Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 25
25
menntun eða atvinnu og á því mesta
hættu á útilokun og arðráni. Öllum
er kunnugt um atvinnuleysið um
víða veröld, sérstaklega meðal ungs
fólks, sem leiðir til síaukinnar fá-
tæktar. Oft er það afleiðing tor-
tímingar þeirrar sem leiðir af vopn-
uðum átökum.
Ég drep hér á fáein atriði sem
þjaka hina fátæku og skapa því
hættu á stríði.
Fyrst skal telja skuldir við útlönd
sem sumar þjóðir rísa ekki undir
þótt alþjóðlegar stofnanir reyni að
létta þær byrðar. Þær leggjast oft
þyngst á hina fátækustu og ástand-
ið veldur reiði og jafnvel örvænt-
ingu, svo og vandkvæðum milli ríkja.
Ef til vill er kominn tími til að endur-
skoða allt það mál og láta það hafa
þann forgang sem það ætti að hafa.
Endurgreiðslukjör þarf að meta á
ný og finna leiðir til þess að byrðar
fólksins verði ekki of þungar. Þá
þarf að leggja fast að lántökuþjóðum
að nota aðstoðarfé til að bæta kjör
hinna fátæku en ekki til vopnavæð-
ingar.
Annað alvarlegt mál eru fíkniefn-
in. Allir vita um tengsl þeirra við
ofbeldi og glæpi og eins vita menn
að það eru fátæklingar sem rækta
jurtirnar sem notaðar eru til efna-
framleiðslunnar. Þeim er heitið
miklu meiri hagnaði af ræktun
þeirra en ræktun nytjajurta þótt
þeir fái ekki nema brot af hagnaðin-
um. Þessu fólki verður best hjálpað
með því að bjóða því lífskjör sem
hefji það upp úr örbirgðinni.
Enn eitt vandamál stafar af efna-
hagsástandi sumra þjóða. Þaðan
flytur fólk í hópum til efnaðri landa
og veldur það spennu innan þeirra.
Neyðarráðstafanir nægja ekki til að
ráða bót á þeim vanda heldur þarf
að efla alþjóðlega samstöðu til að
bæta ástandið í löndunum sem
flóttafólkið kemur frá.
Að undanfömu hafa styijaldir og
innanlandsátök geisað í næstum því
hverri heimsálfu. Þar sem áður var
lifað í friði hefur þjóðernislegt of-
beldi skilið eftir sig blóðferii, angist
og hatur og ofbeldi leiðir jafnan til
meira ofbeldis. Styijöld leysir engin
vandamál en stefnir öllu í hættu.
Styijöld eykur á hörmungar hinna
fátæku því að eyðilegging heimila
og eigna tætir í sundur samfélagið.
Vonir hinna ungu bresta, konur,
börn og aldraðir flýja eignalausir og
leita hælis í löndum sem engin tök
hafa á að taka við þeim.
Þótt alþjóðlegar mannúðarstofn-
anir geri mikið til að draga úr afleið-
ingum ofbeldis lít ég á það sem
skyldu mína að hvetja alla sem hafa
góðan vilja til að herða á viðleitni
sinni. Sums staðar er ástandið í lönd-
unum sem flóttamenn leita til slíkt
að engin lausn verður fundin nema
fyrir alþjóðlega samstöðu til hjálpar.
Við verðum að viðurkenna að stríð
verður aldrei til gagns fyrir samfélag
manna, ofbeldi brýtur niður, sárin
sem það veldur gróa seint og fátækt-
in eykst. Megi hinar hörmulegu
myndir fjölmiðlanna vara okkur við
og minna okkur á að peninga á ekki
að nota til styijalda, ekki til að eyði-
leggja og deyða, heldur til að vernda
reisn mannsins og bæta líf hans.
í iðnaðarlöndunum ræður æðis-
gengið kapphlaup um efnisleg gæði.
Neysluþjóðfélagið leiðir í ljós hyldýp-
ið milli ríkra og fátækra og stjórn-
laus sókn í lífsþægindi blindar menn
fyrir þörfum annarra. Ef menn vilja
efla alhliða velferð þjóðfélagsþegn-
anna er nauðsynlegt að draga úr
hömlulausri neyslu jarðneskra gæða.
Hófsemi og einfaldleiki ætti að ræ-
aða í daglegu lífi okkar. Magn þess
vamings sem lítið brot jarðarbrúa
notar krefst meiri afraksturs auð-
linda en hægt er að hafa af þeim.
Minni kröfur á þessu sviði eru fyrsta
skrefið til að draga úr fátæktinni,
ef tryggð er sanngjöm miðlun ver-
aldargæðanna.
í guðspjallinu emm við hvött til
að safna ekki fjársjóðum á jörðu,
heldur á himnum. Þetta er skylda
kristinna manna, ekki síður en skyld-
an til að vinna til að sigrast á fátækt.
