratugum, í stað þess að greina frá öilu saman í sínum eigin texta. í þessu sam- hengi kemur fram eftirfarandi setning í texta Bjarnar: „Slíkar tilvitnanir sýna að vísu, hvemig vopnaburði var háttað á tíma átakanna, en það er einnig auðvelt að skekkja hina raunveru- legu mynd með tiivitnunum." Björn útskýrir þá skekkingu ekki nánar, en það sem nú vekur athyglina eru orðin „hin raunveru- lega mynd“. Athugun textans leið- ir ekki annað í ljós fyrir mér en að þessi orð muni merkja þá fram- setningu eða þá mynd sem textinn veitir af því sem gerðist, og að orðið „raunverulegur“ í samheng- inu beri bott um þá trú Bjarnar að það sé gerlegt að láta texta gefa mynd af raunveruleikanum, mynd sem geti v'erið rétt og heil þannig að ekkert vanti á sem máli skipti. Með því er þá komið að því að orðin „hin raunverulega mynd“ eru farin að merkja sann- leikur. Er þetta ekki merkileg trú? 2. A sömu stund og sá athug- andi máls sem nú mælir er að velta þessu fyrir sér heyrist í ríkis- útvarpinu í einhveijum þættinum um bækur samtal við Hannes Hólmstein Gissurarson, sem er þar kominn í markaðsvör að ýta á eft- ir nýrri bók sinni um Jón Þorláks- son, annan stórmætan leiðtoga á fyrra hluta' aldarinnar. í máli hans heyrðist mér (með skyldugum fyr- irvara) á þessa leið: „íslenzk menning hefur alltaf verið mælskumenning, en Jón Þor- láksson var maður raunveruleik- ans sem beitti sér fyrir efnislegum framförum ...“ (svo sem vega- gerð, rafvæðingu, hitaveitu o.s.frv.) í eyrum mér hljómaði sístætt ræðubragð andstæðunnar, þar sem innantómu gjálfri orða er teflt fram gegn óbrotgjörnum veruleik- anum og ætlað að mega sín einsk- is gegn honum; mælskunnar gjálfrandi riddarar skulum við skilja að séu lítils virði hjá þeim kletti raunveruleikans sem Jón Þorláksson bar í sjálfum sér. En um leið og við skiljum þetta, sjáum við um leið, að í Hannesi Hólm- steini lifir menning (þannig á litið) hinnar ómerkilegu mælsku sínu sjálfkrafa iífi, þegar hann gætir þess ekki að forðast að neyta á skeiðandi tungu sinni þeirrar for- tölulistar, sem samjafnan hennar við raunveruleikabjargið Jón Þor- láksson gerði að hjómi. Sú and- stæðusetning er raunar líka fölsk, þegar á er litið frá sjónarhóli al- menns raunsæis, því að þá er eng- in andstaða milli þess tvenns sem ræðan lætur orka sem andstæður. Eða mundi Hannes Hólmsteinn ekki telja það hafa verið harla þarflegt, og raunar nauðsynlegt, að Jón Þorláksson var afar vel fær um að mæla fyrir málstað sínum? En ræðubragðið hefur sinn gang og orkar oft án raunsæislegs tillits. Það sem gerir þetta skemmtiat- riði nefnandi í sömu andrá og við hliðina á „hinni raunverulegu mynd“ sannleikans er það, að í og kringum orð Hannesar Hóím- steins vakir þessi sama hugmynd, sama trúin á raunveruleikann og sannleíkann, sem viðmiðun og for- senda þess sem hann segir. Sú viðmiðun er vissulega merkilegt fyrirbæri. II. Hún er vafalítið sjaldnar sögð beinum orðum en oftar óbeinum, eða hún liggur í loftinu kringum leslínu