Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 ísafjarðardjúp Ævintýralega góð byrj- un á rækjuvertíðinni TORFI Björnsson skipstjóri og útgerðarmaður sem stundað hefur rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi síðastliðin 35 ár segir að rækjuvertíðin í haust hafi farið ævintýralega vel af stað og að líklega hefði þetta orðið met vertíð ef ótíð í desember hefði ekki hamlað veiðum. Hjalti Karlsson hjá Hafrann- sóknastofnun á ísafirði sagði blaðinu að úthlutað hefði verið sama kvóta fyrir þennan vetur og þann síðasta' eða 2.500 tonn. Um áramót í ár var búið að veiða 905 tonn á móti 989 tonnum í fyrra og liggur munurinn aðallega í rysjóttu tíðarfari sem hef- ur valdið miklum frátöfum frá veið- um og rýrari afla í Jökulfjörðum en í fyrra. Helsta veiðisvæðið í vetur hefur verið í miðdjúpinu, en nú í desember hefur veiðin verið að fær- ast út Djúpið og menn komnir lang- leiðina norður undir Bjarnarnúp. Sjó- menn telja líklega ástæðu vera þá að nú er óvenju lítið um ungfisk þarna og því hafi rækjan rýmra um sig auk þess sem meira kemur í hlut sjómanna þegar minna fer í þorsk- kjaftinn. Uppistaðan í veiðunum er tveggja ára rækja en þó er enn mik- ið af þriggja ára rækju í afianum. Einhver kurr er í sjómönnum vegna lágs verðs fyrir rækjuna og er útlit fyrir að nokkrir bátar að minnsta kosti fari á línu eftir ára- mótin og notfæri sér tvöfalda kvót- ann til febrúarloka. Söluhorfur á rækjunni eru nokkuð góðar að sögn Guðmundar Agnars- sonar framkvæmdastjóra Rits hf. fyrirtækisins sem stofnað var um eignir tveggja rækjuverksmiðja sem urðu gjaldþrota fyrr á árinu. Hann segir að sérstaklega minni rækjan seljist strax, en þar er verðið að vísu enn frekar lágt, stærri rækjan er þyngri í sölu, en fyrir þann fæst töluvert hærra verð. Að sögn Guð- mundar er meðalverð nú um 30-40% lægra í erlendum gjaideyri en það var 1986 þegar það var hæst. Mik- ill hluti framleiðslunnar er soðin nið- ur fyrir markaði í Frakklandi og Þýskalandi og fæst þar hagstætt verð fyrir minnstu rækjuna. Guðmundur sagði það áhyggju- efni að ekki fengjust skip til að veiða úthafsrækjuna og taldi hana ólíklegt að það næðist að veiða þær 47 þús- und lestir sem heimild væri fyrir á kvótaárinu. Halldór Jónsson hjá sama fyrir- tæki sagði að loðnuflotanum hefði verið úthlutað á bilinu 1. mars til 1. apríl af úthafskvótanum vegna erfiðleika þegar loðnan brást. Nú halda þessi skip þessum mikla kvóta, sem þau hafa takmarkaðan áhuga fyrir að veiða vegna vaxandi loðnu- veiða. Úlfar m. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma htti veður Akureyrl 6 alskýjað Reykjevík 0 snjókoma Bergen léttskýjaó Helslnki 2 iéttskýjaö Kaupmannahöfn 3 skýjað Narssarosuaq +15 léttskýjaö Nuuk +16 snjókoma Osló +6 þokuruóningur Stokkhólmur 4 hélfskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Afgarve 14 léttskýjað Amsterdam 0 léttskýjað Barcelona 8 skýjað Berifn +4 kornsnjór Chicago 4 rigning Feneyjar 3 heiðskírt Frankfurt +2 heiðskirt Glasgow +3 hrímþoka Hamborg +2 þokumóða London 2 heiðskírt LosAngeles 13 rigning Lúxemborg 0 heiðskírt Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal +2 alskýjað NewYork 4 þoka Orlando 13 þokumóða París 0 heiðskírt Madeira 16 skýjað Róm 10 hálfskýjað Vín +6 þokumóða Washlngton 3 súld Winnipeg +27 snjókoma Morgunblaðið/Björn Blöndal Landað úr einum af rússnesku togurunum sem lönduðu í Sand- gerði. Sovéskir togarar landa í Sandgerði Keflavík. Fiskvinnslustöðvar á Suðurnesjum hafa að undanförnu verið að vinna fisk úr rússneskum togurum. Nú hafa þrír togarar landað liðlega 500 tonnum af frystum fiski, tveir í Sandgerði og einn