Morgunblaðið - 03.01.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Samstaða í mótbyr
4nýbyrjuðu ári, 1993, verða 75
ár liðin frá einum stærsta sigri
fstæðisbaráttu þjóðarinnar, er
ísland varð frjálst og fullvalda ríki.
Fullveldið, sem vannst árið 1918,
ruddi brautina að fullu sjálfstæði
íslendinga og endurheimt lýðveldis
hér á landi árið 1944. Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
minnti á þennan mikilvæga fullveld-
issigur í nýársávarpi sínu, og sagði
m.a.:
„Fullveldið er í því fólgið að við
stöndum vörð um íslenzka menn-
ingu á hveiju sem dynur, að við
eigum okkur raust í heiminum, að
við höldum fullri reisn og látum aldr-
ei efnahagslegar aðstæður draga
úr okkur lífsþrótt og baráttuvilja.
Við megum ekki snúast hvert gegn
öðru í leit að sökudólgum: Við meg-
um ekki glata umburðarlyndi og
virðingu því aldrei skiptir það jafn
miklum sköpum að við sýnum sam-
stöðu og þegar á móti blæs.
Fullveldishugsjónin er fjöregg
okkar. Hún á að efla með okkur
þjóðlega eindrægni. Hún má ekki
víkja fyrir mótbyr í stundarvanda
heldur ber okkur að sækja til henn-
ar styrk og hvatningu. Við þurfum
að sýna djörfung, dug og fyrir-
hyggju."
Það er hollt að hafa þessi hvatn-
ingarorð í huga og farteski inn í
nýtt ár, þar sem mótvindar blása í
atvinnu- og efnahagslífi, bæði stað-
bundnir og utanaðkomandi. Vand-
inn, sem við blasir, þarf að efla með
okkur þjóðlegt samlyndi, djörfung
og dug, framsýni og fyrirhyggju,
„því aldrei skiptir það jafn miklum
sköpum að sýna samstöðu og þegar
á móti blæs“.
Verðbólgan lék íslenzkt atvinnu-
líf, íslenzkan þjóðarbúskap og kaup-
mátt almennings grátt í nær tvo
áratugi, 1971-1990. Seint og um
síðir tókst þjóðarsátt um að hemja
verðbólguna, stöðva víxlhækkanir
verðlags og launa, og skapa nauð-
synlegan stöðugleika í efnahagslífi
og verðlagi. Sá árangur, sem náðist
með þjóðarsáttinni, staðfestir mátt
samstöðunnar í þjóðfélaginu og mik-
ilvægi þegar á móti blæs. Síðustu
tvö árin hefur verðbólga verið minni
hér á landi en í helztu samkeppnis-
löndum okkar.
Þessa samstöðu og þennan
árangur verður að varðveita, þar
eð hann varðar veg okkar upp úr
öldudal atvinnuleysis og efnahags-
þrenginga. Í því sambandi skal
minnt á það mat Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra í nýársávarpi til
þjóðarinnar, að við getum unnið bug
á atvinnuleysinu og samdrættinum
í þjóðarbúskapnum, án þess að verð-
bólgan fari úr böndum, ef okkur
tekst að halda friðinn á vinnumark-
aðinum og í samfélaginu.
Forsætisráðherra komst svo að
orði í áramótagrein hér í blaðinu:
„Rétt er að draga athyglina að
tvennu. Annars vegar búum við nú
við stöðugleika í verðlagsmálum,
sem við höfum ekki gert í marga
áratugi. Hins vegar er samningur-
inn um Evrópskt efnahagssvæði.
Samfara samningnum bjóðast mörg
tækifæri til sóknar í íslenzku at-
vinnulífi. Það skiptir auðvitað mestu
að atvinnulífið sjálft nýti sér þessi
tækifæri til fulls, bæði þau sem
EES-samningurinn felur í sér og'
eins stöðugleikinn í verðlagsmálum.
Því verður þannig ekki haldið fram,
að aðstæður séu um þessar mundir
óvenju snauðar af sóknartækifærum
fyrir íslenzkt atvinnulíf. Öðru nær.
