Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIP MIÐVIKUDAGUR,30. DESEMBEK 19,92 HJUKRUN HEIMA sem er rúmliggjandi og kemst ekki legusjúklinga eða dauðvona sjúkl- Bókmenntir Katrín Fjeldsted Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima. Höfundur: Diana Hastings. Útgefandi. Fjölvi 1992. Þýðendur: Eydís Sveinbjarnar- dóttir, Herdís Sveinsdóttir og Svanhildur Þengilsdóttir Prentun og bókband: G.Ben. Prentstofa hf. Gerð kápu: Prentmyndastofan. Hér er komin á markað bók til þess að leiðbeina fólki sem þarf að hjúkra veikum aðstandendum í heimahúsi. Hún er áreiðanlega kærkomin fyrir marga, hagnýt og skýr. Letur er heldur smátt, og getur gert fólki erfitt fyrir ef sjón er ekki þeim mun betri. Bókin er þýdd af þremur hjúkr- unarfræðingum. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem maður sér tvo eða þrjá taka að sér verkefni sameiginlega, og hafa þannig birst margar blaðagreinar á undanförn- um vikum og mánuðum undirritað- ar af hópi hjúkrunarfræðinga. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem þær læra í hjúkrunarnáminu, einskonar teymisvinna, en ég er ekki viss um að það hafi neina kosti umfram það að einn taki að sér verkið og beri á því ábyrgð. Hvergi kemur fram hver höf- undur, Diana Hastings, er, og er það miður. Bókina prýða fallegar ljósmyndir í upphafí hvers kafla. Hinsvegar eru teiknaðar skýringa- myndir sem gera mikið gagn en eru heldur lítið aðlaðandi fyrir minn smekk. Að sjálfsögðu er hvergi að sjá hver hafi teiknað. Þegar bók er skrifuð til að leið- beina aðstandendum um heima- hjúkrun, þá hlýtur markhópurinn fyrst og fremst að vera fólk sem sinnir aðstandendum með langvar- andi veikindi. Þess vegna finnst mér heldur mikill óþarfi að eyða plássi í þessari bók um skammtíma veikindi barna og mér finnst ólík- legt að foreldrar ungra barna fari að kaupa sér bók um heimahjúkrun til að fá leiðbeiningar hvað þetta varðar. Miklu eðlilegra er að leita til heilbrigðisstarfsfólks beint^ heimilislæknis síns eða annarra, og að auki má benda á bók sem ég skrifaði ritdóm um og birtist í Morgunblaðinu 22. des. sl. og heit- ir sú bók „Barnakvillar" eftir dr. Peter Rowan. Bókinni er skipt í 11 kafla og formálsorð ritar dr. Kristín Björns- dóttir hjúkrunarfræðingur. 11. kaflinn heitir „Umönnun alnæmis- sjúklings" og fyrir forvitnis sakit las ég hann fyrst. Hann er eftii Hildi Helgadóttur hjúkrunarfræð- ing, en fyrir utan ábendingar um samtök áhugafólks um alnæmis- vandann og símatíma sem aðstand- endur og alnæmissjúklingar geta haft aðgang að þá fannst mér ekki margt koma fram í þeim kafla umfram almenna smitgát við aðra sjúkdóma og sé þess vegna ekki alveg hvers vegna farið var út í að skrifa sérstakan kafla um þetta efni. í kafla þrjú er ljallað um að lyfta sjúklingi og hreyfa. Þar eru margar skýringamyndir sem kenna slíka hjúkrun, handtök sem hjúkrunarfræðingar kunna en við læknar höfum líklega fæstir lært. Slík handtök eru mjög mikilvæg til þess að líkamanum sé rétt beitt, því að sá sem ætlar að hjúkra sjúkl- ingi og skaðar á sér bakið af klaufaskap eða vanþekkingu verð- ur ekki til mikils gagns. Þetta kem- ur því að miklu gagni. Þar er margt sem pirrar mig í þessari bók, og vil ég nefna örfá atriði. Á bls. 87 er verið að kenna fólki að telja púls, sagt hvar eigi að leggja fingurna á úlnliðinn og fólki síðan sagt að