Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 1

Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 1
56 SIÐUR B l.tbl. 81.árg. SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kenýa Ótti við að bardagar blossi upp Nairobi. Reuter. ÓTTAST var í gær að bardagar blossuðu upp í Kenýu er Daniel Arap Moi forseti gaf til kynna að hann myndi brjóta stjórnar- andstöðuflokka á bak aftur með valdi ef þeir létu verða af þeirri hótun sinni að hafna úrslitum kosninganna á þriðjudag. „Ég hef haldið aftur af mér þrátt fyrir yfírgang þeirra undanfarna tólf mánuði. Nú geri ég það ekki Iengur,“ sagði Moi í samtali við /teuters-fréttastofuna. Þrír stjórnarandstöðuflokkar fengu samanlagt meira fylgi en Moi í forsetakosningunum en segja stórfellt kosningasvindl hafa komið í veg fyrir algjöran sigur þeirra. -----------» ♦ ♦ Lundúnir Gekk beint í gin ljónsins Lundúnum, Reuter. MAÐUR á tvítugsaldri var bitinn af Ijóni í dýragarðinum í Lundún- um á gamlársdag. Klifraði maður- inn yfir girðingu sem umlykur Ijónagryfjuna og kastaði steiktum kjúklingum til dýranna. Sjónarvottur gerði starfsmönnum viðvart, en þegar þeir komu á vett- vang hafði maðurinn lent í klóm Arfers, högna af asískum uppruna. Maðurinn hlaut alvarleg meiðsli og þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. „Þetta er ekki góð byrjun á nýju ári,“ sagði John Gibbs fram- kvæmdastjóri dýragarðsins. Stofn- unin hefur átt við mikla rekstrarörð- ugleika að stríða á árinu sem var að líða. Reuter Nýársfagnaður breyttíst í martröð Nýársfagnaðurinn í Hong Kong breyttist í martröð þegar tuttugu ungmenni tróðust undir í Lan Kwai Fong-hverfi í borginni. í hverfínu eru margar þröngar götur og þar eru vinsælustu barirnir og skemmti- staðirnir. Mikil örtröð skapaðist á nýársnótt og er talið að ungmennin sem fórust hafi runnið til á hálum götusteinum og troðist svo undir. Lögregla hefur verið gagnrýnd fyrir að hleypa of mörgum inn í hverf- ið þegar ætla mátti að troðningur yrði mikill. Á myndinni má sjá syrgj- endur á vettvangi hins hörmulega atburðar. Friðarráðstefna í Genf fyrir Bosníu Viðræðurnar tald- ar vera lokatilraun til að koma á friði Genf, London. Reuter. LEIÐTOGAR stríðandi fylkinga í Bosníu settust í gær að samningaborði í Genf og er það fyrsti fundur þeirra augliti til auglits frá því átök hófust í þessu fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu. Owen lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins (EB) í málefnum Bosníu, sagðist óttast að semdist ekki um frið í þessari lotu ykist hætta á vaxandi átökum og þar með líkur á alþjóðlegri hernaðaríhlutun. Til fundanna í Genf mættu Alija Izetbegovic forseti Bosníu en hann er fulltrúi múslima, Mate Boban leiðtogi Króata og Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba. Þeir tókust ekki í hendur við upp- haf fundanna og við sæti þeirra við samningaborðið voru einungis spjöld með nafni þeirra en öllum titlum sleppt. Búist er við að samningafund- irnir taki allt að þrjá daga en þátt í fundunum taka einnig Franjo Tudjman forseti Króatíu og Dobrica Cosic, forseti þess sem eftir lifir af Júgóslavíu. Leiðtogar múslima andvígir viðræðum I sendinefndunum eru einnig helstu foringjar bardagasveita stríðandi fylkinga og var ráðgert að þeir hittust á sérstökum sátta- fundi síðdegis í gær. Viðræðumar fara fram í Þjóðahöllinni í Genf undir forystu Cyrus Vance, sérlegs fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í málefnum Bosníu og Owens lá- varðar. Leiðtogar múslima í Bosníu hafa til þessa lagst gegn viðræðum háttsettra aðila við leiðtoga Serba sem náð hafa um 70% landsvæðis Bosníu undir sig og staðið fyrir „þjóðhreinsun" sem fólgin hefur verið í því að neyða múslima og Króata til