Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 Minning Jón V. Asgeirsson Fæddur 19. desember 1912 Dáinn 22. desember 1922 Tengdafaðir minn, Jón Ásgeirs- son, lést 22. þ.m. í Landakotsspít- ala eftir stutt er erfið veikindi. Með honum er genginn góður drengur sem var hvers manns hugljúfi. Jón fæddist á Akureyri 19. des- ember 1912. Foreldrar hans voru Ásgeir Pétursson útgerðarmaður á Akureyri og Siglufírði og Guðrún Halldórsdóttir kona hans. Jón átti tvær eldri systur, Ragnheiði Bryn- dísi, sem giftist Sigurði Sigurðssyni berklalyflækni og síðar landlækni og Margréti Kristrúnu (Grétu) sem giftist Per Olof Hanson, forstjóra í Gautaborg. Þau eru öll látin. Jón átti einnig bróður sem lést í frum- bemsku og uppeldisbróður sem einnig lést ungur. Þegar Jón var ungur drengur fluttist hann til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sinni, en móðir hans hafði smitast af berklum og leitaði sér lækninga þar. Hún lést í Kaup- mannahöfn árið 1941 en Ásgeir ári síðar, þá fluttur til íslands. Eftir að Jón lauk skyldunámi hóf hann nám sem lærlingur í herra- fataverslun í Kaupmannahöfn. Það var þriggja ára nám og er hann hafði lokið því fór hann til London og dvaldist þar vetrarlangt í versl- unarskóla. Síðan lá leið hans til Hamborgar til enn frekara verslun- arnáms. Að því loknu háfði hann aflað sér ágætrar menntunar til að vinna við útgerðarfyrirtæki föður síns en til þess stóð hugur hans. Árið 1937 fluttist hann alkominn -til íslands og hóf störf við útgerð föður síns á Siglufirði. Tveimur árum áður hafði hann kynnst eftir- lifandi eiginkonu sinni, Sigríði Frið- finnsdóttur, hárgreiðslukonu úr Reykjavík. Þau giftu sig vorið 1936 í Kaupmannahöfn. Jón og Silla, en það er Sigríður ævinlega kölluð, eignuðust fjögur börn. Þau eru Guðrún Ásgerður skrifstofumaður, maki, Sigurbjart- ur Helgason, Ásgeir læknir, maki, Ragnhildur Benediktsdóttir, Þor- valdur Friðfinnur sparisjóðsútibús- stjóri, maki, Guðrún Erla Aðal- steinsdóttir og Margrét Ásta sölu- maður í Belgíu, maki, Brynjólfur Jónsson. Jón og Silla bjuggu sín fyrstu búskaparár á Siglufirði en fluttust síðan til Reykjavíkur 1941. Jón tók við rekstri útgerðar og síldarsöltun- ar við lát föður síns 1942. Var rekstur umfangsmikill því gert var út bæði frá Siglufirði og Reykjavík, en síldarsöltun var fyrir norðan. Minnkandi afli í lok fimmta áratug- arins knúði hann til að hætta út- gerð og verulegur samdráttur varð í síldarsöltun á þessum árum. Jón fluttist til Danmerkur 1950. Hann stundaði þar viðskipti með saltfísk sem hann keypti á íslandi og seldi áfram til Suður-Evrópu, aðallega Spánar. Var hann einn brautryðj- anda slíkra viðskipta. Vel gekk í fyrstu, en þetta var á tímum hafta á íslandi, og missti hann því sölu- umboðið. Jón fluttist heim með §öl- skyldu sína 1952 eftir rúmlega ttveggja ára útlegð, ríkari af reynslu en snauðari af veraldlegum auði, en hann hafði lagt allt sitt í stofnun fyrirtækisins í Danmörku. Árið 1952 hóf Jón síðan störf á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykja- víkur og starfaði þar óslitið í þijá- tíu og tvö ár eða þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. í Bæjarútgerð Reykjavíkur vann hann störf sín af þeirri kostgæfni og nákvæmni sem honum var eðlislæg enda áv'ann hann sér virðingar og vinsældar samstarfsfólks á skrifstofunni og ekki síður sjómannanna sem hann starfaði mikið fyrir. Jón og Silla voru mjög samhent hjón alla tíð. Þau virtust alltaf gera alla hluti saman. Heimili þeirra í Drápuhlíð 42 hefur verið gest- kvæmt enda sérlega fallegt og nota- legt og voru þau góð heim að sækja. Mér er í fersku minni hve vel mér var tekið af tengdaforeldrum mín- um er ég sextán ára unglingur fór að venja komur mínar á heimili sonar þeirra. Kynslóðabil þekktist ekki á því heimili og ævinlega talað við mann eins og fullorðna mann- eskju. Tengdafaðir minn var vel greind- ur, glaðlyndur, jafnlyndur og skemmtilegur. Hann var stálminn- ugur og fylgdist vel með bæði heimsmálum og landsmálum. