Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
11
Tékkóslóvakía liðin undir lok
Hætta á efnahagsóreiðu og
þjóðernisumróti í Slóvakíu
Stjórnvöld í Bratislava auka vopnasölu til þriðjaheimsins
Prag, Bratislava. Reuter og The Daily
Telegraph.
FAGNAÐ var með fallbyssuskot-
um og fiugeldum á gamlárskvöld
í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu,
þegar sjálfstæð Slóvakía varð að
veruleika í fyrsta sinn í 1.000 ár.
Opinber hátíðarhöld fóru ekki
fram fyrr en á nýársdag í Prag,
höfuðstað Tékkneska lýðveldisins,
og þar sögðu végfarendur að al-
ger skilnaður þjóðanna tveggja
hefði komið til vegna óbilgirni og
valdafíkni slóvakískra sljórnmála-
leiðtoga. Heyra mátti raddir af
sama toga í Bratislava. 74 ára
sögu sambandsríkisins Tékkóslóv-
akíu er lokið, skoðanakannanir
sýna að naumur meirihluti beggja
þjóðanna var á móti fullum skiln-
aði. Fögnuðurinn var því blendinn,
mun færri voru á götum úti en
1989 er veldi kommúnista var
hrundið. Flestir Slóvakar óttast
að erfiðir tímar séu framundan í
efnahagsmálum en Tékkar eru
bjartsýnni.
Ráðamenn Tékka og Slóvaka hétu
því að gott samstarf yrði eftir sem
áður milli þjóðanna. Sagt hefur verið
að markaðshyggjumaðurinn Vaclav
Klaus, forsætisráðherra Tekka, og
Vladimir Meciar, forsætisráðherra
Slóvaka og fyrrum kommúnisti sem
haft hefur í frammi nokkra einræð-
istilburði og vill beita miðstýringar-
lausnum í efnahagsmálum, hafí verið
sammála um að hundsa kröfur um
þjóðaratkvæði vegna aðskilnaðarins.
Klaus hafi viljað losna við að þurfa
að taka tillit til afturhaldsstefnu
meirihluta Slóvaka og Meciar viljað
leika aðalhlutverkið í landi sínu, án
Reuter
Vladimir Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu, veifar skjali með fyrstu
sjálfstæðu stjórnskipunarlögum landsins á nýársdag.
afskipta stjórnvalda í Prag.
Tíu milljónir Tékka og fimm millj-
ónir Slóvaka hafa búið saman í friði
og spekt í 1.000 ár, lengst af undir
yfírstjóm annarra þjóða. Slóvakar
hafa þó ávallt verið litli bróðirinn í
þessu sambandi og minnimáttar-
kennd þeirra hjaðnaði ekki meðan
sambandsríkið var við lýði. Margir
Tékkar eru á hinn bóginn þeirra
skoðunar að skilnaðurinn losi þá end-
anlegu úr tengslum við gömlu aust-
urblokkina. Bræðraþjóðin Slóvakar,
sem talar nokkurn veginn sömu
tungu, var öldum saman frumstæður
útkjálki í austurríska keisaradæminu
og síðustu áratugi þess undir stjórn
ungverskra aðalsmanna er tröðkuðn
á landslýð. Tékknesk menning varð
fyrir miklum þýskum áhrifum og
Prag er fomfræg mennta- og lista-
borg.
í Slóvakíu er mikill, úreltur þunga-
iðnaður sem kommúnistar lögðu
megináherslu á og helstu vopna-
smiðjur Tékkóslóvakíu vom í lands-
hlutanum. Atvinnuleysi er fjórfalt
meira í Slóvakíu en löndum Tékka
og hafa slóvakískir ráðamenn þegar
þreifað fyrir sér um vopnasölu til
ýmissa þriðjaheimslanda til að reyna
að halda efnahagnum á floti.
Annað mál er Tékkum mikill þym-
ir í augum og dró úr áhuganum á
því að halda sambandsríkinu saman
en það er vandi þjóðabrota í Slóvak-
íu. Um 560.000 Ungverjar búa í
landinu auk 400.000 sígauna og hef-
ur Meciar leikið óspart á strengi þjóð-
emisrembu. Talsmenn Ungverja vilja
tryggja sérréttindi þjóðabrotsins en
Meciar bregst hart við slíkum tillög-
um og sakar m.a. nágrannaríkið
Ungverjaland um að vilja breyta
landamæmm sem ákveðin vom í lok
fyrri heimsstyrjaldar.
KMMTEFÉLHú KFVKJKUÍKUK
- OKiniaiiiia 6 oju avu
Aðili að alþjóðlegum samtökum
Okinawa goju ryu I.O.G.K.F.
Aðalþjálfari félagsins er
Sensei George Andrews
5 dan yfirþjálfari í Englandi.
Innritun er hafin í alla flokka kvenna, karla og
barna. Nánari upplýsingar í síma 35025.
Allir þjálfarar eru
handhafar svarta
beltisins 1. dan og
margfaldir
(slandsmeistarar
í karate:
Grétar Halldórsson,
Halldór Svavarsson,
Jónína Olesen,
Konráð Stefánsson og
Jón ívar Einarsson.
Karatefélag Reykjavíkur, kjallara Sundlaugar
Laugardals, gengið inn að vestanverðu.
ATH: Sérstakir kvennatímar á fimmtUdögum
Ath. ekki inn um aðalinnganginn.
kl. mán Þ ri miö lim tös lau
17.00-18.00 18.00-19.00 byrjendafl born byrjendafl fullorðnir 1. flokkur börn unglinga: flokkur byrjendafl börn 2. flokkur fullorðnir 1. flokkur börn byrjendafl. fullorðnir unglinga- flokkur 1. flokkur fullorðnir
19.00 - 20.00 l.flokkur fullorðnir 2. flokkur fullorðnir 1. flokkur ful Kvennatími 2. flokkur fullorðnir
Aðgangur að
sundlaugunum er
innifalin í
æfingagjöldum.
Kynnist karate af eigin raun
MAL
Velkominn í Enskuskólann
Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann i
spjall og kaffi áður en námskeiðin hefjast
6.-12. janúar.
Við bjóðum upp á 11 námsstig í ensku.
Við metum kunnáttu þina og i framhaldi af
þvi ráðleggjum við þér hvaða námskeið hent-
ar þér og þinum óskum best.
Hámark 10 nemendur i bekk.
Komdu i heimsókn eða hringdu - þvi fylgja
engar skuldbindingar.
INNRITUN STENDUR YFIR
HRINGDU i SÍNIA 25330 EÐA 25900 OG FAÐU FREKARIUPPLYSINGAR
KENNSLA HEFST 13. JANÚAR
Fyrir fullorðna
Almen
íenn enska með áherslu á
talmál. Námskeið að degi til,
kvöld og laugardaga
Viðskiptaenska
Rituð enska - enskar
bókmenntir
Krárhópar
TOEFL-G MAT-GRE
undirbúningsnámskeið
Fyrir stofnanir og fyrirtæki:
Viðskiptaeinkakennsla-
sérmótuð námskeið fyrir
fyrirtæki
Fyrirbörn
Leikskóli fyrir 3-4 ára
Forskóli fyrir 5-6 ára
Enskuskoli fyrir 7-12 ára
Unglinganámskeið fyrir 13-15 ára
Einkatímar
Hægt er að fá einkatíma eftir vali
VR og flest önnur stéttarfélög
taka þátt i námskostnaði sinna
félagsmanna.
ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN ! HÓPINN...
skólinn
TUNGOTU 5 101 REYKJAVIK
M 9209