Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
CAPUT-hópurinn með tónleika á Kjarvalsstöðum 3. janúar
Nýir tónlistarstraumar
í upphafi árs
CAPUT-hópurinn í Nútíma listasafninu i Amsterdam.
CAPUT-músíkhópurinn mun
halda tónleika á Kjarvalsstöð-
um sunnudaginn 3. janúar 1993.
Hópurinn er nýkominn úr sinni
fyrstu tónleikaferð til Evrópu,
en hann hélt tónleika í Bonn
10. desember, í Amsterdam 12.
desember og í Mílanó 13. des-
ember.
Á efnisskrá eru: Þrefaldur dú-
ett eftir Finnann Timo Laiho og
Kotva eftir Harri Suilamo, sem
eru þekkt tónskáld í Finnlandi;
Opus incertum eftir ítalann Pietro
Borradori og Les idoles du soleil
eftir landa hans Fausto Romitelli;
Tvö verk fyrir sjö hljóðfæri eftir
Hollendinginn Andries van Ros-
sem og landi hans Ivo van Emme-
rik er með 0 - sjö verk fyrir þrjú
hljóðfæri; Kvartett II eftir Hauk
Tómasson og Tvær bagatellur eft-
ir Atla Ingólfsson, sem er starf-
andi tónskáld á Ítalíu.
Ýmis efnilegustu tónskáld ítala,
Finna og Hollendinga sömdu tón-
list fyrir hópinn til flutnings í þess-
ari tónleikaferð - ung tónskáld
sem hafa sópað til sín verðlaunum
út um allan heim. Að sögn Kol-
beins Bjarnasonar, flautuleikara,
sem er í forsvari fyrir hópnum —
er það sjaldgæft að erlend tón-
skáld skrifí fyrir íslenskan tónlist-
arhóp.
„Þetta er fyrst og fremst spenn-
andi tónlist," segir Kolbeinn. „Inn-
an um eru kannski verk sem eiga
eftir að slá í gegn. Tíminn, sagan
og fólkið á eftir að skera úr um,
hvert af þessum verkum lifír.
Maður verður að treysta dómi
sögunnar, þó hann hafí ekki alltaf
verið réttlátur. Markmið okkar er
að flytja nýja tónlist, frumflytja
verk íslenskra tónskálda og kynna
það nýjasta í erlendri tónlist."
Tíu hljóðfæraleikarar taka þátt
í þessum tónleikum: Ásdís Valdi-
marsdóttir, lágfíðla; Bijánn Inga-
son, fagott; Bryndís Halla Gylfa-
dóttir, selló; Gerður Gunnarsdótt-
ir, fiðla; Guðni Franzson, klari-
nett; Kolbeinn Bjarnason, flauta;
Snorri Sigfús Birgisson, píanó;
Svanhvit Friðriksdóttir, horn; Ste-
ef v. Oostenhout, slagverk; Kjart-
an Ólafsson, hljóðgervill. Stjóm-
andi er Guðmundur Óli Gunnars-
son.
Um tuttugu ungir íslenskir
hljóðfæraleikarar eru í CAPUT,
sem starfa ýmist á íslandi eða
erlendis. Margir af fremstu hljóð-
færaleikurum okkar eru í CAPUT
og „nafnið ber þess vitni, að við
gerum niiklar kröfur til okkar
sjálfra, en CAPUT þýðir höfuð eða
það sem stendur upp úr,“ segir
Kolbeinn. „Við höfum öll svo mik-
ið að gera, að það var merkilegt
að geta fundið heila viku til æf-
inga. Þetta var stíf en mjög
skemmtileg vika.“
Hópurinn hittist í Amsterdam
4. desember og fékk frábæra æf-
ingaaðstöðu í Gaudeamus-stofn-
uninni. „Við æfðum saman í um
7 tíma daglega, síðan hver ein-
stakur á sitt hljóðfæri, svo segja
má að æfíngar hafí staðið í 10-12
tíma á sólarhring,“ segir Kolbeinn.
„Æfðum tíu verk og erlendu tón-
verkin svo fersk, að tónskáldin
voru ýmist að senda breytingar,
eða koma fljúgandi til okkar og
vera með okkur á æfingum, stund-
um með allt aðrar hugmyndir,
stundum passaði þetta allt saman.
Ómetanlegt fyrir okkur að fá
tækifæri til að vinna með erlend-
um tónskáldum.“
Og sjaldgæft tækifæri fyrir ís-
lendinga að heyra splunkunýja
tónlist frá ólíkum löndum, fá að
skynja hvort tónlistin er bundin
þjóðlegri hefð. Má merkja þjóðleg
einkenni á hveiju verki fyrir sig?
„Verkin eru mjög ólík, skoðanir
okkar mjög skiptar. Ég get ekki
annað en sagt mína persónulegu
skoðun, en mér fannst ég sjá sterk
þjóðareinkenni. Við Íslendingar
skiljum Finnana best. Þeir eru
næstir okkur í hugsun, dálítið
þungir og dramatískir, eins og
Timo Laiho. Hollendingar eru fín-
legri og hógværari, gengur ekki
eins mikið á í þeirra tónsmíðum.
En hollenska tónlistin vinnur á,
þegar maður fer að spila hana.
Italir eru eins og þeir hafa ver-
ið í mörg hundruð ár - alltaf að-
skrifa„virtuosa“ eða glæsilega
tónlist, kannski ekki mjög djúpa
en hraða, eins og hjá Vivaldi í
Árstíðunum.
