Morgunblaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1992
35
Minning
Guðný Pálsdóttír
frá Hveratúni
Fædd 7. október 1920
Dáin 19. desember 1992
Rétt fyrir jólin lést í Landspítal-
anum æskuvinkona mín, Guðný
Pálsdóttir frá Hveratúni.
Það kom ef til vill engum á
óvart að Guðný byði að lokum
ósigur fyrir vágestinum mikla,
sem sótti hana heim fyrir um 8
árum. En Guðný bar sig alltaf svo
vel, að maður trúði því ekki al-
mennilega að hún ætti skammt
eftir ólifað.
Hún naut þó þeirrar hamingju
að geta verið að mestu leyti heima
hjá ástvinum sínum þar til hún
lagðist í síðasta sinn inn á sjúkra-
hús í byijun nóv. sl., en átti ekki
þaðan afturkvæmt.
Kynni okkar Guðnýjar voru orð-
in löng, því móðir hennar öðlings-
konan Elín Jóhannsdóttir hafði
verið í vist hjá foreldrum mínum
samfellt í 7 ár eða þar til hún gift-
ist Páli Guðmundssyni, bónda á
Baugstöðum í Flóa.
Guðný var elst af 4 systkinum.
Tveir bræður hennar eru á lífi,
Sigurður og Sigurgeir og búa á
Baugstöðum, en yngri systir henn-
ar, Elín Ásta, lést á bamsaldri úr
skarlatssótt.
Elín móðir Guðnýjar hélt alltaf
miklum tengslum við heimili for-
eldra minna og dvaldist iðulega
heima á Fríkirkjuvegi, þegar hún
átti erindi í. bæinn. Ég minnist
þess sem telpa að það var alltaf
tilhlökkunarefni þegar von var á
Ellu á Baugstöðum. Hún var í
miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni,
því fyrir utan hvað hún var kát
og létt í lund, var hún einstaklega
hlý í viðmóti.
Árið 1928 var ég um sumartíma
á Baugsstöðum hjá Elínu og Páli
og upp frá því urðum við Guðný
miklar vinkonur. Guðný ólst upp
á Baugstöðum, en tvo vetur var
hún við nám í Hússtjómarskólan-
um á Hallormsstað. Má segja að
það hafi verið hennar gæfuspor,
því auk þess sem hún menntaðist
bæði til munns og handa, kynntist
hún þar valmenninu Skúla Magn-
ússyni, fóstursyni Sigrúnar og
Benedikts Blöndal, sem seinna
varð eiginmaður hennar. Hafa þau
búið í ástríku hjónabandi í 46 ár.
Böm þeirra em 5, 3 synir og 2
dætur, sem öll era mikið mann-
kostafólk og hafa erft bestu eigin-
leika foreldra sinna. Þau era Elín
Ásta, Sigrún, Páll, Benedikt og
Magnús. Barnabömin era orðin
17 og eitt bamabamabarn.
Guðný og Skúli vora sérstak-
lega samhent hjón og gestrisnin
var þeim báðum í blóð borin. Við
heimsóttum þau á hveiju sumri
og alltaf var jafn vel tekið á móti
okkur, hvort sem við Einar voram
tvö eða venslafólk með okkur.
Það hlýtur að hafa verið erfitt
seinustu árin fyrir svona myndar-
lega húsmóður sem Guðnýju að
geta ekki sinnt heimilinu af sama
myndarskap og áður. En aldrei
heyrðist hún kvarta, frekar hrósa
happi yfir hve indæl böm og
tengdabörn hún ætti, sem vildu
allt fyrir hana gera.
Guðný var einstaklega trygg-
lynd. Síðustu árin þurfti hún að
koma reglulega í lækniseftirlit til
Reykjavíkur. Litu hún og Skúli þá
alltaf inn hjá okkur, þó hún hljóti
oft að hafa verið sárþjáð. Þeirra
heimsókna munum við Einar sárt
sakna.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag. Vottum við
Einar vini okkar Skúla og börnum
hans og öðrum venslamönnum
innilega samúð.
Hvíli Guðný, elskuleg vinkona
mín, í Guðs friði. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Margrét Thoroddsen.
Nokkrum dögum fyrir jólahátíð-
ina bárast mér þær dapurlegu
fréttir, að Guðný Pálsdóttir væri
látin. Það er með sáram trega, að
ég sest niður og rita þessar línur,
jafnframt því að ég harma að geta
ekki kvatt hana á íslenskri grand.
Ég var svo lánsöm að vera ein
þeirra bama og unglinga, sem
vora send í sveit til Guðnýjar og
Skúla Magnússonar að Hveratúni.
Þetta var í lok sjötta áratugarins.
Þá var þröngt í gamla bænum,
bömin orðin fjögur og faðir Skúla
fluttur til þeirra. * Umhverfið var
ólíkt því sem mætir augum þeirra,
sem koma að Hveratúni í dag. Þá
var að vísu gróðursælt, spretta
góð í túnum og plöntumar í gróð-
urhúsunum döfnuðu vel. En tijá-
gróður var svo til enginn, og er
erfitt að ímynda sér þær ótrúlegu
breytingar sem orðið hafa á þess-
um áram.
