Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992 21 Minning Gunnar Guðjóns- son skipamiðlari í dag, miðvikudaginn 30. desem- ber, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, útför Gunnars Guðjóns- sonar, skipamiðlara og fyrrum stjórnarformanns Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Gunnar fæddist 26. desember 1909 í Reykjavík og því tæplega áttatíu og þriggj ára að aldri, er hann lést hinn 22. desember sl. Að loknu stúdentsprófi 1928 hélt Gunnar utan og lagði stund á versl- unarnám í Þýskalandi og Englandi til ársins 1931. Árið 1933 seti hann á fót skipamiðlunarskrifstofu, er hann rak allt til ársins 1980. Á löngum starfsferli tók Gunnar auk skipamiðlunarinnar virkan þátt í rekstri og stjórnun ýmissa fyrir- tækja í verslun og sjávarútvegi. Hann var framkvæmdastjóri Eim- skipafélagsins ísafoldar hf. 1934- 1941 og Hvalveiðifélagsins Kóþs hf. á Tálknafirði 1938-1940. Þá var Gunnar framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Sænsk-íslenska frystihússins í Reykjavík 1961- 1968. Gunnari voru falin fjölmörg trún- aðarstörf í þeim félögum, sem hann var þátttakandi í svo og samtökum atvinnulífsins. Hann var m.a. stjórnarformaður Olíuverslunar ís- lands hf. 1955 og nær óslitið til 1985, stjórnarformaður Sænsk- íslenska frystihússins 1961-1968 og í stjórn Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf. í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Hann var ræðismaður Belgíu 1955-1962, formaður Verslunar- ráðs íslands 1957-1962, í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bands íslands 1962-1980 og þar af varaformaður sambandsins um fimm ára skeið. Við stofnun Stétt- arsambands fiskiðnarins 1964 var Gunanr kosinn formaður þess. Árið 1965 var Gunnar kjörinn stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og gegndi hann því starfi í sautján ár eða allt til ársins 1982. Þá átti hann ennfrem- ur sæti í stjórnum tveggja dóttur- fyrirtækja SH, Coldwater Seafood Corporation og Umbúðamiðstöðv- arinnar hf. Það var engin tilviljun, að Gunn- ar Guðjónsson væri valinn til for- ystustarfa svo víða sem raun ber vitni. Með fágaðri og virðulegri framkomu samfara ákveðinni festu og eðlislægri réttsýni ávann hann sér traust samferðamanna sinn. Gunnar Guðjónsson var maður sátta og leitaðist jafnan við að leysa hvert mál friðsamlegum hætti. Þegar haft er í huga, hversu ólík sjónarmið manna oft eru í fjölmenn- um félögum eða samtökum, er auð- veldara að skilja hversu mikilvægir slíkir eiginleikar eru, sem Gunnar Guðjónsson var gæddur. Gunnar var heimsborgari í orðs- ins fyllstu merkingu svo eftir var tekið hvar sem hann fór, hvort held- ur sem var í samskiptum við inn- lenda menn eða útlenda. Skopskyn hafði Gunnar sérstaklega gott og kunni flestum öðrum betur að segja skemmtiléga frá og var hann því oft hrókur alls fagnaðar. í starfi sínu sem stjórnarformað- ur SH reyndist Gunnar afar far- sæll til samstilltra ákvarðana, er til heilla horfðu fyrir hraðfrystiiðnað- inn. Fyrir þessa forystu minnast frystihúsamenn innan Sölumið- stöðvarinnar Gunnars Guðjónsson- ar með hlýhug og virðingu. Per- sónulega vil ég þakka þau góðu kynni, er ég hafði af Gunnari og margar ánægjustundir, er við áttum saman. Ég votta Kristínu, börnum Gunn- ars og aðstandendum innilega sam- úð. Jón Ingvarsson. í dag kveð ég með söknuði vin minn, Gunnar Guðjónsson, skipa- miðlara, sem andaðist 22. þ.m. Gunnar fæddist í Reykjavík 26. desember 1909. Foreldrar hans voru þau Guðjón Sigurðsson, úr- smiður hér í Reykjavík og Ragnhild- ur Magnúsdóttir frá Miðhúsum í Biskupstungum. Fljótlega eftir nám í Menntaskól- anum í Reykjavík (stúdent ’28) og verzlunarnám erlendis stofnaði Gunnar