Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 FRAMSÝN(I) eftir Reyni Hugason Árið er 1995. Árið 1994 raunar nýliðið. Nýtt hallalaust fjárlagafrum- varp hefur séð dagsins ljós. Mikil svartsýni er ríkjandi í þjóðfélaginu og vantrú á framtíðina. Átvinnuleysi er orðið milli 25-30%. Enginn veit raunar nákvæma tölu, þar sem stór hluti atvinnulausra er enn ekki skráður og nýtur engra réttinda. Mikil almenn fátækt er í landinu og selt hefur verið ofan af þúsundum fjölskyldna vegna greiðsluerfiðleika. Sjávarútvegur er í kaldakoli þar sem veiðiheimildir fara fremur minnkandi en hitt. Skipum fjölgar þó enn. Árið 1994 voru byggð ný skip fyrir 4 milljarða króna, allt frystitogarar. Það er þó lán í óláni að ofveiði innan ramma EB, einkum í Norðursjó, hefur haft það í för með sér að fiskverð hefur hækkað tölu- vert. Landbúnaðurinn er að sliga þjóð- ina þar sem langtímasamningur við bændur er enn í gildi sem ekki er hægt að rifta þrátt fyrir gerbreyttar aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar. Iðnaður og fískiðnaður hafa beðið mikinn hnekki á undanfömum 2 árum og þessar greinar hafa dregist mikið saman þar sem fjármagn til þess að nýta tækifærin sem áttu að hafa boðist við inngönguna í EES var aldrei til reiðu. Atvinnuleysisbætur, sem alltaf hafa verið litlar, hafa nú enn verið stórlega skertar vegna erfíðs efna- hagsástands.' Ljóst er líka að enginn getur nú lifað af bótum einum saman lengur. Atvinnuleysistryggingasjóð- ur er gjaldþrota og allt fjármagn til bótagreiðslna kemur nú beint úr rík- iskassanum. Bótagreiðslur nema á árinu 1994 rúmlega helmingi af halla fjárlaganna, sem hefur tvöfaldast frá 1992. íslendingum hafa nú verið settar fjárhagslegar skorður. Þeir eru neðstir á lista yfír lönd innan OECD raðað eftir lánstrausti og fyrirséð að engin erlend lán verði tekin á árinu 1995. Við það að missa lánstraustið þyngist greiðslubyrðin gífurlega, þar sem ekki er lengur völ á því að vísa vandanum til framtíðarinnar með því að taka ný lán til að jafna fjárlaga- hallann. Fjárlög fyrir 1995 eru því af illri nauðsyn hallalaus og skattar orðnir hærri hér en í flestum vest- rænum ríkjum. Helstu bankar ramba á barmi gjaldþrots vegna gífurlegra greiðslu- „Árið er 1995. Árið 1994 raunar nýliðið. Nýtt hallalaust fjár- lagafrumvarp hefur séð dagsins ljós. Mikil svartsýni er ríkjandi í þjóðfélaginu og vantrú á framtíðina. Atvinnu- leysi er orðið milli 25-30%.“ erfíðleika og gjaldþrot atvinnufyrir- tækja einkum í sjávarútvegi svo og vegna íjárfestinga í verðlausu íbúð- ar- og atvinnuhúsnæði sem þeir hafa leyst til sín á undanfömum árum. Húsbréfakerfínu hefur verið breytt þannig að það er nú á vegum bankanna alfarið og markaðsvextir eru á öllum húsnæðislánum. Útlána- reglur hafa verið hertar og mat á greiðslugetu marina er mun lægra en áður eða 12% af tekjum í stað 20 áður og bankar eru einnig mun strangari í mati sínu á veðhæfni. Þeir taka t.d. ekki lengur veð í físk- vinnsluhúsum úti á landi. eftir ÓlafKarvel Pálsson í íslenskum fískum eftir Gunnar Jónsson, þessu viðamikla verki um íslenska físka, sem er 2. og aukin útgáfa samnefndrar bókar sem út kom árið 1983, eru tilgreindar 293 tegundir físka eða 61 fleiri en í fyrri útgáfunni. I upphafí bókarinnar er gerð nokk- ur grein fyrir líffærafræði og útlit- seinkennum fiska. í kjölfar þess kem- ur flokkunarfræðileg skrá yfír allar fisktegundir ásamt einfaldri og skýrri útlitsteikningu hverrar ættar. Með þetta tvennt að leiðarljósi á að vera tiltölulega auðvelt, fyrir hvem sem til þess hefur áhuga, að greina til ættar flestra ef ekki allra físka á íslandsmiðum. í meginmáli