Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
Jafnari skipting
bráðavakta milli
sjúkrahúsanna
STEFNT verdur að jafnari skiptingu bráðavakta á aimennum deild-
um milli Borgarspítala og Landspítala og verkaskipting spítalanna
aukin þar sem sérhæfð þjónusta er veitt. Forráðamönnum spítalanna
var á miðvikudag kynnt þessi ákvörðun Sighvats Björgvinssonar
heilbrigðis- og tryggingaráðherra.
Ráðherrann tók ákvörðun um fyr-
irkomulag bráðavakta í framhaldi
af viðræðum við stjómendur spítal-
anna tveggja. í bréfi til þeirra segir
að með aukinni verkaskiptingxi megi
draga úr tvöföldun sérhæfðrar þjón-
ustu. Tekið er fram að slysamóttaka
verði áfram á Borgarspítalanum. Til
að jafna bráðavaktir ósérhæfðra
deilda 'verður helgarvöktum skipt
jafnt milli spftalanna frá aprílbyrjun
og Landspítalinn tekur tvo virka
daga en Borgarspítalinn þrjá.
I bréfínu kemur fram að fé sem
áður rann til bráðvakta á Landakots-
spítala, 267 milljónir, skiptist þannig
að Borgarspítali fái 27 milljónir til
viðbótar þeim 200 sem hann hafði
en Ríkisspítalar 40 vegna bráða-
vakta sem færast á Landspítalann.
Héraðslæknirinn í Reykjavík mun
í samráði við sjúkrahúsin gera
vaktaáætlun fyrir 1993. Ráðherra
hyggst eftir áramót helja viðræður
við formann stjórnar sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar, formann stjórn-
arnefndar Ríkisspítala, forstjóra
Ríkisspítala og framkvæmdastjóra
Borgarspítalans. Til umræðu verða
vaktir, verkaskipting og þróunarmál
spítalanna. Stefnt er að tillögum um
þetta fyrir árslok 1993.
Vestmannaeyjar
Róleg áramót
Vestmannaeyjum.
EYJAMENN fögnuðu nýju ári á
hefðbundinn hátt. Miklu af fiug-
eldum var skotið upp er gamla
árið kvaddi og síðan var dansað
Áramót á Akureyri
Erill hjá
lögreglu
MIKILL erill var hjá lögregiunni
á Akureyri á nýársnótt og margt
um manninn í miðbænum eftir að
skemmtunum lauk og fram á
morgun.
Til átaka kom í miðbænum. í Sjall-
anum var dyravörður sleginn og tveir
útlendingar lentu í illdeilum. Greip
annar þeirra til hnífs. Lögreglan yf-
irbugaði hnífamanninn og beitti til
þess bareflum.
Þá stöðvaði lögregla ólögmæta
innheimtu aðgangseyris á skemmti-
stað í Hafnarstræti 100. Nokkrar
hljómsveitir höfðu tekið staðinn á
leigu fyrir einkasamkvæmi en rukk-
uðu gesti og gangandi um aðgangs-
eyri. Ein líkamsárás var kærð. Mað-
ur nokkur sagði að kona hefði ráðist
að tilefnislausu aftan að sér.
fram undir morgun á nýársdag a
nokkrum stöðum.
Að sögn lögreglunnar í Eyjum
voru áramótin þokkalega róleg. Mik-
ill fjöldi fólks var að skemmta sér
en flestar skemmtanir fóru vel fram.
Þó var nokkur erill hjá lögreglu-
mönnum síðla nætur, eins og yfir-
leitt á þeim tíma. Kveikt var í bíl
og rúður brotnar í bát í höfninni í
Eyjum og voru það helstu tíðindi
næturinnar, að sögn lögreglunnar.
Fimm áramótabrennur voru í Eyj-
um, flestar frekar litlar, og voru þær
allar tendraðar fyrir kvöldmat. Um
miðnættið var miklu af flugeldum
skotið á loft og var himinninn yflr
Heimaey Ijósum prýddur. Að sögn
forsvarsmanna flugeldasölu Björg-
unarfélags Vestmannaeyja, sem er
allsráðandi í flugeldasölunni í Eyjum,
var flugeldasala fyrir áramótin nú
svipuð og undanfarin ár.
Eyjamenn eru þokkalega bjartsýn-
ir á komandi ár. Menn gera sér von-
ir um góða loðnuvertíð og flestir lifa
{ voninni um að aflabrögð fari að
lagast. Enda orðaði einn útgerðar-
maður það þannig í samtali við Morg-
unblaðið að það væri ekki hægt ann-
að en horfa með björtum augum til
vertíðarinnar því miðað við hvemig
fískiríið hefði verið undanfama mán-
uði gæti það vart annað en lagast
og því væri ekki ástæða til annars
en bjartsýni þegar litið væri til nýs
árs. - Grímur
Morgunblaðið/Kristinn
Kristján Karlsson, Vigdís Grímsdóttir og Jónas Krisljánsson.
Vigdís og Krisljáii Karls-
son hlutu útvarpsstyrkinn
Á gamlársdag fór fram hin árlega styrkveiting úr Rithöfunda-
sjóði Ríkisútvarpsins við hátíðlega athöfn og hlutu styrkinn höf-
undarnir Krislján Karlsson og Vigdís Grímsdóttir. Tóku þau við
styrknum úr hendi formanns sjóðsstjónar, Jónasar Krisijánsson-
ar. Viðstaddir voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur
G. Einarsson menntamálaráðherra, útvarpsstjóri, Heimir Steins-
son, borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, og fleiri
gestir.