telja slög í eina mínútu. Flestir sem ég veit um telja þó púls aðeins í 15 sek. og margfalda síðan með 4 af því að gert er ráð fyrir því að fólk kunni margföldunartöfluna, svona flestir hveijir. Á bls. 106 er meinleg prentvilla, þar stendur að við stól- pípugjöf eigi að setja lyfjaskámmt- inn (Klysma) í volgt vatn (40°C). Það ætti að hita vökvainnihaldið í 3° á C. Auðvitað er þetta prent- villa og á að vera 37°, en mér kom í hug hvort höfundurinn léti sína sjúklinga fá Klysma beint úr frysti- hólfinu. Á bls. 133 er fjallað um „Ferli öldrunar". Þar stendur þessi ótrúlega setning: „Ferli öldrunar hefst strax við fæðingu". Ég hélt nú reyndar að fólk gengi í gegnum æsku og bernsku áður en öldrun hæfist, fólk næði hámarks þroska og hrörnaði eftir það. Á bls. 165 er talað um að birt- ingarform eczems séu margvísleg. Betra hefði verið að segja að eczem lýsti sér á margvíslegan hátt. Á bls. 65 er tekið fram að mikilvægt sé að sjúklingurinn fari reglulega til tannlæknis. Ég skellti nú upp úr þegar ég sá þetta, því að í sömu andrá er verið að tala um einhvern af sjálfsdáðum á salerni hvað þá annað. Það er s.s. sjálfsagt að hvetja sjúklinginn til að fara reglu- elga til tannlæknis en það er þraut- in þyngri fyrir sjúklinginn að kom- ast án þess að fara á börum í sjúkrabíl og þá er það líklega að- standandinn sem þarf að skipu- leggja það en ekki sjúklingurinn. í níunda kafla er m.a. sagt frá því hvernig-fólk eigi að haga sér eftir háls- og nefkirtlatöku. Því er ágætlega lýst, eins og mörgu í þeim kafla, en gallinn er sá að ég tel afar ólíklegt að sá sem er að sinna um barn sitt efir háls- eða nefkirtlatöku eigi þessa bók í fór- um sínum, eða detti í hug að upp- lýsingar um aðhlynningu þeirra sé að finna í bók um hjúkrun lang- mga. Það breytir því ekki að vel er að ritun þess kafla staðið, farið yfir ýmsar skurðaðgerðir og sjúk- dóma sem fólk getur lent í og lýst út á hvað aðhlynning heima fyrir gangi. Niðurstaða mín er sú að í heildina séð sé bókin gagnleg handbók fyrir þann sem ætlar að sinna um langlegusjúkling heima fyrir. Taka mætti út níunda kafla og koma honum á framfæri á ann- an hátt eða vekja athygli á honum sérstaklega. Ég tel það ekki til bóta að svona bók sé unnin í hóp- vinnu, umfram það sem ég sagði í upphafi þessa ritdóms. Best fer á því, að mínu mati, að vandaður þýðandi taki að sér að vinna verk af þessu tagi og beri ábyrgð á því frá upphafi til enda. FLaGELDfi MEISTBRIN SOLUSTAÐIR KR-FLUGELDA Risaflugeldamarkaöur í KR-heimilinu Skeifan 11 (Bílasalan Skeifan) Suðurlandsbraut 16 Söluskúr viö Hagkaup í Skeifunni 325 VOGAR BJörgunarsveltin Skyggnir Slysavarnahúsiö ADRIR SÖLUAÐILAR: ★ vlíR REYKJAVÍK Fylkir - Félagsmlöstðöin Ársel ÍR - Félagsheimilið viö Skógarsel ÍR - Verslunarmlöstööin viö Amarbakka ÍR - Kaupstaður f Mjódd ÍR - Kjöt og fiskur viö Seljabraut Ægir- Sundlaugin í Laugardal Ægir - Sundlaug Fjölbrautaskólans, Breiöholti Ármann - Ármannsheimiliö viö Sigtún 10 KÓPAVOGUR HK - íþróttahúsiö Digranesi HAFNARFJÖRÐUR FH - íþróttahúsiö i Kaplakrika KEFLAVIK ÍBK, knattspyrnuráö fþróttahúsiö viö Hringbraut SELFOSS UMF Selfoss, knattspyrnudeild íþróttavallarhúsiö viö Engjaveg ÁRNESSÝSLA UMF Biskupstungna - Aratunga AKUREYRI Pór - Félagsheimiliö Hamar viö Skaröshlíö KA- Félagsheimiliö viö Dalbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.