bókar- innar eru síðan hefðbundnir grein- ingarlyklar við upphaf hvers ætt- bálks eða ættar eftir því sem við á, sem ætlaðir eru til að Ijúka greiningu Rannsókna- og þróunarstarf hefur dregist mjög saman vegna efnahags- örðugleikanna. Rannsóknastofnanir hafa verið sameinaðar í hagræðing- arskyni og nú er til dæmis bara ein rannsóknastofnun, Rannsóknastofn- un atvinnuveganna, sem kemur í stað þriggja áður, þ.e. Iðntæknistofnunar, Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins og Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Af stofnunum atvinnu- veganna er þó Rannsóknastofnun landbúnaðarins enn starfandi. Svartamarkaðsbrask með heima- slátrað kjöt var mikið á síðastliðnu hausti. Bæði bændur og a'.menningur hafa áhuga á að drýgja tekjur sínar með þessu móti. Nú þykir enginn maður með mönnum nema hann eigi a.m.k. 'h naut spaðsaltað í kjallaran- um hjá sér og helst frystikistuna líka fulla af heimaslátruðu lambakjöti. Það er að segja þeir sem enn eiga nokkra fyrstikistu eða nokkurn kjall- ara. Miklir fólksflutningar hafa átt sér stað. Atvinnuleysi og beinlínis ör- byrgð í sjávarplássum úti á landi hafa gert það að verkum að fólk hefur flúið til Stór-Reykjavíkursvæð- isins. Margir hafa einnig freistast til að flytja úr landi, þótt lítið betra sé þar að hafa. Þjóðhagsstofnun segir nú um 20% færri fermetra vera á hvem íbúa af íbúðarhúsnæði í Reykjavík en var fyrir tveimur árum og íbúðarhúsnæði í sjávarplássum er nú nær*óseljanlegt. til tegundar. Lyklar þessir eru mjög skýrir og einfaldir og þjóna því hlut- verki sínu mjög vel. Bókin er því í raun greiningarlykill fyrir íslenska físka. í meginmáli bókarinnar er hverri ætt og tegund gerð skil með hefð- bundnum hætti með tilliti til útlits- einkenna, heimkynna, lífshátta og nytsemi. Texti þessi er hnitmiðaður og skýr en kannski engin skemmti- lesning til lengdar, enda fremur hugsaður”sem aðgengilegar upplýs- ingar í uppsláttarstíl. Eðli málsins samkvæmt er hér stiklað á stóru varðandi fræðilegan jafnt sem hag- nýtan fróðleik, enda er vísað til ítar- legra efnis í heimildarskrá aftast í bókinni. Þessum hluta bókarinnar má tvímælalaust lýsa sem grundvall- arefni varðandi fræðilega og hagnýta þekkingu um íslenska físka. í jafn viðamikilli ritsmíð er vænt- anlega alltaf hægt að tína til eitt- hvað sem betur mætti fara. Ekki Islenskir fiskar Reynir Hugason Verklegar framkvæmdir og bygg- ingaframkvæmdir á vegum hins op- inbera eru í lágmarki og allt of al- gengt er að útlensk gengi hreppi verkin í gegnum útboð. Oftar en ekki koma þeir með mönnum og vélum og öllu sem til þarf og kaupa lítið annað af íslendingum en hráefni í mat handa sér. Meira að segja það er oftar en ekki innflutt. Hagsmunaflækjur eru nú orðnar það miklar milli Islendinga og fyrir- tækja innan EES, að segja má að útlendingum hafí nú tekist endanlega að ijárfesta í íslenskum sjávarútvegi í gegnum þessar hagsmunaflækjur. Þetta hefur meðal annars gerst með því að útlendingar hafa eignast hlut í stórum íslenskum hlutafélögum sem aftur eiga hlut í útgerð og físk- vinnslu. Öll umræða um það hvort fyrirtæki sé íslenskt eða erlent er orðin út í hött. Verðlag hefur lækkað mikið að undanfömu. Bæði er samkeppnin harðari vegna þess að nú eru einnig erlendir aðilar á markaðnum og svo er minni verslun í heild vegna minnk- andi íjárráða almennings. Lífskjör á íslandi eru orðin með því lakasta sem gerist í Vestur-Evrópu. Snjallir menn hafa nú fundið það út okkur til bjargar, að þar sem lífs- kjör eru hér svo bág sem raun ber vitni og efnahagur þjóðarinnar svo slakur, þá eigi íslendingar rétt á þróunarstyrkjum frá EB ef þeir