að flýja heimkynni sín. George Bush kemur til Moskvu til fundar við Borís Jeltsín Segja STARTII afvopn- unarsamning aldarinnar Mogadishu, Moskvu. Reuter. \ GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kom í gærmorgun til Moskvu frá Sómalíu til að undirrita, ásamt Borís Jeltsín Rússlandsforseta, START II-samkomulag um fækkun langdrægra kjarnaflauga. Bush sagði, áður en hann hélt af stað, að þetta væri „sögulegasta afvopnunarsamkomulag" sem nokkurn tímann hefði verið gert. Jeltsín hefur kallað START II samkomulag aldarinnar. Bush og Jeltsín ætla að undirrita afvopnun- arsamkomulagið í dag en um það náðist sam- komulag á fundi utanríkisráðherra ríkjanna í Genf á þriðjudag. Samningurinn kveður á um að langdrægum kjarnorkuvopnum í vopnabúr- um risaveldanna verði fækkað um tvo þriðju hluta og öllum fjölodda eldflaugum á landi eytt. Bush og Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, undirrituðu START I- samkomulag í júlí árið 1991 en með því var ákveðið að fækka kjarnavopnum um 30% á sjö ára tímabili. Breytt um fundarstað Bandaríkjaþing og nissneska þingið hafa staðfest START I en samkomulagið getur ekki tekið endanlega gildi fyrr en þijú önnur fyrrver- andi Sovétlýðveldi, sem búa yfir langdrægum kjarnorkuvopnum, hafa staðfest það. Kazak- hstanar hafa þegar staðfest START I en Hvít rússar og Úkraínumenn eiga enn eftir að gera það. Upphaflega átti að halda leiðtogafundinn í borginni Sotsjí við Svartahafið en því var breytt á síðustu stundu sökum slæms veðurs þar á slóðum. Bandaríkjaforseti heldur frá Mogjjyu síðdeg- is í dag og mun hann koma við í París á leið sinni til Bandaríkjanna og eiga þar fund með Francois Mitterrand Frakklandsforseta. „For- setinn [Mitterrand] ber mikla virðingu fyrir og er góður vinur Bush. Hann vill því eiga með honum fund áður en hann lætur af emb- ætti,“ sagði Jean Musitelli, talsmaður Frakk- landsforseta. Bush lætur af embætti þann 20. janúar nk. Aukin ölduhæð Eru lægð- ir yfir Is- landi söku- dólgurinn? New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖLDUHÆÐ á Norður-Atl- antshafi er nú að meðaltali um 3,8 metrar, en var aðeins um 2,8 metrar fyrir um 30 árum, samkvæmt rannsókn- um breskra vísindamanna. Þeir te(ja ástæðuna fyrir vax- andi ölduhæð hugsanlega vera þá að lægðir yfir Islandi og hæðir yfir Azoreyjum séu þaulsetnari en fyrr. Vísindamenn við bresku haf- rannsóknastofnunina hafa rannsakað breytingar á öldu- hæð mörg undanfarin ár og birtu í fyrra niðurstöður um að ölduhæð hefði farið vaxandi á stóru svæði á Norður-Atlants- hafí. David Carter, haffræðing- ur við stofnunina, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nýleg- ar athuganir bentu til að hluti af skýringunni gæti falist í auknum stöðugleika lægða yfír íslandi, en þær athuganir verða birtar innan skamms í tímarit- inu International Journal of Climatology. Carter sagðist ekki vita hvort heimfæra mætti þessar niður- stöður upp á hafsvæðið í grennd við ísland, en ölduhæð virtist hafa farið vaxandi á stóru svæði á Atlantshafí, þar sem notast hefði verið við gögn frá mörgum breskum vita- og veðurskipum. Þá bentu athuganir Hollendinga til að ölduhæð í Norðursjó hefði einnig aukist frá því um 1960. Vaxandi ölduhæð hefur verið vísindamönnum nokkur ráð- gáta, þar sem veðurhæð virðist ekki hafa aukist síðustu þijátíu ár, en það eru vindar sem valda ölduhreyfingu. Skýringin gæti verið sú að vindar séu stöðugri en áður, en staðvindar ná að ýfa sjóinn meira en breytileg vindátt. Svo virtist sem töl- fræðilegt samband væri á milli ölduhæðar og þaulsetni lægða í grennd við Island, en einnig gætu auknir vindar á suður- hveli haft áhrif á ölduhæð miklu norðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.