Betri möguleikar eru nú en oft áður
til að sækja fram.“
Það verða gerðar meiri kröfur til
íslenzks atvinnulífs á næstu árum
en nokkru sinni fyrr. Samhliða bjóð-
ast nýir möguleikar, m.a. með Evr-
ópska efnahagssvæðinu. En til þess
að mæta auknum kröfum og nýjum
möguleikum þann veg að farsæld
fylgi fyrir landsmenn alla verðum
við að varðveita þjóðarsátt um stöð-
ugleikann í efnahagslífi og verðlagi
í landinu. Við megum ekki snúast
hvert gegn öffru, þegar heildarhags-
munir krefjast samstöðu, þjóðar-
sáttar. Sameinuð sigrum við en
sundruð getum við fallið í þeirri
baráttu fyrir efnahagslegu fullveldi
þjóðarinnar og almannahag sem
framundan er á næstu misserum
og árum.
DR. ASGEIR ELL-
ertsson, heila- og
taugasérfræðingur,
flutti merkilegt erindi
í kirkjunni minni á
sínum tíma. Hann tal-
aði um trú sína og lífs-
viðhorf og er sá fyrsti og eini sem
hefur talað í mín eyru um það hve
erfitt er að ákveða hvenær frumur
og fóstur verða að manneskju, en
það stjómaðist auðvitað af því hve-
nær heilastarfsemi þess breytir
vefjum í fólk. En það var ekki þetta
né annað í trú dr. Ásgeirs sem hér
á heima í umræðu um athafna-
skáld, heldur sá upplýsandi þáttur
í erindi hans sem snertir atvinnu-
rekstur. Japanskur starfsbróðir
hans spurði um trú hans. Dr. Ás-
geir sagði honum frá grundvallar-
reglu kristinsdómsins um kærleik-
ann. Og hann næði ekki einungis
til nánustu ástvina heldur ætti
kristið fólk að elska náunga sinn
einsog sjálfan sig. Þá sagði Japan-
inn hann væri búddatrúar og sam-
kvæmt sinni trú væri grundvöllur-
inn sá að sýna fjölskyldunni hlýðni,
það væri fyrsta boðorðið og minnir
á afstöðu forfeðra okkar, en síðan
yfirfærist þessi hlýðni yfrá vinnu-
staðina. Þessi trúarheimspekilega
afstaða væri lykillinn að velgengni
japanskra fyrirtækja.
Ég hef ekki séð þessu haldið fram
annars staðar, en það er athyglis-
vert án þess ég sé þarmeð að boða
einhvem senbúddisma fyrir at-
vinnurekendur! Kærleiksboðskapur
Krists er einstæður og mikilvæg-
asta gjöf sem manninum hefur
hlotnazt. Hún ætti einnig að geta
nýtzt atvinnurekstri með einhveij-
um hætti.
4ÞAÐ ER EINATT lengri leið
• frá orðum til athafna en menn
hyggja í fljótu bragði. Það hefur
því verið fagnaðarefni, þegar at-
hafnamönnum hefur tekizt að
stytta þessa leið, ég tala nú ekki
um, þegar þeim hefur lánazt að
fara hagkvæmustu leiðina frá orð-
um til athafna og rétta hlut lág-
HELGI
spjall
launafólks í landinu
með því. Það liggur í
eðli mikilla fram-
kvæmdamanna að
fínna þessa hag-
kvæmustu leið, og af
kynnum mínum við
þá er ég þess fullviss, að það er
rétt, sem Ragnar í Smára hefur
sagt, að sköpunarþráin er sú orku-
lind, sem úrslitum ræður. En þegar
ég lít yfír samtöl mín við merka
athafnamenn, sé ég, að það er
ýmislegt annað, sem þeir eiga sam-
eiginlegt og er raunar harla mikil-
vægt á þessum rótlausu upplausn-
artímum að reyna að gera sér ein-
hverja grein fyrir því. Þeir hafa
ekkisízt haft eðlisgróna löngun til
að láta gott af sér leiða og auka