skipamiðlunar- og útgerð- arfyrirtæki í Reykjavík og í nær sextíu ár stýrði hann að mestu rekstri þessara fyrirtækja. Ég kynntist Gunnari þegar ég hóf störf hjá S. Árnasyni & Co um haustið 1942 en nokkru áður varð Gunnar eigandi að fyrirtækinu að hluta. í byijun árs 1954 urðum við Gunnar sameiginlegir eigendur að S. Árnasyni & Co og næstu þijátíu ár var ein og sama skrifstofan fyr- ir skipamiðlunar- og útgerðarfyrir- tæki Gunnars og S. Árnason & Co. Við Gunnar keyptum fyrirtækið Ólafur Þorsteinsson & Co hf. 1983 og höfum rekið það saman. Betri samstarfsmanni en Gunnar hef ég ekki kynnst. Víðsýni, sáttfýsi og sanngirni einkenndu samstarf hans við mig í hálfa öld. Forstöðumenn í fjöldasamtökum atvinnurekenda kynntust fljótlega hæfileikum Gunnars Guðjónssonar og sóttust eftir þátttöku hans í stjórn samtaka sinna: Verzlunar- ráði íslands, Vinnuveitendasam- bandi íslands, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Coldwater Sea- food Corporation, en Gunnar var í stjórn þessara samtaka á árunum 1957-1982, stjómarformaður Verzlunarráðs Islands og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Gunnar Guðjónsson var óvenju höfðinglegur á velli, svipmikill, fas og framganga ákveðin og karl- mannleg enda var tekið eftir honum hvar sem hann fór innanlands og utan. Gunnar var heilsuhraustur allt fram á síðasta æviár. Hafði hann mikinn áhuga á útiveru, skíða- ferðum, m.a jöklaferðum, hesta- ferðum og laxveiðum. Hann var tíð- ur gestur í sundlaugum borgarinnar undanfarin ár. Gunnar var víðlesinn og sagði mjög skemmtilega frá liðn- um átburðum á sínu viðburðaríka æviskeiði. Voru þær frásagnir tíð- um prýddar mikilli og vandaðri kímni. Gunnar kvæntist árið 1933, Unni Lám Magnúsdóttur. Á fjórða ára- tugnum nokkru áður en styijöldin brauzt út fluttu Gunnar og Unnur í nýtt einbýlishús sem þau byggðu við Smáragötu, mjög vandað hús og hefur byggingarstíllinn staðizt tímans tönn. Gestrisni þeirra hjóna var viðbrugðið og nutum við Þóra þess í ríkum mæli. Ósjaldan var fjöldi vandamanna, vina og kunn- ingja á heimili þeirra sem var un- aðslegt, prýtt vönduðum listaverk- um. Húsbóndinn lék þá oft á píanó en tónlistaráhugi hans var mjög mikill. Unnur Magnúsdóttir lézt árið 1983. Börn Gunnars og Unnar eru fimm. Ragnhildur húsmóðir, Unnur menntaskólakennari í Noregi, Berg- ljót aðstoðarskólastjóri, Hanna inn- anhússhönnuður og Magnús verzl- unarmaður. Kristín Snæhólm var sambýlis- kona Gunnars síðustu sjö árin, og var honum stoð og stytta í erfiðum veikindum hans síðustu misserin. Við Þóra og fjölskylda okkar send- um Kristínu og börnum Gunnars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn. Bless- uð sé minning hans. Haraldur Björnsson. Maðurinn Gunnar Guðjónsson hafði lengi vakið eftirtekt mína og aðdáun, sá hann þó aðeins á götu eða við stýrið á Citroén. Hefði það hvarflað að mér að ég ætti eftir að tengjast honum fjölskyldubönd- um hefði ég sannarlega orðið undr- andi og hreykinn. En svo fór nú samt. Maðurinn, sem ég hafði hrifist af álengdar, reyndist hlýr og skemmtilegur — og meira en það; hann sameinaði hrífandi spaugsemi, sem aldrei var rætin eða á kostnað neins, alvöru — sem lét sig varða annarra kjör, þótt leynt færi. Ef vitni voru að góðverkunum, höfðu þau á sér spaugsamt yfirvarp, sem engan þurfti að niðurlægja og hlífðu hon- um sjálfum við þakklætisromsu. Gunnar þoldi ekki væmni af neinu tagi — og ekki heldur langlokur og endurtekningar. í sannleika sagt var hann mjög skemmtilega gerður maður, list- elskur og unni tónlist öðru fremur. Ég hygg, að sem ungur maður hafi hann átt sér leyndan draum að verða tónlistarmaður, jafnvel hljómsveitarstjóri. Það á ég auðvelt með að sjá fyrir mér, hann hefði orðið góður — á þeim vettvangi líka. Gunnar unni íslenskri náttúru og naut útivistar. Hann unni líka heimsmenningunni — og naut henn- ar í leikhúsum, tónlistarsölum — og á góðum restauröntum, í góðra vina hópi. Hann var líka mikill fjölskyldu- maður, sem lét sér annt um hagi sinna nánustu sem og vina sinna, og naut samvistar þeirra, sem auð- vitað var gagnkvæmt. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst fallegum — en umfram allt skemmtilegum og in- dælum manni, sem var einstakt karlmenni í allri raun — með sínum kímna og látlausa hætti. Vissulega hafði hann mestan persónuþokka allra þeirra, sem ég hef þekkt um ævina. Blessuð sé minning GG. Oddur Björnsson. Gunnar Guðjónsson háði sitt dauðastríð á sama hátt og hann lifði aðra daga lífs síns, með reisn, sjálf- um sér nógur. Þegar vinahópurinn lauk stúd- entsprófi fyrir tæpum 65 árum héldu flestir okkar hina hefðbundnu braut í Háskóla íslands, sem þá var fyrst og fremst embættismanna- skóii. En Gunnar fór ekki troðna slóð, heldur aflaði sér reynslu og menntunar á viðskiptasviði í Þýska- landi og Bretlandi næstu þijú ár. Þegar heim kom var heimskreppan farin að láta að sér kveða á Is- landi. Við þær aðstæður var lítt fýsilegt fyrir ungan mann með tvær hendur tómar að ætla sér að byggja upp lífsstarf í eigin rekstri. Eðlis- kostir Gunnars, kjarkur, áræði og útsjónarsemi, nutu sín við þessar aðstæður. Tókst honum á skömm- um tíma að hasla sér völl, fyrst á sviði skipamiðlunar, en færði svo út kvíarnar á önnur svið viðskipta- lífsins. Hvar sem Gunnar fór var hann valinn til forystu; í Verslunarráði, í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og auk þess í ýmsum fyrirtækjum öðrum og samtökum. Kom marg- þætt viðskiptareynsla Gunnars þar að góðum notum, sem þó ein og sér nægði ekki til að vera valinn til forystu. Þar reyndi á aðra þætti, sem Gunnar hafði í ríkum . mæli, hæfileikann til yfirsýnar, til að brúa ólík sjónarmið og til að byggja upp og tryggja tengsl við marga. Gunnar var höfðinglegur á velli, án þess þó að sýna af sér yfirlæti. Þvert á móti; með kurteisi sinni og rólyndi náði Gunnar auðveldlega til margra, þannig að menn uxu frekar af kynnum við hann. Gunnar var um margt fróður, sagði vel frá og skopskyn hafði hann í besta-lagi. Gunnar kvæntist árið 1933 Unni Magnúsdóttur og eignuðust þau 5 börn. Unnur og Gunnar voru hin glæsilegustu hjón, vinsæl og trygg vinum sínum. Unnur lést 1983, langt um aldur fram, eftir langvar- andi veikindi. Síðastliðin sjö ár var Kristín Snæhólm sambýliskona Gunnars. Var Kristín Gunnari mikil stoð síð- asta skoið ævi hans. Minningin um þennan vin minn er öll á einn veg. Finnst mér við hæfi að kveðja Gunnar með þessari hendingu eftir Burns í þýðingu Árna Pálssonar. Nú fyllum bróðir bikarinn og blessum liðna stund. Óskar Þ. Þórðarson. Vinur minn, Gunnar Guðjónsson, jafnan nefndur skipamiðlari, er lát- inn. Minningarnar streyma að, því við áttum langan og ánægjulegan feril saman þar sem aldrei var orði hallað. Síðari heimsstyijöldinni er lokið. Bandarískar hersveitir halda heim- leiðis. Valdimar Björnsson frá Minneapolis hefir árngurslaust reynt að telja Héðin Valdimarsson á að Olís yfirtaki olíubirgðastöð bandaríska hersins í Hvalfirði með því skilyrði, að Olís hætti samstarfi við BP og taki upp viðskipti við bandarískt olíufélag. Héðinn telur að áhrif Bandaríkjamanna muni minnka, líkt og gerzt hafði eftir fyrri heimsstyijöldina, og telur að traustara sér að halda sig við sam- starf við BP. Hann semur því við BP í London um byggingu nýrrar og stórrar olíustöðvar í Laugarnesi á vegum hlutafélagsins BP á ís- landi hf. Til að undirbúa þessa ráða- gerð er hlutafé í Olís