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og fór ekki dult með þær. Það var alltaf gaman að spjalla við hann því hann var fróður um margt og hafði einn- ig þann góða hæfileika að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Jón var glæsilegur maður, hár og grannur og eltist vel. Mér fannst ávallt hann hafa yfír sér blæ heims- mannsins, enda alinn upp á er- lendri grund af stórhuga foreldrum og hafði ferðast víða. Jón og Silla hafa átt saman langa og góða ævi þar sem gagnkvæm ást og virðing hafa verið í fyrir- rúmi. Árin sem tengdafaðir minn var á eftirlaunum voru honum sér- lega dýrmæt og ánægjuleg. Hann var við góða heilsu og ferðuðust þau hjónin oft til útlanda og nutu þess í ríkum mæli. Nú þegar Jón tengdafaðir minn er allur fyllist hugur minn ljúfum minningum frá yfír þijátíu ára sam- leið með þessum góða manni. Blessuð sé minning hans. Ragnhildur Benediktsdóttir. Elskuiegur móðurbróðir minn, Jón Vilhelm Ásgeirsson, er látinn. Hann lést í Landakotsspítala 22. desember eftir stutta en stranga legu. Jón var sonur hjónanna Guðrúnar Maríu Halldórsdóttur frá Rauða- mýri við ísafjarðardjúp og Ásgeirs Péturssonar frá Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd. Ásgeir var þjóð- kunnur útgerðarmaður á Akureyri og Siglufirði. Jón fæddist á Akur- eyri 19. desember 1912 og ólst þar upp við mikið ástríki foreldra sinna og tveggja eldri systra. Hann átti einn bróður og einn uppeldisbróður, en þeir dóu báðir ungir. Er Jón var unglingur fluttu afí hans og amma heimili sitt til Kaupmannahafnar vegna veikinda hennar. Jón stund- aði þar nám við verslunarskóla og vann síðan við verslunarstörf. Síðar flutti hann til Siglufjarðar og vann við síldarverkunarstöð föður síns. Eftir hrun síldarstofnsins flutti hann sig um set til Kaupmanna- hafnar og dvaldist þar um skeið, en flutti svo heim og hóf störf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Starfaði hann þar óslitið til ársins 1984 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. 27. maí 1936 kvæntist Jón Sig- ríði Friðfinnsdóttur, f. 1. júní 1910. Þau eignuðust fjögur börn, en þau eru: Guðrún Ásgerður bókari, maki Sigurbjartur Helgason vélvirki, og eiga þau fjögur börn, Ásgeir lækn- ir, maki Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri, og eiga þau þijár dætur, Þorvaldur Friðfínnur spari- sjóðsútibússtjóri, maki Guðrún Að- alteinsdóttir bókari, og eiga þau tvo syni og Margrét Ásta fískkaupmað- ur í Belgíu, maki Brynjólfur Jónsson flugvirki, og eiga þau einn son. Nonni var greindur og góður maður. Hann var mjög glaðlyndur og sá alltaf hið spaugilega við tilver- una. Þó var spaug hans ávallt græskulaust. Hann hafði yndi af tónlist eins og systur hans báðar. Hann var einn þeirra manna sem tókst að varðveita barnið í sjálfum sér. Um tíma bjó Nonni á heimili for- eldra minna þegar ég var tánings- stúlka. Ég varð mjög hænd að þess- um lífsglaða frænda mínum og varð hann mér nánast sem stóri bróðir. Við fórum margar skemmtilegar ferðir niður að höfn að skoða skipin sem þar lágu við bryggju og