velmegun í umhverfi sínu. Jafn-
framt því sem athafnaskáldin hafa
sjálf efnazt hafa þau viljað auka
tekjur annarra og tryggja atvinnu
I samfélagi sínu. Þau spurðu ekki
hvort hægt væri að krefjast þess
að þau tryggðu atvinnuöryggi heils
bæjarfélags árum saman, heldur
var þessi krafa partur af lífsvið-
horfí þeirra, sköpunarþrá og at-
hafnavilja; þau vildu sjá um þetta
öryggi. Haraldur Böðvarsson, einn
sanntrúaðasti maður sem ég hef
kynnzt, taldi það sjálfsagða skyldu
sína að sjá starfsmönnum sínum
farborða með einum eða öðrum
hætti og vinna með þeim að upp-
byggingu á Akranesi. Stórhugur
hans og viljafesta voru lífsakkeri
allra þeirra sem störfuðu við fyrir-
tæki hans. Þannig vildi hann veija
lífí sínu; með því að uppfylla at-
hafnaþörf sína og auka öðrum ör-
yggi í lífsbaráttunni. En hann þurfti
einatt að vera fastur fyrir til að
tryggja fyrirtækinu þá arðsemi sem
fleytti því áfram. En hann hljóp
ekki frá fólkinu á Akranesi til að
tryggja eigin hag — og helzt ekk-
ert annað. Nei, hann byggði upp
og bætti samfélag sitt. Það var
ástríða hans. 0g í því fólst draum-
sjón athafnaskáldsins, sem var
sprottið úr þjóðfélagi fátækar og
bjargarleysis. Fátæktin var mín
fýlgju-kona, voru einkunnarorð
þessa þjóðfélags.
En menn einsog Haraldur og
Ingvar Vilhjálmsson, athafnaskáld-
ið mikla sem nú er nýlátinn, sögðu
fátæktinni stríð á hendur. í afmæl-
issamtali okkar 26. október 1969
sagði Ingvar m.a.: „Ég fór fyrst til
sjós á vertíðina 1917. Ég reri frá
Þorlákshöfn upp á hálfan hlut hjá
Magnúsi Jónssyni, formanni frá
Hrauni í Ölfusi. Skipið hét Björg.
Þá var venja að ungir piltar færu
til sjávar, og mig langaði á sjóinn.
í vertíðarlok tilkynnti Magnús mér,
að skipshöfnin hefði komið sér sam-
an um að ég skyldi fá heilan hlut.
Tel ég þessa ákvörðun fímmtán
vaskra félaga minna á sjónum einn
mesta heiður, sem mér hefur verið
sýndur um ævina.“
Og ennfremur: „Við bjuggum í
sjóbúðum,_sem gerðar voru úr torfi
og gijóti. í þeim voru hlaðnir bálk-
ar og §öl fyrir framan og sváfum
við í þeim tveir saman. Við lags-
menn lágum í bálkunum andfætis,
eins og kallað var. Hafði hvor sína
skrínu fyrir ofan sig, með kæfu,
smjöri og hangikjöti sem við komum
með að heiman, en brauð keyptum
við í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.
Þar var gamla Lefolii-verslun. Við
hituðum kaffið til skiptist og lögð-
um það til í sameiningu. Það var
einnig keypt á Eyrarbakka.
Ekki fannst mér vistin köld í
þessum sjóbúðum, þó að þær mundu
ekki þykja hlýlegar vistarverur nú
á dögum.“
Og loks: „Togaramir voru þá
mikið ævintýri. Alveg eins og það
þótti mikið ævintýri fýrir sveita-
strák að koma fyrst til Eyrarbakka
og drekka saftblöndu og borða
súkkulaði fyrir aura, sem höfðu
fengizt fyrir að tína hagalagða og
leggja þá inn í Lefolii-verzlun. Á
þann hátt hafði ég eignazt tvær eða
þijár krónur, sem ég gat tekið út á
i verzluninni.
Það voru stórkostlegir dagar, og
Eyrarbakki var stórborg í mínum
augum." M.
