Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Selfoss
Hefðbundin róleg-
heit um áramótin
Selfossi.
ÁRAMÓTIN liðu hjá á Selfossi með hefðbundnum rólegheitum án
allra óhappa. Á gamlárskvöld var kveikt í áramótabrennu á Hellun-
um og unga fólkið sótti áramótadansleik í Hótel Selfossi.
Mjög gott veður var á gamlárs-
kvöld og góð færð um allt Suður-
land og því engin fyrirstaða fyrir
þá sem fóru um einhvem veg til
að vera með sínum nánustu. Góða
veðrið gerði áramótaskotmönnum
hægt um vik en þeir skópu lita-
og ljósadýrð ofan húsþakanna á
miðnætti.
Staða í atvinnumálum er ofar-
lega í hugum margra um áramót-
in en fleiri eru nú á atvinnuleysis-
skrá en á sama tíma í fyrra. „Mér
fínnst atvinnuleysið fara vaxandi,"
sagði Hafsteinn Stefánsson,
starfsmaður verkalýðsfélagsins
Þórs á Selfossi, en félagssvæði
þess nær um alla Ámessýslu að
undanskildiim þorpunum við
ströndina og Hveragerði. „Ég ótt-
ast að þeir sem hafa sótt vinnu
til höfuðborgarsvæðisins muni í
einhveijum mæli bætast í hóp
avinnulausra vegna þrenginga á
því svæði,“ sagði Hafsteinn.
- Sig. Jóns.
Féll af dráttarvél
ARAMOT I EYJUM
Morgunblaðið/Sigurgeir
ELLEFU ára gamall drengur
slasaðist talsvert þegar hann
féll út úr dráttarvél sem hann
var farþegi í síðdegis síðastlið-
inn miðvikudag. Slysið varð
Níu skip
að veiðum
um áramót
„HÉR VAR lítið gert til hátíða-
brigða um áramótin. Það var þá
helst í mat á gamlársdag og nýárs-
dag,“ sagði Hjalti Hávarðarson,
stýrimaður á Breka VE sem var á
karfaveiðum um áramótin, þegar
rætt var við hann í gærmorgun.
Átta fískiskip vom úti auk Breka
um áramót. Þau era Engey RE,
Rán HF, Skagfírðingur SK,
Hólmanes SU, Haukur, GK, Viðey
RE, Skafti SK og Hegranes SK.
----------» ♦ ♦----
Rás 2 og Bylgjan
Sigrún Huld
maður ársins
SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir
sundkona var kjörinn maður árs-
ins af hlustendum Rásar 2 og
Bylgjunnar á gamlársdag.
Sigrún Huld tók þátt í Ólympíu-
leikum þroskaheftra í Madríd í sum-
ar og hlaut þar níu gullverðlaun og
tvenn silfurverðlaun.
Þá valdi DV Helga Jónsson, 29
ára Selfyssing, mann ársins. Helgi
bjargaði sl. sumar þriggja ára dreng
frá drukknun Ölfusá.
-♦-♦-♦■■
skammt frá bænum Syðri-
Varðgjá. Drengurinn var flutt-
ur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri og þaðan með sjúkra-
flugi á Borgarspítalann í
Reykjavík.
Slysið varð með þeim hætti að
dráttarvélinni var ekið heim að
bænum Syðri-Varðgjá. í beygju
opnaðist hurð dráttarvélarinnar og
drengurinn féll út. Lenti hann á
frosinni jörð og hlaut við það mik-
ið höfuðhögg. Hann var fluttur
meðvitundarlaus á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan
með sjúkraflugi á Borgarspítalann
þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Sauðárkrókur
Nýtt ár heilsaði með
björtu og blíðu veðri
EFTIR verulega umhleypinga-
sama tíð fyrir og um jóladagana
birti upp með vægu frosti síðari
hluta gamlársdags. Var ára-
mótaveðrið hið fegursta og eins
og undanfarin ár var um kl.
Illa meiddur
af völdum
rörasprengju
TÆPLEGA tvítugur maður
slasaðist illa á hendi og i and-
liti þegar heimatilbúin sprengja
sprakk í höndunum á honum á
nýársnótt.
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan fímm um morguninn við
Lyngheiði í Kópavogi. Þar voru
nokkur ungmenni saman komin
og hugðist maðurinn sprengja
heimatilbúna rörasprengju. Þegar
maðurinn var enn yfír sprengjunni
sprakk hún af miklu afli og hlaut
maðurinn áverka í andliti og
meiddist mikið á hendi. Svo öflug
var sprengjan að undan henni
myndaðist gígur í fönnina sem
þarna var yfír. Maðurinn var færð-
urmeð sjúkrabíl á Borgarspítalann
og gekkst þar undir aðgerð.
Fyrsta barn ársins
fæddist á Akureyri
FYRSTA barnið sem fæddist á
nýbyijuðu ári fæddist á fæð-
ingardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri kl. 2.32 á
nýjársnótt.
Fyrsta bam ársins á fæðingar-
deild Landspítalans var drengur
og kom hann í heiminn skömmu
eftir kl. 4 á nýjársnótt. Á síðasta
ári fæddust 2.913 börn á deild-
inni og er það veraleg fjölgun frá
fyrra ári en þá fæddust 2.558
börn.
Á síðasta ári fjölgaði íslend-
ingum um 2.625 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofu ís-
lands. Mest varð fjölgunin á höf-
uðborgarsvæðinu eða um 2.325.
Morgunblaði/Rúnar Þ6r
Fyrsta barn ársins er myndardrengur en hann vó rúmar 17
merkur og var 55 sentimetrar að lengd. Fæðingin gekk vel og
heilsast móður og syni vel.