orðanna í texta. Hún mun vera mikilvæg stofnun, líklega ein af forsendum mannlegs máls, sögu í víðasta skilningi og vísinda, eitt- hvað sem maðurinn hefur búið til eða fundið inni í sér og varpað síðan á hugmyndalegan hátt út úr sér út í óskilgreint lífsrými sitt til þess að eiga þar mið, eins og leiðarstjörnu að átta sig eftir. Jafnskjótt og við förum að hugsa um það, þykjumst við líka sjá í hendi okkar, að þessi miðunar- punktur, sannleikurinn, hefur eignazt persónugerving sinn í því alvitra og óskeikula vitni sem er guð, sá guð sem tungumálið skír- skotar oft til sem slíks („það veit guð“, „það má guð vita“ o.s.frv.). Af þessu er ljóst, að við erum hér að tala um goðsagnarlega viðmið- unarhugmynd. Öllum sem tala eða rita á opnum vettvangi lífsins er sannleikurinn vandamál sem annaðhvort er vitað eða óvitað. Einhver afstaða til hans kemur fram í allri frásögn, og sérstakur vandi blasir við þeim sem tala eða rita vísindi eða fræði, sem stefnt er að því að skapa, setja fram og/eða telja trú um eitthvað sem „raunverulega“ vitn- eskju, eitthvað sem á að vera satt. Þeir sem vandamálið er óvitað (þegar það er ekki uppi í meðvit- uðu yfirborði hugarlífsins) gera sig vitanlega miklu fremur en hinir bera að því að vara sig ekki á hugmyndrænu eðli hinnar goð- sagnarlegu sannleiksviðmiðunar sem býr í hugsun málsins sem þeir eru að nota. Þá er stundum eins og málið tali sjálft gegnum Um algengi gigtarsjúkdóma eftir Magnús Guðmundsson Gigtarsjúkdómar hafa verið mik- ið til umræðu í fjölmiðlum vegna norræna gigtarársins. Mikið upp- lýsingamagn hefur birst á prenti. Til að gera sé betur grein fyrir tíðni* þessara sjúkdóma hef ég tekið sam- an þessa grein. Faraldursfræði er skilgreind sem fræðin um tíðni og dreifingu sjúkdóma í samfélaginu. Hún tekur yfír alla þá þætti sem tengjast tilurð sjúkdómanna og hafa áhrif á útbreiðslu þeirra eða tengjast þeim á'annan hátt. Tíðni er oft skipt í algengi, sem er sjá fjöldi einstaklinga sem er sjúkur af ákveðnum sjúkdómi hveiju sinni, og nýgengi, en það er fjöldi nýrra sjúkdómstilfella á ákveðnu tímabili, oftast einu ári. Gigtarsjúkdómum er oft skipt i slitgigt, vöðvagigt, bólgusjúkdóma, kristalsjúkdóma og beineyðingu. Ekki er þessi skipting óumdeilanleg. Slitgigt var talin laus við bólguíferð í liðum en nú er vitað að svo er ekki alltaf. Slitgigt hijáir óumdeilanlega fjöl- mennasta sjúkdómshópinn. Hjá 20% allra eldri en 40 ára sjást breyt- ingar í liðum eða hrygg á röntgen þó ekki hafi allir einkenni. Bæði kynin fá þennan sjúkdóm. Oftast er um að ræða burðarliði svo sem mjaðmir, hné og hrygg. Fjöldi þeirra sem er 40 ára og eldri eykst stöðugt með hærri meðalaldri. Vöðvagigt er tiltölulega nýr sjúk- dómur og eru fjórir af hveijum fimm sjúklingum konur. Þessi sjúk- dómur er nær eingöngu í iðnvædd- um þjóðfélögum og er talið að streita sé stór orsakavaldur. Algengasti bólgusjúkdómurinn er iktsýki og er algengi þessa sjúk- dóms 1-2% og gildir hærri talan einkum fyrir eldri