Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 Viltu auka þekkingu þínaf öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á vorönn fer ffam dagana 4.-7. jan. ld. 8.30-18.00. I boði verða eftirfarandi áfangar: Bókfærsla Saga Danska Skattabókhald Enska Stærðíræði Franska Tollskjöl Fyrirtækið, stofhun og rekstur Tölvubókhald íslenska Tölvufiræði Landairæði og saga íslands Tölvunotkun Líffiræðí Vélritun Markaðsfræði Þjóðhagfræði Ritun Þýðingar Ritvinnsla Þýska Áfongum ofangreindra námsgreina er hægt að safha saman og láta mynda eftirtaiin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af sltrifstofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og aJlar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Sjóminjar á bálið? „OKKUR hryllti við, þegar við sáum baksiðu Morgunblaðsins á mið- vikudag," sagði Björn Björnsson forstöðumaður Sjóminjasafnsins í Hafnarfirði í samtali við Morgunblaðið, en á baksíðu þá var mynd af bálkesti einum stórum og hæst trónaði þar Fram KE 105, 10 rúmlesta, bátur, sem smíðaður var í Hafnarfirði 1972. Björn sagði að ekki væri vitað, nema um ómetanlegar sjóminjar væri að ræða og væri sárt til þess að vita að þær brynnu upp á ára- mótabálköstum landsmanna. Hann kvaðst því vilja koma því á fram- færi til útgerðarmanna og sjó- manna, sem vissu af slíkum bátum að þeir létu Sjóminjasafnið vita, svo að unnt yrði að bjarga sögulegum verðmætum frá glötun í framtíð- inni. Hér á árum áður sagði hann að gjaman hefðu menn notað gamla nótabáta sem uppistöðu í brennur á gamlárskvöld og nú væru líkleg- asst til aðeins einn eða tveir slíkir bátar, hinir hefðu allir brunnið til ösku. Elsti báturinn, sem Morgun- blaðið veit um að nú var á brennu var Vonin II GK 136, 64ra rúm- lesta bátur, smíðaður í Vestmanna- eyjum árið 1943. Tryggingastofnun ríkisins Mæðralaun lækka og meðlög hækka BREYTINGAR urðu á lögum um almannatryggingar 1. janúar. Helstu breytingarnar eru þær að mæðra- og feðralaun lækka, með- lag hækkar og hlutur barna, unglinga og aldraðra við tannlækning- ar hækkar. Mæðra- og feðralaun lækka úr 4.732 kr. í 1.000 kr. á mánuði vegna eins barns, úr 12.398 kr. í 5.000 kr. vegna tveggja barna, og úr 21.991 kr. í 10.800 kr. vegna þriggja bama eða fleiri, segir í frétt frá Tryggingastofnun ríkisins. Mæðra- og feðralaun falla niður einu ári eftir að viðtakandi laun- Læríð að dansa! í mjóddinni ★ Samkvæmisdansar ★ Gömludansamir ★ Tjúttogswing ★ Bamadansar Danstímar fyrir byrjendur og lengra komna Bama- unglinga og fulloröinshópar Innritun stenduryfir Upplýsingar í símum 4 23 35 og 67 06 36 milli kl. 13 -19 Kennsla hefst laugardaginn 9. jan. anna skráir sig í þjóðskrá í óvígða sambúð með öðmm en foreldri barnsins eða bamanna. Aður var hér um tvö ár að ræða. Bamalífeyrir og meðlag hækka. Árlegur lífeyrir með einu bami verður 123.600 kr., eða 10.300 kr. á mánuði, en var áður 7.551 kr. Böm og unglingar 15 ára og yngri greiða nú fjórðung kostnaðar við allar tannlækningar, að undan- skildum gullfyllingum, krónu- og brúargerð auk tannréttinga. Þó skulu þau eiga kost á einni skoðun á ári hjá tannlækni sér að kostnað- arlausu. Áður greiddi þessi aldurs- hópur 15% kostnaðar og fyrirbyggj- andi aðgerðir voru þeim að kostnað- arlausu. Nánari útfærsla á þessum reglum er væntanleg, segir í frétt- inni. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem njóta fullrar tekjutryggingar greiða fjórðung kostnaðar vegna tann- lækninga og gervitanna. Þessi kostnaðar var áður endurgreiddur að fullu. Þeir sem njóta skertrar tekjutryggingar greiða helming tannlæknakostnaðar en greiddu áður fjórðung. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar greiða tannlækna- kostnað að fullu en greiddu áður helming. Nánari útfærsla á þessum reglum er væntanleg. Danslína Huldu ogLoga Þarabakka 3 Reykjavík Fjölskylduafsláttur VISA F.Í.D. Félag fslenskra danskennara. D.í. DansráÖ fslands. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.