Kristileg fátækt er ekki hið sama
og þjóðhagsleg fátækt. Við hina síð-
arnefndu er erfitt að sætta sig því
hún er lögð á fólk en hin kristilega
er valin af frjálsum vilja þess manns
sem vill fara eftir þeim orðum Krists
að sá sem ekki vilji afsala sér öllu
geti ekki verið lærisveinn hans.
Kristilega fátæktin er'uppsprettu-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
lind friðar því fyrir hana kemst á
rétt samband milli Guðs, manna og
sköpunarverksins. Maður sem kýs
sér slíka fátækt vitnar um að hann
sé algerlega háður Guði og að efnis-
leg gæði séu gjafir Guðs, ætlaðar
öllum.
Sá sem kýs sér kristilega fátækt
getur ekki verið hlutlaus gagnvart
þjáningum hinna snauðu heldur
sameinast Guði í því að láta þá
ganga fyrir. Hann er fús til að fórna
lífsgæðum sínum, öðrum til lífs, og
lifa í friði við alla menn.
Drottinn kenndi okkur með lífi
sínu og orðum að af þessari fátækt
leiði hið sanna frelsi, enda niður-
lægði hann sig og tók á sig þjóns-
mynd. Hann fæddist í fátækt, varð
að flýja grimmd Heródesar og átti
hvergi höfði sínu að halla. Honum
var hallmælt sem átvagli og vín-
svelg, vini tollheimtumanna og synd-
ara, og hann hlaut þann dauða sem
glæpamönnum var ætlaður. Hann
sagði hina fátæku sæla og fullviss-
aði þá um að þeir ættu í vændum
konungsríki himnanna. Hann minnti
hina ríku á að auður stæði í vegi
fyrir orði Guðs og hinum ríku yrði
erfitt að komast inn í Guðsríki.
Fordæmi Krists og orð eru okkur
fyrirmynd. Við vitum að á efsta
degi verðum við öll dæmd eftir því
hversu mikinn kærleika við höfum-
sýnt bræðrum okkar og systrum,
því í þeim höfum við mætt Kristi
þótt við þekktum hann ekki þá.
„Liðsinnið fátækum ef þér óskið
friðar.“ Megi ríkir og fátækir skilja
að þeir eru bræður og systur og
skipta með sér lífsgæðum sínum eins
og börn hins eina Guðs sem elskar
alla, vill öllum vel og býður öllum
gjöf. friðarins.
Vatíkaninu,
8. desember 1992.
Jóhannes Páll II páfi (sign).
rfiridsskóinn
Ný námskeió
hefjast 18. og 19. janúar
I Bridsskólanum er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og eins
fyrir þá, sem lengra eru komnir en vilja bæta sig á hinum ýmsu
sviðum spilsins.
Hvort námskeið um sig stendur yfir í 10 vikur, eitt kvöld i viku.
Byrjendanámskeiðin eru á þriðjudagskvöldum milli kl. 20 og 23
en framhaldsnámskeiðin á mánudagskvöldum frá kl. 20-23.30.
Kennt er ífundarsal starfmannafélagsins Sóknar, Skipholti 50A.
Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann
og eru venjulega 25-30 manns í hvorum hópi.
Kennslan er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æfingaspilum
og frjálsri spilamennsku undir leiðsögn.
Kennslugögn fylgja báðum námskeiðum.
Kennari er Guðmundur Páll Arnarsson.
Frekari upplýsingar og innritun í síma 812607 milli kl. 14 og 18 daglega.
Leikfimi
Nú er að hefjast hin vinsæla þrek-
og teygjuleikfimi í Breiðagerðisskóla.
Mætum hress á nýju ári
Upplýsingar í síma 642501 eftir kl. 19.00.
Rósa Ólafsdóttir íþróttakennari.
Gódan daginn!
* ÚTSALAN'
hefst mánudaginn
4. janúar.
Theódóra,
Laugavegi 45.
■r*
Kynningartilbob
til Kanarí 28. ianúar
• vn’h-jri&st cmáhvci
mJP ■ mjp I w I ■ Jll 11C11 1 W 31
Duna Golf — Duna Beach á Kanaríeyjum
Með einstökum samningum geta
Heimsferðir nú boðið 3ja vikna ferð með
dvöl í þessum glæsilegu nýju smáhýsum á
hreint ótrúlegu verði. Kynningartilboðið
okkar 7. janúar seldist strax upp. Gríptu
tækifærið og bókaðu strax.
39.900, -
pr. mann m.v. 4 í húsi.
49.900, -
pr. mann m.v. 2 í húsi. r
Innifalið í verbi er flug, gisting í 3 vikur, ferbir til
og frá flugvelli á Kanarí og ísiensk fararstjórn.
Brasilia 28. jan. — 10 vibbótarsæti
Þessi glæsilega ferð seldist upp á einum degi.
Við höfum tryggt okkur 10 viðbótarsæti. Verb kr. 98.700,-
air europa
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæö • Sími 624600
TURAVIA