Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1993
Liðsinnið fátækum
ef þér óskið friðar
Boðskapur hans heilagleika
Jóhannesar Páls II páfa á
heimsfriðardaginn, 1. janúar
1993. Útdráttur gerður af
Torfa Ólafssyni.
Almennt er viðurkennt að friður
sé meðal æðstu gæða mannkynsins.
Þótt þeirri ógn sem stafaði af mögu-
legum árekstri milli hugmynda-
fræðilegra bandalaga sé nú létt af,
geisa átök víða um heim. Áberandi
eru átökin í Bosníu-Herzegóvínu
sem krefjast daglegra fórna. Ekkert
virðist geta stöðvað ofbeldið þar,
hvorki mannúðarviðleitni alþjóðlegra
samtaka né hrópin um frið frá blóði
drifnum vígvöllunum.
Önnur og alvarleg ógnun við frið-
inn blasir við, en það er hin algera
örbirgð sem menn og jafnvel heilar
þjóðir búa nú við. Bilið milli ríkra
og fátækra hefur breikkað, jafnvel
meðal þróaðra þjóða. Samviska
mannkynsins getur ekki látið sem
þessi vandi sé ekki til því hann er
móðgun við mannlega reisn og ógn-
un við heiminn allan.
Þetta ástand er tilfinnanlegt í
mörgum löndum heims. Félagslegur
og efnahagslegur vandi blasir við
góðviljuðu fólki. Skortur og órétt-
læti, stundum löghelgað, innanrík-
isátök og kúgunarstjórnir skírskota
til samvisku manna um heim allan.
í október sl. var haldin ráðstefna
biskupa í rómönsku Ameríku í Santo
Domingo þar sem ástandið í þeirri
heimsálfu var 'rætt og skorað var á
kristna menn að efna til nýrrar boð-
unar fagnaðarerindisins. Trúaðir
menn og unnendur réttlætis voru
hvattir til að starfa í þágu mann-
anna og gleyma engum innstu þörf-
um þeirra. Biskuparnir ræddu hvern-
ig sameina mætti krafta allra til
varnar mannlegri reisn, réttlátrar
miðlunar lífsnauðsynja og framfara
í þjóðfélögunum svo að allir verði
velkomnir þar og eískaðir. Öllum er
ljóst að þetta eru óhjákvæmileg skil-
yrði þess að hægt sé að koma á
sönnum friði.
Friður er meira en það að ekki
geisi styrjöld. Hann krefst þess að
reisnar og réttar allra sé gætt. Arðr-
án þeirra sem minna mega sín og
tilvera fátæktar og félagslegs rang-
lætis stendur í vegi fyrir raunveru-
legum friði.
Fátækt og friður. Nú við upphaf
hins nýja árs langar mig til að biðja
ykkur að hugleiða hversu margir
snertipunktar eru milli þessara raun-
veruleika.
Ég vil beina athygli ykkar að því
sérstaklega hvílík ógnun fátæktin
er við friðinn, einkum þar sem um
örbirgð er að ræða. Milljónir karla,
kvenna og barna þjást á hveijum
degi af hungri og öryggisleysi og
það er ósamboðið mannlegri reisn
og veldur félagslegum óstöðugleika.
Nú á tímum geisa átök milli þjóða
og innanlandsárekstrar og af því
leiðir fátækt og örbirgð. Víða um
heim er blóði úthellt af þjóðernis-
ástæðum og um það finnst mér skylt
að endurtaka það sem ég sagði í
heimsfriðarávarpi mínu 1981, sem
fjallaði um efnið „Virðið frelsi í þjón-
ustu friðar". Þá lagði ég áherslu á
að virðing fyrir frelsi og réttindum
manna væri óhjákvæmilegt skilyrði
þess að sönnum friði yrði náð. Það
er enn í fullu gildi. í hverri einustu
heimsálfu hefur fólk liðið vegna við-
leitni annarra þjóða til að takmarka
sjálfstjórn þess.
Og enn sagði ég að erfitt yrði að
skapa skilyrði til friðar ef menn yrðu
ekki sammála um að virða frelsi allra
manna og þjóða. Til þess verða allar
þjóðir og stjórnir þeirra að falla frá
kröfum og skaðvænlegum áformum
á hendur öðrum þjóðum. Það felur
í sér að hafna öllum kenningum um
þjóðernislega eða menningarlega
yfirburði.