oft tók hann mig með sér á Melavöllinn. Jón var mikill fjölskyldumaður og barngóður og naut sín best í faðmi fjölskyldunnar. Nonni og Silla áttu yndislegt heimili þar sem alltaf var gott að koma. Fyrstu endur- minningar mínar um heimili þeirra eru frá bemskuárum mínum þegar þau bjuggu í sama húsi og afí á Laufásvegi 20. Þær voru margar heimsóknimar á Laufásveginn og allar ánægjulegar. Fjölskyldur Nonna og Bryndísar, móður minnar, vom mjög samrýndar og nutu þess að koma saman og var þá oft glatt á hjalla. Minnisstæð verður mér seinasta heimsókn mín og frænku minnar í Drápuhlíðina til Nonna og Sillu í haust. Þar tóku á móti okkur öldmð hjón sem áttu að baki 56 ára hjóna- band. Elska þeirra og glaðværð minnti helst á nýgift ungmenni. Svo samhent vom þau við að reiða fram veitingar að þar var nánast sem færi ein manneskja. Okkur frænk- unum reyndist erfítt að slíta okkur frá þessum skemmtilegu gestgjöf- um og yndislegu heimili þeirra. Samúð mín og fjölskyldu minnar er hjá Sillu og fjölskyldu hennar. Megi Guð létta þeim söknuðinn. Blessuð sé minningin um góðan mann. Sigrún Erla Sigurðardóttir. Erfklnkkjur Glæsileg Ivaili- híaðborð íidlegir salir og nijög gpð þjóniLstíL Upplýsingár í sínia 2 25 22 FLUGLEIDIR 1ÍTEL LIFTLEIIIt t Maðurinn minn, mágur og svili, JÓN ÞÓRARINN BJÖRNSSON bakarameistari, Kleppsvegi 40, andaðist á heimili sínu 28. desember. Sólveig Jóhannsdóttír, Adam Jóhannsson, Sigurlína Björnsdóttir. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KRISTÍN HELGADÓTTIR, lést í Landspítalanum 28. desember. Jón B. Ólafsson, Helgi Aðalsteinsson, Gunnar Aðalsteinsson, Sumarliði Aðalsteinsson, Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÁRNASON, Efri-Ey, Meðallandi, lést 25. desember á heimili sínu. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 2. janúar kl. 13.00. Ingibjörg Ingimundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN V. ÁSGEIRSSON, Drápuhlið 42, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, miðvikudaginn 30. des- ember, kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Slysavarna- félags fslands. Sigriður Friðfinnsdóttir, Guðrún Á. Jónsdóttir, Sigurbjartur Helgason, Ásgeir Jónsson, Ragnhildur Benediktsdóttir, Þorvaldur F. Jónsson, Guðrún E. Aðalsteinsdóttir, Margrét Á. Jónsdóttir, Brynjólfur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t MAGNÚSHANNESSON múrari, Reykjamörk 8, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. janúar nk. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Kjartan Hannesson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINÞÓR ELÍAS JÓNSSON, Vestra Skagnesi í Mýrdal, lést í Landspítalanum að morgni 28. desember. Sigriður Steinþórsdóttir, Guðbrandur Steinþórsson, Ásta J. Claessen, Jón Emil Guðbrandsson, Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, Elias Þór Guðbrandsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skálagerði 7, andaðist í Landakotsspítala að kvöldi jóladags. Vigdís Bjarnadóttir, Margrét Bjarnadóttir, Jórunn Erla Bjarnadóttir, Guðríður Bjarnadóttir, Hreinn Bjarnason, Guðmundur Már Bjarnason, Hafdís Harðardóttir, Rögnvaldur Pétursson, Hörður Valdimarsson, Lárus Gunnólfsson, Margrét Burr, Guðlaug Nielsen, Hjálmar Guðmundsson. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRIÐAR Á. D. SÍMONARDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólkinu á elliheimilinu Grund. Margrét Ólafsdóttir, Orri Gunnarsson, Ásta Ólafsdóttir, Friðrik Ólafsson, Auður Julfusdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.