að- eins sæki um aðild á árinu 1995. Ætlunin er að þróunarstyrkimir verði notaðir til þess að rétta við atvinnulífíð með því að efla vöruþró- un og rannsóknir og koma á fót smáfyrirtækjum í dreifðum byggðum landsins. Ef meðferð umsóknarinnar verður hraðað eins og ádráttur hefur fengist um getur Island verið orðinn fullgildur aðili að EB árið 2000. Höfundur er formaður Landssamtaka atvinnulausra. Gunnar Jónsson verða hér þó eltar ólar við smáat- riði. Það sem helst má telja ábóta- vant er myndefni og teikningar. Gæði teikninga eru mjög misjöfn og virðast ekki hafa batnað frá fyrri útgáfu. Svart-hvítar myndir eru að meginstofni þær sömu og fyrr og nokkuð misjafnar að gæðum. Auk þess hefur uppsetning allmargra mynda farið úrskeiðis þar sem þær ná út á ystu brún spássíu og jafnvel hefur klippst af öðrum hvorum enda viðkomandi fisks. Til nýjunga telst að nokkrar litmyndir eru í bókinni og eru þær til mikillar prýði einkum tvær myndir teknar neðansjávar af stóra mjóna og skarkolá. Bækur um fiska og önnur dýr náttúrunnar, sem prýddar eru litmyndum teknum við náttúrulegar aðstæður eru mikið augnayndi. Vonandi verður framhald á þessari þróun i 3. útgáfu bókarinn- ar. Eins og þegar er getið er texti bókarinnar skýr og hnitmiðaður og kemur efninu til skila með ágætum. Ljóst er að bókin íslenskir fískar hlýtur að teljast undirstöðurit á sviði náttúrufræða, annarsvegar sem greiningarlykill og hinsvegar varð- andi fræðilegt og hagnýtt grundvall- arefni um íslenska físka. Með verki sínu hefur höfundur lokið enn einu stórvirki fyrir alla þá sem eitthvað koma nærri náttúrufræði og sjávar- útvegi, ekki síst náttúrufræðinga og sjómenn. Höfundur er fiskifræðingvr. MEÐAL ANNARRA ORÐA Án tilfinninga eftir Njörð P. Njarðvík Maður sem ekki ber mannlegar tilfínningar, hvað er hann? Þetta má kannski heita einkennileg spuming, því ætla mætti að allir menn bæru mannlegar tilfinningar. Hins vegar berast svo oft fréttir af hegðun manna, sem bendir til slíks hrottaskapar, að það er í raun ógerningur að tengja hana við nokkrar tilfínningar. Og nú síðast á nýliðinni jólaföstu er einkum þrennt til marks um þvílíka breytni: útlendingahatur í Þýskalandi, brottrekstur palestínumanna úr eigin landi og ásakanir á hendur serbum fyrir að nauðga konum í Bosníu með skipulögðum hætti í ákveðnum tilgangi. Þótt þessir óhugnanlegu atburðir virðist engan veginn tengdir innbyrðis, þá eiga þeir þó eitt sameiginlegt. Þeir eru allir framkvæmdir af vandlega yfír- veguðu ráði. Og það er einmitt það sem gerir þá svo geigvænlega og vekur upp þá spumingu, sem varp- að er fram í upphafi þessa máls. Sú ljóta hönd Útlendingahatur í Þýskalandi kemur mönnum kannski ekki svo mjög á óvart, að minnsta kosti ekki þeim sem hafa aldur til að muna skelfingartíma nasismans. En það má samt heita einkenni- legt, að slíkt skuli umsvifalaust fylgja í kjölfar sameiningar þjóð- arinnar og hruns kommúnismans í austurhluta landsins. Að vísu mun rithöfundurinn góðkunni, Giinter Grass, hafa varað við óðagoti í sameiningarmálum. Og víst er að sameiningin gerðist alltof hratt. En atburðarásin var slík, að varla var við nokkuð ráðið. Fólk í Austur- Evrópu var búið að fá nóg, og það gat ekki beðið. Því var undirbún- ingur enginn fyrir umskiptin. Þess vegna veit nú enginn um framvindu mála í fyrrverandi vígjum kom- múnismans. Hitt er orðið ljóst, að það er ekki nóg að mölva niður múr til að sameina Þýskaland. Örbirgð og atvinnuleysi geta kallað fram stjómlausa örvæntingu, sem brýst út í ofbeldi. Það er í raun skiljan- legt. Hitt er blátt áfram skelfilegt, að hin myrku öfl mannhatursins skuli geta notfært sér