Guðný og Skúli kynntust á ein-
um fegursta stað landsins, Hall-
ormsstað. En heimili sitt stofnuðu
þau síðan við Laugarás í Biskups-
tungum og nefndu bæ sinn Hver-
atún. Þau vora landnemar, byggðu
hús sitt á traustum granni og
hófust handa við að yrkja jörðina.
Þau nutu góðrar aðstoðar móður
náttúra, heita vatnið úr iðram
jarðar var nærtækt. En það er
ekki öllum gefið að ávaxta pund
sitt jafn vel og þau gerðu. Vinna
og eljusemi vora frá upphafi þeirra
aðal, þau misstu aldrei sjónar á
markmiði sínu og stóðu saman í
lífsbaráttunni svo aðdáunarvert
var.
Magnús, faðir Skúla, naut um-
hyggju Guðifyjar síðustu árin, sem
hann lifði. Ég get ekki látið hjá
líða að minnast þessa mikla vinar
míns. Hann var hafsjór af þjóðleg-
um fróðleik, kunni sögur og ævin-
týri og þandi nikkuna sína fyrir
okkur krakkana og kenndi okkur
vísur og ljóð. Heilu álfaborgimar
urðu til úr gijóti og klettum í
Vörðufellinu, þegar Magnús
gæddi þær lífi með frásagnarlist
sinni. Elín, móðir Guðnýjar, hafði
þá ekki síður áhrif á mig, bæði í
heimsóknum sínum í Hveratún og
eins á myndarheimili sínu að
Baugstöðum í Flóa, æskuheimili
Guðnýjar. Það sem mér er minnis-
stæðast við Elínu, var hennar
mikla manngæska. Hún talaði
aldrei niðrandi um nokkum mann
og allt vildi hún færa til betri veg-
ar. Faðmur hennar var hlýr, og
tók hún ávallt jafn höfðinglega á
móti bömum sem fullorðnum.
Guðný erfði þessa mannkosti móð-
ur sinnar ríkulega.
Með Guðnýju er gengin mikil
og mæt kona, sem var fulltrúi
margra æðstu dyggða, sem tengj-
ast menningararfi okkar íslend-
inga. Hún var heilsteypt mann-
gerð, sem gekk æðralaus að vinnu
sinni dag hvem. Hún kunni vel til
verka, var skörangur mikill og lét
vel að stjóma stóra heimili. Gest-
risni hennar var viðbrugðið. Það
kom aldrei til greina hjá mér að
fara framhjá Hveratúni, enda var
sama hvort ég kom í fylgd ætt-
ingja, vina eða vinnufélaga, alltaf
mætti mér sama hlýjan og alúðin.
Þau era fá heimilin, sem ég hef
kynnst, sem hafa geislað af eins
miklum myndarbrag og hreinlæti
í hvívetna.
Ég var í Hveratúni í vikutíma
um tvítugt og gegndi húsmóður-
störfum á meðan Guðný jafnaði
sig eftir uppskurð. Hún stjómaði
úr rúmi sínu, og sá ég þá best
hvílíkar kröfur hún gerði til sjálfr-
ar sín, því ég efaðist ekki um það
eitt augnablik að ég gerði aðeins
hluta af hennar störfum og þó var
ég að frá morgni til kvölds. Þar
hef ég líklega komist næst þvi að
stunda nám í húsmæðraskóla.
Guðný hafði listafallega rithönd
og talaði mjög vandað og fallegt
mál. Undir traustu og rólegu yfir-
borði vora viðkvæmir strengir.
Guðný varð fyrir þeirri miklu sorg
í æsku að missa einu systur sína.
En hún var trúuð kona og bjó
yfir þeirri vissu að leiðir þeirra
myndu liggja saman síðar. Henni
þótti vænt um kirkjuna sína fal-
legu í Skálholti, þaðan sem hún
verður jarðsungin í dag.
Guðný helgaði líf sitt manni sín-
um og bömunum, Elínu Ástu, Sig-
rúnu, Páli, Benedikt og Magnúsi.
Alla tíð hlúði hún að ungviðinu í
kringum sig. Hún sá litlu tijáplönt-
umar vaxa og verða að skógi og
börnin verða fullorðin og festa ráð
sitt. Það er varla hægt að hugsa
sér betri vitnisburð um traust fjöl-
skyldubönd en sést hjá fjölskyld-
unni í Hveratúni, þar sem flögur
bamanna settust að á næstu bæj-
um við foreldrana og það fimmta
ekki lengra en á Selfossi. Guðný
naut þess í ríkum mæli síðustu
árin að fylgjast náið með bama-
börnunum og nú síðast litla bama-
bamabarninu. Guðný var mikil
gæfukona, en sárt er til þess að
hugsa að hún skyldi ekki fá notið
ávaxtar erfiðis síns lengur en raun
varð á.