(meira næsta sunnudag)
REYKJAVIKURBRÉF
FYRSTI JANÚAR 1993
hefur verið töfradagsetn-
ing í hugum margra Evr-
ópubúa. Árið 1985 settu
aðildarríki Evrópubanda-
lagsins sér það markmið
að ljúka undirbúningi
innri markaðar EB fyrir
þennan dag. Það ótrúlega hefur gerzt -
það tókst. Hvorki órói í gengismálum inn-
an Evrópubandalagsins né hrakfarir Maas-
tricht-sáttmálans, sem hvort tveggja kom
upp á lokasprettinum í markið, hindruðu
að markmiðið næðist. Það má eiginlega
kallast kraftaverki líkast að ríkin tólf skuli
hafa komið sér saman um 95% af þeirri
löggjöf, sem árið 1985 var talin nauðsyn-
leg til að tryggja fijálst flæði vöru, þjón-
ustu, fólks og fjármagns um Evrópu. Líf
Evrópubandalagsþegna breyttist ekki í
einni svipan þegar klukkan sló tólf á mið-
nætti og nýja árið gekk í garð, því að innri
markaðnum hefur verið komið á smátt og
smátt og enn eru ýmsar undanþágur frá
reglum hans í gildi. En margir sjá ástæðu
til að fagna þeim árangri, sem náðst hef-
ur, og sumir myndu halda því fram að
slagorð á borð við „Evrópa án landamæra“
og „sameinuð Evrópa“ væru nú ekki leng-
ur heróp, heldur veruleiki.
Vissulega er innri markaðurinn mikið
afrek. Þjóðir, sem áður bárust á bana-
spjót, hafa nú að mestu leyti tekið niður
landamæragirðingarnar og búa við sömu
lög og reglur um margvísleg svið mannlífs-
ins. Innri markaðurinn er stærsta hindrun-
arlausa markaðssvæði heims, sem verður
enn stærra um leið og samningurinn um
Evrópskt efnahagssvæði gengur í gildi og
EFTÁ-ríkin (að Sviss undanskildu) fá einn-
ig fijálsan aðgang að markaðnum. Árang-
urinn er ekki sízt í því fólginn að tekizt
hefur að vinna bug á margvíslegri verndar-
stefnu, sem byggzt hefur á skammtíma-
hagsmunum einstakra ríkja og oft og tíð-
um þröngsýnni þjóðernishyggju, en skaðað
efnahagslífíð til lengri tíma litið. í Cecch-
ini-skýrslunni svokölluðu, þar sem áhrif
innri markaðarins eru metin, er spáð
a.m.k. 4,5% aukningu landsframleiðslu,
6,1% lækkun verðlags, 1,8 milljónum nýrra
starfa og 2,2% betri afkomu ríkissjóða
EB-ríkjanna. Efnahagslegur ávinningur
af innri markaðnum er því margvíslegur.
Sundurleit
mynd
ÞEGAR STALDR-
að er við um áramót
og litið yfir atburði
liðins árs í Evrópu,
hljóta menn hins
vegar að álykta sem svo, að séu slagorðin
um Evrópu, sameinaða og án landamæra,
orðin að raunveruleika, þá eigi hann a.m.k.
aðeins við um Vestur-Évrópu. Þegar horft
er á Evrópu sem heild, blasir við sundur-
leit mynd. Margt hefur breytzt síðan leið-
togar Evrópubandalagsins settu kúrsinn á
1. janúar 1993. Árið 1985 voru löndin
austan Járntjaldsins í raun miklu ijarlæg-
ari Vestur-Évrópu í stjómmálalegu og
efnahagslegu tilliti en bandamenn Evr-
ópubúa vestanhafs. Aðeins var farið að
örla á stefnubreytingu í Sovétríkjunum
með valdatöku Gorbatsjovs, en enginn sá
fyrir hrun heimsveldis kommúnismaps.
Staða mála í álfunni var tiltölulega vel
skilgreind og flestir voru búnir að sætta
sig við að hún yrði tvískipt til frambúðar
og samskipti austurs og vesturs áfram
með þeim hætti, sem verið hafði frá lokum
seinni heimsstyijaldar.