20.30 kveikt í miklum bálkesti,
sem dreginn hafði verið saman
á nöfunum ofan heimavistar
Fjölbrautaskólans, en um hálf-
tíma síðar var vegleg flugelda-
sýning á vegum björgunarsveit-
arinnar og skátafélagsins. Að
sögn lögreglunnar var nóttin
einstaklega. róleg, allt fór vel
fram og þurfti hvergi að hafa
afskipti af nokkrum manni.
Að sögn bæjarstjórans á
Sauðárkróki, Snorra Björns Sig-
urðssonar, er það ánægjuleg stað-
reynd að íbúum bæjarins skuli
hafa fjölgað verulega umfram
landsmenn á síðasta ári og að ekki
hafi verið um fækkun að ræða í
héraðinu sem heild. Snorri Björn
sagði að að vísu væri ástandið í
atvinnumálum erfítt núna rétt yfir
áramótin og fleiri á atvinnuleysis-
skrá en áður hefði gerst, en vænt-
anlega um eða eftir miðjan janúar
færa hjólin aftur að snúast, físk-
vinnslufyrirtækin sem hafa verið
lokuð um hátíðirnar hæfu aftur
vinnslu af fullum krafti.
Þá benti Snorri Björn á, að á
síðasta ári hafi verið unnið mjög
mikið starf til eflingar atvinnulífs
á Sauðárkróki og nefndi þar meðal
annars mjög áhugaverðar hug-
myndir um eldi og rannsóknir á
hlýsjávarfiskinum „barra“, en
Guðmundur Ingólfsson sjávarlíf-
fræðingur, í samvinnu við íslenskar
og franskar hafrannsóknastofnan-
ir, stendur að þessu verkefni. Og
eitt það nýjasta í málefnum fisk-
vinnslunnar er svo það að stofnað
var nú í haust nýtt fyrirtæki um
vinnslu á ígulkershrognum og virð-
ist sem þar verði um allt að 15
ný störf að ræða og ætti vinnsla
að geta hafíst af fullum krafti nú
fljótlega eftir áramótin.
- BB
Yestmannaeyjar
Maður særður
með eggjárni
UNGUR maður var særður með
eggjárni fyrir utan skemmtistað-
inn Hallarlundinn í Vestmanna-
eyjum á nýársnótt. Sauma varð
25 spor í kvið mannsins, en sárið
var grunnt.
Afar óljóst er um alla málavöxtu,
að sögn lögreglunnar í Vestmanna-
eyjum. Hinn særði sá ekki hver
veitti honum áverkann og engin
vitni voru að atburðinum. Hinn
særði vissi ekki að honum hefðu
verið veittir áverkar fyrr en honum
var bent á blóðuga skyrtu sína inni
á veitingastaðnum.
Suðurnes
Hugmyndir um stór-
gróðurhúsasvæði
TILLÖGUR hafa verið gerðar um uppbyggingu stór-gróðurhúsasvæðis
á Suðurnesjum, þar sem nýttur yrði aðgangur að ódýrum orkulindum
og nálægð við alþjóðaflugvöll. Tillögurnar eru unnar að frumkvæði
verkfræðinganna Jóns Hjaltalín Magnússonar, Baldurs Líndal, Pálma
Stefánssonar og Ásgeirs Leifssonar. Áformað er að hugmyndirnar
verði kynntar íslenskum aðalverktökum á fundi í næstu viku, en stefnt
er að því að ná fram samstarfi um verkefnið meðal innlendra og er-
lendra fjárfesta, að sögn Jóns.
framkvæmd, en til stæði að halda
fund með íslenskum aðalverktökum
í næstu viku, þar sem hugmyndir
verkfræðinganna yrðu kynntar. „Við
sjáum Aðalverktaka sem bæði fram-
kvæmda- og eignaraðila,“ sagði
hann. „Þeir gætu til dæmis gerst
stórir hluthafar með því að leggja
til mannvirkin.“ Jón sagði að einnig
væri verið að horfa til Flugleiða sem
mögulegs samvinnuaðila.
„Það hefur enn ekki verið unnin
ítarleg könnun á ytri þáttum, svo sem
markaðsaðstæðum og samkeppni,"
sagði Jón. „Þó er vitað að markaður
er fyrir lífrænt ræktað grænmeti í
Svíþjóð, og einnig kæmi til greina
að rækta blómlauka og dýrari teg-
undir af blómum, svo dæmi séu
nefnd. í framhaldinu má hugsa sér
að byggja upp stærra svæði fyrir
minni og stærri fyrirtæki á sviði
efna- og lífefnaiðnaðar, með nýtingu
jarðgufu að !eiðarljósi.“
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón að hugmyndin hefði þróast út
frá vangaveltum um nýtingu jarðhita
og gufu í efna- og lífefnaiðnaði.
Lagt er til að sem fyrst verði stofnað
undirbúningsfélag um skipulagningu
og kynningu á alþjóðlegum gróður-
húsasvæðum, þar sem boðið er upp
á umhverfisvæna og ódýra orku-
gjafa. Jafnframt verði athugaðir
möguleikar á að setja á stofn innlend
stór-gróðurhúsafyrirtæki, og þá helst
í samstarfí við erlenda markaðs- og
framleiðsluaðila.
„Hugmyndin er að þarna verði
byggð mjög stór gróðurhús með mik-
illi sjálfvirkni, sem þó verða atvinnu-
skapandi,“ sagði Jón. „Þótt Flúðir
og Suðurland séu einnig ákjósanlegir
staðir með mikla hefð fyrir gróður-
húsaræktun, er nálægð við alþjóðleg-
an flugvöll einnig mikilvæg, og því
urðu Suðurnes fyrir valinu.“
Jón sagði að mikið fjármagn þyrfti
til að koma verkefni sem þessu í