Um leið og ég votta Skúla og
fjölskyldunni allri samúð mína,
langar mig að vísa til fyrstu erinda
í hinum fallega nýárssálmi Matthí-
asar Jochumssonar:
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hón boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún ljómar heit af Drottins náð.
Sem Guðs son forðum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
María Einarsdóttir.
Þegar kærir samferðamenn
kveðja, leitar hugurinn til baka í
eftirsjá og söknuði, en einnig í
þakklæti fyrir samfylgdina.
Hjónin í Hveratúni, þau Guðný
Pálsdóttir sem kvödd er í dag, og
Skúli Magnússon, hafa verið vina-
fólk allrar minnar fjölskyldu síðan
ég man fyrst eftir mér, og trygg-
lyndi þeirra og vinfesti hefur verið
með einstökum hætti.
Guðný var fædd og uppalin á
Baugsstöðum í Flóa, dóttir Páls
Guðmundssonar bónda þar og
konu hans Elínar Jóhannsdóttur.
Ung að áram hleypti hún heim-
draganum og fór í skóla í annan
landsfjórðung, húsmæðraskólann
á Hallormsstað, hjá Sigrúnu Blön-
dal sem stjómaði þeim skóla um
langt skeið með miklum ágætum.
Margar góðar minningar átti
Guðný frá dvölinni á Hallormsstað
og frú Sigrúnu mat hún mikils
alla tíð. Um það leyti var Skúli
búinn að vera við nám á Akureyri *
og var kominn suður í Biskupst-
ungur og orðinn starfsmaður hjá
foreldrum sínum á Syðri-Reykjum.
Þar var hann í fimm ár og sein-
asta árið var Guðný þar einnig,
en þau voru þá heitbundin.
Þau giftu sig 30. maí 1946 og
fluttu í Laugarás og festu þar
kaup á garðyrkjustöð sem stofnuð
hafði verið fáum áram fyrr. Þau
nefndu býlið Hveratún og þar hafa
þau búið við rausn og sóma í 46 ár.
Búskapur þeirra hefur alltaf
verið traustur og í öraggri þróun.
Byggingar og tækni hafa fylgt
kröfum tímans og allur rekstur
verið til fyrirmyndar.
Þangað hefur verið gott að
koma í gegnum árin, bæði til að
ræða um ræktúnarmálin og spjalla
um daginn og veginn við þau hjón-
in.
Á frambýlingsáranum og lengi
þar á eftir vann Guðný mikið við
stöðina með manni sínum og vora
þau alla tíð samhent í öllum verk-
um. Þó var heilmikið ekki létt, þau
eignuðust fimm börn, tvær dætur
og þijá syni.
Þegar heilsa Guðnýjar tók að
bila, var henni mikill styrkur af
bömunum og fjölskyldum þeirra.
Þau búa öll nálægt foreldram sín-
um, og hafa reynst þeim ákaflega
vel í þeim löngu veikindum sem
Guðný mátti þola síðustu árin.
Þetta mat Guðný mikils og það
veitti henni styrk og lífsvilja að
eiga svo stóra og samhenta fjöl-
skyldu. Hún var alla tíð mikil fjöl-
skyldumanneskja og lifði mikið
fyrir og með sínum nánustu.
Ég tel hana hafa verið gæfus-
ama konu. Hún sá börnin sín kom-
ast til manns og menntast, festa
ráð sitt og setjast að á æskustöðv-
unum. Og ættboginn er orðinn
stór.
Ég bið guð að blessa minning-
una og lífsstarf Guðnýjar Pálsdótt-
ur. Skúla, vini okkar, sendum við
Bárbel innilegar samúðarkveðjur
svo og fjölskyldunni allri.
Ólafur Stefánsson.
Lækkaðu tekjuskattinn þinn,
kauptu hlutabréf fyrir áramót.
Ráðgjafar okkar aðstoða þig við kaup og sölu hlutabréfa á Opna tilboðsmarkaðnum og Verðbréfaþingi íslands.
Getum meðal annars útvegað hlutabréf í eftirtöldum félögum:
Ámesi hf., Eignarhaldsfélögum bankanna, Eimskip hf., Flugleiðum ltf.,
Granda hf., Hampiðjunni hf., íslenska hlutabréfasjóðnum hf., Jarðborunum hf.,
Marel hf., Olíufélaginu hf., Olíuverzlun íslands hf., Síldarvinnslunni hf., Skeljungi
hf., Sæplasti hf., Tollvörugeymslunni hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
Söludeild Landsbréfa verður opin til kl. 14.00 á gamlársdag.
LANDSBREF HF.
Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar og umboðsmönnum
í Landsbanka íslands.
Landsbankinn stendur með okkur
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, simi 91-679200, fax 91-678598
Löggilt verdbréfafyrirtœki. Aðili ad Verdbréfaþingi íslands.
§
<