Afleiðing þess væri höfnun allra
freistinga til þess að ná efnahagsleg-
um yfirráðum með öðrum þjóðum
en í staðinn kæmi samstaða með
Vinningar í Jólahoppdrætti Landsbjargar 1992
Bifreiðar Toyota Coroila 3dyra XLI verðmæti kr. 1.049.000
Dregið var 24. des
1992.
Upplýsingar um
vinninga ístna
683900
Vinninga ber að vitja
innan eins árs.
LANDSBJORG
LMndtimmkand kjirfunmrrneitm
1291 12660 39424 55987 99231
5021 31543 52222 66932 113342
Skíðaferðir til Austurríkis fyrir tvo. Verðmæti kr. 150.000
9117 37875 42930 68742 111572
22567 39565 45689 68948 113620
26786 39583 53900 81149 114992
30952 41843 64504 102001 118826
Sjónvarpstæki 28" Verðmæti kr. 90.000
28 44366 55279 76264 105771
1942 44370 57329 79458 106440
8002 44603 57452 86235 106971
30152 46831 58632 87238 108612
30614 46904 62306 88954 109263
38369 48653 67630 90971 113071
38426 51662 67787 101696 117091
43098 52619 72553 104953 117344
Matarkörfur í Hagkaup. Verömæti kr. 10.000
449 8707 20493 35084 51696 63565 72262 88524 102527 109565
1108 9090 24470 35428 53610 64062 74443 90788 103045 110130
1664 11327 25663 38093 53621 65032 75134 95698 104769 112054
2455 11371 26155 42184 55372 67741 76541 95841 105164 113121
2688 13325 27181 44073 56152 67916 79708 96973 106064 113782
3421 16575 27527 46429 56455 68089 80061 98595 108576 114106
3921 16677 32447 47466 56697 69339 80688 100054 108645 115700
4302 19249 33334 48244 58844 71645 83820 100101 108705 117010
4841 19749 33893 49270 61738 71670 83912 101432 108743 118160
6432 19761 34057 50333 62502 72221 88037 102245 109261 118270
JAZZ * MODERN • JAZZ
Innritun hafin á öll
námskeiö fyrir
hyrjendur og
framhaldshópa.
Modern og jazz.
Námskeiðin hefjast
11. janúar. Innritun
hefst 4. jan.
Upplýsingar og
innritun í símum
687701 og 687801
DANSS TÚDÍÓ
SÓLEYJAB^_
- /ráíu jfr-OMÁMta/ Kennarar: Ástrós Gunnarsdóttir Bryndís Einarsdóttir Jón Egill Bragason
öllum og þó sérstaklega hinum fá-
tækustu.
Gífurlegur fjöldi manna lifir við
algera örbirgð, t.d. í Afríku, Asíu
og rómönsku Ameríku. Margir draga
aðeins fram lífið, meðal þeirra fjöldi
barna sem verða að sjá um sig sjálf.
Slíkt ástand er ekki aðeins brot gegn
mannlegri reisn heldur augljós ógn-
un við friðinn. Ríki er ávallt í hættu
statt ef það hirðir ekki um að upp-
fylla að minnsta kosti frumþarfir
þeirra sem minna mega sín.
Það er skylda hinna þróuðu landa
að styðja þau fátækari til þróunar.
Annað Vatíkanþingið lýsti því yfir
að allir ættu heimtingu á sínum hluta
af gæðum jarðarinnar og aðrir væru
skyldugir til að hjálpa hinum fátæku
og veita þeim ekki aðeins af af-
göngum sínum. Áminning kirkjunn-
ar er ótvíræð og endurómar rödd
Krists: Gæði jarðarinnar eru ætluð
öllum en eiga ekki að vera fáum
mönnum til einkahagnaðar.
Þess vegna er nauðsynlegt að
gera þær leiðréttingar á efnahags-
kerfunum að gæðum jarðar verði
miðlað af meira réttlæti, í þágu ein-
staklinganna og um leið friðarins.
Viðskiptareglur nægja ekki til þess
heldur verður þjóðfélagið að taka á
sig sína ábyrgð með því að útrýma
orsökum fátæktar. Það getur engin
þjóð út af fyrir sig og því er nauðsyn-
legt að þjóðirnar standi saman að
því.
Allir eiga heimtingu á því að geta
séð fyrir sjálfum sér og fjölskyldu
sinni. Sé þess ekki gætt kann mönn-
um að finnast að þeir séu fórnarjömb
kerfis sem hafni þeim og þeir bregð-
ast þá hart við. Þetta á sérstaklega
við um ungt fólk sem á ekki kost á