Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
13
ísafjörður
Erum biartsýn að eðlisfari
ísafirði.
UM MIÐJAN gamlársdag mátti sjá
hóp manna með gaffallyftara og
önnur stórvirk tæki við að hlaða
bálköst á Hauganesinu við Pollinn
á ísafirði í stormi og stórhríð. Er
hægt að hugsa sér meiri bjartsýni
en þetta? Orfáum klukkutímum
áður en fyrirhugaður útifagnaður
á að hefjast, stríta menn áfram í
myrkri og byl og trúa að innan
skamms birti upp og betri tið blasi
við. Á gamlárskvöld var svo kveikt
í kestinum í stilltu og björtu veðri,
þar sem stórir hópar manna nutu
útiverunnar og sungu áramótalög-
in við undirleik harmonikkunnar.
brautir í tengslum við atvinnulífíð
og skíðabrautin við skólann, sem er
sú eina í landinu, er að styrkjast.
Þótt Ferðaskrifstofa Vestfjarða
hafi orðið gjaldþrota á árinu er
ákveðinn stígandi í ferðaþjónustu,
hótelið nýtur vinsælda og farþega-
báturinn Eyjalín hefur stóraukið
umferð um ísafjarðardjúp.
Skipasmíðastöð Marzellíusar hef-
ur náð góðum árangri í alls konar
viðhaldsvinnu en nú virðast vera á
lokastigi samningar um byggingu á
tvíbytnu í samvinnu við franskt
hönnunarfyrirtæki, en með smíði
slíks skips fyrir Islendinga yrði brot-
ið blað í útgerðarsögu landsins.
Heilbrigðisþjónusta er í góðu horfi.
Góðir læknar að mestu orðnir stað-
fastir, þótt nokkuð vanti af mennt-
uðu hjúkrunarfólki.
Eins og sagt var í upphafi er veð-
ur rysjótt og óútreiknanlegt en slíkt
undirstrikar aðeins undurfegurð
íjallanna þegar þau stíga út úr sort-
anum skjannahvít og brött með sínar
dökku brúnir. Ungir bjartsýnir menn
skrifa í þau ártalið 1993 sem spegl-
ast í lognkyrrum Pollinum.
Við Isfírðingar sendum lands-
mönnum bestu kveðjur með ósk um
farsælt átakaár. - Úlfar.
JÓLATRÉSSKEMMTUN g§|
Félags harmnolkknunnenda
verður kl. 15.00 í dag íTemplarahöllinni
við Eiríksgötu.
Jólasveinar mæta með gott í poka.
Allirvelkomnir.
Skemmtinefndin.
1 1
| Meim en þú geturímyndaó þér!
■ Það sem líklega einkennir ára-
mótabrennumar í þetta sinn á ís-
landi er hinn mikli fjöldi báta sem
þar hverfur í logana. Breytingar á
fískisókninni hafa leitt til þess að
mikill fjöldi minni báta er úreltur og
þar sem bannað er að nota slíka
báta og ekki má lengur sökkva þeim
verða þeir kjörnir máttarviðir ára-
mótabrennunnar. Á Hauganesinu
var verið að brenna Skúla fógeta,
sem menn héldu að væri elsti bátur-
inn á skipaskrá íslendinga. Smíðaður
í Bolungarvík 1916 og þá fulltrúi
nýrra tíma og þátttakandi í fram-
farasókn íslendinga til betra lífs.
Lífdagar bátsins urðu þó 20 árum
fleiri en til stóð vegna þessarar líf-
seigu bjartsýni landans. Eftir rúm-
lega hálfrar aldar glímu við Ægi
voru menn á leið með hann á ára-
mótabrennuna í desember 1972 brot-
inn og illa farinn eftir að hafa rekið
í óveðri upp í Skipeyrina. Þá tókst
þúsundþjalasmiðnum Finnboga
heitnum Péturssyni að kaupa hann
af Vélbátaábyrgðarfélagi ísfírðinga
og endursmíða hann. Drógu menn
björg í bú á bátnum, þar til hann rak
upp í annað sinn og nú vestur á Þing-
eyri og brotnaði mikið. Þessi enda-
lausu átök við óblíða náttúru gera
menn að bjartsýnismönnum. Þeir
sem ekki eru bjartsýnir hljóta að
hverfa á braut til átakaminni svæða.
ísfírðingar hafa við þessi áramót
nokkra ástæðu til bjartsýni umfram
marga aðra landsmenn. Utgerð virð-
ist vera að vaxa. Nýbúið er að ganga
frá kaupum á skuttogaranum Jöfri
til ísafjarðar. Vonir standa til að
Gyllir landi afla sínum hér eftirleiðis.
Auðunn, 200 tonna línu- og togbát-
ur, var keyptur hingað. Þá keypti
Hnífsdælingur hf. línubát í haust sem
nú er gerður út frá Flateyri, auk
þess sem nokkrir minni bátar hafa
verið keyptir á árinu.
Útlit er fyrir miklar byggingar-
framkvæmdir á þessu ári. Unnið er
við lokaáfanga íþróttahúss, væntan-
lega verður byijað eftir fáa daga við
lokaáfanga Fjórðungssjúkrahússins
og í vor er fyrirhugað að hefjast
handa við byggingu kirkju og tónlist-
arskólahúss. Unnið er að frágangi
við nýja vöruhöfn í Sundunum.
Menningarfélög í bænum hafa
stofnað félag til að endurbyggja
gamla Edinborgarhúsið og breyta því
í menningarmiðstöð. Framhaldsskóli
Vestfjarða undirbýr nýjar náms-
Sveitasin-
fónía sýnd á
Suðurlandi
Syðra-Langfaolti.
UNGMENNAFÉLAG Hruna-
manna hefur að undanförnu æft
gamanleikinn Sveitasinfóníu eftir
Ragnar Arnalds, en tónlist er eft-
ir Atla Heimi Sveinsson. Leikstjóri
er Halla Guðmundsdóttir. Leik-
endur eru 15, en alls koma um
20 manns að sýningunni.
Frumsýning var í félagsheimilinu
á Flúðum 30. desember fyrir fullu
húsi við góðar undirtektir. Næstu
sýningar verða að Flúðum sunnudag-
inn 3. janúar klukkan 14 og 21.
Fyrirhugað er að sýna leikritið í fé-
lagsheimilum nágrannasveitanna á
næstunni, einnig í Vík í Mýrdal og
á Kirkjubæjarklaustri. Þá áforma
leikendumir að sýna leikritið í félags-
heimili Kópavogs í lok janúar.
Sig. Sigm.
Það er Búnaðarbanka íslands mikið fagnaðarefni að kynna nýjan reikning - Stjörnubók.
Reikningurinn er kærkomin nýjung, því hann sameinar tvö aðalmarkmið sparifjáreigandans
- að fá góða vexti og njóta hámarksöryggis.
STJBRNUBÓH Búnaðarbanhans
4* Verðtrygging.
4* 7% raunávöxtun!
4" Vextir bókfærðir tvisvar á ári.
4» Vextir lausir til útborgunar eftir að þeir
hafa verið bókfærðir.
Hver innborgun bundin í 30 mánuði.*
Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar.
4* Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma.
4* Lántökurétturtilhúsnæðiskaupa. BÚNAÐARBANKANS
* Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til » .. . . , , , .. _
úttektar á bundinni fjárhæð gegn fnniausnargjaidi, sem er nú 2.5%. Þar sem oryggi og hámarksavoxtun fara saman
stjSrnubóh