Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 19 Grundartangi Þarf enn 50 millj- ónir úr /1 • • / rikissjoði JÁRNBLENDIVERKSMIÐJ- AN á Grundartanga þarf í jan- úar 50 milljónir króna úr ríkis- sjóði til að standa skil á greiðslu, en ekki kom til kasta stjórnvalda í desember. Gert hafði verið ráð fyrir að verk- smiðjan þyrfti aðstoð ríkisins skömmu fyrir jól, en nærri 50 milljónir fengust óvænt stað- greiddar fyrir kísiljárn í Bandaríkjunum og voru nýttar í afborgun láns. Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar segir að við- ræður um orkukjör hafi að undan- förnu haldið áfram við Landsvirkj- un. Hann geri ráð fyrir að ein- hveijar vikur taki að fá botn í þær. Jafnframt sé ljóst að fram- leiðsluáætlun fyrir næsta ár verði ekki gerð endanlega fyrr en eftir að norska fyrirtækið Elkem lýkur sinni í janúar. Enn séu því nokkr- ar vikur í ákvörðun eigenda (ríkis- ins, Elkem og Sumitomo) varð- andi aukningu hlutafjár til að halda megi verksmiðjunni gang- andi. Erlendu eigendurnir leggi mikið upp úr hagstæðum samn- ingum við Landsvirkjun. Þannig bendir allt til að niður- staða verði ekki fengin nú í jan- úar, næst þegar verksmiðjan þarf að standa skil á hárri upphæð. Jón segir að rætt hafi verið um þörf fyrir 150 milljóna króna aðstoð frá ríkinu síðari hluta 1992 og tvisvar fengist 50 milljónir. Síð- asti hluti upphæðarinnar færist fram í ársbyrjun 1993 þar sem hlaupið hafi á snærið fyrir jólin. Ljóðlist- arhátíð í Þjoðleik- húskjall- ara í vetur ÞRIÐJA ljóðakvöld Ljóðleik- hússins verður í Þjóðleikhú- skjallaranum mánudaginn 4. janúar kl. 20.30. Ljóðleikhúsið hóf starfsemi sína í haust og hefur þegar staðið fyrir tveim- ur ljóðakvöldum. Ljóðleikhúsið starfar áfram af fullum krafti á nýju ári, en fyrsta mánudag hvers mánaðar stendur það fyr- ir Ijóðakvöldum í Þjóðleikhú- skjallaranum. Heiðursgestur á ljóðakvöldi 4. janúar verður Geirlaugur Magnús- son, skáld á Sauðárkróki. Og mun hann lesa úr væntanlegri bók sinni. Guðmundur Andri Thorsson fjallar um skáldskap Geirlaugs. Guðmundur Magnússon leikari les úr óbirtum ljóðaþýðingum Geir- laugs úr pólsku. Einnig koma fram og lesa úr verkum sínum þau Árni Ibsen, Hallfríður Ingimundardóttir, ísak Harðarson og Linda Vilhjálms- dóttir. Þá lesa leikararnir Ragn- heiður Steindórsdóttir, Ingvar Sig- urðsson og Sigurður Skúlason úr ljóðum og örleikritum eftir Kjartan Árnason. Ljóðabókamarkaður verður á staðnum sem fyrr og veitingar. Aðgangseyrir er 250 krónur. Stórkostleg nýjung í tslensku stórhappdrætti Hæsti vinningurinn í hverjum mánuði leggst við hæsta vinninginn í næsta mánuði efhann gengur ekki út og þannig hleðst spennan upp koll afkolli þar til sá heppni hreppir þann stóra margfaldan ...þú? Tryggðu þér möguleika Hundruð milljóna dreifast á miðaeigenda ■ .I I 'Vl/ver/i If 1 Í /1 ,1'ri /H..l « t-^i ..í. ...... rr.* / t /. .. .. . i.i. f.. - f i _ \ A ’ T mo i fj Lægsta miðaverð í stórhappdrætti (óbreyttfrá tfyrra) aðcins kr. 500.- Upplýsingar um næsta umboðsmann i síma 91-23130 ... fyrir lifið sjálft

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.