í Njarðvík og sá fjórði sem er með um 400 tonn bíður löndunar í Keflavík. Togararnir koma úr Barentshafi og er afli þeirra að mestu þorskur. Fiskvinnslufyrirtæki í Sand- gerði, Garði, Kefiavík og Njarð- vík hafa únnið fiskinn sem er aðalega unninn í blokk fyrir Bandaríkjamarkað og sagði Sig- urður Garðasson hjá Vogum hf. í Njarðvík að vel hefði gengið að vinna fiskinn sem hefði skap- að kærkomna atvinnu. Sigurður sagði að nú störfuðu um 30 manns hjá Vogum hf. og það hefði ekki gerst í mörg ár að fisk- ur væri unninn á milli jóla og nýárs — og einnig væri fyrirsjá- anleg atvinna í janúar af þessum sökum. Sigurður sagði að fiskur- inn hefði sína kosti og galla og menn hefðu lært það fljótt að skoða hráefnið vel áður en það væri keypt. -BB Rörsprengjur í Hafnarfirði Ein rúða sprakk inn en önnur út ÖFLUG rörsprengja var sprengd við leikskólann Smáralund við Smára- hvamm í Hafnarfirði í fyrrinótt. Sprengjan var fest á gluggakarm og sprengdi eina rúðu í húsinu þannig að glerbrotum rigndi inn fyrir en slíkur var krafturinn frá sprengjunni að brot úr henni þeyttust í glugga á gagnstæðum gafli og sprengdu rúðuna út. Engan sakaði enda sprengjan sprengd að næturlagi og ekki er vit- að hveijir þama voru að verki, að sögn lögreglu. Þetta er fyrsta rör- sprengjan sem vitað er til að sprengd hafi verið í bænum í vetur. Undanfar- in ár hafa nokkrir unglingar á höfuð- borgarsvæðinu slasast alvarlega við það að búa tii eða sprengja slíkar rörsprengjur. Fyrir þremur árum slösuðust tveir unglingar í Hafnarfírði þegar neisti hljóp í púður þegar þeir voru að koma fyrir sprengiefni og kveikjuþræði í rörbút. Annar þeirra hlaut mikinn augnskaða. Í fyrra meiddist ungling- ur í Kópavogi alvarlega á hendi þeg- ar neisti hljóp í púðurkorn sem leynd- ist milli gengja í rörsprengju sem hann var að skrúfa snitttappa á. Lögregluvarðstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lögreglan vildi hvetja foreldra til að vera á varðbergi gagnvart því að börn þeirra séu að eiga við rörsprengjur. „Þetta eru stórhættulegar sprengjur, alveg jafnhættulegar og hand- sprengjur til að nota í hernaði. Svona lagað á ekkert erindi í hendurnar á börnum og unglingum,“ sagði lög- reglumaður sem rætt var við í gær. Búist við svipaðri flugeldasölu og í fyrra ÆTLA má að að landsmenn kveðji gamla árið og heilsi því nýja með 160-170 tonnum af flugeldum, að verðmæti um 200 miHjónir króna, að sögn Björns Hermannssonar, framkvæmdasljóra Landsbjargar. Flugeldasalan fyrir áramótin virðist vera með svipuðu sniði og undan- farin ár, að mati viðmælenda Morgunblaðsins, þótt sums staðar megi merkja nokkra verðlækkun frá því í fyrra. Salan hófst í fyrradag á höfuðborgarsvæðinu en daginn áður úti á landi. Björn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, stærsta söluaðila flugelda á landinu, sagðist búast við að íslendingar sendu um 160-170 tonn af flugeldum í loftið um áramótin, að heildarverðmæti um 200 milljónir króna. Stefán Bjarnason, sem er í for- svari fyrir flugeldasölu Slysavarna- deildarinnar Ingólfs í Reykjavík, seg- ir að samkeppni, ásamt hagstæðum innkaupum vegna lágs gengis Bandaríkjadals, hafi stuðlað að því að verð hafí að meðaltali lækkað um 10-15% þótt einstaka vörur hafí lækkað um ailt að 25%. Að sögn Stefáns seldust nánast allir flugeldar upp í fyrra og taldi hann því að bú- ast mætti við að menn tækju inn meira í ár. Lúðvík Georgsson hjá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur sagðist vonast til þess að salan yrði svipuð og í fyrra. í sama streng tók Ragnar Engilbertsson hjá Ellingsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.