aldurshópa. Ef gengið er út frá lægri tölunni eru um 2.500 sjúklingar með þennan sjúkdóm á íslandi. Um 1-2% þeirra sem fá iktsýki (um 25-50 sjúkling- ar) fá hann á svo háu stigi að þeir fá æðabólgusjúkdóm. Alla sjúklinga með iktsýki þarf skipulega að upplýsa um sjúkdóm- inn og eðli lyfjameðferðar sem og annarrar meðferðar. Fjórir af hveij- um fimm sjúklingum eru konur. Næst algengasti bólgusjúkdóm- urinn er hryggikt en sá sjúkdómur hefur að mörgu leyti sérstöðu. Al- gengi er oftast talið 5 á þúsund íbúa. Þessi sjúkdómur er algengari hjá Japönum, Finnum og svertingj- um í Afríku. Þrír af hveijum fjórum eru karlmenn og er ættgengi áber- andi. Líkur á að sonur sjúklings með hryggikt fái sjúkdóminn eru 15—20-falt meiri en að einstakling- ur sem ekki hefur ættarsögu fái hann. Af þessum sjúklingum hafa 95-97% vefjaflokkun (HLA) B27 en um það bil 17% Ma íslands hafa þessa vefjaflokkun án þess þó að hafa hryggikt (A. Arnason). Ein- staklingur með þennan vefjaflokk á því lítið á hættu (2%) ef engin ætt- arsaga er fyrir hendi. Hryggikt getur komið eftir ör- veirusýkingar (Reiter-sjúkdómur) í þvagrás, blöðruhálskirtli og/eða meltingarvegi. Hryggiktarsjúk- dómsmynd sést einnig samfara húð- sjúkdóminum sóra (psoriasis). Þessi húðsjúkdómur getur einnig valdið bólgu í smáliðum handa og fóta, sem í öllujíkist iktsýki. Þriðji algengasti bólgusjúkdóm- urinn er risafrumugagnaugnaslag- æðabólga, öðru nafni ljölvöðvagigt. Sérstaða þessa sjúkdóms felst í þvi að sjúklingarnir eru allir yfir fimmtugt. Nýtíðni í Gautaborg var við stóra könnun 9,3 á 100 þúsund íbúa og var helm- ingi hærri fyrir konur en karla. í nýlegri samantekt á íslandi (O. Bald- ursson) var sam- bærileg tala 7,2. Á hveiju ári grein- ast því innan við 20 sjúklingar með þennan sjúkdóm. Merkilegt við sjúkdóminn er að honum skýtur næstum eingöngu upp í hvítum kynstofnum. Hættulegasta form sjúkdómsins er slagæðabólga í sjón- taug. Hún getur valdið blindu og er lýst í 8% tilfella. Þeir bólgusjúkdómar sem eru ótaldir eru mun sjaldgæfari. Þeir kallast oft bandvefssjúkdómar en algengastur þeirra er rauðir úlfar, en það er sjúkdómur sem aðallega hijáir ungar konur. Nýgengi hjá konum eldri en 18 ára er 6,6 tilfelli á 100 þúsund íbúa á ári í Suður-Sví- þjóð (H. Jónsson). Nýgengi fyrir bæði kynin var fjögur tilfelli á 100 þúsund íbúa. Á tuttugu árum getur það þýtt 40-60 sjúklinga þar sem sjúkdómurinn er alltaf langvinnur (krónískur). Níu af hveijum tíu eru konur og er talið að kvenkynshorm- ón séu þáttur í sjúkdómsmyndinni hjá stórum hóp þessara sjúklinga. Sjúkdómurinh verður líka oft mun vægari eftir tíðahvörf. Sjúkdómur- inn er algengari meðal blökku- manna og einna algengastur á eyj- um Karíbahafsins. Sjaldgæfir bólgusjúkdómar eru herslismein og húðvöðvabólga, oft nefnt líka ijölvöðvabólga. Þessir sjúkdómar hafa svipað nýgengi, eða innan _við 10 tilfelli á milljón íbúa á ári. í nýlegri íslenskri könnun um herslismein (A. Geirsson) fannst nýgengi sem svaraði