stóraukið, og nú gerist Gunnar Guðjónsson stór hiuthafi í Olís, næstur á eftir Héðni sjálfum. Jafnframt gerast þeir Ing- var Vilhjálmsson og Kristján Kristj- ánsson frá Akureyri stórir hluthafar og taka fljótlega sæti í stjórn. Þessi var staðan, þegar ég var ráðinn sem aðstoðarmaður Héðins í júnímánuði 1947 og samstarf okk- ar Gunnars hófst, en það átti eftir að standa næstu 34 árin. Gunnar tók sæti Péturs Magnússonar, bankastjóra, í stjórn BP á íslandi hf., og eftir skyndilegt fráfall Héð- ins, í september 1948, varð hann stjómarformaður þess félags. Þótt Héðinn hefði útvegað og keypt upp öll nauðsynleg réttindi til byggingar olíustöðvar í Laugarnesi og aflað tilskilinna byggingarleyfa, tókst honum ekki að fá svonefnt fjárfest- ingarleyfi til stöðvarinnar. Kom þar til andstaða forystumanna Alþýðu- flokksins, en þeir þóttust eiga óupp- gerðar sakir við Héðin vegna und- anfarandi átaka í stjórnmálum. Strax kom í ljós, að mótstaðan hafði fallið niður við fráfall Héðins. Kom þar einnig til, að Gunnar hafði sérstaka aðstöðu til að koma þessu máli til hjálpar, því tengdafaðir hans var einmitt formaður Fjár- hagsráðs á þessum tíma. Liðu þann- ig aðeins um tveir mánuðir þar til leyfið var fengið. Hófst bygging Laugarnesstöðvarinnar vorið 1949 og hún tekin í notkun 1950, þótt enn tæki tvö ár- að ljúka verkinu. Stóðst það nokkuð á endum, að framleg BP í erlendu efni nam um 60%, en innlendur byggingarkostn- aður greiddur af Olís um 40%, svo sem upphaflega hafði verið samið um við BP. Vegna áframhaldandi bygginga birgðastöðva með strönd- inni leggur Olís fram mikið meira fé, og þegar gert er upp við BP 1959, á BP 51% en Olís 49% af hlutafé í BP á íslandi hf. Olís kaup- ir síðan hlut BP árið 1974 og sam- einast félögin þannig. Hér var um stórt átak að ræða og nauðsynlegt. Fyrir stríðið var ársnotkun olíuvara um 18.000 tonn en hafði nú aukist upp í nær 600.000 tonn 1974. Gunnar Guðjónsson tók sæti Eld- eyjar-Hjalta í stjórn Olís 1950 og 1955 var hann kjörinn stjórnarfor- maður, og hélt hann því sæti nær óskipt til ársins 1986, þegar félagið var selt nýjum hluthöfum. Gunnar var hinn dagfarsprúði maður. Hann var traustur vinur vina sinna og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Áttum við sam- an margar unaðsstundir við veiðiár landsins. Engin ráð voru ráðin nema hann væri þar til kvaddur, enda minnist ég þess ekki, að nokkru sinni kæmu til árekstrar í okkar samstarfi. Við skildum sem vinir, er ég lét af störfum hjá Olís 1981, en hann hafði þá verið borinn at- kvæðum af nýjum mönnum í stjórn Olís. Sú ráðstöfun varð honum þó sem öðrum hluthöfum dýr, því rúm- um fjórum árum síðar urðu þessir nýju stjórnarmenn að forða sér á flótta frá stjórnarstörfunum með sölu hlutafjárins til nýrra hluthafa, sem síðan hafa blómstrað í skjóli eignarstöðu félagsins. Gunnar kvartaði þó ekki, og hann var mér jafnan hlýr og vinsamlegur þá sjald- an fundum okkar bar saman síðar. Ég kveð hann nú með söknuði. Hann var sérstakur maður, sem markaði spor á samtíð sína á marg- víslegum sviðum. Við hjónin send- um vandamönnum hans sérstakar samúðarkveðjur á þessari skilanð- arstundu. __ Onundur Ásgeirsson. DANSSKOLI HERMANNS RAGNARS 35óra Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík <i> 687480 Og 687580 ^ afmæli V Kennslustaðir: Gerðuberg, Breiðholti; Fjörgyn, Grafarvogi; Faxafen 14, Skeifunni. Áramótaheitið um þessi áramót er: Við drífum okkur í danstíma einu sinni í viku í vetur. Lærum nýtt og rifjum upp það gamla. Innritun og endurnýjun skírteina hefst mánudaginn 4. janúar kl. 13. Bestu nýársóskir. Henný, Óli Geir, Erna, Inga, Kolbrún, Milla, Unnur og Hermann Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.