Rithöfundastyrkurinn hefur
verið veittur frá 1956, en árlega
renna til sjóðsins rithöfundalaun
sem Ríkisútvarpinu ber að greiða
höfundum samkvæmt samningum
en höfundar finnast ekki að. Með
vaxandi notkun útvarps á efni
hefur sjóðurinn eflst svo að nú
er hægt að veita úr honum tveim-
ur höfundum og fær hvor í sinn
hlut 400 þúsund krónur. Báðir
höfundamir sendu frá sér fyrir
þessi jól bækur sem vöktu mikla
athygli, Kristján Karlsson ljóða-
bókina Kvæði 92 og Vigdís Gríms-
dóttir skáldsöguna Stúlkan í skóg-
inum.
Kristján Karlsson hefur frá
1976 sent frá sér 7 ljóðabækur,
flestar undir nafninu Kvæði, og
jafnan þótt fengur að þeim. I
kynningu á nýjustu ljóðabókinni
segir m.a: „Kvæði eftir kvæði
fjallar um eðli og gildi skáldskap-
arins sjálfs í margskonar myndum
og ýmist í gamni eða alvöru.“ í
stuttu spjalli eftir afhendinguna
sagði Kristján að ljóðin í þeirri
bók séu úrval úr kvæðum sem
hann hafi flest gert á síðustu
tveimur árum. Hann hafi þar val-
ið það sem honum fannst eiga
saman. Og að líklega mundi hann
gefa út afganginn í framhaldi,
hugsanlega fyrir næstu jól. Hefur
þetta þá verið frjór tími í hans
ljóðagerð? „Já, ég hefí nú rýmri
tíma, er ekkert við bundinn. Það
tekur sinn tíma að yrkja,“ svaraði
Kristján af hógværð og bætti við
að í seinni tíð gerði hann ekki
annað en hugsa um bundið mál.
En Kristján hefur einnig fengist
við smásagnagerð og komu t.d.
út eftir hann sögur 1985 undir
nafninu Komið til meginlandsins
frá úteyjum.
Vigdís Grímsdóttir hefur
undanfarið sent frá sér bók á
hverju ári, sem bæði hafa hlotið
lof gagnrýnenda og verið með
hæstu sölubókum. Nýjasta skáld-
sagan, Stúlkan í skóginum, bygg-
ir á ljóðrænni og myndrænni tján-
inu og fjallar um tvær sérkenni-
legar stúlkur í samfélaginu. í
fyrra sendi hún frá sér ljóðabók
og þar áður skáldsöguna Eg heiti
ísbjörg, ég er ljón. I stuttu sam-
tali játaði hún því að hún væri
byijuð á nýrri skáldsögu, sem hún
þó reiknaði ekki með að kæmi út
á næsta ári. Það taki tíma að viða
að sér þessum efniviði. Þó fari
það eftir ýmsu, hún sé vön að
skrifa í rykkjum.
Sagan sem Vigdís er byijuð að
vinna að fjallar um skyggna
stúlku, er ævisaga hennar. Þegar
haft er orð á því við hana að hún
velji sér að viðfangsefni sérstætt
fólk í lífsbaráttunni, svarar hún
um hæl: „Ef það er þá sérstætt?
Ég held að það sé það alls ekki.“
Bætir við að skyggt fólk sé víða
að finna. Sjálf segist hún ekkert
sjá meira en aðrir. „Fólk sér það
sem það vill sjá. Fæstir trúa nema
því sem þeir vilja sjá.“ Og þegar
borin er undir hana hugmynd sem
Jónas Kristjánsson varpaði fram
við afhendinguna um að endur-
vekja tilmælin í upphaflegri skipu-
lagsskrá Rithöfundasjóðsins um
að styrkþegar nýti styrkinn eink-
um til utanfarar og láti útvarpinu
svo í té efni við heimkomuna eft-
ir samkomulagi, svaraði Vigdís
að allt megi reyna og víkja þá
aftur frá því ef það gengur ekki,
en: „Maður þarf ekki til útlanda
til að fínna skyggnar manneskjur.
Hér getur maður næstum gengið
að þeim.“
Um þá tillögu sagði Kristján
að e.t.v. væri hún sanngjöm, en
nú væri orðið svo auðvelt að kom-
ast til útlanda, þótt auðvitað þyrfti
peninga til. En Jónas hafði í ræðu
sinni sagt að framan af hefði ver-
ið erfítt að halda þessu til streitu
þar sem styrkurinn var ekki hærri
en svo að hann hefði naumlega
enst til ferðar hálfá leið yfír hafið
og heim aftur. Því féll þetta um
sjálft sig.
E.Pá.
UTSALAN
HEFST 4. JANÚAR
Peysur Dragtir Blússur
Buxur Pils O.m.fl.
L^A x
FAXAFENI5
2VEGGTENNIS
Pottþétt fyrir
vinnufélagana
í hádeginu og
alla
^ fjölskylduna
hvenær sem
er.
ATH. afsláttur
fyrir
s
^ Upplýsingar og innritun
> í simum 687701 og 687801
Veggtennis
nýtur vaxandi
vinsælda hér
á landi enda
tilvalin íþrótt
fyrir alla sem
vilja halda sér
í formi með
hressilegri
hreyfingu og
spennandi
leik.
Sv \ \
DANSSTUDÍÚ
rinYIAl\_
- niS^Jramikn Ím*U/