Vestur-Evrópubúar hafa fagnað hruni
kommúnismans eins og aðrir, en kannski
hafa fáir áttað sig á þeim gífurlegu vanda-
málum, sem virðast ætla að sigla í kjölfar-
ið. Hnignun og fall stjómarinnar í Moskvu
leysti úr læðingi öfl, sem lengi höfðu blund-
að; þjóðernisdeilur, sem eiga rætur aftur
í aldir, hafa blossað upp víðs vegar um
Austur-Evrópu og falskt velferðarríki sós-
íalismans hefur hrunið eins og spilaborg.
Árið, sem nú hefur runnið sitt skeið á
enda, einkenndist af hrikalegum efnahags-
erfiðleikum í Austur-Evrópu og hræðileg-
ustu bræðravígum og ofbeldisverkum, sem
Evrópubúar hafa horft upp á síðan 1945.
Skuldbind-
ingar við
A-Evrópu
Á meðan sameiningaröfl voru að verki í
Vestur-Evrópu sundraðist Austur-Evrópa;
sama dag og innri markaðurinn gekk í
gildi, klofnaði Tékkóslóvakía í tvö ríki og
áfram var barizt í Bosníu, svó tvö dæmi
séu tekin.
TILVIST JÁRN-
tjaldsins og ógnar-
jafnvægi kalda
stríðsins voru að því
leyti þægileg fyrir
Vestur-Evrópubúa
að þeir gátu tiltölulega áhyggjulaust sinnt
eigin vandamálum og þurftu ekki að taka
ábyrgð á þróun mála austar. í álfunni. Nú
hefur þetta breytzt. Nýfijálsu ríkin knýja
á um aðstoð og samstarf við Vesturlönd
í efnahags-, öryggis- og stjórnmálum og
biðja um að vera tekin í samfélag fijálsra
lýðræðisþjóða. Mörgum þykir sem Vestur-
Évrópuríkin, og þá sérstaklega Evrópu-
bandalagið, hafí ekki brugðizt við þessum
nýju kringumstæðum sem skyldi, heldur
haldið áfram að eltast við skottið á sjálfum
sér. Hinn gamalreyndi þýzki stjórnmála-
maður, Egon Bahr, sem meðal annars var
náinn samstarfsmaður Willy Brandts
kanzlara við mótun „Ostpolitik" hans,
skrifar þannig í Berlingske Tidende 27.
desember að Vestur-Evrópubúar geti
hvorki varðveitt efnahagslega velsæld sína
né viðhaldið pólitískum stöðugleika, láti
þeir það viðgangast að austurhluti álfunn-
ar verði efnahagslegri og pólitískri ringul-
reið að bráð. Slíkt muni leiða af sér fá-
tækt, borgarastyijaldir og þjóðflutninga
og Austur-Evrópubúar muni láfa reyna á
það athafna- og ferðafrelsi, sem Vestur-
landabúar hafi innleitt; með öðrum orðum
að flóttamannastraumurinn til Vestur-
landa verði gífurlegur. „Þegar allt kemur
til alls, getum við ekki endurreist Berlín-
armúrinn og Járntjaldið og varið þau með
vopnavaldi," skrifar Bahr. „Það er tálsýn
að halda að Vesturlönd geti hugsað ein-
göngu um sjálf sig og gefið austurhluta
álfunnar örlögum sínum á vald. Þegar
Evrópubandalagið var stofnað, lofuðu
menn löndunum handan við Járntjaldið,
sem Moskvustjórnin hindraði í að taka
þátt í bandalaginu, að þau myndu eiga
frátekið pláss, þegar þau fengju sjálfs-
ákvörðunarrétt sinn að nýju. Nú geta þau
og vilja taka þátt. Vestur-Evrópumenn
ættu að fagna og taka á móti Austur-Evr-
ópu opnum örmum.“
Bahr segir að þróun Evrópubandalags-
ins hafi verið svo hröð, og gengið svo vel,
að pólitískur vilji til að ganga í bandalag-
ið hrökkvi ekki til; honum verði að fylgja
efnahagslegar forsendur til að fylgja regl-
um þess. Hann segir að hið sögulega verk-
efni EB-ríkjanna sé því að gera sem flest
Evrópuríki hæf til að ganga í bandalagið.