Við frumflytjum ekki íslensk
verk á þessum tónleikum, en spil-
um nýleg verk eftir Atla Ingólfs-
son og Hauk Tómasson. Ég á erf-
itt með að heyra eitthvað sérstak-
lega íslenskt í þeim verkum. Atli
er orðinn einna suðrænastur af
okkar tónskáldum. Hann er
stjómarmaður í Nuove Sincronie
(Samtökum ungra tónskálda í
Mílanó). Það var fyrir hans milli-
göngu og á vegum samtakanna
að þessi tónleikaferð var farin."
Voruð þið alltaf með sömu efn-
isskrá?
„Nei, við höguðum henni eftir
aðstæðum á hveijum stað og tón-
leikarnir voru skemmtilega ólíkir.
í Amsterdam spiluðum við í Nú-
tíma listasafninu, þar sem alltaf
eru biðraðir fyrir utan. I Bonn
vorum við í tónleikasal, sem ný-
búið er að byggja við hlið Beetho-
ven-hússins, þar sem hann fædd-
ist. Stór myndastytta af Beethov-
en horfði á móti okkur inn um
gluggann og lét okkur ekki í friði
alla tónleikana. Mjög gott að vita
af Beethoven svona nálægt, en
hann var míkið nútímatónskáld á
sínum tíma.
í Mílanó spiluðum við aftur á
móti í kiaustursal frá 15. öld, með
munka á sveimi í kringum okkur
og freskumyndir á veggjum. Mað-
ur hlustar allt öðruvísi á tónlist í
slíku umhverfi.
Tónleikarnir í Mílanó voru tekn-
ir upp af útvarpinu þar. Vona að
þeir eigi eftir að hljóma í útvarp-
inu hér,“ segir Kolbeinn brosandi.
Hann segir að hópurinn hafí verið
beðinn um upptökur á tveimur
geislaplötum og búið sé að bjóða
þeim í tónleikaferð til Ítalíu næsta
vetur.
Um dóma dagblaðanna í Bonn
segir Kolbeinn, að komið hafí fram
tvær ólíkar skoðanir. Annar gagn-
rýnandinn sagði, að hópurinn
væri ekki með íslensk sérkenni,
tónlistin hljómaði eins og öll al-
þjóðleg nútímatónlist. Hinn sagði,
að nýja tónlistin á íslandi væri
náttúrleg, tiltölulega einföld -
jafnvel með þjóðlegum-
streng.„Gaman að heyra svona
gjörólík sjónarmið," segir Kol-
beinn. Og nú er bara að bíða eft-
ir viðbrögðum íslenskra gagnrýn-
enda. Þetta er í þriðja sinn sem
CAPUT-hópurinn spilar 3. janúar.
„Þriðji janúar er okkar tónlistar-
dagur. Fólk er svo opið fyrir nýrri
tónlist í upphafí árs.“
O.SV.B.
Gallerí 11, Skólavörðustíg
Myndaröðin „Astand“ og
verkið „Borð og tveir stólar“
Ástand 1 - eggtempera á tré (160 x 100 cm) eitt frásagnarverkanna
á sýningunni.
SÝNING á verkum Ingu Svölu
og Olgu Bergmann verður opn-
uð í Gallerí 11, Skólavörðustíg
4a, 30 desember, kl. 17.00. Olga
Bergmann sýnir temperamál-
verk eða myndaröð sem hún
nefnir Ástand. Inga Svala sýnir
verkið Borð og tveir stólar.
Inga Svala og Olga voru
bekkjarsystur og útskrifuðust úr
málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands vorið 1991. Verk
þeirra eru mjög ólík og einmitt
þess vegna fínnst þeim að þau njóti
góðs hvort af öðru.
Inga Svala er nú í framhalds-
námi í Hochschule fúr die Bildende
Kunste í Hamborg. Þetta er í fyrsta
sinn sem hún sýnir á íslandi, en
hún hefur fyrr á þessu ári sýnt
verkið Borð og tveir stólar á tveim-
ur sýningum í Hamborg.
Olga Bergmann er búsett í
Stokkhólmi. Þetta er einnig í fyrsta
sinn sem hún sýnir í heimahögum,
en hún hefur áður tekið þátt í sýn-
ingum í Stokkhólmi, Gautaborg og
á Gotlandi.
Inga Svala sýnir annað verkið í
röð verka, þar sem kjarni málsins
er duftið. Vinnuferlið er mikilvæg-
ur hluti þessara verka, hveiju er
breytt í duft og hver niðurstaðan-
verður. Og á þessari sýningu vinn-
ur Inga úr ýmiskonar textum.
Olga Bergmann sýnir tempera-
málverk, máluð eru á tré, í mynda-
röð sem hún nefnir Ástand.
„Myndaröðin er einskonar frásögn
sem ég vona að sé ekki með öllu
venjuleg," segir Olga. „Þetta er
frásögn af mínu eigin hugará-
standi, sett fram rneð notkun
tákna, sem er mjög persónuleg.
En ég tel samt að hún hafi nægi-
lega almenna skírskotun, til að
'verða ekki mitt .einkamál - með
Borð og.tveir
stólar voru
malaðir niður
efni fyrir efni,
- borðið sér -
stólarnir sam-
an. Duftið var
sett í 500
gramma
glerkrukkur.
Á hverri
krukku er miði
með upplýsing-
um um verkið
og innihald
krukkunnar.
\
öðrum orðum - að aðrir freistist Sýning Olgu og Ingu Svölu
til að fylgjast með þessu frásagnar- stendur til 13. janúar og er opin
málverki.“ ' kl. 14-18.
»
»