Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.01.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 Isleifur Pálsson frá Langekru - Minning Fæddur 17. mars 1906 Dáinn 26. desember 1992 Mig langar í fáum orðum að minnast góðs vinar og frænda míns, Isleifs Pálssonar, en hann lést 26. desember 1992 eftir erfið veikindi. Hann var oft búinn að tala um að gott væri að fá að deyja í rúminu sínu og þá ósk fékk hann uppfyllta er hann lést á heimili sínu, Heiðvangi 2, Hellu. Hann var búinn að vera nokkra daga á Sjúkrahúsi Suðurlands en fékk að fara heim um jólin. ísleifur var albróðir ömmu minn- ar Vigdísar en hún er nú 82ja ára og býr í Keflavík. Þau vorujfjögur alsystkinin en Vigdís og ísleifur náðu ein fullorðinsaldri. Eftirlifandi eiginkona ísleifs er Guðrún Valmundsdóttir, oftast kölluð Gunna. Hún hefur hjúkrað honum í öllum hans veikindum og staðið eins og klettur við hlið hans alla tíð og var hjónaband þeirra afar gott og þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Eignuðust þau sjö böm og eru barna- og bamabörn orðin 27. ísleifur bjó í Ekru frá árinu 1941 er hann tók við búi móður sinnar, þar bjuggu þau hjónin til ársins 1977, en fluttust þá á Hellu og hafa átt þar heima síðan. Fyrst kynni mín af þessum heið- urshjónum vom þegar ég fékk að dvelja hjá þeim í Ekmnni fáeina daga. það var góður og lærdóms- ríkur tími. ísleifur átti alltaf lausa stund fyrir mig enda mikill barna- vinur. Það er margs að minnast úr sveitinni enda átti ég eftir að dveljast oft hjá þeim part úr mörg- um sumram. Flesta daga var margt um manninn í Ekranni, en alltaf var nóg pláss og nægar veit- ingar. Stundum vorum við nokkrir krakkar í senn hjá þeim sem köll- uðum okkur kaupafólk og oft fjör í mannskapnum, en gömlu hjónin kunnu lagið á okkur og við bámm mikla virðingu fyrir þeim. Það var gaman að vera með ísleifi þegar hann var að hringja klukkunum í Oddakirkju, en því starfi gegndi hann í mörg ár. Ég var ekki há í loftinu þegar ég sagð ísleifi og Gunnu frá því að ég ætlaði sko að gifta mig í Odda- kirkju þegar ég yrði stór, svo heill- uð var ég af kirkjunni. Ég stóð við orð mín, gifti mig þar og er nú gift bónda hér á Rangárvöllum. Þau hjónin töldu mér trú um það, þegar ég var unglingur og farin að vinna hjá þeim við bústörf- in, að ég væri efni í sveitakonu. Enda er það mikið þeim að þakka að ég er bóndi í dag. Bæði kenndu þau mér að meta sveitalífið og kynnast skepnunum. Já, það er margs að minnast með ísleifi, hann var mér ætíð góður vinur og leit ég oftast á hann sem afa minn. Börnin mín sóttu mikið til hans, þó sérstaklega Ámi, 5 ára, sem nú sér á eftir góðum vini sem allt- af gaf sér tíma til þess að lesa um hana Grýlu. Bestu stundir ísleifs vora þegar hann var umkringdur börnum, hann hafði gott lag á þeim og átti margar sögur og fróð- leik handa þeim frá gamla tíman- um. Mikill söngmaður var hann og kunni ógrynni af sálmum og naut hann þess að syngja í góðra vina hópi. Síðustu árin var hann sjúklingur og oft rúmfastur. Hon- um þótti best að vera heima hjá sér og það gat hann lengst af, meðal annars vegna góðrar umönnunar hjá eiginkonu sinni og einnig yngstu dóttur Guðbjörgu, sem leit til með þeim hjónum, stundum oft á dag. Með þessum fátæklegu línum vil ég kveðja Isleif og bið algóðan Guð að styrkja elsku Gunnu og fjölskyldu. Blessuð sé minning ísleifs. Anna María Kristjáns- dóttir, Helluvaði. Það þurfti engum sem til þekktu að koma á óvart þó að tengdafað- ir minn, Isleifur Pálsson, kveddi þennan heim aðfaranótt annars í GÖMLU DANSARNIR Okkar sérgrein r A mánudögum og miðvikudögum í sal félagsins í Álfabakka 14A í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30-21.30 Framhaldshópur, fyrir lengra komna. Kl. 21.30-22.30 Byrjendahópur, þar sem grunnspor eru kennd ítarlega. Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar 1993. Opinn tími og gömludansaæfíng verður annan hvern miðvikudag, fyrst 20. janúar. Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar. Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfmg - þeir sem koma í opna tímann fá frítt. Dansið þar sem flörið er o /ONl \9'>x Við bjóðum upp á sértíma fyrir starfsmannafélög og aðra hópa eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar í síma 681616. jólum. Hann sem hafði barist við langvarandi veikindi í mörg ár, orðinn saddur lífdaga og sáttur við Guð og menn. ísleifur Pálsson var fæddur í Galtarholti á Rangárvöllum 17. mars 1906 og ólst þar upp. 15 ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Langekra í sömu sveit. Þar átti hann heimili til ársins 1977 er hann flutti að Heiðvangi 2 á Hellu. Þegar Isleifur var ungur maður voru landbúnaður og sjávarútveg- ur aðalatvinnugreinar lands- manna. Báðar þessar atvinnu- greinar kynnti hann sér. Hann vann á búi foreldra sinna, en fór á vertíð á vetrum til Vestmanna- eyja og stundaði þar sjósókn. En bóndinn varð yfirsterkari enda var ísleifur bóndi af Guðs náð. Það var því eðlilegt framhald þegar ísleifur tók við búi af móður sinni árið 1941 en faðir hans hafði þá látist árið áður. Þetta sama ár kvæntist hann Guðrúnu Valmundsdóttur sem staðið hefur sem klettur við hlið hans æ síðan eða í rúmlega 51 ár. Eins og áður er frá greint var ísleifur bóndi af Guðs náð, athug- ull mjög og fór afskaplega vel með skepnur. Það vakti athygli hversu vel ísléifur hugsaði um sitt bú. Allt sem hann gerði var mjög snhyrtilegt og nostrað við hvern hlut. í hlöðunni var heyið leyst með heykrók og þess vel gætt að stálið væri alveg lóðrétt, annað fannst honum ekki fallegt. Svo var heyið hrist vel svo það yrði lyst- ugra fyrir skepnurnar og að síð- ustu var svo hlaðan sópuð svo ekki færi nokkurt strá til spillis. Margar ferðir fór ísleifur í smalamennsku inn á Laufaleitir, þ.e. afrétt Rangvellinga. Fjall- kóngur var hann á vesturfjalli um skeið. Ekki efa ég það að þar hef- ur nýst vel hans mikla athyglis- gáfa sem einkenndi hann allt hans líf. Þar þekkti hann hvern stein og gat lýst hverri þúfu. Eins hefur hans frábæra sjón sjálfsagt notið sín vel í fjallaferðum og smala- mennsku. En þessari góðu sjón hélt hann alveg fram undir það síðasta. Ekki verður lífshlaupi ísleifs lýst öðravísi en að minnast á hversu sérstakt yndi hann hafði af söng. Sjálfur var hann söngmaður góður og kunni íjöldann allan af vísum og kvæðum. Sífellt var hann syngj- andi í hinu daglega amstri, en ekki síst hafði hann gaman af að taka lagið á gleðistundum í góðra vina hópi. Þegar ég kynntist ísleifi var hann orðinn heilsulaus maður og hættur búskap. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir hann, þennan mikla hugmann þegar hann á góðum aldri missir heilsuna og getur lítið gert upp frá því, verður bara að standa fyrir utan hringinn og fylgjast með. Aðdáun mína vakti með hvað miklu æðru- leysi ísleifur tók veikindum sínum og aldrei heyrðist hann kvarta. Ef honum leið mjög illa og var spurð- ur hvernig honum liði þá í mesta lagi hristi hann höfuðið. Það hlýtur að þurfa mikið jafnaðargerð til að standast þessa raun í mörg ár. Ég vil svo um leið og ég kveð tengdaföður minn þakka honum fyrir öll neftókbakskornin sem hann var ósínkur á að rétta mér. Einnig vil ég skila þakklæti frá börnunum mínum, fyrir þau átti hann alltaf nægan tíma. Það var alveg sama hvenær var, alltaf gátu þau leitað til afa og ömmu á Horn- inu. Alltaf hafði afi tíma til að spjalla við þau og það var líka sama hvaða atburður varð í þeirra lífi, hvort sem það var í skólanum, íþróttum eða bara í leik og starfi, allt varð að segja afa. Enda var afi góður hlustandi. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka samfylgdina og ógleymanlegar stundir. Ég bið góðan Guð að styrkja tengdamóður mína og okkur öll á þessum tíma- mótum. Árni Hannesson. Laugardaginn 2. janúar var afi okkar, ísleifur Pálsson, jarðsung- inn frá Oddakirkju á Rangárvöll- um. Hann var fæddur 17. mars 1906 í Galtarholti og lést á heim- ili sínu, Heiðvangi 2 á Hellu, 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Pálsson bóndi í Langekra á Rangárvöllum og síð- ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR SEÐLABANKA ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1, 150 REYKJAVÍK Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARS J ÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1993, Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð- mæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni i samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót- arstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ckki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komándi árs. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 1993. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingár gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason. i síma (91)699600. Reykjavík, 29. desember 1992. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR ari kona hans, Ingiríður Einars- dóttir. Afi eignaðist 3 alsystkini, 9 hálf- systkini og 2 uppeldissystkini. 7 dóu ung og einungis 7 komust til fullorðinsára. Þau voru Margrét, Guðmundur, Guðrún Pálína og Valmundur, sem voru hálfsystkina hans, og Guðmundur Óskar Ein- arsson, sem var uppeldisbróðir hans. Öll eru þau nú látin, en á lífi eru Vigdís alsystir hans búsett í Keflavík og Fjóla Aradóttir upp- eldissystir hans sem býr í Reykja- vík. Á yngri árum aðstoðaði afi föð- ur sinn við búskapinn á vorin og sumrin en var annars vetrarmað- ur, m.a. í Kirkjubæ og á Strandar- höfða. Síðar fór hann á vertíðir til Vestmannaeyja og stundaði þar sjóróðra og einnig fór hann á vert- íðir til Þorlákshafnar eftir að hann hóf sjálfur búskap. Hinn 18. október 1941 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Valmundsdóttur frá Galtar- holti, og tóku þau við búi í Lang- ekru sama ár. Þau hjón eignuðust 7 börn. Þau era: Ámi bóndi í Þjórs- árholti kvæntur Helgu Óskarsdótt- ur og eiga þau 4 börn, Sigrún húsfreyja í Kálfholti gift Jónasi Jónssyni og þau eiga 4 böm og fimm barnabörn, Valborg húsmóð- ir í Kópavogi gift Karli Stefáns- syni og eiga þau 4 börn og 3 barna- börn, Páll bóndi í Langekru kvænt- ur Halldóra Valdórsdóttur og þau eiga 2 börn, Ingimar Grétar bóndi á Sólvöllum, Margrét Steinunn kennari í Kópavogi gift Albert Jó- hannni Högnasyni og eiga þau 3 börn og Guðbjörg fóstra á Hellu gift Áma Hannessyni og þau eiga 2 börn. Afi var góður verkmaður, ósér- hlífinn og hugmikill við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill bóndi, ræktunarmaður og sérlega glöggur á allar skepn- ur. í réttum þar sem afi var þurfti t.d. aldrei að nota markaskrá því hann þekkti ógrynni af mörkum og mundi hver átti hvað. í fjalla- ferðum var hann athugull, ratvís og þekkti öll örnefni. Umgengni hans við dýrin ein- kenndist af natni og nákvæmni sem mátti best sjá á óvenju vel fóðraðum og fallegum gripum. Þó er okkur sérstaklega minnisstætt hversu mikið snyrtimenni hann var. Hverri gegningu lauk með því að sópað var yfir hlöðugólfið og alla fóðurganga og hver hlutur settur á sinn stað. Afí var ræðinn og fróður um öll mál sem voru efst á baugi, þó 1 eðli sínu væri hann hógvær og léti lítið yfir sér. Trúin skipaði háan sess í lífi afa og var hann mikill kirkjunnar maður og hringjari í Oddakirkju til margra ára. Söngelskur var hann og kunni fjöldann allan af sálmum og ætt- jarðarlögum. Oft tók hann barna- börnin og barnabarnabörnin á kné sér og raulaði fyrir þau en hann hafði sérstakt dálæti á börnum og naut þess að hafa þau í kringum sig. Engan var betra að biðja ef eitthvert okkar langaði að heyra sögu, spila á spil eða að fá hjálp við að komast yfir reiðskjóta. í Ekru bjuggu afi og amma til ársins 1977 en þá brugðu þau búi vegna þverrandi heilsu afa og flutt- ust að Hellu. Þó að afi væri hug- mikill og vinnusamur, eins og áður hefur komið fram, þá tók hann veikindum sínum með miklu jafnaðargeði og æðruleysi allt til dauðadags. Elsku amma, mamma og aðrir aðstandendur, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari stundu. Minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar allra. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (H. Pétursson. Ps. 44) Systkinin Kálfholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.