Vandamálin, sem séu komin upp vegna
Maastricht-sáttmálans, megi ekki verða
til að seinka áætlunum um stækkun banda-
lagsins. Bahr veltir því síðan fyrir sér
hvaða ríki séu líkleg til að uppfylla inntöku-
skilyrði Evrópubandalagsins í nánustu
framtíð. Hann kemst að þeirri niðurstöðu
að EFTA-ríkin eigi þess kost að vera kom-
in inn í bandalagið 1995. Næst komi Ung-
veijaland, Pólland, Tékkneska lýðveldið
og Slóvakía, þótt síðastnefnda landið muni
eiga í meiri erfiðleikum en hin með að
undirbúa sig fyrir aðild. Þessi ríki geti
hugsanlega hlotið inngöngn í kringum
árið 2000. Hins vegar telur hann ólíklegt
að Eystrasaltsríkin þijú geti bætzt í hóp-
inn svo fljótt, þrátt fyrir að þau muni senni-
lega taka skjótari efnahagslegúm framför-
um en Hvíta-Rússland, Ukraína, Rúmenía
og Búlgaría. Síðastnefndu löndin sjö þurfí
því einkum á viðskiptasamningum við
Evrópubandalagið að halda, sem henti
aðstæðum hvers og eins.
Hvað geta
Vesturlönd
gert?
Austur-Evrópu og búa nýfijálsu ríkin und-
ir þátttöku í vestrænu efnahagssamstarfí?
HVAÐ GETA
Vesturlönd gert til
þess að styðja við
bakið á þróun lýð-
ræðis og ftjáls
markaðshagkerfis í
Laugardagur 2. janúar
Það fyrsta ætti að vera að tryggja ríkjun-
um í Austur- og Mið-Evrópu sem rýmstan
markaðsaðgang í Vestur-Evrópu. Slíkt
getur að sjálfsögðu skapað vandamál. ís-
lendingar þekkja til dæmis vel af eigin
raun hvemig mikið framboð af áli frá
Austur-Evrópu hefur lækkað álverð og
valdið áliðnaði á Vesturlöndum erfíðleik-
um. Sama mætti segja um það, hvernig
skipasmíðaiðnaður Pólveija hefur dregið
til sín æ fleiri verkefni á kostnað skipa-
smiðja í Vestur-Evrópu. En þetta er aðeins
ein afleiðing fijáls heimsmarkaðar. Vilji
Vesturlönd styðja við bakið á efnahagslífí
fyrrverandi kommúnistaríkja stoða lítt
upphrópanir um undirboð og ósanngjarna
samkeppni. Vinnuafl er ódýrt í þessum
ríkjum og laun lág á meðan efnahagslífíð
er að ná sér á strik. Þeim er lífsnauðsyn
að eiga greiðan aðgang að mörkuðum fyr-
ir afurðir sínar. Markaðsaðgangur er líka
forsenda þess að það sé fýsilegur kostur
fyrir erlenda fjárfesta að taka þátt í at-
vinnurekstri í Austur-Evrópu.
Flestir sérfræðingar um efnahags- og
öryggismál eru sammála um að það yrði
til að ýta mjög undir jákvæða þróun, til
dæmis í Ungveijalandi, Tékkneska lýð-
veldinu og Póllandi, að Evrópubandalagið
gæfí þeim upp ákveðna dagsetningu, sama
hverSu fjarlæga í tíma, er þau yrðu tekin
inn í bandalagið að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þetta yrði þessum ríkjum sams
konar hvatning og dagsetningin 1. janúar
1993 var sumum EB-ríkjum til að koma
skikki á efnahagsmál sín. Ef hins vegar
stjómvöldum og athafnamönnum í þessum
löndum fínnst að ekki sé til neins að vinna
eða að þeim hafi mistekizt að gera sig
gildandi í samfélagi Vestur-Evrópuþjóða,
mun sú tilfínning breiðast út um alla
Austur-Evrópu og markaðsumbætur hvar-
vetna bíða hnekki, segir Lutz Hoffmann,
forstjóri Efnahagsrannsóknastofnunarinn-
ar í Berlín, í viðtali í áramótahefti tímarits-
ins Time. Hann lætur í ljós áhyggjur af
vemdarstefnutilhneigingum innan Evr-
ópubandalagsins, og í sama blaði segir Jan
Stankovsky, austurrískur starfsbróðir
Hoffmanns: „Stærsta vandamál Austur-
Evrópuríkjanna er ekki í Austur-Evrópu,
heldur í EB.“ Stankovsky telur að mark-
aðsaðgangur fyrir afurðir Austur-Evrópu-
ríkjanna hafí „úrslitaáhrif" á þróun efna-
hagsumbóta þeirra.