einum sjúk- lingi á ári á öllu landinu, en það þýðir ijögur ný tilfelli á milljón íbúa. Til eru fleiri mun sjaldgæfari sjúk- dómar svo sem æðabólgur ýmiss konar. Kristalsjúkdómar. Efnaskipta- sjúkdómar valda bólgum í liðum og bandvef með kristallamyndunum. Þekktasti sjúkdómurinn er þvag- sýrugigt. Nýgengi þvagsýrugigtar er hátt, eða 1%, en flestir þurfa enga sérstaka meðferð hjá gigtar- lækni. Gigtarlæknir getur þó oft hjálpað við að greina sjúkdóminn með töku sýnis af liðvökva og sjást kristallar best í smásjá með brotnu (pólaríseruðu) ljósi. Beingisnun er sjúkdómur sem kemur með aldri og hijáir einkum konur eftir tíðahvörf. Talið er að 5-10% kvenna fái sjúkdóminn. Or- sakavaldar eru hreyfingarleysi, minnkað frásog af kalki frá þörm- um og skortur á D-vítamíni. Minni hluti orsakast af efnaskiptatruflun- um. Þeim sjúkdómum sem valda mestri hreyfifötlun er hægt að raða eftir eyðingarmætti í liðum og hrygg. Alvarlegust er iktsýki, síðan hryggigt og síðast slitgigt, sem oft tekur áratugi að gefa einkenni. Ikt- sýki getur tekið skamman tíma, stundum nokkra mánuði, að eyði- leggja bijóskið í liðunum. Sjaldgæf-, ari bólgusjúkdómar eins og rauðir úlfar, herslismein, fjölvöðvabólga og æðabólgur valda aðallega skaða á öðrum líffærum en liðum. Helstu líffæraskaðar eru í nýrum, hjarta og lungum, meltingarvegi, mið- taugakerfi og húð. Iktsýki og hryggikt eru stór hluti Davíð Erlingsson „Á virkan eða óvirkan hátt tökum við öll þátt í að stofnsetja sannleik- ann.“ mennina, fari sínu fram, og komi upp um andvaraleysi þeirra. En hinum sem vandamálið er vitað, getur það valdið þeim erfiðleikum í hugsun og slíkri tortryggni við tungumálið að þeir fari að eiga of erfitt með að beita því fyrir hugsun sína. Vitnin tvö hér á undan voru ekki leidd fram til þess að beina að gagnrýni að höfundum, heldur til þess að varpa sem dæmi ljósi á vandamálið. En felist einhver gagnrýni í því, þá er vel að hún komi fram einmitt við menn eins og þessa, sem hafa sig af dugnaði í frammi við að reyna að hafa áhrif á sköpulag veruleika okkar með boðun sinni um það, hvernig hann ætti að vera, hvernig þjóðfé- laginu ætti að vera fyrir koinið. Myndin af fortíðinni gegnir hlut- verki í framtíðarviðhorfi okkar. Björn Bjarnason vill greinilega gera Jónas frá Hriflu minni í áliti okkar, telur hann hafa verið „of- metinn“, og Hannes Hólmsteinn Magnús Guðmundsson „Gigtarsjúkdómum er oft skipt í slitgigt, vöðvagigt, bólgusjúk- dóma, kristalsjúkdóma og beineyðingu. Ekki er þessi skipting óum- deilanleg.“ gigtsjúkdóma og kostar þjóðfélagið mest í veikindadögum og sjúkra- þjónustukostnaði. Meðferðin þarf að hefjast áður en sjúkdómurinn kemst á hátt stig og má þá oft koma í veg fyrir skaða í liðnum. Starf gigtarlæknis er að mestu leyti fólgið í meðhöndlun þessara sjúk- dóma og að fyrirbyggja alvarlega fötlun. Höfundur er sérfræðingur í lyf- lækningum og gigtarsjúkdómum og starfar sem gigtarlæknir á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.