hálfgert upplausnarástand til að æsa vil- luráfandi ungmenni til óhæfu- verka. Við sem eigum hlýjar minningar eftir langdvöl í þessu landi, hljótum að fyllast ótta vegna þess berg- máls frá fortíðinni, sem kveður við í hugum okkar. Sumir halda því fram, að Þýskaland sé í eðli sínu tvískipt, en sú skipting fari að vísu ekki eftir ytri landamerkjum. Ann- ars vegar sé Þýskaland Goethes og Beethovens, land tignarlegs mannvits og yfírburða í listrænni tjáningu, en hins vegar Þýskaland Hitlers, land drottnunargimi og mannfyrirlitningar. Hið þýska lýð- veldi nútímans er að vísu miklu sterkara en Weimar-Iýðveldið forð- um, en sú Ijóta hönd, sem nú reið- ir til höggs, má ekki undir nokkrum kringumstæðum öðlast þann mátt, er nær að ógna yfirvegaðri skyn- semi og mannúð. Kaldrifjuð tilraun Það er dapurlegt að hafa fyrir augum myndir af mörg hundruð palestínumönnum eigrandi á ein- hvers konar landræmu, se_m er í raun hluti af Líbanon en ísraels- menn kaila öiyggissvæði sitt. Þær myndir kalla einnig fram atburði úr fortíð, þótt með öfugum for- merkjum sé. Sú var tíð að þannig var farið með gyðinga, og þarf ekki að fara frekari orðum um það. Þjóðir heimsins stóðu of lengi þegjandi álengdar, þegar reynt var að útrýma gyðingum í Evrópu. Þess vegma er auðvelt að fínna samúð í garð þeirra og skilja þá nauðsyn þeirra að eiga sér land. En þeir eru sjálfír orðnir kappsam- ir að eyða þeirri samúð með fram- ferði sínu gagnvart palestínumönn- um. Þeir eru nefnilega líka þjóð með rétt til lands og hafa byggt austurströnd Miðjarðarhafs ærið lengi. Ef einhvers staðar er þörf fyrir skilning á nauðsyn þess að deila landi saman, þá er það á þessu svæði. Margir urðu til þess að fagna kosningasigri Rabins, af því að þeir vonuðust til þess, að leiðarljós hans yrði hófsemd og sáttarvilji. Nú sýnist það Ijós hafa dofnað ískyggilega. Það getur ekki kallast annað en ofstopi að reka mörg hundruð manna úr eigin landi. Enn alvarlegri eru samt þær ásakanir, að þessir menn séu valdir af kost- gæfni til þess beinlínis að lama baráttuþrek palestínumanna, þar sem þetta séu allt menntamenn til forystu fallnir. Það er óhugnanleg kaldhæðni, ef gyðingar gerast nú sekir um kaldriíjaða tilraun til þjóð- armorðs. Úthugsuð ofurgrimmd Við sjáum hvernig skuggar for- tíðarinnar teygjast yfir atburði nútímans í Þýskalandi og ísrael. Sams konar fyrirbæri lítur nú dags- ins ljós í þjóðarrembu serba í kjöl- far upplausnar sambandsríkisins Júgóslavíu. Það hefur löngum fylgt styrjöldum að svívirða konur. Það vekur þess vegna enga sérstaka undrun að heyra, að serbar nauðgi konum í Bosníu, svo fyrirlitlegt sem það athæfí er. En nú eru hafðar uppi þær ásakanir að auki, að serb- ar stundi þessar nauðganir beinlín- is í því skyni að gera konumar barnshafandi. Og það verður ekki skýrt með neinu tryllingsæði sem geti gripið menn í skelfíngum stríðs. Það er úthugsuð ofur- grimmd. Við vitum hvaða augum slíkar konur yrðu litnar í samfélagi múslima. Við getum líka gert okk- ur í hugarlund sálarangist þeirra kvenna, sem fyrir þessu verða. Þetta er ekkert annað en svívirðing við helgustu athöfn lífsins. Því hefur verið haldið fram, að hægt sé að fá flesta menn til að vinna óhæfuverk. Að þeir verði samdauna óhugnaði og afklæðist um leið siðferði sínu. Að þeir hætti þar með að bera mannlegar tilfínn- ingar. En hvað eru þeir þá? Hund- ingjar geta þeir ekki kallast, því að það er vanvirða við dýrategund, sem gefur ekkert tilefni til slíks samjafnaðar. En hvað eru þeir þá? Hvað er það í fari okkar manna, sem leyfir slíka afbökun á mann- legu lífi? Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.