Raunhæfar vonir um EB-aðild gætu líka
orðið til að slaka á þjóðernisspennu í
Austur-Evrópu. Árangur EB-ríkjanna í
efnahagsmálum hefur meðal annars
byggzt á því að þau hafa kastað her-
skárri þjóðernishyggju fyrri tíma fyrir róða
og fylkt sér um önnur sameiningartákn
en þau, sem endilega tengjast þjóðríkjum.
Horst Teltschik, fyrrverandi ráðgjafi
Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, í
öryggis- og utanríkismálum, segir í fyrr-
nefndu hefti Time að endurvakning þjóð-
emishyggju í Austur-Evrópu hafí ekki
verið meðvituð stefna, heldur miklu frekar
birtingarmynd leitar Áustur-Evrópubúa að
menningarlegri sérstöðu og „tæki til að
losna frá Sovétríkjunum". Hann telur því
að Austur-Evrópuríkin vilji allra sízt sjá
að samrunaþróuninni í Vestur-Evrópu
verði snúið við og horfið á vit þjóðemis-
stefnu á nýjan leik.
Hlutverk
Sameinuðu
þjóðanna
HRUN KOMMÚN-
ismans hefur ekki
aðeins flækt þá
mynd, sem blasir
við í Evrópu, heldur
einnig heimsmynd-
ina í heild. Höfuðóvinur vestrænna ríkja,
Sovétríkin, er horfínn. í stað ógnaijafn-
vægis kjamorkuvopnanna hefur komið
staða, sem að ýmsu leyti er flóknari og
ófyrirsjáanlegri en sú gamla. Hættan á
gereyðingarstyijöld er að flestra mati liðin
hjá - en hin „nýja heimsmynd", sem mik-
ið hefur verið rætt og ritað um, er samt
lítt friðvænlegri en sú gamla. Sovétríkin
skildu eftir sig ákveðið tómarúm. Eins og
fyrr var vikið að, hafa grimmúðleg þjóðern-
isátök siglt í kjölfar hruns kommúnism-
ans. Jafnframt skiptist heimurinn ekki
lengur í tvennar herbúðir, þar sem stór-
veldin mörkuðu sér áhrifasvæði og höfðu
mikil áhrif á gerðir bandamanna sinna.
Sú skipan varð til þess, til dæmis í deilum
í Mið-Austurlöndum, að hafa nokkurn
hemil á svæðisbundnum deilum, vegna
þess að risaveldin óttuðust að eijur banda-
manna þeirra kynnu að stigmagnast upp
í kjamorkustyijöld. Á nýja árinu er hætt
við að enn fleiri svæðisbundnar deilur,
borgarastríð og þjóðernisátök, eigi eftir
að setja svip sinn á sögu líðandi stundar.
Hið alþjóðlega samfélag þarf ný tæki
til að bregðast við þessum kringumstæð-
um. Ýmsir möguleikar hafa opnazt í þeim
efnum, en jafnframt hafa ný vandamál
litið dagsins ljós. Haft hefur verið á orði
að með lokum kalda stríðsins séu Samein-
uðu þjóðimar loksins þess megnugar að
gegna upphaflegu hlutverki sínu og
tryggja frið í heiminum. Hmn Sovétríkj-
anna hefur gert það að verkum að neitun-
arvaldi er nú æ sjaldnar beitt í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna og samtökin eru
betur í stakk búin en áður til að fylgja
eftir ályktunum sínum. Þetta kom skýrt
fram í Persaflóastríðinu og þeim aðgerð-
um, sem SÞ hafa síðan gripið til gegn
írökum. Hernaðaraðgerðimar í Sómalíu
marka einnig tímamót í sögu samtakanna.
