Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993 3a Minning Benedikt Guðmunds- son frá Saurum Fæddur 21. janúar 1926 Dáinn í desember 1992 Mánudaginn 4. janúar verður Benedikt Guðmundsson bóndi á Saurum á Skaga borinn til moldar í Hofskirkjugarði, en hann lést af slysförum nú skömmu fyrir jól. Bensi, eins og við kölluðum hann jafnan grannar hans, var fæddur 21. janúar árið 1926 að Holti í Nesjum en fluttist 11 ára gamall með foreldrum sínum að Saurum og átti þar heima til dauðadags. Foreldrar Bensa voru hjónin Mar- grét Benediktsdóttir og Guðmundur Einarsson er lengi bjuggu á Saurum og á ég um þau hlýjar minningar frá æsku- og uppvaxtarárum. Bensi ólst upp við venjuleg sveitastörf eins og þau tíðkuðust á þeirri tíð. Heyöflun fór fram með handverkfærum og sauðfé var hald- ið til beitar. Hann var einnig nokk- uð í snertingu við sjósókn því faðir hans átti bát sem hann reri til fiskj- ar á Nesjamið, einkum að haustinu, og vandist þá Bensi við að beita lóð og ganga frá fiski í salt og herslu, en hann mun sjaldan hafa róið. Nokkrar vertíðir fór Bensi suður með sjó og vann þá jafnan við störf í landi. Einnig minnist ég þess að hann var eitt sumar á síld hér fyrir Norðurlandi. Rætur Bensa stóðu djúpt hér á heimaslóð og þegar hinni miklu sauðfjárplágu, mæðiveikinni, létti fór hann að koma sér upp kindum og hætti að sinna öðrum störfum enda mun fjárgæsla hafa verið það starf er honum var hugleiknast. Um alllangt skeið lifði Bensi af sauðfjárbúi sínu, eða þar til heilsu hans fór að hraka svo hann gat ekki sinnt um féð. Var þá flestu fé hans lógað, en Bensi var í eðli sínu fastheldinn og vildi eiga nokkrar ær eftir. Hélst það svo þar til yfir lauk. Lífsviðhorf og gildismat Bensa var mjög frábrugðið því sem al- mennt gerist og mátti sjá þess merki í lifnaðarháttum hans. Hann var óáleitinn við aðra menn, fáforð- ur og fáskiptinn og leitaði ekki til annarra nema í ítrustu neyð. En aldrei leitaði ég svo til hans með bón að hann yrði ekki við henni ætti hann þess nokkurn kost. Þótt Bensi væri fáorður drógust krakkar að honum. Minnist ég þess að á síðastliðnu sumri var hjá mér sonar- dóttir mín á 5. ári í nokkrar vikur og fór hún með mér þegar ég fór að hitta Bensa. Henni þótti margt undarlegt að sjá í híbýlum hans, dót skrítið að lit og lögun hangandi upp um veggi og loft en það lá jafn- an á lausu ef látið var í ljósi að það væri girnilegt. Þegar hún nú heyrði um endadægur felldi hún sín barns- tár yfir örlögum hans. Eftir að heilsu Bensa fór að hraka dvaldi hann suma vetur um eitt- hvert skeið á Héraðshælinu á Blönduósi sér til hressingar. Síðast- liðinn vetur dvaldi hann þar allan og veit ég að honum líkaði þar vel og leið vel. í huga hans var þakk- læti til lækna og hjúkrunarfólks og ekki síður til þeirra vistmanna er best náðu til hans. Þess minnist ég að nú í haust færði ég Bensa kveðju yfirlæknisins og það með að hann væri velkominn hvenær sem væri. Þá færðist bros yfir andlit hans, þótt ekki fyndist honum tímabært að fara. Ekki er þess að dyljast að oft greindi okkur Bensa á um það nú á seinni árum hvað honum væri fyrir bestu. En hann hlaut að ráða og má vera að hann hafi þegar alls er gætt haft réttara fyrir sér. í það minnsta finnst mér nú þegar göngu hans er lokið að ég sjái mannlegt líf frá fleiri sjónarhomum en áður. Þegar ég kveð minn gamla granna hinstu kveðju er mér ekki harmur í huga, svo viss er ég um að umskiptin verða til hins betra. Mér finnst þó eins og eyða sé eftir og víst hefði ég kosið að aldurtilann hefði borið að með öðrum hætti. En hér á sjálfsagt við að enginn má sköpum renna. Ég vil í lok þessara kveðjuorða þakka í nafni Benedikts leitarmönn- um í björgunar- og hjálparsveitum frá Skagaströnd og Blönduósi svo og öðrum mönnum sem í leitinni voru þann 16. og 17. desember síð- + útför HALLFRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Gilsfjarðarmúla, til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, sem andaðist 25. desembér sl., fer fram frá Aðventkirkjunni mið- vikudaginn 6. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarsjóð Systra- félagsins Alfa. Vandamenn. t Ástkær systir mín, mágkona og föðursystir okkar, HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. janúar kl. 15.00. Jón M. Gunnlaugsson, Nína Markússon, Ragnhildur Þórðardóttir, Sigriður Elín Sigfúsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon, Gunnlaugur Sigfússon. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR VILHJÁLMSSON útgerðarmaður, sem andaðist 24. desember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30. Sigríður Ingvarsdóttir, Jón Ingvarsson, Anna Sigtryggsdóttir, Anna Fríða Ottósdóttir og barnabörn. astliðinn. Ég kveð með mildum og hlýjum huga. Hvíli hann í friði guðs. Sveinn á Tjörn. Mig langar með fáeinum línum að minnast hans bróður míns, Bene- dikts Guðmundssonar. Hann var fæddur að Holti í Nesjum í Skaga- hreppi 21. jánúar 1926. Foreldrar hans voru Margrét Benediktsdóttir og Guðmundur Einarsson, sem þar bjuggu. Barnahópurinn varð stór. Arið 1937 fluttist fjölskyldan að Saurum í sömu sveit og þar fædd- urs tvær yngstu systurnar og þar ólúmst við upp. í mínum huga var Bensi stóri bróðir því 12 ár voru á milli okkar. Ég minnist útreiðartúra fram um alla heiði, ferða á engjar, ótal ferða við kindasmölun, beijaferða og lax- og silungsveiðiferða í vatnið og ána heima. Síðast en ekki síst göngu- ferða með sjónum. Að ganga á rek- ann var eitt hans mesta yndi. Alltaf er fjaran ný og fersk eftir hvert flóð og eftir hvert stórbrim, sem svo sannarlega gerir oft í víkinni okkar heima. Bamgóður var Bensi. Sem dæmi um það get ég sagt að þegar til stóð að fara sumarferðir norður að Saurum var í hugum barna okkar systkinanna ekki verið að fara í neina venjulega sveit, nei, það var verið að fara norður til Bensa. 0, já, það er svo ótal margs að minnast frá liðnu áninum. En nú mun enginn standa lengur á hlaðinu heima til að fagna komu okkar. Nú er allt orðið hljótt. Veri Benedikt bróðir minn kært kvaddur. Honum er færð hjartans þökk fyrir allt sem hann var okkur. Guð blessi minningu hans. Þorgerður Guðmundsdóttir. + Móðir okkar, MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Kleppsvegi 32, Reykjavik, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánu- dag 4. janúar, kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna Guðfinnur Sigurjónsson, Jón Ármann Sigurjónsson. + Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KRISTÍN HELGADÓTTIR, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borg á Mýrum þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón B. Ólafsson, Helgi Aðalsteinsson, Þorgerður Þorgilsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Fríða Sigurðardóttir, Sumarliði Aðalsteinsson, Elin Hjörleifsdóttir, Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, Sævar Magnússon og barnabörn. + | Móðurbróðir minn, ÞÓRHALLUR INGVAR JÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, ' ■ lést 30. desembér. Guðbjörg Egilsdóttir. 4lml JANÚARTILBOD SPARADU með magninnkaupum Bréfabindi ELBA (takmarkaö magn) 25 stk. 5.625 kr.m/vsk. Gatapokar 100 stk. 450 kr. m/vsk. L-möppur 100 stk. 990 kr. m/vsk. Faxpappír 30 m 6 rúllur 1.188 kr. m/vsk. Ljósritunarpappír 5pk. 2500 blöð 1.750 kr.m/vsk. Skrifblokkir 10 stk. 750 kr. m/vsk. Gulir minnismiöar m/lími 5x7,5cm 12stk. 460 kr. m/vsk. Gulir minnismiðar m/limi 7,5x7,5cm 12 stk. 675 kr. m/vsk. Kúlupennar 50 stk. 650 kr. m/vsk. Dagatölf/MICROFILE-FILOFAXo.fi.skipulagsbækur 1 stk. 395kr. m/vsk. Síðumúla 35 - S 688911 - Fax 689232 Fjölbreytt úrval af skrifstofuvörum á hagstæðu verði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.