Áður hafa Sameinuðu þjóðimar einungis
aðhafzt hafí eitt ríki ógnað fullveldi ann-
ars, en nú er vopnavaldi beitt til að setja
niður innanríkisdeilur og þar með má í
raun segja að SÞ séu famar að ganga á
fullveldi ríkja í þágu mannúðar og heims-
friðar.
Það hefur sýnt sig að gömlu, „kurteis-
legu“ aðferðirnar, sem Sameinuðu þjóðim-
ar beittu um langt skeið, duga engan veg-
inn til að ná markmiðum samtakanna.
Friðargæzlusveitir þeirra em fámennar og
lítils megnugar og eilífar ályktanir og
hótanir um viðskiptaþvinganir hafa sömu-
leiðis gert takmarkað gagn. Æ oftar er
nú rætt um þörfína á alþjóðlegu herliði,
sem geti skorizt í leikinn í svæðisbundnum
deilum og hafí hernaðarmátt til að yfír-
buga stríðandi fylkingar. Þessari hugmynd
fylgja hins vegar margvísleg vandkvæði.
Áð halda úti slíku liði er í fyrsta lagi afar
dýrt. í öðru lagi hafa fá ríki hersveitum
á að skipa, sem hægt er að skipuleggja á
skjótan og skilvirkan hátt til þess að grípa
til aðgerða hvar sem er í heiminum. Hætt
er við að Bretar, Frakkar og Bandaríkja-
menn yrðu ráðandi í slíku herliði. Slíkt
munu mörg ríki, einkum í þriðja heiminum,
ekki sætta sig við og nú þegar heyrast
raddir um _,,nýja nýlendustefnu" í þessu
sambandi. I þriðja lagi er svo komið, að
víða hafa hinar stríðandi fylkingar í svæð-
isbundnum deilum yfír svo öflugum her
að ráða, að það myndi kosta talsverðar
fómir að sigrast á honum. Þetta er ein
ástæða þess að enn hefur ekki tekizt sam-
staða um hvað gera skuli til að stilla til
friðar í lýðveldunum, sem áður mynduðu
Júgóslavíu. Að sigra serbneska herinn er
enginn hægðarleikur. Loks er tiltölulega
auðvelt að ákveða, hvenær hafa skuli af-
skipti af deilum, sem upp kunna að koma,
en erfíðara að segja til um hvenær skuli
hætta aðgerðum. Hvenær á herliðið til
dæmis að fara frá Sómalíu? Er ekki hætta
á að borgarastyijöldin blossi þegar í stað
upp að nýju og enn fleiri falli í bardögum
eða deyi úr hungri? Og af hveiju á að
ráðast inn í Sómalíu en ekki t.d. Súdan
eða Líberíu, þar sem ástandið er svipað?
Frammi fyrir spurningum af þessu tagi
munu Sameinuðu þjóðimar standa á nýja
árinu.
Við upphaf nýs árs blasa við ýmis óleyst
vandamál á alþjóðavettvangi. Um leið hafa
vestræn lýðræðisríki fleiri tækifæri en
áður til að setja mark sitt á heimsmyndina
og tryggja lýðræði, markaðsbúskap og
friðsamlega sambúð þjóða í sessi. Árið
1993 er ár tækifæra í alþjóðamálum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Nýfrjálsu ríkin
knýja á um aðstoð
og samstarf við
Vesturlönd í efna-
hags-, öryggis- og
stjórnmálum og
biðja um að vera
tekin í samfélag
fijálsra lýðræðis-
þjóða. Mörgum
þykir sem Vestur-
Evrópuríkin, og
þá sérstaklega
Evrópubandalag-
ið, hafi ekki
brugðizt við þess-
um nýju kringum-
stæðum sem
skyldi, heldur
haldið áfram að
eltast við skottið
á sjálfum sér.“